Leita í fréttum mbl.is

Stefnumótunarvinna skákhreyfingarinnar hafin

Frá stefnumótunarfundi skákhreyfingarinnarStjórn Skáksambands Íslands hóf laugardaginn 22. september með formlegum hætti stefnumótunarvinnu en líkt og kynnt hefur verið hefur stjórnin sett sér það markmið að leggja stefnumótunartillögu fyrir næsta aðalfund sambandsins og forgangsröðuðum verkefnalistum til að styðja við þá stefnumótun á næstu árum.

Á fundinnvar boðið fulltrúum allra skákfélaga sem aðild eiga að Skáksambandi Íslands. Því miður verður að segja að mæting hefði getað verið betri en auk stjórnarinnar og fulltrúa nefnda og  Skákskólans mætti aðeins tveir fulltrúar frá skákfélögunum, Sigurður Ægisson frá Skákfélagi Siglufjarðar og Kristján Örn Elíasson frá Sigurður Ægisson frá Skákfélagi SiglufjarðarSkákfélagi Íslands.

Á fundinum var farið yfir ítarlega stöðugreiningu sem unnin var í samvinnu við nefndir sambandsins og skákfélögin í landinu. Í framhaldinu voru skipaðir 4 vinnuhópar á fundinum sem fengu tiltekin viðfangsefni til að greina og fjalla um en þau viðfangsefni voru barna- og unglingastarf,  afreksstarf og alþjóðlegt samstarf, þjónusta við félög og útbreiðsla og loks fjármál hreyfingarinnar. Hóparnir skiluðu í lok fundar samantekt og tillögum að áframhaldandi verkefnum og áherslum sem skoða þarf betur.

Í framhaldinu mun stjórn SÍ halda áfram með stefnumótunarvinnuna byggt á þeim grunni sem lagður var á fundinum. Í því efni verður aftur leitað til skákfélaganna varðandi afstöðu til tiltekinna viðfangsefna t.d. í tengslum við fjármál hreyfingarinnar, afreksstarfið, þjónustu sambandsins eða fyrirkomulag móta.

Ítrekað skal að markmið stjórnarinnar er að leggja fram heilstæða tillögu að stefnumörkun hreyfingarinnar á næsta aðalafundi þannig að það verður nægur tími fyrir hreyfinguna til að ræða og koma eða úrvinnslu einstakra viðfangsefna. Með það markmið að sem breiðust samstaða verði um mögulegar tillögur mun stjórnin tryggja umræður um einstök álitaefna bæði með umfjöllun á Skák.is, með beinum samskiptum við félögin og mögulega með öðrum stefnumótunardegi. Nánar um það síðar. Að lokum er rétt að taka fram að vinnugögn frá stefnumótunarfundinum verða við fyrsta tækifæri gerð aðgengileg á heimsíðu sambandsins.

026Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við HR, var hópnum til aðstoðar.   Andrea Margrét Gunnarsdóttir, stjórnaði vinnuhópnum innan SÍ en með henni í honum voru Stefán Bergsson, Steinþór Baldursson og Þorsteinn Stefánsson.  

Við þetta tilefni ákvað stjórn SÍ jafnframt að heiðra Ásdísi Bragadóttir, sem á um þessar mundir 25 ára starfsafmæli sem framkvæmdastjóri og henni fært gjöf.

Þátttakendur:

  • Gunnar Björnsson, forseti SÍ
  • Andra Margrét Gunnarsdóttir, varaforseti SÍ
  • Helgi Árnason, gjaldkeri SÍ og formaður Fjölnis
  • Eiríkur Björnsson, ritari SÍ og varaformaður TR
  • Róbert Lagerman, skákritari SÍ og formaður Skákfélags Vinjar
  • Stefán Bergsson, æskulýðsfulltrúi SÍ og framkvæmdastjóri Skákakademíunnar
  • Ingibjörg Edda Birgisdóttir, landsmótsstjóri SÍ
  • Þorsteinn Stefánsson, varastjórn SÍ
  • Steinþór Baldursson, varastjórn SÍ
  • Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands
  • Kristján Örn Elíasson, formaður Skákfélags Íslands
  • Sigurður Ægisson, formaður Skákfélags Siglufjarðar 
  • Ásdís Bragadóttir, framkvæmdastjóri SÍ
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við HR

Myndaalbúm (GB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband