Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Heildarúrslit Íslandsmótsins í netskák

Íslandsmótiđ í netskák fór fram 30. desember sl. Hér ađ neđan má finna heildarúrslit mótsins:

1.   BoYzOnE,  Davíđ Kjartansson                   2309         7.5  50.5
2.   AphexTwin,  Arnar Gunnarsson                 2403         7.0  51.5
3.   Xzibit,  Ingvar Ţór Jóhannesson                 2331         7.0  49.5
4.   velryba,  Lenka Ptacnikova                         2248         6.5  46.5
5.   omariscoff ,  Omar Salama                          2240         6.0  49.0
6.   Keyzer,  Rúnar Sigurpálsson                       2180         6.0  48.0
7.   HaddiBje,  Halldór Brynjar Halldórsson     2205         6.0  39.5
8.   herfa47,  Guđmundur Gíslason                    2331         5.5  48.0
9.   uggi,  Jón Kristinsson                                  2290          5.5  47.0
10. Semtex,  Sigurđur Ingason                          1794          5.5  44.0
11. SirJensen64,  Arnar Ţorsteinsson                2171          5.5  43.5
12. Flameon,  Birgir Berndsen                          1887          5.5  42.5
13. MRBIG,  Róbert Lagerman                         2301          5.5  42.0
14. freyser,  Guđmundur Freyr Hansson           1984          5.5  41.0
15. Cyprus,  Ögmundur Kristinsson                  2032          5.0  53.0
16. Sonni,  Áskell Örn Kárason                         2223          5.0  47.5
17. Karrppov,  Gunnar Freyr Rúnarsson           1847          5.0  42.5
18. Troubleman, Árni Guđbjörnsson                 1708          5.0  41.0
19.  lelli1, Örn Leó Jóhannsson                         2009          5.0  30.5
20.  Kumli1, Sigurđur Arnarson                        1977          4.5  47.5
21.  Vorkunn,  Hrannar Baldursson                   2136          4.5  42.0
22.  Placebo13,  Óskar Long Einarsson             1439          4.5  41.5
23.  Kaleb, Björgvin S. Guđmundsson              2015          4.5  39.0
24.  Vandradur,  Gunnar Björnsson                   2072          4.5  37.5
25.  RiskyMonster, Sigurgeir T. Höskuldsson        0           4.5  35.5
26.  sonursatans,  Páll Andrason                        1877          4.5  34.5
27.  Nappi,  Ingvar Örn Birgisson                      1786          4.5  34.5
28.  Sjonni88,  Sigurjón Ţorkelsson                   1907          4.0  43.0
29.   isisis,  Erlingur Ţorsteinsson                       2058         4.0  40.0
30.   Zimzz,  Símon Ţórhallsson                         1318         4.0  37.5
31.   sun,  Sverrir Unnarsson                              1932          4.0  36.0
32.   Kolskeggur,  Vigfús Ó. Vigfússon             1941          3.5  41.0
33.   albo,  Albert Geirsson                                 1565          3.5  37.5
34.   KarlEgill,  Karl Steingrímsson                   1618          3.5  34.5
35.   skakari1,  Óskar Maggason                        1777          3.5  33.0
36.   qpr,  Kristján Halldórsson                           1767          3.5  32.5
37.   gmagnus,  Gunnar M. Nikulásson              1559          3.5  32.0
38.   Sigurdsson,  Birkir Karl Sigurđsson           1670          3.5  32.0
39.   Haust,  Sigurđur Eiríksson                          1927          3.5  25.0
40.   BluePuffin,  Jón Gunnar Jónsson                1681          3.0  41.0
41.   Hilmir-Freyr,  Hilmir Freyr Heimisson       1593          3.0  35.0
42.   Icefox, ?                                                             ?          3.0  31.0
43.   MEISTARINN,  Mykhaylo Kravchuk        1065          2.5  29.5
44.   jonpetur888,  Jón Kristjánsson                         0           2.0  27.0
45.   blablabla,  Ingibjörg Edda Birgisdóttir        1624          1.0  21.5

Aukaverđlaun:

U-2100:

  1. Sigurđur Ingason, Semtex, (1794) 5,5 v.
  2. Birgir Berndsen, Veigar, (1887) 5,5 v.

U-1800:

  1. Sigurđur Ingason, Semtex, (1794) 5,5 v.
  2. Árni Guđbjörnsson, Trobleman, (1708) 5 v.

Stigalausir:

  1. Sigurgeir Trausti Höskuldsson,  RiskyMonster  4,5 v.
  2. Jón Kristjánsson,  jonpetur888  2,0 v.

Unglingaverđlaun:

  1. Símon Ţórhallsson,  Zimzz, 4 v.
  2. Hilmir Freyr Heimisson,  Hilmir-Freyr,  3 v.

Kvennaverđlaun:

  1. Lenka Ptácníková, velryba, 6v.
  2. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, blablabla,

Öldungaverđlaun (50+):

  1. Jón Kristinsson, uggi, 5,5 v. 
  2. Róbert Lagerman, MRBIG, 5,5 v.

Ţađ var Taflfélagiđ Hellir sem hélt mótiđ og mótsstjóri var Omar Salama.


Hjörvar međ jafntefli viđ GM Jones - Guđmundur vann

Hjörvar og JonesAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann Gawain Jones (2644) í 8. umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2406) vann Frakkann Mathieu Ternault (2147). Hjörvar hefur 5,5 vinning og er í 5.-14. sćti en Guđmundur hefur 5 vinninga og er í 15.-24. sćti.

Jones er efstur međ 6 vinninga ásamt litháíska stórmeistaranum Sarunas Sulkis (2550), spćnska stórmeistaranum Daniel Alsina Leal (2511) og kínverski alţjóđlegi meistarinn Rui Gao (2450).

Í 9. og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ kínversku skákkonuna Gu Xiaobing (2209), sem er stórmeistari kvenna, en Guđmundur teflir viđ enska stórmeistarann Glenn Freyr (2481).

92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.



Skákćfingar fyrir ungmenni mánudögum í Stúkunni

Skákdeild Breiđabliks er međ ćfingatíma fyrir ungmenni 16-25 ára í Stúkunni viđ Kópavogsvöll á mánudögum kl 17-19 í vetur.

Ţetta verđur skákćfingar fyrir ungmenni og stjórnađ af ungmennum.

Ţetta er einn flottasti skáksalur á landinu og ţarna er tćkifćri fyrir unga skákmenn til ađ koma saman tefla, stúdera, fá fyrirlesara, fjöltefli eđa bara hvađ sem er tengt skák.

Páll Andrason ćtlar ađ stjórna ćfingunum og svo hjálpast ţáttakendur viđ ađ hafa ţetta skemmtilegt.
Kjarninn verđur ungir skákmenn úr Kópavogi, en utanbćjarmenn eru líka velkomnir!

Fyrsti tíminn verđur mánudaginn 7.janúar.

Skákdeild Breiđabliks


KORNAX-mótiđ hefst á sunnudag

KORNAX mótiđ 2013 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag 6. janúar kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 9. janúar kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag 11. janúar kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag 13. janúar kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 16. janúar kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag 18. janúar kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag 20. janúar kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 23. janúar kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag 25. janúar kl. 19.30

 

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun


Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

 

Teflt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2013" og hlýtur sá keppandi titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár, sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku taflfélagi. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.


Verđi fleiri en einn keppandi jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt, en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti.  Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.  Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast komiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


FASTUS-mótiđ - Gestamót Gođans-Máta hófst í gćr

1.	Bergţóra Ţorkelsdóttir, framkvćmdastjóri FASTUS, lék fyrsta leikinn í skák núverandi Íslandsmeistara, Ţrastar Ţórhallssonar, viđ fyrrum Íslandsmeistara Björn Ţorsteinsson. Henni til ađstođar var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem er greinilega ánćgđur međ val Bergţóru á upphafsleiknum e2-e4.FASTUS mótiđ - Gestamót Gođans-Máta hófst 3. janúar. Mótiđ er gríđarlega sterkt og eru međalstig keppenda um 2200. Ţrír stórmeistarar taka ţátt í mótinu, Ţröstur Ţórhallsson, Stefán Kristjánsson og Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna. Ţá eru ţrír alţjóđlegir meistarar og 10 Fide-meistarar međal keppenda auk ţess sem Ólympíulandsliđi Íslands í kvennaflokki var bođiđ sérstaklega til leiks. Alls leiđa 30 keppendur saman hesta sína á mótinu.

.FASTUS mótiđ 2013 fer fram í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12 í Reykjavík međ góđfúslegu leyfi Skákskóla Íslands sem hefur ađstöđuna til umráđa. Teflt er á fimmtudagskvöldum og hefst rimma snillinganna viđ skákborđiđ kl. 19:30.

Eins og venja er var sitthvađ um óvćnt úrslit. Ţau helstu voru ađ Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2.	Skákin er list rökfimi, áćtlana og innsćis, einhver besta heilaleikfimi sem völ er á.(1872) vann Benedikt Jónasson (2246) og Hrafn Loftsson (2193) vann alţjóđlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2413). 

Tveimur skákum var frestađ vegna veikinda en engu ađ síđur er búiđ ađ rađa í 2. umferđ sem fram fer á fimmtudagskvöldiđ.

Pörun og úrslit má nálgast á Chess-Results.

Gođar-Mátar eru sem fyrr duglegir ađ draga lítt virka skákmenn ađ skáborđinu. Karl Ţorsteins (2464) er nú ađ tefla á sína fyrsta kappskákmóti síđan 1993 en međal annarra fátíđra keppenda á lengri mótum má nefna Andra Áss Grétarsson (2327) og Ţröst Árnason (2291).

 


Skákáriđ 2012 - skemmtilegt skákár!

 

Nansý played the first move for Yifan like Yifan did for her in the Icelandic league!

 


Ritstjóri hefur veriđ gjarn á ađ búa til samantektir um helstu viđburđi liđins ár. Áriđ 2012 var fínt skákár. Fjölmennasta Reykjavíkurskákmótiđ ađ ţessu sinni, kennt viđ N1, stal senunni. Koma Fabiano Caruana, sem nú er fimmti stigahćsti skákmađur heims, og Hou Yifan skiptu ţar mestu máli, sem og frábćr skákstađur í Hörpu ásamt glćsilegri umgjörđ á mótinu. Áriđ var ár Ţrastar Ţórhallssonar sem varđ Íslandsmeistari í skák, sama ár og hann sagđi sig af launum sem stórmeistari í skák.

 

Fabiano Caruana

 

Caruana vann N1 Reykjavíkurmótiđ en Hou Yifan varđ ađ sćtta viđ annađ sćti, reyndar í góđum félagsskap Ivan Sokolov, Henrik Danielsen og fleiri. Af ungu ljónunum stal Hilmir Freyr Heimisson senunni međ frábćrri frammistöđu.

 

Hilmir Freyr Heimisson

 

Ekkert nýtt gerđist á Íslandsmóti skákfélaga tímabiliđ, 2011-12. Bolvíkingar unnu og Kuzubov og Baklan létu sig ekki vanta. Tímabiliđ sem nú er í gangi er hins vegar allt galopiđ og fjögur liđ sem geta hampađ dollunni en mótiđ fer fram í vor í Hörpu.

 

IMG 5434

 

Ýmislegt gekk á í landsliđsmálum eins og undanfarin ár. Breytingar voru gerđar á Ólympíuliđinu hálfum degi fyrir brottför ţegar Dagur Arngrímsson tók sćti Héđins Steingrímssonar en upp kom ósćttanlegur ágreiningur á milli liđsmanna sem olli ţessari breytingu. Ţađ gekk ekki vel hjá liđinu til ađ byrja međ en góđur endasprettur, sigur í ţremur síđustu umferđunum, tryggđi liđinu ásćttanlegu sćti. Kvennaliđiđ náđi hins vegar ţeim einstćđa árangri ađ vera efst Norrćna kvennasveita.

 

Ólympíuliđ kvenna

 

Ţátttaka var góđ á skákmótum hérlendis. Íslenskir skákmenn hafa oft teflt meira á erlendri grundu. Taflmennska Henrik Danielsen, Dags Arngrímssonar, Guđmundar Kjartanssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar erlendis var ţó ánćgjuleg undantekning.

 

Hjörvar Steinn eftir undirritun

 

Áriđ 2013 er spennandi. Ţađ stefnir í skemmtilegt Reykjavíkurskákmót. Og sjálfur Nigel Short kemur aftur sem og fleiri sterkir skákmenn. Og Kínverjarnir koma en nánar verđur fjallađ um ţá komu í nćsta fréttabréfi SÍ.

 

Adams, Jones og Short

 

Eins og venjulega hefur ritstjóri valiđ hina og ţessa viđburđi ársins. Sjálfsagt gleymist eitthvađ í upptalningunni og biđst ég fyrirfram afsökunar á ţví. Upptalningin er á léttu nótunum og bak viđ hana liggja engin geimvísindi og enginn á ađ verđa móđgađur!

Óvćntasta frétt ársins

Breyting á Ólympíuliđinu sem tilkynntar voru degi fyrir brottför.

 

Gunnar afhendir Héđni sigurlaunin

 

Skák ársins

Kosning á skák ársins fer nú fram á Skákhorninu. Ađ mínu mati er engin vafi á hver er skák ársins. Ţađ er skák Ţrastar Ţórhallssonar gegn Tyrkjanum Muhammed Dastan á Ólympíuskákmótinu sem hćgt er ađ nálgast hér.

 

Ţröstur

 

Einfaldlega klassísk skák, nánast fullkominn međ glćsilegri drottningarfórn og tefld á einu merkilegasta skákmóti ársins.

Hún verđur birt međ skýringum Ţrastar í nćsta Tímariti Skákar.

Dómsmál ársins

Héđinn Steingrímsson fór međ liđsval Ólympíuskákmótsins fyrir Dómstól SÍ og hafđi ţar sigur en í dómsúrskurđi sagđi međal annars:

Ţađ er niđurstađa dómstóls Skáksambands Íslands ađ hvort tveggja hafi skort, form- og efnisskilyrđi til brottvikningar kćranda úr ólympíusveit Íslands 2012.

Í yfirlýsingu stjórnar SÍ kom fram viđurkenning á ţví ađ formskilyrđi hafi ekki veriđ uppfyllt og var ţar vísađ til stutts tímafrests en varđandi efnisskilyrđin hafi landsliđsnefnd og landsliđsţjálfari ákveđiđ ađ hafa heildarhagsmuni liđsins í fyrirrúmi.

Deila ársins

Mikiđ var deilt um röđun í lokaumferđ N1 Reykjavíkurmótsins ţar sem Bragi Ţorfinnsson fékk ekki nćgjanlegan sterkan keppenda í lokaumferđinni til ađ eiga möguleika á stórmeistaraáfanga. Mörg stór orđ féllu, flest sögđ í hita leiksins, en FIDE-reglur leyfa ekki sveigjanlega í röđun ţótt dćmi séu um ađ mótshaldarar hafi brotiđ ţá reglu.

 

Bragi Thorfinnsson

 

Mótsnefnd N1 Reykjavíkurmótsins í ár hefur ţegar gefiđ út ađ pörun verđi ekki ađlöguđ á mótinu í ár, hvorki fyrir áfangaveiđara né ađra. Eins og einhver orđađi hlutina í á Horninu. „Computer says no!"

Hornskeyti ársins

Menn fóru mikinn á köflum á Skákhorninu. Hornskeyti ársins átti Jón Ţorvaldsson ţegar honum ofbauđ beyging á orđinu Ćsir á Skák.is.

 

Jón Ţorvaldsson

 

Hvađa andsk. aumingjaskapur og lágkúra er ţetta ađ verđa?

Ţađ er lágmarkskrafa ađ menn tali rétt mál á ţessum síđum.Ég krefst ţess ţó ađ ekki vćri nema í nafni ţeirra látnu snillinga íslenskrar skákmenningar sem töluđu og rituđu afburđagott mál.

Snjallt tungutak er samofiđ íslenskri skáksögu enda hafa viti bornir menn fram ađ ţessu skynjađ nauđsyn ţess ađ standa vörđ um ţetta höfuđvígi íslenskrar menningar.

Eignarfall fleirtölu af orđinu Ás er Ása og ekkert annađ!!!
Ég skora hvern ţann mann á hólm sem vogar sér ađ halda öđru fram.

Látum aldrei undan síga fyrir lágkúru!

Ţráđinn í heild sinni má finna hér.

Mér vitanlega hefur engin hólmganga fariđ enn fram!

Liđ ársins:

Hér kemur íslenska kvennalandsliđiđ til greina, sveit Íslandsmeistara Bolvíkinga og svo sveit Berserkja á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair en verđlaunin renna ađ sjálfsögđu til skáksveitar TR í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. Ţađ var einkar ánćgjulegt ađ sjá lítt virka skákmenn eins og Karl Ţorsteins, Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson tefla í sömu sveit!

 

IMG 1973

 

Símhringing ársins

Ţegar síminn hringdi hjá Margeiri Péturssyni í skák hans gegn Magnúsi Teitssyni á Íslandsmóti skákfélaga. Haraldur Baldursson átti skemmtileg ummćli um skákina á Horninu ţegar ţar var rćtt um möguleika TR á titlinum: Ef viđ gefum okkur ađ Margeir hefđi unniđ sem er ađ vísu ekki öruggt.

Ţjófnađur ársins

Ţegar Boris Spassky var „rćnt" frá Frakklandi og hann fluttur til Rússlands. Misterían í kringum ţá félaga frá einvígi aldarinnar 1972 heldur áfram.

 

Boris Spassky

 

Búđ ársins

Blómabúđin á Selfossi - engin spurning!

 

DSC 1503

Skammstöfun ársins

 

GM fyrir Gođinn-Mátar.

 

IMG 1951

 

Félagaskipti ársins

Félagaskiptamarkađur hreinlega logađi í ár međ komu Gođans (síđar Gođans-Máta) og Víkingaklúbbsins í efstu deild. Sérstaklega fór sá síđarnefndi mikinn í liđssöfnun. Eyjamenn fengu einnig sterka skákmenn til sín.

 

Hannes

 

Félagaskipti ársins hljóta ađ teljast félagaskipti sigursćlasta skákmanns hérlendis frá upphafi, Hannesar Hlífars Stefánssonar, úr Helli yfir í Víkingaklúbbinn.

Efnilegasti skákmađur ársins

Margir ungir og efnilegir skákmenn stóđu sig vel á árinu. Vignir Vatnar Stefánsson átti gott heimsmeistaramót og vann alţjóđlegt mót á Ítalíu, Hilmir Freyr Heimisson sló í gegn á N1 Reykjavíkurmótinu, Nansý Davíđsdóttir varđ Íslandsmeistari barna og vann alţjóđlegt mót í Svíţjóđ, Svandís Rós Ríkharđsdóttir varđ stúlknameistari Íslands, Dawid Kolka stóđ sig frábćrlega á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair og var međ bestan árangur yngstu kynslóđarinnar á fjórđa borđi. Rimskćlingar héldu áfram ađ gera frábćra hluti og ţađan kemur efnilegasti skákmađur ársins ađ mati ritstjóra.

 

Oliver Aron

 

 

Ţađ er Oliver Aron Jóhannesson. Hann varđ nćstum ţví heimsmeistari áhugamanna og hćkkađi mest allra á árinu 2012 eđa um 300 stig.

Skor ársins

Skákdeild Fjölnis á Íslandsmóti unglingasveita ţegar sveitin fékk 28 vinninga af 28 mögulegum! Árangur Fjölnis í unglingastarfi hefur veriđ međ ólíkindum síđustu ár og ástundum félaganna úr Fjölni ćtti ađ vera öđrum ungum skákmönnum til fyrirmyndar. Helgi Árnason, formađur Fjölnis, hefur unniđ sérlega gott starf.

 

2012 íslm unglingasveita 013

 

Skákkona ársins

Tinna Kristín Finnbogadóttir átti feikigott Íslandsmót kvenna og var nćrri sigri. Ţar var hins vegar Lenka Ptácníková sem hafđi sigur. Lenka er skákkona ársins. Hún leiddi ólympíuliđ Íslands međ miklum sóma og er einfaldlega langsterkasta skákkona landsins og mikill fengur fyrir íslenskt skáklíf.

 

Omar og Lenka

 

Skákmađur ársins

Ţrír skákmenn standa upp úr í ár ađ mati ritstjóra. Ţađ er ţeir Hjörvar Steinn Grétarsson, Bragi Ţorfinnsson og Ţröstur Ţórhallsson.

Hjörvar er ađ bćta sig jafnt og ţétt sem skákmađur og er nú kominn í fimmta sćti stigalistans og upp fyrir flesta íslensku stórmeistarana á stigum.

Bragi Ţorfinnsson hefur bćtt sig jafnt og ţétt. Hann var grátlega nćrri áfanga á Reykjavíkurskákmótinu og sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Hann vann svo sigur á Friđriksmóti Landsbankans og sló ţar viđ mörgum stórmeistaranum.

 

1   Copy
Skákmađur ársins er hins vegar Ţröstur Ţórhallsson. Stóđ sig afar vel á Ólympíuskákmótinu og hampađi sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 25 tilraunum! Vann Braga í afar spennandi einvígi.

 

Og til ađ kóróna áriđ stóđ Ţröstur sig best allra á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair sem fram fór viđ frábćrar ađstćđur í Hótel Natura síđustu helgi ársins.

Endurkoma ársins

Friđrik Ólafsson var býsna duglegur ađ tefla á síđasta ári og átti margar góđar skákir á árinu.

Margeir Pétursson kom aftur á Íslandsmót skákfélaga eftir alltof langa fjarveru viđ skákborđiđ.

 

Tímaritiđ Skák

 

Endurkoma ársins er hins vegar Tímaritiđ Skák sem út kom undir ritstjórn Máta. Glćsilegt tímarit og Mátum mikill sómi ađ útgáfunni.

Viđburđur ársins

Ýmsir skemmtilegir viđburđir voru haldnir í ár. Má ţar nefna Afmćlismót aldarinnar, Skákdaginn, Atskákmóti Icelandair og Friđriksmót Landsbankans.

 

11

Einn ánćgjulegasti skákviđburđur ársins var svo tvímćlalaust ţegar Skákakademían efndi til maraţons í ţágu Barnaspítala Hringsins. Mörg efnilegustu börn og ungmenni landsins tóku ţátt í ţessari hátíđ í Kringlunni og tefldu međal annars viđ Skoppu og Skrítlu. Ţau söfnuđu meira en milljón krónum í ţágu málstađarins. Ţarna sýndi skákhreyfingin í verki kjörorđin: Viđ erum ein fjölskylda!

 

 

Halldór Blöndal, former parliament member, his son Pétur Blöndal and Geir H. Haarde, former Prime Minister were among spectators

 

Viđburđur ársins hlýtur ađ vera N1 Reykjavíkurskákmótiđ sem fram fór í Hörpu. Frábćrt mót í frábćrum skáksal. Um mótiđ sjálft vísa ég í úttekt sem ég skrifađi ađ móti loknu á Skák.is

Skákstađur ársins

Harpa.

 

From the Music and playing hall

 

Skáksíđa ársins

Skák.is

Skákmyndir ársins

Hér tilnefni ég tvćr myndir eftir Hrafn Jökulsson, sem er afburđarmyndasmiđur. Fyrsta myndin er af Caruana og Sokolov á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Hrafn nćr ađ fanga ţarna frábćrt augnablik ţar sem Bosníumađurinn gnćfir yfir Ítalann.

 

Fabiano Caruana and Ivan Sokolov shaking hands

 

Nćsta mynd er Hou Yifan viđ gröf Fischer. Mynd sem fór víđa í fjölmiđlum heimsins.

 

DSC 1535

 

Taflfélag ársins

Töluverđar umrćđur áttu sér stađ á Skákhorninu um starf taflfélaga sem Tómas Veigar Sigurđarson var upphafsmađur ađ. Tómas benti á ábyrgđ félaganna sem kysu sum hver ađ leggja alla áherslu á Íslandsmót skákfélaga en svo minni á sjálft grunnstarfiđ. Ţörf umrćđa sem fór um víđan völl. Sá sem ţetta ritar kom međ tillögu um gjald á erlenda stórmeistara upp á 25.000 kr, sem er ađeins lítiđ hlutfall ţess sem ţađ kostar ađ fá einn erlendan stórmeistara til landsins.

Gjaldiđ myndi svo renna til ţess ađ styrkja viđ ţátttöku unglinga á HM/EM en ţađ er dýrt fyrir stjórn SÍ ađ senda fulltrúa á ţau mót og ađeins einn keppandi tók ţátt á HM ungmenna í ár.

Hugmyndin á bakviđ ţessa tillögu er ađ ţau félög sem sannarlega standa vel, en eru sum hver ekki međ unglingastarf, muni á ţennan hátt styđja viđ ćskulýđsstarfiđ. Tillagan féll í misjafnan jarđveg og var í ţokkabót uppnefnd sem "skattur", sem ţykir neikvćtt orđ.

Taflfélag ársins ađ mati ritstjóra er "gamaldags taflfélag" sem leggur áherslu á alla ţćtti starfseminnar; barna- og unglingastarf, almennt mótahald sem og ţátttöku á Íslandsmóti skákfélaga. Slík félög mćttu vera fleiri í dag!

Taflfélag Reykjavík, elsta félag landsins, er taflfélag ársins ađ mati ritstjóra í ár. Félag sem sinnir öllu og stillti svo upp langskemmtilegasta liđinu á Íslandsmóti skákfélaga!

 

Taflfélag Reykjavíkur

 

 

Áriđ 2013

Áriđ 2013 er spennandi og margt um ađ vera. Undirbúningur viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ er á fullu gasi. NM í skólaskák fer fram í Bifröst í febrúar og Kínverjarnir koma einnig í febrúar.

Veislan er á leiđinni!

Gleđilegt nýtt ár og ţakkir fyrir hiđ liđna.

Gunnar Björnsson


Hjörvar vann og mćtir Gawain Jones á morgun

Hjörvar í HastingsHjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann enska alţjóđlega meistarann Simon Knott (2325) í sjöundu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2406) tapađi hins vegar fyrir Norđmanninum Johannes Kvisla (2148). Hjörvar hefur 5 vinninga og er í 4.-13. sćti en Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 24.-36. sćti. 

Efstir međ 5,5 vinning eru enski stórmeistarinn Gawain Jones (2644), litháíski stórmeistarinn Sarunas Sulkis (2550) og kínverski alţjóđlegi meistarinn Rui Gao (2450).

Hjörvar mćtir Jones í áttundu umferđ sem fram fer á morgun. Guđmundur mćtir Frakkanum Mathieu Ternault (2147).

92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.

Íslandsmót barna fer fram 12. janúar í Rimaskóla

Hvert á ég ađ fara međ biskupinn?Íslandsmót barna í skák fer fram í Rimaskóla laugardaginn 12.janúar og hefst klukkan 12. Ţátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fćdd 2002 og síđar) og sigurvegarinn fćr sćmdarheitiđ Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norđurlandamótiđ í skólaskák sem haldiđ er ađ Bifröst í febrúar 2013.
 
Alls verđa tefldar 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir 5 umferđir verđur keppendum fćkkađ ţannig ađ ţeir sem hafa 3 vinninga eđa fleiri halda áfram keppninni um Íslandsmeistaratitilinn en ţeir sem hafa fćrri en 3 vinninga hafa lokiđ ţátttöku.

Ţetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurđur Páll Steindórsson sigrađi á fyrsta mótinu áriđ 1994, en međal annarra meistara má nefna titilhafana Dag Arngrímsson, Guđmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíđsdóttir. Hún er eina stúlkan sem hefur hampađ titlinum.
 
Skáksamband Íslands og Skákakademían annast framkvćmd mótsins. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst hér (skráning opnar svo á Skák.is ţann 6. janúar). Ţátttökugjald er 1.000 kr (1.500 ađ hámarki á systkini) og greiđist á mótsstađ fyrir upphaf móts. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Veitt eru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.

Sigurvegarar á Íslandsmóti barna frá upphafi:
 

  • 1994 Sigurđur Páll Steindórsson
  • 1995 Hlynur Hafliđason
  • 1996 Guđjón H. Valgarđsson
  • 1997 Dagur Arngrímsson
  • 1998 Guđmundur Kjartansson
  • 1999 Víđir Smári Petersen
  • 2000 Viđar Berndsen
  • 2001 Jón Heiđar Sigurđsson
  • 2002 Sverrir Ţorgeirsson
  • 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2004 Svanberg Már Pálsson
  • 2005 Nökkvi Sverrisson
  • 2006 Dagur Andri Friđgeirsson
  • 2007 Kristófer Gautason
  • 2008 Kristófer Gautason
  • 2009 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2010 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2011 Dawid Kolka
  • 2012 Nansý Davíđsdóttir

KORNAX mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst á sunnudaginn

KORNAX mótiđ 2013 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag 6. janúar kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 9. janúar kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag 11. janúar kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag 13. janúar kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 16. janúar kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag 18. janúar kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag 20. janúar kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 23. janúar kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag 25. janúar kl. 19.30

 

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun


Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

 

Teflt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2013" og hlýtur sá keppandi titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár, sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku taflfélagi. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.


Verđi fleiri en einn keppandi jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt, en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti.  Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.  Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast komiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Hastings: Hjörvar međ jafntefli - Guđmundur tapađi

Hjörvar í HastingsHjörvar Steinn Grétarsson (2516) gerđi jafntefli viđ indónesísku skákkonuna Chelsea Monica Sihite (2277) sem er alţjóđlegur meistari kvenna í sjöttu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2406) tapađi hins vegar fyrir litháíska stórmeistarann Sarunas Sulkis (2550). Báđir hafa ţeir 4 vinninga og eru í 9.-22. sćti.

Sulkis er efstur međ 5 vinninga ásamt enska stórmeistaranum Gawain Jones (2644) og kínverska alţjóđlega meistaranum Rui Gao (2450).

Í 7. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ enska alţjóđlega meistarann Simon Knott (2325) en Guđmundur viđ Norđmanninn Johannes Kvisla (2148).

92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8779628

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 156
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband