Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Dagur endađi međ 3 vinninga í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2384) gekk illa í lokaumferđum First Saturday-mótsins sem lauk í dag í Búdapest. Dagur hlaut 3 vinninga og endađi í 9.-10. sćti.

Frammistađa Dags samsvarađi 2306 og lćkkar hann um 9 stig fyrir hana.

Tíu skákmenn tóku ţátt og voru međalstig 2426 skákstig. Dagur var nr. 7 í stigaröđ keppenda.

Heimasíđa mótsins

 


Hrađskákmeistaramót Víkingaklúbbsins fer fram á fimmtudag

Hrađskákmeistaramót Víkingaklúbbsins verđur haldiđ fimmtudaginn 13. desember Í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst tafliđ kl. 20.00. Tefldar verđa 2x7 umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma.  Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin og einnig sérstök unglinga og kvennaverđlaun. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum og bođiđ verđur upp á kaffi og léttar veitinagar á stađnum.  Núverandi hrađskákmeistari Víkingaklúbbsins er Davíđ Kjartansson. 


London: Kramnik og Polgar unnu í dag - Carlsen međ 2 stiga forystu fyrir lokaumferđina

Kramnik og JonesVladimir Krmanik (2795) og Judit Polgar (2705) voru sigurvegar dagsins í áttundu og nćstsíđustu umferđ London Chess Classic. Kramnik vann Gawain Jones (2644) en Polgar lagđi Luke McShane (2644). Örđum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen (2848), sem sat yfir í dag, hefur 2 stiga forystu Kramnik en lokaumferđin fer fram á morgun og hefst fyrr en venjulega eđa kl. 12.

Í lokaumferđinni mćtir Carlsen heimsmeistaranum Anand (2775) en Kramnik teflir viđ Adams (2710).

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.

Birkir Karl Sigurssđon (1725), sem tefldi í FIDE-flokki fetađi í fótspor sjálfs heimsmeistarans og gerđi mikiđ ađ jafnteflum eđa 7 jafntefli í 9 skákum og hlaut 3,5 vinning. Árangur hans samsvarađi 1910 skákstigum og hćkkar hann um 28 stig. Birkir Karl tefldi viđ stigahćrri keppenda í hverri einustu skák svo árangur hans er prýđisgóđur.

Úrslit 8. umferđar:

Vishy Anand˝-˝Hikaru Nakamura
Luke McShane0-1Judit Polgar
Levon Aronian˝-˝Michael Adams
Vladimir Kramnik1-0Gawain Jones 

Stađan:
  • 1. Carlsen (2848) 17/7
  • 2. Kramnik (2795) 15/7
  • 3. Adams (2710) 12/7
  • 4. Nakamura (2760) 10/7
  • 5. Anand (2775) 8/7
  • 6. Aronian (2815) 7/7
  • 7.-8. McShane (2713) og Polgar (2705) 5/7
  • 9. Jones (2644) 3/8

Skákţáttur Morgunblađsins: Undirbúningur og úrslitaskákir

Keres og SpasskyKlassíska skákin" leiđ undir lok viđ aldamótin 2000 og nýir spámenn hafa komiđ fram sem skara fram úr í ţví ađ nýta kosti tölvutćkninnar: Kazimdsanov, Karjakin, Nakamura, Anand, Kramnik, Topalov og Frakkarnir. Ţetta er umfjöllunarefniđ öđrum ţrćđi í nýrri bók úkraínska stórmeistarans Vladimirs Tukmakovs,Modern chess preparation.

Í fyrri helmingi bókarinnar dregur Tukmakov fram dćmi frá fyrri tíđ sem kunna ađ hafa skotist fram hjá okkur: Pólverjinn Akiba Rubinstein var snjall í hróksendatöflum - ţađ vissum viđ, en hann var líka ađ mati höfundar langt á undan sinni samtíđ ađ flestu öđru leyti. Tvćr heimsstyrjaldir léku hann grátt, sú fyrri hindrađi einvígi viđ Emanuel Lasker um heimsmeistaratitilinn. Fengin reynsla og kunnátta gat veriđ dýru verđi keypt í ţá daga.

Nú eru leynivopn skákarinnar ţaulprófuđ međ samkeyrslu fjölmargra forrita. Ćfingaađstađa heimsmeistarans minnir meira á tölvuver en nokkuđ annađ. Ţrátt fyrir tćknina ráđleggur Tukmakov ungum skákmönnum ađ sundurgreina skákir og ćfa sig án ţess ađ hafa tölvu viđ höndina.

Í einum kafla bókarinnar fjallar hann um úrslitaskákir. Nokkur dćmi eru tekin til međferđar og Tukmakov veltir viđ nokkrum steinum af skákferli Spasskís: fyrir lokaskákina í áskorendaeinvíginu viđ Paul Keres áriđ 1965 var Spasskí yfir, 5:4, og dugđi jafntefli til ađ vinna einvígiđ. Ýmsar rólegar og traustar byrjanir virtust sniđnar til ţess ađ ná ţeim úrslitum. En ţeir voru báđir komnir langt ađ og Spasskí vissi ađ upp var runnin ögurstund á ferli Keres. Hann ákvađ ađ koma Eistlendingnum á óvart og tefla kóngsindverska vörn, afar krefjandi og flókna byrjun sem hann hafđi sjaldan beitt áđur. Viđ undirbúning fyrir skákina gat hann sér til um ţađ afbrigđi sem Keres valdi og sendi jafnframt inn ţau skilabođ til hins vígmóđa andstćđings ađ nú vćru ţrenn úrslit möguleg; sigur, tap eđa jafntefli. Eins og 15. leikur hans leiđir í ljós fór Spasskí aldrei „úr karakter". Skákin sem hér fer á eftir er ţrungin stigmagnađri spennu:

Riga 1965:

Paul Keres - Boris Spasskí

Kóngsindversk vörn

1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 c5 6. d5 0-0 7. Rf3 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 b5!?

Ţessi óvćnti leikur byggist á hugmyndinni 10. Bxb5 Rxe4 11. Rxe4 Da5+ o.s.frv. Í dag er taliđ traustara ađ leika 9.... Bg4 eđa 9.... He8.

10. e5 dxe5 11. fxe5 Rg4 12. Bf4

Skarpara er 12. Bg5 međ hugmyndinni 12.... f6 13. exf6 Bxf6 14. Dd2.

12.... Rd7 13. e6 fxe6 14. dxe6 Hxf4 15. Dd5!

Hótar 16. Dxa8 og 16. e7+.

g79q064a.jpg15.... Kh8!?

Gefur hrókinn. Hann gat leikiđ 15.... Bb7 16. Dxb7 Rb6 og stađan má heita í jafnvćgi. Miđađ viđ stöđuna í einvíginu hefđi ţetta veriđ eđlilegra framhald.

16. Dxa8 Rb6 17. Dxa7 Bxe6

Hvítur er skiptamun yfir en léttu menn svarts standa allir vel. „Houdini" metur stöđuna jafna.

18. 0-0 Re3 19. Hf2 b4 20. Rb5

Afturábak hentađi ekki viđ ţessar kringumstćđur, 20. Rd1var samt traustara.

20....Hf7 21. Da5 Db8!

Rólegu leikirnir eru oft erfiđastir í flóknum stöđum.

22. He1 Bd5 23. Bf1 Rxf1 24. Hfxf1 Rc4! 25. Da6 Hf6! 26. Da4 Rxb2 27. Dc2 Dxb5 28. He7

Eđa 28. Dxb2 Hxf3! og vinnur.

28.... Rd3 29. De2 c4 30. He8 Hf8 31. Hxf8 Bxf8 32. Rg5 Bc5 33. Kh1 Dd7 34. Dd2 De7 35. Rf3 De3

- og Keres gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


Friđrik tapađi í fórnarskák fyrir Taniu Sachdev

Friđrik Ólafsson (2419), sem teflir nú í keppni heldri skákmanna gegn skákkonunum, tapađi fyrir indversku skákdrottningunni Tania Sachdev (2400) í 2. umferđ sem fram fer í dag. Öđlingum gengur ekki vel og hafa ađeins hlotiđ 2 vinninga gegn 6 vinningum kvennanna.

Friđrik teflir á morgun viđ rússnesku skákkonuna Alina Kashlinskaya (2344), sem er međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu.

Í liđi heldri skákmanna eru auk Friđriks ţeir Romanish (2530), Hort (2455) og Uhlmann (2310) en kvennaliđiđ skipa ţćr Gunina (2514),  Sachdev (2400), Kaslinskaya (2344) og Havlikova (2310). Tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir heldri skákmennirnir tefla tvisvar viđ hverja skákkonu.

Áskell vann forgjafarmót

Áskell teflir fjöltefli á HúsavíkVenju fremur var góđmennt á sunnudagsmóti Skákfélags Akureyrar ađ ţessu sinni. Sex heiđursmenn mćttu til leiks í forgjafar móti og var ţar ekkert gefiđ eftir. Á klukkum sem stilltar voru sérstaklega fyrir ţessar viđureignir sáust einkum tímamörkin 7-7, 8-6, 9-5 og 11-3! Samanlagđur tími var sumsé 14 mínútur en skiptist misjafnlega eftir meintum styrkleika ţátttakenda. Heiđursfélaginn Karl Egill byrjađi öđrum betur í ţetta sinn og vann ţrjár fyrstu en slakađi á eftir ţađ og leyfđi andstćđingum sínum ađ fá stig.

Alls voru sumsé tefldar fimm umferđir í sex manna móti og ţegar upp var stađiđ mátti lesa ţetta af töflunni:

  1. Áskell Örn Kárason        3,5
  2. Karl Egill Steingrímsson  3
  3. Sigurđur Eiríksson
  4. Sigurđur Arnarson
  5. Haki Jóhannesson      2.5
  6. Einar Garđar Hjaltason 1

Ţannig fór um sjóferđ ţá


Skákir úr Vetrarmóti öđlinga

Ţórir Benediktsson hefur slegiđ inn skákir úr 1.-6. umferđ Vetrarmóts öđlinga sem nú í fullum gangi. Sćvar Bjarnason leiđir međ 5 vinninga en lokaumferđin fer fram á miđvikudag.

Stöđu mótsins má finna hér. Röđun sjöundu og síđustu umferđar, sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.

Í lokaumferđinni mćtast međal annars: Halldór Pálsson - Sćvar Bjarnason, Júlíus Friđjónsson - Gylfi Ţórhallsson og Jóhann Ragnarsson (2081) - Júlíus Friđjónsson



Frábćr skákheimsókn til Grćnlands: Skákgyđjan hefur numiđ land í Nuuk

IMG_4255,,Skák er svo kúl!" sagđi grćnlensk grunnskólastúlka, eftir ađ hafa fengiđ ađ kynnast undraheimi taflistarinnar. Liđsmenn Hróksins, Henrik Danielsen og Hrafn Jökulsson, heimsóttu Nuuk, höfuđstađ Grćnlands, fóru í nokkra grunnskóla, leituđu uppi skákklúbb heimamanna, voru bođnir í fjölsmiđju fyrir unglinga og hittu borgarstjórann.

IMG_4057Ferđin var í alla stóđi stórkostleg og Henrik sýndi enn og aftur hversu vel hann nćr til krakka -- hvort sem ţeir eru í Grćnlandi, Íslandi, Fćreyjum, Danmörku eđa Afríku.

IMG_4101Heimamenn tóku liđsmönnum Hróksins tveim höndum. Hjónin Benedikte og Guđmundur Ţorsteinsson höfđu skipulagt heimsóknina, en Benedikte var einmitt manneskjan sem átti allan heiđur af skipulagningu sögufrćgu heimsóknarinnar til Suđur-Grćnlands 2003, ţegar skáklandnámiđ hófst hjá okkar góđu nágrönnum og vinum.

IMG_4117Skólastjórnendur og kennarar í Nuuk voru ánćgđir međ heimsóknir hinna íslensku sendibođa, og bćjarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, tók afar vel í hugmyndir um ađ öll börn í Nuuk fengju ađ kynnast skákíţóttinni. Bćjarstjórinn hafđi líka heyrt af jákvćđum áhrifum skákkunnáttu á námsárangur og félagslega fćrni barna, og hét fullum stuđningi viđ áframhaldandi skáklandnám.

Grćnlandsskák 422Draumur Hróksmanna er ađ skipuleggja stórt alţjóđlegt atskákmót í Nuuk á nćsta ári, í minningu Jonathans Motzfeldts, hins  mikla landsföđur  leiđtoga Grćnlendinga, sem einmitt tók ţátt í fyrsta mótinu í Qaqortoq 2003, ásamt kempum á borđ viđ Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Sćvar Bjarnason, Ivan Sokolov, Reginu Pokorna, Predrag Nikolic, Róbert Lagerman, Stefán Kristjánjsson, Tomas Oral, Nick de Firmian -- og ótal íslenska og grćnlenska skákáhugamenn.

IMG_4122Síđasta áratuginn hafa Hróksliđar einbeitt sér ađ starfinu á Austur-Grćnlandi og haldiđ ótal skákhátíđir í Tasiilaq og litlu ţorpunum ţar um kring, auk ţess ađ fara um hverja páska til  Ittoqqortoormiit, sem er trúlega einangrađasta ţorp á norđurhveli.

Drifkrafturinn á bak viđ landnám íslenskra skákmanna á Grćnlandi eru einkunnarorđ FIDE, alţjóđasambands skákmanna: Viđ erum ein fjölskylda.

IMG_4109Viđ trúum ţví líka ađ grannţjóđirnar í norđri eigi ađ hafa sem mesta samvinnu, og besta leiđin til ţess er vitaskuld ađ ná til ungu kynslóđarinnar.

Ţađ er ekki sjálfsagt ađ fara til Grćnlands á jólaföstunni og fćra gleđi skákarinnar til okkar góđu granna. Henrik Danielsen sýndi enn einu sinni ađ hann er alltaf tilbúinn ađ leggja sitt af mörkum. Verkfrćđifyrirtćkiđ Mannvit hjálpađi okkur mikiđ, sem og okkar góđu vinir hjá Flugfélagi Íslands. Forlagiđ, Henson, Sögur útgáfa og Nói Sírus gerđu okkur kleift ađ fćra börnunum margar góđar gjafir. Skáksambandiđ, Skákakademían og Skákfélag Vinjar létu taflbúnađ af mörkum -- svo nú er hćgt ađ tefla á mörgum borđum í Nuuk.

IMG_4262Nú er bara nćsta mál á dagskrá: Ađ fá sem flesta íslenska skákáhugamenn til ađ taka ţátt í Minningarmóti Jonathans Motzfeldts í Nuuk 2013.

Í millitíđinni gćti ég vel trúađ ţví ađ Arnar Valgeirsson og fleiri góđir vinir skipuleggi enn eina skákhátíđ á 70. breiddargráđu, ţví börnin í Ittoqqortoormiit vilja sína skák um páskana og engar refjar.

Djúpar ţakkir til allra sem hjálpuđu viđ ađ gera ţetta ćvintýri ađ veruleika!

 

Myndir frá Nuuk  HJ

Enn fleiri skemmtilegar myndir frá Nuuk

Facebook-síđan: Skák á Grćnlandi


Fjögur jafntefli í London

Öllum skákum sjöundu umferđar London Chess Classic lauk međ jafntefli í kvöld. Ţar á međal gerđi Carlsen (2848) jafntefli viđ Nakamura (2760). Carlsen, sem hefur 5 stiga forystu á Kramnik (2795), situr yfir á morgun.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast međal Kramnik-Jones og Aronian-Adams.

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.

Birkir Karl Sigurđsson (1725) gerđi sitt sjötta jafntefli í átta skákum í opna flokknum. Hann hefur 3 vinninga en hefur teflt upp fyrir sig allt mótiđ.

Úrslit 7. umferđar:

Gawain Jones

˝-˝

Levon Aronian

 

Mickey Adams

˝-˝

Luke McShane

 

Judit Polgar

˝-˝

Vishy Anand

 

Hikaru Nakamura

˝-˝

Magnus Carlsen

 

 

Stađan:
  • 1. Carlsen (2848) 17/7
  • 2. Kramnik (2795) 12/6
  • 3. Adams (2710) 11/6
  • 4. Nakamura (2760) 9/6
  • 5. Anand (2775) 7/6
  • 6. Aronian (2815) 6/6
  • 7. McShane (2713) 5/6
  • 8. Jones (2644) 3/7
  • 9. Polgar (2705) 2/6

Friđrik tapađi fyrir Evrópumeistaranum í dag

Friđrik Ólafsson (2419), sem teflir nú í keppni heldri skákmanna gegn skákkonunum tapađi fyrir Evrópumeistara kvenna og einum ólympíumeistara Rússa Valentina Gunina (2514) í fyrstu umferđ, sem fram fór í dag í Podebredy í Tékklandi í dag. Heldri skákmönnum gegn reyndar illa í dag Romanishin (2530) sá eini sem náđi jafntefli og lokatölur fyrstu umferđar ţví 0,5-3,5 konunum í vil.

Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik viđ tékknesku skákkonuna Kristyna Havlikova (2310), sem er nćststigahćsta skákkona Tékklands.

Í liđi heldri skákmanna eru auk Friđriks ţeir Romanish (2530), Hort (2455) og Uhlmann (2310) en kvennaliđiđ skipa ţćr Gunina (2514),  Sachdev (2400), Kaslinskaya (2344) og Havlikova (2310).

Tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir heldri skákmennirnir tefla tvisvar viđ hverja skákkonu.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779690

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband