Leita í fréttum mbl.is

Álfhólsskóli í 2 sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita

photo (8)Sveit Álfhólsskóla lenti í 2 sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem lauk í Stokkhólmi í dag eftir  2-2 jafntefli gegn A sveit Svía.

Álfhólsskóli tapaði ekki neinni viðureign og varð efstur að stigum (match points) með 9 stig en í öðru sæti í heildarfjölda vinninga með 13 vinninga. A sveit Svía hlaut 8 match points en 15.5 vinninga og unnu því mótið.

Umferðin í dag var mjög spennandi. Fyrstu tveim skákunum lauk með sigri Íslands með glæsilegum sigrum Agnars og Róbert Leó. Dawid og Felix voru á þeim tímapunkti með vænlegri stöður en síðan sannaðist að kapp er best með forsjá. Þeir vissu báðir að við þyrftum að ná 1.5 vinningum út úr þessum 2 skákum og sóttu etv full fast og lentu um síðir báðir undir í sínum skákum. Það voru því vonsviknir strákar sem að lokum urðu að sætta sig við 2 sætið á mótinu og spennufallið mikið.

Lokastaða mótsins varð því eftirfarandi:

 

 

Vinn-ingar

Loka staða

Match-

Skóli

Land

points

Mälarhöjdens skola

Sweden 1

15½

1

8

Alfholsskoli

Iceland

13

2

9

Haldum-Hinnerup

Denmark

11½

3

6

Kringsjå Skole

Norway

5

4

The English School

Finland

4

2

Örsundsbroskolan

Sweden 2

4

6

0

 

Sveit Álfhólsskóla stóð sig mjög vel á þessu móti. Sveitin er mun yngri en sveit sigurvegaranna og á mjög vel skilið silfurverðlaunin á þessu móti. Nú tekur við áframhaldandi uppbyggingarstarf hjá Álfhólsskóla enda strákarnir staðráðnir í að vinna sér aftur inn keppnisrétt að ári með það markmið klára þá málið.  Það verður aðeins Róbert Leó sem færist upp um flokk en eftir verða Dawid, Felix og Agnar og Oddur sem var varamaður í þessu móti. Við segjum því eins og forsetinn „you aint seen nothing yet"

Álfhólsskóli þakkar öllum þær góðu kveðjur sem okkur hafa borist meðan á mótinu stóð. Við þökkum einnig þjálfurum liðsins þeim Smára Rafni Teitssyni og Einar Hjalta Jenssyni fyrir frábært starf með stráknum.

Að lokum er rétt að geta þess að Svíarnir stóðu ágætlega að þessu móti og aðstaða á skákstað var til fyrirmyndar en upp á framtíðina er alltaf eitthvað sem mætti bæta. Þar mætti að gistiaðstaðan var ekki nógu góð þrátt fyrir að vera ágætlega staðsett. Okkur fengum þröng baðherbergislaus 4 manna herbergi með kojum. Herbergin voru mjög heit og ef við reyndum að opna glugga þá var fyrir utan verönd sem aðrir gestir notuðu stundum á kvöldin til að stunda söng og annan kveðskap til heiðurs Bakkusi. Það var því stundum erfitt fyrir strákanna að fá næga hvíld.  Upp á framtíðina mætti einnig nefna að etv mætti byrja síðar á morgnanna til að gefa okkur frá Íslandi tækifæri til að fá meiri hvíld. Það er mega-átak hjá 11 og 12 ára krökkum að byrja að tefla kappskákir kl 7:00 að íslenskum tíma. Heimaliðin njóta því örugglega heimavallarins að þessu leiti.


Myndaalbúm (SB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband