Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Áskell fyrsti fjórđungur ársins

Í dag laust eyfirsku skákköppum saman á fyrsta fjórđungsmóti ársins - en ţar hafa menn til umráđa fjórđung stundar til umhugsunar í hverri skák. Nýta menn ţann tíma misvel. Í ţetta sinn gerđu ellefu kappar tilkall til sigursins og fengu til ţess sjö skákir hver. Ţrátt fyrir tap í síđustu umferđ fyrir fjandvini sínum Sveinbirni, tókst Áskatli Erni ađ innbyrđa sigur í mótinu, enda tapađi helsti keppinautur hans, sem ber viđurnefniđ Ziggi A, líka sinni skák, fyrir "Kortsnoj norđursins" Karli Agli. Annars var lokaniđurstađan ţessi:

Áskell Örn Kárason   5,5

Sigurđar Arnar- og Eiríkssynir 5

Karl Egill Steingrímsson     4,5

Einar Garđar Hjaltason, Andri Freyr Björgvinsson,

Ari Friđfinnsson og Hjörleifur Halldórsson 3,5

Sveinbjörn Sigurđsson     3

Símon Ţórhallsson og Hrenn Hrafnsson  2,5

Nćst verđur teflt nk. fimmtudag ţegar TM-mótaröđin hefst.


Hjörvar međ sigur í lokaumferđinni - Guđmundur međ jafntefli viđ stórmeistara

Hjörvar og JonesAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann Wales-verjann Francis Rayner (2166) í 10. og síđustu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2404) gerđi jafntefli viđ spćnska stórmeistarann Daniel Alsina Leal (2511).

Hjörvar fékk 7 vinninga og endađi í 2.-9. sćti. Guđmundur fékk 6 vinninga og endađi í 16.-23. sćti. Frammistađa Hjörvars samsvarađi 2497 skákstigum og stendur hann í stađ stigalega fyrir hana. Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2500 skákstigum og hćkkar hann um 14 stig fyrir hana. Guđmundur heldur ţví áfram ađ hćkka á stigum en hann hefur hćkkađ jafnt og ţétt á stigum síđustu misseri.

Báđir halda ţeir áfram ađ tefla. Hjövar teflir í Tata Steel mótinu sem hefst í Wijk aan Zee 12. janúar nk. en Guđmundur teflir á alţjóđlegu móti í Sevilla á Spáni sem hefst 11. janúar nk. 

Enski stórmeistarinn, Gawain Jones (2644), sem verđur međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu vann mótiđ en hann hlaut 7,5 vinning.

92 keppendur tóku ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar var nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 19.



Skákţáttur Morgunblađsins: Skákáriđ 2012

Skákáriđ 2012 hófst fyrir alvöru hér á landi međ lokaumferđum Íslandsmóts taflfélaga og hiđ árlega Reykjavíkurskákmót hlaut glćsilegan vettvang í Hörpunni. Skákţing Íslands fór síđan fram í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţar bar helst til tíđinda ađ Ţröstur Ţórhallsson, sem teflt hafđi sleitulaust í landsliđsflokki síđan 1985, varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir ćsispennandi einvígi viđ Braga Ţorfinnsson. Kornungir skákmenn vöktu mikla athygli: Hilmir Freyr Heimisson, Vignir Vatnar Stefánsson og Nancy Davíđsson unnu góđ afrek á árinu og hinn 14 ára gamli Oliver Aron Jóhannesson var nćstum ţví orđinn heimsmeistari áhugamanna ţegar hann fékk ferđ á mótiđ í fermingargjöf. Kvennaliđiđ stóđ sig betur en oft áđur á ÓL í Istanbul og karlaliđiđ var á pari.

Anand tókst međ naumindum ađ verja heimsmeistaratitilinn í einvígi viđ Boris Gelfand í Moskvu sl. vor en Norđmađurinn Magnús Carlsen átti sviđiđ og sló stigamet Kasparovs og er nú međ 2861 elo-stig. Ţess var minnst víđa um heim og einnig hér á landi, ađ í sumar voru liđin 40 ár frá „einvígi aldarinnar". Í vor kom út bók undirritađs um Fischer og fékk góđar viđtökur. Hjá uppbođshaldara í Kaupmannahöfn voru bođnir upp gripir tengdir einvíginu en um uppruna ţeirra stóđu deilur milli Gunnars Finnlaugssonar búsetts í Svíţjóđ og Páls G. Jónssonar. Stuttu síđar var stofnađ skáksetur á Selfossi, steinsnar frá grafreit Fischers viđ Laugardćlakirkju. Og einn góđan veđurdag í ágúst hvarf heimsmeistarinn frá ´72, Boris Spasski, frá heimili sínu í Frakklandi. Hann fékk heilablóđfall haustiđ 2010 og hefur veriđ bundinn viđ hjólstól. Frakkar ţurftu svo sem ekki ađ velta ţessu máli lengi fyrir sér og áttu ágćtis orđatiltćki yfir uppákomuna: Leitiđ konunnar! Ţegar Spasski kom fram nokkrum dögum síđar i Moskvu var hann furđu hress og ţá kom auđvitađ á daginn ađ rússnesk kona, Valentina Kuznetsova, hafđi hjálpađ honum viđ flóttann. Hann lagđi ekki illt orđ til nokkurs mann; hafđi fundiđ fyrir „andnauđ" á heimili sínu í Frakklandi og óskađ sér ţess oft ađ vera aftur nýr. James Bond kvikmyndirnar áttu 50 ára afmćli og skákunnendur hafa fengu tćkifćri til ađ horfa á upphafsatriđi „From Russia with love" ţar sem skúrkurinn Kroonsteen lagđi andstćđing sinn McAdams ađ velli en lokaatlagan var tekin nánast óbreytt upp úr glćsilegum sigri vinar okkar yfir Bronstein frá sovéska meistaramótinu 1960:

Boris Spasskí - David Bronstein Kóngsbragđ

1. e4 e5 2. f4

Kóngsbragđiđ gafst Spasskí ótrúlega og Bronstein beitti ţví einnig međ góđum árangri og vann m.a. frćgan sigur yfir Tal áriđ 1969.

2. ... exf4 3. Rf3 d5

Í dag er taliđ best ađ leika 3. .... d6 veđa 3. ... g5.

4. exd5 Bd6 5. Rc3 Re7 6. d4 O-O 7. Bd3 Rd7 8. O-O h6 9. Re4 Rxd5 10. c4 Re3 11. Bxe3 fxe3 12. c5! Be7 13. Bc2 He8

Bćđi hér og í nćsta leik ţráađist Bronstein viđ ađ leika 13. ... f5 sem á ađ tryggja jöfn fćri.

14. Dd3 e2 15. Rd6!

Skilur hrókinn eftir en leikurinn sýnir hversu frumkvćđiđ er mikilvćgt.

15. ... Rf8

g8gq47c5.jpg16. Rxf7! exf1(D)+ 17. Hxf1 Bf5

Eđa 17. .. Kxf7 18. Rg5 + Kg8 19. Bb3+ Kh8 20. Hxf8+ og mát í nćsta leik.

18. Dxf5 Dd7 19. Df4 Bf6 20. R3e5 De7 21. Bb3 Bxe5 22. Rxe5 Kh7 23. De4+

- og Bronstein gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. desember 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


KORNAX-mótiđ: Engin óvćnt úrslit í fyrstu umferđ

 

Hjónin Lenka og Omar og KORNAX-skilti!

Öll úrslit 1. umferđar KORNAX-mótsins Skákţings Reykjavíkur voru eftir bókinni svokölluđu. Hinir stigahćrri unnu í öllum tilfellum hina stiglćgri. Nú liggur fyrir pörun í 2. umferđ sem fram fer á miđvikudagskvöld. Ţá verđur styrkleikamunur mun minni.

 

Í 2. umferđ verđa eftirtaldar skákir sýndar beint:

  • Davíđ Kjartansson - Atli Antonsson
  • Dagur Ragnarsson - Einar Hjalti Jensson
  • Lenka Ptácníková - Jón Úlfljótsson
  • Jón Trausti Harđarson - Omar Salama
  • Dađi Ómarsson - Atli Jóhann Leósson
  • Hilmar Ţorsteinsson - Júlíus Friđjónsson


KORNAX-mótiđ - Skákţing Reykjavíkur er hafiđ - beinar útsendingar

 

029

KORNAX-mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hófst í dag í húsakynnum TR. Jafnmargir keppendur og reitir skákborđsins, ţađ eru 64 talsins, taka ţátt á ţessu í fjölmennasta félagsmóti hvers árs. Međal keppenda er 1 alţjóđlegur meistari, 1 stórmeistari kvenna og 2 FIDE-meistarar.

 

Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir, formađur TR, setti mótiđ og bauđ keppendur sem og fulltrúa KORNAX velkominn, Kjartan Már Másson. Kjartan lék svo fyrsta leikinn í skák Vignis Vatnars Stefánssonar gegn FIDE-meistaranum og stigahćsta keppenda mótsins, Davíđ Kjartanssyni.

Ritstjóri tók all margar myndir frá fyrstu umferđinni.


Íslandsmót barna fer fram laugardaginn 12. janúar í Rimaskóla

Hvert á ég ađ fara međ biskupinn?Íslandsmót barna í skák fer fram í Rimaskóla laugardaginn 12. janúar og hefst klukkan 12. Ţátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fćdd 2002 og síđar) og sigurvegarinn fćr sćmdarheitiđ Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norđurlandamótiđ í skólaskák sem haldiđ er ađ Bifröst í febrúar 2013.
 
Alls verđa tefldar 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir 5 umferđir verđur keppendum fćkkađ ţannig ađ ţeir sem hafa 3 vinninga eđa fleiri halda áfram keppninni um Íslandsmeistaratitilinn en ţeir sem hafa fćrri en 3 vinninga hafa lokiđ ţátttöku.

Ţetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurđur Páll Steindórsson sigrađi á fyrsta mótinu áriđ 1994, en međal annarra meistara má nefna titilhafana Dag Arngrímsson, Guđmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíđsdóttir. Hún er eina stúlkan sem hefur hampađ titlinum.
 
Skáksamband Íslands og Skákakademían annast framkvćmd mótsins. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst á Skák.is (skráning opnar hér í dag). Ţátttökugjald er 1.000 kr (1.500 ađ hámarki á systkini) og greiđist á mótsstađ fyrir upphaf umferđar. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Veitt eru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.

Sigurvegarar á Íslandsmóti barna frá upphafi:
 

  • 1994 Sigurđur Páll Steindórsson
  • 1995 Hlynur Hafliđason
  • 1996 Guđjón H. Valgarđsson
  • 1997 Dagur Arngrímsson
  • 1998 Guđmundur Kjartansson
  • 1999 Víđir Smári Petersen
  • 2000 Viđar Berndsen
  • 2001 Jón Heiđar Sigurđsson
  • 2002 Sverrir Ţorgeirsson
  • 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2004 Svanberg Már Pálsson
  • 2005 Nökkvi Sverrisson
  • 2006 Dagur Andri Friđgeirsson
  • 2007 Kristófer Gautason
  • 2008 Kristófer Gautason
  • 2009 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2010 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2011 Dawid Kolka
  • 2012 Nansý Davíđsdóttir

KORNAX-mótiđ hefst í dag

KORNAX mótiđ 2013 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag 6. janúar kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 9. janúar kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag 11. janúar kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag 13. janúar kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 16. janúar kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag 18. janúar kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag 20. janúar kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 23. janúar kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag 25. janúar kl. 19.30

 

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun


Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

 

Teflt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2013" og hlýtur sá keppandi titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár, sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku taflfélagi. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.


Verđi fleiri en einn keppandi jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt, en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti.  Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.  Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast komiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


15 mínútna mót hjá SA í dag

Skákdagskráin er nú komin á fulla ferđ og fyrsta fjórđungsmót ársins verđur háđ sunnudaginn 6. janúar og hefst kl. 13.00. Allir velkomnir sem endranćr.

Fyrirhyggjusömum skákáhugamönnum er svo bent á krćkju á mótáćtlun sem finna má hér hćgra megin á síđunni.


Hastings: Hjörvar og Guđmundur međ jafntefli í dag

Alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Guđmundur Kjartansson (2404) gerđu báđir jafntefli í 9. og nćstsíđustu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Hjörvar viđ  kínversku skákkonuna Gu Xiaobing (2209), sem er stórmeistari kvenna, en Guđmundur viđ enska stórmeistarann Glenn Flear (2481).  Hjörvar hefur 6 vinninga og erí 7.-13. sćti en Guđmundur hefur 5,5 vinning og er í 14.-25. sćti.

Í 10. og síđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ Wales-verjann Francis Rayner (2166) en Guđmundur viđ spćnska stórmeistarann Daniel Alsina Leal (2511).

Enski stórmeistarinn, Gawain Jones (2644) er efstur á mótinu međ 7 vinninga.

92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.



Vignir Vatnar efstur í stigkeppninni á Hellisćfingunum - ćfingar hefjast aftur á mánudaginn

Vignir Vatnar Stefánsson er efstur í stigakeppni Hellisćfinganna međ 29 stig. Annar er Dawid Kolka međ 24 stig og ţriđji Hilmir Freyr Heimisson međ 16 stig. Ţađ hefur veriđ mćtt vel á ćfingarnar á haustmisseri en ţađ hafa 18 ţátttakendur mćtt á 12 eđa fleiri ćfingar af 17 mögulegum. Ţar af hafa ţrír mćtt á ţćr allar en ţađ eru Alec Sigurđarson, Óskar Víkingur Davíđsson og Sindri Snćr Kristófersson. Nćsta ćfing verđur svo á nýju ári 7. janúar 2013 og hefst kl. 17.15. Ćfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hćđ.

Í lok vetrar verđa veitt bókaverđlaun handa ţeim sem mćtt hafa best yfir veturinn og til ţeirr sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn. Stađan í stigakeppninni og listi yfir ţá sem hafa mćtt best er hér fyrir neđan.

Međ besta mćtingu eru:

Alec Elías Sigurđarson              17 mćtingar

Óskar Víkingur Davíđsson          17 ----"-----

Sindri Snćr Kristófersson          17 ----"------

Birgir Ívarsson                          16 ----"------

Brynjar Haraldsson                   16 ----"------

Dawid Kolka                              16 ----"------

Felix Steinţórsson                    16 ----"------

Halldór Atli Kristjánsson           16 ----"------

Heimir Páll Ragnarsson            16 ----"------

Oddur Ţór Unnsteinsson          16 ----"------

Stefán Karl Stefánsson            15 ----"------

Vignir Vatnar Stefánsson         14 ----"------

Bárđur Örn Birkisson                13 ----"------

Björn Hólm Birkisson                13 ----"------

Egill Úlfarsson                          12 ----"------

Ívar Andri Hannesson              12 ----"------

Mikhael Kravchuk                     12 ----"------

Sigurđur Kjartansson               12 ----"------

Efstir í stigakeppninni:

1. Vignir Vatnar Stefánsson                 29 stig

2. Dawid Kolka                                     24   -

3. Hilmir Freyr Heimisson                     16  -

4. Felix Steinţórsson                           10  -

5. Mikhael Kravchuk                             7  -

Barna- og unglingaćfingar Hellis hefjast aftur eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar 2013. Tafliđ byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagiđ verđur ţađ sama og fyrir áramót.  Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Engin ţátttökugjöld.

Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er viđ hliđina á Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins. Á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Umsjón međ ćfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 8779626

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband