Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Judit Polgar hćttir

Judit Polgar teflir á fjórđa borđi fyrir UngverjaŢađ er ekki ofsagt ađ Polgar-systur, Susza, Sofia og ţá einkum sú yngsta, Judit, hafi breytt skákheiminum er ţćr komu fram fyrir meira en aldarfjórđungi. Judit Polgar, sem hefur lýst ţví yfir ađ hún sé hćtt ađ tefla, sló eldri systrunum rćkilega viđ og náđi hćst 8. sćti á heimslistanum sem var ađ öđru leyti skipađur körlum. Ađ nokkrum ólympíumótum undanskildum sniđgekk hún mót kynsystra sinna. Samt var ţađ sigur í kvennaflokki Ólympíumótsins í Saloniki haustiđ 1988 sem ruddi brautina. Ungverska kvennasveitin vann gullverđlaun og hin 12 ára gamla Judit Polgar dró í land 12 vinninga úr 13 skákum. Ný stjarna var komin fram. Hún lét ekki stađar numiđ eftir ţađ og framganga hennar og afstađa til kynskiptra móta gerbreytti landslagi skákarinnar. Styrkleikamunur kvenna og karla er ekki mikill í dag og ţegar hefur komiđ fram verđugur arftaki, kínverska stúlkan Hou Yifan.

Frammistađa hennar kallađi annađ veifiđ fram umrćđu um muninn á kynjunum. Á ţann vettvang hćtti sér nýlega heimsmeistarinn Magnús Carlsen sem sagđi einfaldlega ađ karlmenn vćru herskárri en konur. Áreiđanlega margt til í ţví en hvađ Judit Polgar áhrćrir virđast slík ummćli nćsta ţversagnakennd. Bobby karlinn Fischer hafđi orđ á ţví viđ undirritađan ađ Judit Polgar vćri mun herskárri en flestir kollegar hennar karlkyns. Hún ţurfti snemma ađ brynja sig gagnvart allskyns belgingi karlanna og komst í fréttirnar ţegar Kasparov lét háđsleg ummćli falla um skák sem hún tefldi viđ Karpov í Linares 1994. Síđar í sama móti varđ Garrí uppvís ađ ţví ađ hafa tekiđ upp leik gegn Judit. Ţađ fór fram hjá skákdómurunum en atvikiđ náđist á filmu.

Í Tromsö hlaut Judit 4 ˝ vinning af 6 mögulegum. Hún vann fjórar fyrstu skákirnar en tapađi óvćnt fyrir Bandaríkjamanninum Shankland og tefldi ekki meira eftir ţađ. Í viđureign Ungverja viđ Venesúla stóđ hún afar tćpt og um tíma var hún međ tapađ tafl; engu ađ síđur er skákin dćmigerđ. Hún lét allt vađa í byrjun tafls en andstćđingur hennar varđist af stillingu. Ţegar Judit Polgar henti svo síđustu sprekunum á eldinn sló skyndilega út í fyrir andstćđingi hennar og skemmtileg leikflétta réđ úrslitum:

André Vargas - Judit Polgar

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. f4 Rge7

Einkennisleikur Taimanov-afbrigđisins.

7. Rf3 b5 8. a3 Bb7 9. Bd3 Rg6 10. O-O Dc7 11. Rg5 f6 12. Rh3 Bc5 13. Kh1

O-O-O

Ekki beint veriđ ađ tefla uppá öryggiđ. Eftir stutta hrókun á svartur gott tafl.

14. Dh5 Rce7 15. De2 e5?!

Misráđinn leikur. Betra er 15. ... Hhf8 sem undirbýr framrás f-peđsins.

16. fxe5 Rxe5 17. Rf4 h5 18. a4 g5 19. axb5!?

Lćtur lítt ađ stjórn en mannfórnin gefur ýmis fćri.

19. ... gxf4 20. bxa6 Bc6 21. Bxf4 Hdg8 22. Bc4 Hg4 23. Rd5?!

Betra var 23. Bd5.

23. ... Bxd5 24. Bxd5 Rxd5 25. exd5 Kb8 26. Hf3 Ka8 27. h3 Hhg8? 28. d6!

Sennilega hefur Judit vanmetiđ ţennan öfluga leik.

28. ... Dc6 29. hxg4! hxg4 30. Hc3 Hh8+ 31. Bh2 Dxd6 32. De4 Rc6

Nú ţurfti hvítur ađeins ađ finna einfaldan leik, 33. Hh3! Eftir 33. ... Hxh3 34. gxh3 g3 35. Bg1 er hvíta stađan auđunnin.

gi3srenf.jpg33. g3?? Hxh2+! 34. Kxh2 Dd2+

- og hvítur gafst upp. Eftir 35.Kh1 kemur 35. ... Dh6+! 36. Kg2 Dh3 mát!

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 23. ágúst 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 8764829

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 166
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband