Leita í fréttum mbl.is

Bragi sigrađi á öđru sumarmóti Vinnuskólans og Akademíunnar

Robbi grettir sigAnnađ sumarmót Vinnuskóla Reykjavíkur og Skákakademíu Reykjavíkur fór fram miđvikudaginn 23. júní síđastliđinn viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Mótiđ hófst kl.12.30 og voru tefldar fimm umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma. Veđriđ var frábćrt sól og blíđa og gátu mótshaldarar ekki beđiđ um betra veđur. Alls tóku 34 skákmenn ţátt í mótinu sem er aukning frá vikunni áđur og verđur ađ teljast magnađ. Til leiks voru mćttir margir gríđarlega sterkir skákmenn eins og Róbert Lagerman, Bragi Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson. Ađ vanda voru meirihluti skákmanna og kvenna á mótinu ungir og efnilegir.

Skákmótin eru liđur í frćđslustarfi Vinnuskóla Reykjavíkur í ađ vekja áhuga unglinganna á skáklistinni, miđbćjarlífiđ og glćđa bćinn mannlífi. Viđburđir sem ţessi vekja óskipta athygli erlendra ferđamanna og gesta borgarinnar sem eiga leiđ hjá, og myndast ţví mjög skemmtileg stemmning í kringum mótin. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóli heiđruđu samkomuna međ nćrveru sinni.

Mótiđ var afar spennandi og til úrslita tefldu alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson og hinn síkáti Haukamađur Ingi Tandri Traustason, skákin fór ađ sjálfsögđu fram á útitaflinu og var tefld 5 mínútna hrađskák ţar sem Ingi fékk ađ velja sér hvorum litnum hann vildi stýra. Skákin endađi međ nokkuđ öruggum sigri Braga eftir ađ Ingi hafđi leikiđ af sér hverjum manninum og fćtur öđrum.

Sigurvegari fyrsta mótsins Stefán Bergsson tók ađ sér ađ stýra skútunni í ţessu móti og gerđi ţađ sennilega betur en sjálfur Jack Sparrow.

Röđ efstu manna :

1.      Bragi Ţorfinnsson

2.      Ingi Tandri Traustason

3.      Róbert Lagerman

4.      Kristófer Jóel Jóhannesson

5.      Sigríđur Björg Helgadóttir

6.      Davíđ Kjartansson

7.      Kristinn Andri Kristinsson

Bragi fékk ađ launum gjafakörfu frá Kaffitár enda kaffikall mikill, Ingi Tandri fékk pizzuveislu frá The Deli og Sigríđur Björg sem hlaut kvennaverđlaun fékk hiđ forláta gjafabréf á Hamborgarabúllu Tómasar. Nokkrir ungir og efnilegir leikmenn fengu svo fótboltaspil fyrir góđan árangur í mótinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (5.3.): 0
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 204
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 166
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband