Leita í fréttum mbl.is

TR Íslandsmeistari skákfélaga í FR hrađskák

Í fyrrakvöld fór fram fyrsta skemmtikvöld starfsársins hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Mikiđ var undir enda keppt um hvorki meira né minna en Íslandsmeistaratitil taflfélaga í Fischer Random. Sjö sveitir frá fimm taflfélögum mćttu til leiks, misvel mannađar og sumar ei fullmannađar. Ţađ kom ţó ekki ađ sök enda fullt af stökum og landlausum skákmönnum á vappi í höllinni sem umsvifalaust voru innlimađir í ţćr sveitir sem höfđu á ţví ţörf.

Eftir ađ formađur TR hafđi bođiđ gesti velkomna var tekiđ til hendinni viđ taflmennskuna. Áttu margir framan af í mesta basli viđ ađ ná einhverjum botni í upphafsstöđurnar. Á ţví var ţó ein undantekning ţví Kristján Örn Elíasson tefldi bara Pirc-vörn óháđ öllum upphafsstöđum eđa lit. Rakađi hann inn vinningum svo eftir var tekiđ.Taflfélag Reykjavíkur sendi ţrjár sveitir til leiks og tók A-sveit félagsins strax forystu međ öruggum 4-0 sigri á C-sveit félagsins. Sveitin jók svo biliđ jafnt og ţétt í nćstu sveitir og svo fór ađ lokum ađ A-sveit TR sigrađi međ 45,5 vinning af 48 mögulegum. Sveitina skipuđu stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, alţjóđlegi meistarinn og Íslandsmeistarinn í Fischer Random Guđmundur Kjartansson, alţjóđlegi meistarinn og lífskúnstnerinn Arnar E. Gunnarsson og alţjóđlegi meistarinn og nýjasta búbót Taflfélagsins, hinn siđprúđi og fágađi alţjóđameistari Jón Viktor Gunnarsson. Arnar og Jón Viktor sigruđu báđir alla andstćđinga sína.
Baráttan stóđ ţví ađ mestu leyti um annađ sćtiđ og ţar komu hnífjafnar í mark međ 27 vinninga B-sveit Taflfélags Reykjavíkur og sveit taflfélagsins međ stóra nafniđ, Skákfélags Íslands. B-sveit TR var úrskurđađ annađ sćtiđ á "matchpoints". Sveitina leiddi lánsmađurinn og jútjúb stjarnan FM Ingvar Ţór Jóhannesson. Ađ sjálfsögđu hafđi engin á stađnum lesiđ reglur keppninnar um lánsmenn og sá sem ţćr samdi var löngu búinn ađ gleyma ţeim. En samkvćmt ţeim hefđi átt ađ draga einn vinning af B-sveit TR fyrir FM lánsmanninn sem ekki var gert, og ţar međ hefđi sveit SFÍ fariđ upp í annađ sćtiđ! Reyndar var SFÍ einnig međ lánsmenn og erfitt ađ ákvarđa hvort rétt hefđi veriđ ađ draga einnig af ţeim heilan punkt eđa hálfan. Ekki er ósennilegt ađ úrslitin verđi kćrđ eđa ţá ađ formenn hlutađeigandi félaga ţurfi ađ taka 24. skáka Fischer Random einvígi í beinni sjónvarpsútsendingu til ađ útkljá máliđ.Venju samkvćmt á skemmtikvöldum Taflfélagsins voru gerđ nokkur hlé á taflmennskunni til ađ heimsćkja vini okkar á Billiardbarnum og hefur ţađ fyrirkomulag mćlst afar vel fyrir. Verđlaunaafhendingin fór ţar fram í mótslok og loks var kvöldinu slúttađ ţar međ yfirveguđum og háalvarlegum vangaveltum um framtíđ skáklistarinnar eins og vera ber.Úrslitin má skođa nánar hér.Nćsta skemmtikvöld verđur haldiđ 26. september á hárréttum tíma til ađ létta ađeins á spennunni í ađdraganda deildakeppninnar. Ţá er stefnt á ađ tefldar verđi stöđur úr frćgum skákum helstu skákmeistara fortíđar og nútíđar.Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţeim sem tóku ţátt og gerđu ţetta kvöld eftirminnilegt!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.7.): 9
 • Sl. sólarhring: 47
 • Sl. viku: 230
 • Frá upphafi: 8704926

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 165
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband