Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Gallerý Skák: Kapptefli ţegar degi hallar

TaflkóngurinnMótaröđin um Taflkóng Friđriks Ólafssonar heldur áfram í Gallerý Skák í kvöld kl. 18. Teflt verđur 2 umferđ af fjórum, en 3 bestu mót hvers keppenda reiknast til Grand Prix stiga, svo enn er hćgt ađ blanda sér í baráttuna. 11 skákir međ 10 mínútum á mann.   

Guđfinnur R. Kjartansson leiđir keppnina sem stendur međ 10 stig,  Bjarni Hjartarson nćstur međ 8 stig og síđan Gunnar Skarđhéđinsson međ 6.

Lögđ er áhersla á vandađa taflmennsku undir fororđinu:

„Látiđ ekki fallegt mát úr hendi sleppa né betri stöđu forgörđum fara"   .

Lagt í púkk fyrir kaffi og kruđerí auk matfanga í taflhléi.

   

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót hjá TR 2012 verđur í kvöld og hefst ađ venju kl. 19:30 en húsiđ opnar kl. 19:10.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


Guđmundur vann - Hou Yifan ein efst eftir sigur á Shirov

Hou YifanGuđmundur Gíslason (2332) vann ţýska skákmanninn Franz Scheckenbach (2182) í 9. og nćstsíđustu umferđ Gíbraltar-mótsins sem fram fór í kvöld.  Guđmundur hefur 5 vinninga og er í 72.-105. sćti.  Heimsmeistari kvenna Hou Yifan (2605) heldur áfram ađ stela senunni og vann í dag Lettann Alexei Shirov (2710).  Sú kínverska er ein efst međ 7˝ vinning en hún er ađeins 25. stigahćsti keppandi mótsins.

Í 2.-6. sćti međ 7 vinninga eru Adams (2724), Mamedyarov Guđmundur Gíslason(2747), Short (2677), Sasikiran (2700) og Bologan (2680).   Lokaumferđin hefst kl. 10.  Ţá mćtast m.a.: Hou Yifan - Mamedyarov, Bologan-Adams og Sasikiran-Short.

Í lokaumferđinni, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ viđ georíska alţjóđlega meistarann Lela Javakhishvili (2454). 

Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum.  Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.   Guđmundur er nr. 95 í stigaröđ keppenda. 

Sverrir efstur á Skákţingi Vestmannaeyja

Sverrir Unnarsson GrćnlandsfariSjötta umferđ Skákţings Vestmannaeyja var tefld í kvöld og var hún í styttri kantinum, ţar sem öllum skákum var lokiđ á tveimur tímum. 

Einar og Dađi Steinn ţráléku ţegar hvorugur mátti reyna ađ vinna.  Gauti lék af sér manni snemma tafls og gafst strax upp.  Stefán og Sigurđur tefldu hörkuskák og ţar sem Sigurđur sótti stíft en gleymdi sér ađeins í vörninni og Stefán gekk á lagiđ og vann liđ og ţar međ skákina.  Jörgen lék af sér manni gegn Michal og gafst upp skömmu seinna.  Kristófer náđi aldrei almennilegum takti gegn Nökkva og lék síđan af sér liđi og ţar međ skákinni.

Enn eru tvćr skákir ótefldar úr fyrri umferđum og verđur sú fyrri á laugardag, ţ.e. skák Nökkva og Stefáns úr 3. umferđ.

Úrslit 6. umferđar

NafnStigÚrslitNafnStig
Einar Guđlaugsson1928˝  -  ˝Dađi Steinn Jónssson1695
Sverrir Unnarsson19461  -  0Karl Gauti Hjaltason1564
Stefán Gíslason18691  -  0Sigurđur A Magnússon1367
Jörgen Freyr Ólafsson11670  -  1Michal Starosta0
Nökkvi Sverrisson19301  -  0Kristófer Gautason1664


Stađan eftir 6. umferđ

SćtiNafnStigViSB 
      
1Sverrir Unnarsson194611,75 
2Einar Guđlaugsson192810,75 1 frestuđ
3Michal Starosta046,50 
4Nökkvi Sverrisson19308,25 2 frestađar
5Dađi Steinn Jónsson169537,75 
6Karl Gauti Hjaltason15647,25 
7Kristófer Gautason16644,00 
8Stefán Gíslason18692,75 1 frestuđ
9Jörgen Freyr Ólafsson116700,00 
10Sigurđur A Magnússon136700,00 

 


Páll Leó efstur á Ţorraatskákmóti SSON

Páll Leó JónssonPáll Leó Jónsson er efstur međ 5˝ vinning ađ loknum 6 umferđum á Ţorraatskákmóti SSON en umferđir 4-6 fóru fram í kvöld.  Ingimundur Sigurmundsson er annar međ 5 vinninga og Grantas Grigoranas er ţriđji međ 4˝ vinning.

Stađan:

RankNameRtgPtsSB
1Páll Leó Jónsson20438.00
2Ingimundur  Sigurmundsson179157.00
3Grantas Grigoranas172912.50
4Ingvar Örn Birgisson176746.50
5Úlfhéđinn  Sigurmundsson177033.00
6Magnús  Matthíasson161627.25
7Inga Birgisdóttir156426.75
8Erlingur Jensson175010.00
9Arnar Schiller000.00
 Erlingur Atli Pálmarsson140500.00


Heimasíđa SSON 


Kornax - úrslitakeppni: Björn og Bragi međ jafntefli

01022012372.jpgBjörn Ţorfinnsson og Bragi Ţorfinnsson gerđu jafntefli í 1. skák úrslitakeppni Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld. 2. skák úrslitakeppninnar fer fram nk. föstudag en ţá tefla Björn og Guđmundur Kjartansson.

Töfluröđ aukakeppninnar er:

1. Guđmundur
2. Björn
3. Bragi

Tefld verđur tvöföld umferđ og verđur teflt á sunnudögum kl. 14 og á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Teflt er í T.R.

Jón Arnljótsson efstur á atskákmóti Sauđárkróks

Jón Arnljótsson er óstöđvandi á atskákmóti Sauđárkróks og hefur enn fullt hús vinninga eftir 6 umferđir. Birkir Már Magnússon og Unnar Ingvarsson hafa 4˝ vinning. Guđmundur Gunnarsson og  Christoffer Munkholm hafa 4 vinninga en Christoffer hefur biđskák ađ auki. Ađrir eru međ minna, en keppendur eru alls 9.

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Guđmundur tapađi fyrir Stefanovu - Hou Yifan efst ásamt Adams


Guđmundur GíslaGuđmundur Gíslason (2332) tapađi búlgörsku skákkonunni og fyrrum heimsmeistara kvenna, Antoaneta Stefanova (2523) í áttundu umferđ Gíbraltar-mótsins sem fram fór í dag.  Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 109.-154. sćti.  

Guđmundur mćtir Ţjóđverjanum Franz Scheckenbach (2182) í 9. og nćstsíđustu umferđ sem fram fer á morgun. 

Heimsmeistari kvenna, kínverska stúlkan Hou Yifan (2605) er efst međHou Yifan 6˝ vinning ásamt Michael Adams (2724).  Yifan hefur í tveimur síđustu umferđum unniđ Judit Polgar (2710) og Le Quang Liem (2714).  

14 skákmenn hafa 6 vinninga.  Ţar á međal eru Short (2677), Mamedyarov (2747), Movsesian (2700), Svidler (2749) og Shirov (2710).

Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum.  Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.   Guđmundur er nr. 95 í stigaröđ keppenda. 

Haraldur Axel efstur í Ásgarđi í dag

Haraldur AxelŢađ var vel mćtt í Ásgarđi í dag, tuttugu og sjö mćttu til leiks ţar sem Haraldur Axel Sveinbjörnsson varđ efstur međ 8 vinninga af 9 mögulegum.  Í öđru sćti varđ Valdimar Ásmundsson međ 7˝ vinning.  Jafnir í 3.-4. sćti urđu Egill Sigurđsson og Eiđur Á. Gunnarsson međ 6 vinninga.  Egill var hćrri á stigum.

Heildarúrslit

1    Harald Axel Sveinbjörnsson        8
2    Valdimar Ásmundsson        7.5
3-4    Egill Sigurđsson            6
    Eiđur Á Gunnarsson            
5-6    Ţorsteinn Guđlaugsson               5.5
    Gísli Árnason                
7-13    Ásgeir Sigurđsson            5
    Gísli Sigurhansson
    Ásbjörn Guđmundsson    
    Magnús V Pétursson
    Birgir Sigurđsson
    Einar S Einarsson
    Grímur Jónsson
14-18    Kristján Guđmundsson        4.5
    Jón Steinţórsson
    Óli Árni Vilhjálmsson
    Hálfdán Hermannsson
    Bragi G Bjarnarson            
19-21    Friđrik Sófusson            4
    Halldór Skaftason
    Viđar Arthúrsson

Nćstu sex voru međ svolítiđ fćrri vinninga.


Íslandsmót stúlkna fer fram á sunnudag

Íslandsmót stúlkna 2012 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram á sunnudaginn nćsta 5. febrúar og hefst tafliđ klukkan 13:00.

Mótiđ fer fram í Sjóminjasafninu Víkinni ađ Grandagarđi 8.

Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum:
  • Fćddar 1996-1998
  • Fćddar 1999 og síđar.

Tefldar verđa 7-9 umferđir eftir fjölda keppenda međ 10 mínútur á mann.

Víkin er sérstaklega skemmtilegt safn sem geymir sögu sjávarútvegs á Íslandi. Safniđ er opiđ á sunnudögum frá 13-17. Í safninu er glćsileg kaffitería sem verđur opin á sunnudaginn og ţví tilvaliđ fyrir fjölskyldur ungra skákstelpna ađ gera sem mest úr deginum.

Skráning fer fram á Skák.is og fyrirspurnum svarađ í stefan@skakakademia.is.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8780458

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband