Leita í fréttum mbl.is

Jón Kristinn og Vignir Vatnar Íslandsmeistarar í skólaskák

 

Photo 04 05 14 12 37 55
Landsmótinu í skólaskák lauk í húsnćđi Skáksambandsins. Íslandsmeistarar í skólaskák urđu ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson, Norđurlandi eystra, og Vignir Vatnar Stefánsson, Reykjanesi. Ţeir tefldu báđir afar vel og voru vel af sigrunum komnir. Íslandsmeistararnir frá í fyrra urđu í öđru sćti, ţađ er ţeir Oliver Aron Jóhannesson, Reykjavík, í eldri flokki, og Hilmir Freyr Heimisson, Vestfjörđum, í ţeim yngri.

 

Eldri flokkur:

Photo 04 05 14 12 31 11Jón Kristinn Ţorgeirsson hlaut 10˝ vinning í 11 skákum. Hann leyfđi ađeins jafntefli viđ félaga sinn frá Akureyri, Símon Ţórhallsson. Oliver Aron varđ annar međ 10 vinninga og Símon varđ ţriđji međ 8 vinninga eftir ađ hafa unniđ Gauta Pál í lokaumferđinni í úrslitaskák um síđasta verđlaunasćtiđ.

Gauti Páll varđ í 4.-5. sćti ásamt Bárđi Erni Birkissyni.  

Mótstöflu eldri flokks má nálgast á Chess-Results.  

Yngri flokkur

Vignir Vatnar sigrađi í yngri flokki en hann hlaut 10 vinninga í 11Photo 04 05 14 12 26 07 skákum. Hilmir Freyr varđ annar međ 9˝ vinning og Guđmundur Agnar Bragason varđ ţriđji međ 8 vinninga. Vignir var taplaus á mótinu en leyfđi jafntefli gegn hinum tveimur verđlaunahöfunum.

Felix Steinţórsson og Mykhaylo Kravchuk urđu í 4.-5. sćti međ 7 vinninga og Heimir Páll Ragnarsson sjötti međ 6 vinninga. 

Mótstöflu yngri flokks má nálgast á Chess-Results

Um mótiđ

Mótshaldiđ tókst afar vel en í ţví eiga Ingibjörg Edda Birgisdóttir, landsmótsstjóri, og Ásdís Bragadóttir, framkvćmdastjóri, langmestan ţátt, en ţeir hafa haldiđ afar ţétt utan um allt mótshaldiđ.

Birna Halldórsdóttir sá um veitingar sem slógu algjörlega í gegn. Steinţór Baldursson sá svo um beinar útsendingar.

Photo 04 05 14 12 35 32Landsmótiđ í skólaskák er einstakt mót. Landsmótiđ er eins konar árshátíđ ungu krakkanna. Ţar er ekki bara teflt heldur einnig minglađ en ţađ er ekki síđur mikilvćgt ađ krakkar sem stundi skák séu góđir félagar en ekki bara andstćđingar viđ skákborđiđ. Ţađ ţekkja eldri kynslóđir mjög  vel en margur vinskapurinn frá Landsmótum sem og öđrum skákmótum hefur haldiđ í áratugi.Photo 04 05 14 12 33 20

Stemmingin sem náđist um helgina var afar góđ og skemmtileg. 

Vinnigshafarnir voru ţó glađastir allra en allir fengu viđurkenningarskjal, eins og sjá má í međfylgjandi myndaalbúmi, og var klappađ vel og lengi fyrir hverjum einasta keppenda!

Á Landsmótinu í skólaskák eru nefnilega allir sigurvegarar!

Ađ verđlaunaafhendingu lokinni var svo bođiđ upp á kjúkling, franskar og ís sem rann ljúflega í keppendur. 



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband