Leita í fréttum mbl.is

NM Skólaskák 2014 pistill fjórđu umferđar

Úrslit okkar manna í fjórđu umferđ:

A-flokkur
Mikael Jóhann Karlsson (2057) – Alberto Politi, Finnland (1641) 1-0
Nökkvi Sverrisson (2081) – Stian Johansen, Noregur (2099) 1-0

B-flokkur
Oliver Aron Jóhannesson (2104) – Eero Valkama, Finnland (1993) 0-1
Högni Egilstoft Nielsen, Fćreyjar (2141) - Dagur Ragnarsson (2073)
˝-˝

C-flokkur
Jón Kristinn Ţorgeirsson (1844) – David Bit-Narva, Svíţjóđ (1882)
˝-˝
Dawid Kolka (1748) – Alfons Emmoth, Svíţjóđ (1660) 0-1

D-flokkur
Toivo Keinänen, Finnland (1740) -Hilmir Freyr Heimisson (1761) 1-0
Felix Steinţórsson (1536) – Ng Klemens, Svíţjóđ (1620)
˝-˝

E-flokkur
Gabriel Nguyen, Svíţjóđ (1535) – Vignir Vatnar Stefánsson (1800)
˝-˝
Filip Boe Olsen, Danmörk (1876) – Mykhaylo Kravchuk (1453) 1-0

Mikael Jóhann

Drengirnir í A-flokki héldu uppi heiđri landans í kvöld.  Mikael átti fína skák gegn Alberto frá Finnlandi, tók fljótlega völdin í miđtaflinu og uppskar fínan sigur.  Góđur dagur hjá Mikael og tvćr afar vel tefldar skákir.  Nökkvi tefldi viđ Stian frá Noregi sem reyndi ađ rugla Nökkva í ríminu í byrjuninni en ţađ eina sem Nökkvi skildi ekki var hvers vegna andstćđingurinn tefldi svona veikt.  Nökkvi tefldi skákina mjög vel og uppskar tiltölulega áreynslulausan sigur.  Mikael er međ ţrjá vinninga í öđru til ţriđja sćti og Nökkvi hefur tvo vinninga í fimmta til áttunda sćti.  Ţađ virđist sem Martin frá Svíţjóđ stefni ađ sigri í ţessum flokki en hann hefur teflt afar sannfćrandi á mótinu og leiđir mótiđ međ fullu húsi.  Íslensku strákarnir eru báđir búnir ađ tefla viđ hann og ţví eiga ţeir báđir fínustu möguleika á verđlaunasćti og ef Svíinn tekur upp á ţví ađ hiksta á morgun ţá á Mikael ágćtis möguleika á ađ vinna flokkinn.

Nökkvi 

Í B-flokki tefldi Oliver viđ Eero frá Finnlandi. Oliver valdi rangt plan úr byrjuninni og Eero tók hraustlega á móti og fórnađi manni fyrir ţrjú peđ og svo öđrum manni síđar í skákinni sem endađi međ ţví ađ Oliver gat ekki varist öllum ţessum peđum og tapađi.  Dagur tefldi viđ Högna frá Fćreyjum og sömdu kapparnir um jafntefli eftir fremur tíđindalitla skák.  Stađan í ţessum flokki er ađ Dagur er međ tvo og hálfan vinning í ţriđja til fimmta sćti og Oliver er međ tvo vinninga í sjötta til níunda sćti.  Johann-Sebastian frá Noregi leiđir ţennan flokk međ ţrjá og hálfan vinning en flokkurinn er galopinn ennţá.

Í C-flokki tefldi Jón Kristinn viđ David frá Svíţjóđ.  Jón sótti ađ andstćđingnum allan tímann og gerđi hvađ hann gat til ađ vinna skákina.  Andstćđingurinn varđist vel en gerđi ekki miklar tilraunir til ađ vinna og var greinilega sáttur ađ ná jafntefli á móti Jóni.  Dawid tefldi viđ Alfons frá Svíţjóđ og tefldi skákina mjög vel framan af og saumađi ađ andstćđingnum.  Dawid varđ ţví miđur fyrir ţví ađ reikna ađeins vitlaust eftir ađ hafa veriđ kominn međ hartnćr unna stöđu ţannig ađ andstćđingurinn var skyndilega međ tvo menn á móti hrók í endatafli sem ómögulegt var ađ verja.  Óheppilegt tap en Dawid er engu ađ síđur ađ tefla vel.   Jón hefur ţrjá vinninga og er í fyrsta til ţriđja sćti og Dawid hefur einn og hálfan vinning og er í níunda sćti.  Ţađ stefnir ţví í afar spennandi dag í ţessum flokki á morgun.

Atlantis í Legolandi 

Félagar í D-flokki ađ borđa

Í D-flokki tefldi Hilmir viđ Toivo frá Finnlandi.  Eftir mikla baráttu missteig Hilmir sig í flćkjunum og fékk slćma stöđu.  Toivo urđu engin mistök á í úrvinnslunni og klárađi skákina örugglega.  Í síđasta pistli sagđi ég ađ Felix hefđi fundiđ sjálfstraustiđ í dag.  Ég hafđi greinilega rétt fyrir mér í ţvi ţar sem Felix gerđi hvađ hann gat til ađ hrista upp í jafnteflislegri stöđu og fórnađi međal annars skiptamun fyrir praktíska sénsa en allt kom fyrir ekki skákin leystist einfaldlega upp í jafntefli.  Fínasta skák hjá Felix sem getur veriđ stoltur af hugrekki sínu viđ ađ reyna ađ koma stöđunni úr jafnvćgi.  Í ţessum flokki stefnir allt í ađ andstćđingur Hilmis frá í dag, Toivo, vinni flokkinn en hann leiđir međ fullu húsi.  Hilmir hefur tvo og hálfan vinning og er í öđru til sjötta sćti og Felix hefur einn og hálfan vinning og er í sjöunda til tíunda sćti.  Ţađ er semsagt allt galopiđ fyrir ţá félaga í ţessum flokki. 

Í E-flokki tefldi Vignir viđ Gabriel frá Svíţjóđ.  Skákin leystist upp í leiđindastöđu og ţrátt fyrir ađ Vignir reyndi ađ hrista upp í ţessu eins og hann gat var drepleiđinlegt jafntefli stađreynd.  Mykhaylo tefldi viđ Filip frá Danmörku og eftir ađ hafa teflt skákina vel urđu honum á ein mistök sem sterkur andstćđingurinn nýtti sér til sigurs.  Vignir hefur ţrjá vinninga og er í fyrsta til ţriđja sćti og Mikhaylo hefur tvo og hálfan vinning og er í fjórđa til fimmta sćti.  Ţessi flokkur er ţví galopinn og getur allt gerst á morgun.

Fjórđa umferđin er rýrasta uppskera okkar hingađ til, fjórir vinningar af tíu mögulegum.  Ţađ stefnir í skemmtilegan dag á morgun ţar sem margir flokkarnir eru afar spennandi.  Einnig stefnir í spennandi landskeppni en stađan ţar er eftirfarandi:

1.       Ísland 23,5 vinningar
2.       Danmörk 23 vinningar
3.       Svíţjóđ og Finnland 21,5 vinningar
5.       Noregur 20,5 vinningar
6.       Fćreyjar 10 vinningar

Fimmta umferđ hefst í fyrramáliđ klukkan 9 ađ Íslenskum tíma.  Ţá tefla okkar menn viđ:

A-flokkur
Erik Rönka, Finnland (2154) - Mikael Jóhann Karlsson (2057)
Elise Forsĺ, Noregur (1854) - Nökkvi Sverrisson (2081)

B-flokkur
Dagur Ragnarsson (2073) – Oliver Aron Jóhannesson (2104)

C-flokkur
Sondre Merkesvik, Noregur (2022) - Jón Kristinn Ţorgeirsson (1844)
Bjarki Bertholdsen, Fćreyjar (1081) - Dawid Kolka (1748)

D-flokkur
Andreas Garberg Tryggestad, Noregur (1878) - Hilmir Freyr Heimisson (1761)
Janus Skaale, Fćreyjar (1343) - Felix Steinţórsson (1536)

E-flokkur
Vignir Vatnar Stefánsson (1800) – Mykhaylo Kravchuk (1453)

Skákir í beinni
Heimasíđa mótsins
Facebook síđa mótsins
Bein útsending frá skákstađ
Stađa, úrslit og pörun (Chess-results)
Myndir

Davíđ Ólafsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.6.): 17
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8766123

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband