Leita í fréttum mbl.is

Héðinn með fullt hús eftir 3 umferðir á móti í Hollandi

Héðinn SteingrímssonStórmeistarinn Héðinn Steingrímsson (2550) er með fullt hús að loknum þremur umferðum á HSG-mótinu sem nú fer fram í Hilversum í Hollandi.  Í fyrstu umferð sigraði hann Hollendinginn Niels Hendrikx (2063), í 2. umferð vann hann hollenska FIDE-meistarann Jaap Vogel (2210) og í þriðju umferð lagði hann ísraelska alþjóðlega meistarann Youchanan Afek (2282).  Héðinn er efstur ásamt indverska alþjóðlega meistaranum Babu Lalith (2493). 

Í fjórðu umferð, sem fram fer í dag, teflir Héðinn einmitt  við ofangreindan Lalith.  Skákin verður sýnd beint á vefsíðu mótsins en umferðin hefst kl. 11:30.

Alls taka 44 skákmenn þátt í efsta flokki og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur keppenda er rússneski stórmeistarinn Konstantin Landa (2603) en meðal annarra keppenda má nefna úkraínska undrabarnið Illya Nyzhnyk (2544).   Héðinn er þriðji í stigaröð keppenda.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (5.3.): 0
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 204
 • Frá upphafi: 0

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 166
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband