Fćrsluflokkur: Spil og leikir
9.1.2013 | 12:00
Kínverjarnir koma - landskeppni framundan!
Kínverskt skáklandsliđ kemur til landsins í ađdraganda N1 Reykjavíkurskákmótsins og mćtir íslensku úrvalsliđi í landskeppni. Um er ađ rćđa eitt sterkasta skáklandsliđ sem sótt hefur Ísland heim. Kínversku skáklandsliđin lentu í 2. og 3. sćti á Ólympíuskákmótinu sem fram fór í Istanbul í september. Í landsliđi Kínverjanna eru tveir karlar, tvćr konur og tvö ungmenni.
Allt eru ţetta skákmenn sem teljast vera međal sterkustu skákmanna heims ýmist međal karla, kvenna og ungmenna. Má ţar nefna sem er 18 ára en nćststigahćsti skákmađur heims í sínum aldursflokki, og undrabarniđ Wei Yi sem hefur 2501 skákstig ţrátt fyrir ađ vera ađeins 13 ára gamall og er sterkasti skákmađur heims í sínum aldursflokki.
Skáksambands Íslands stendur ađ keppninni ásamt KÍM (Kínversk-íslenska menningarfélagiđ). Landskeppnin er hluti af hátíđahöldum í tilefni 60 ára afmćli félagsins.
Keppnin fer fram 15.-17. febrúar. Nánara fyrirkomulag verđur kynnt síđar. Allir kínversku keppendurnir tefla svo á N1 Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 19.-27. febrúar nk.
Liđ Kínverjanna skipa:
Karlarnir:
- Yu Yangyi (2688) - 3. sterkasti skákmađur Kínverja - nćst sterkasti skákmađur heims 20 ára og yngri
- Bu Xiangzhi (2675) - 5. sterkasti skákmađur Kínverja - margreyndur landsliđsmađur Kínverja
Konurnar:
- Huang Qian (2478) - 5. sterkasta skákkona Kínverja
- Tan Zhongyi (2466) - 6. sterkasta skákkona Kínverja
Unglingar:
- Wei Yi (2501) - fćddur 1999, sterkasti skákmađur heims 14 ára og yngri
Wang Yiye (2226), fćddur 1998, 3. sterkasti skákmađur Kínverja 16 ára og yngri
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 10:00
Nýtt fréttabréf SÍ
Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands út kom út í gćr en bréfiđ kemur út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina og er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til vinstri).
Međal efnis er:
- Kínverjarnir koma - landskeppni framundan!
- Tímaritiđ Skák kemur út í febrúar
- Íslandsmót barna fer fram á laugardag í Rimaskóla
- Yfir 100 skákmenn tefla á kappskákmótum í janúar
- Davíđ Kjartansson Íslandsmeistari í netskák
- Berserkir unnu Atskákmót Skákklúbbs Icelandair
- Ţröstur skákmađur ársins og međ skák ársins
- Nýjustu skráningar í N1 Reykjavíkurskákmótiđ
- Mót á döfinni
Fréttabréfiđ má nálgast hér.
Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 00:01
Taflélag Akraness endurvekur kvöldćfingar sínar
8.1.2013 | 20:56
Ari og Sćbjörn efstir í Ásgarđi í dag.
Ţađ mćttu tuttugu og fimm baráttufúsir eldri skákmenn til leiks í Ásgarđi í dag. Ari Stefánsson og Sćbjörn G Larsen urđu efstir og jafnir međ 7,5 vinning. Ari var hćrri á stigum og er ţví Hrókur dagsins. Jafnir í ţriđja til fjórđa sćti urđu svo Viđar Jónsson og Gunnar Finnsson međ 7 vinninga. Viđar var ađeins hćrri á stigum. Viđar er Austfirđingur, frá Stöđvarfirđi og er sterkur skákmađur, hann kemur viđ hjá okkur og Riddurunum ţegar hann er staddur í bćnum. Ţađ er ávallt ánćgjulegt ađ fá óvćnta gesti.
Nánari úrslit dagsins:
1-2 Ari Stefánsson 7.5 vinninga
Sćbjörn G Larsen 7.5
3-4 Viđar Jónsson 7
Gunnar Finnsson 7
5-6 Stefán Ţormar 6.5
Haraldur Axel 6.5
7-9 Guđfinnur R Kjartansson 6
Ţorsteinn K Guđlaugsson 6
Ásgeir Sigurđsson 6
10-11 Jón Steinţórsson 5.5
Magnús V Pétursson 5.5
12-16 Valdimar Ásmundsson 5
Baldur Garđarsson 5
Hlynur Ţórđarson 5
Gísli Árnason 5
Jón Bjarnason 5
Nćstu níu skákmenn voru svo međ svolítiđ fćrri vinninga í ţetta sinn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 07:00
Íslandsmót barna fer fram á laugardag í Rimaskóla
Íslandsmót barna í skák fer fram í Rimaskóla laugardaginn 12. janúar og hefst klukkan 12. Ţátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fćdd 2002 og síđar) og sigurvegarinn fćr sćmdarheitiđ Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norđurlandamótiđ í skólaskák sem haldiđ er ađ Bifröst í febrúar 2013.
Alls verđa tefldar 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir 5 umferđir verđur keppendum fćkkađ ţannig ađ ţeir sem hafa 3 vinninga eđa fleiri halda áfram keppninni um Íslandsmeistaratitilinn en ţeir sem hafa fćrri en 3 vinninga hafa lokiđ ţátttöku.
Ţetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurđur Páll Steindórsson sigrađi á fyrsta mótinu áriđ 1994, en međal annarra meistara má nefna titilhafana Dag Arngrímsson, Guđmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíđsdóttir. Hún er eina stúlkan sem hefur hampađ titlinum.
Skáksamband Íslands og Skákakademían annast framkvćmd mótsins. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst á Skák.is (skráning opnar hér í dag). Ţátttökugjald er 1.000 kr (1.500 ađ hámarki á systkini) og greiđist á mótsstađ fyrir upphaf umferđar. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.
Veitt eru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.
Sigurvegarar á Íslandsmóti barna frá upphafi:
- 1994 Sigurđur Páll Steindórsson
- 1995 Hlynur Hafliđason
- 1996 Guđjón H. Valgarđsson
- 1997 Dagur Arngrímsson
- 1998 Guđmundur Kjartansson
- 1999 Víđir Smári Petersen
- 2000 Viđar Berndsen
- 2001 Jón Heiđar Sigurđsson
- 2002 Sverrir Ţorgeirsson
- 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson
- 2004 Svanberg Már Pálsson
- 2005 Nökkvi Sverrisson
- 2006 Dagur Andri Friđgeirsson
- 2007 Kristófer Gautason
- 2008 Kristófer Gautason
- 2009 Jón Kristinn Ţorgeirsson
- 2010 Jón Kristinn Ţorgeirsson
- 2011 Dawid Kolka
- 2012 Nansý Davíđsdóttir
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýársmót og fagnađur Gallerý Skákar í síđustu viku kveikti skákneistann í mönnum á ný eftir bílífi hátíđanna. Góđur blandađur hópur yngri og eldri skákmanna úr ýmsum félögum var ţar saman kominn Fulltrúar sjálfhverfu kynslóđarinnar" sem allir ćtluđu sér mikiđ og sumir um of eins og kom á daginn. Betra er kapp međ forsjá.
Mótiđ var einkar jafnt og tvísýnt ađ ţessu sinni og lauk međ frćkilegum sigri hins aldna meistara Gunnars Gunnarssonar (79) sem gerir ţađ ekki endasleppt ţrátt fyrir háan aldur, fyrrv. Íslandsmeistara í skák og fótamennt. Ađ vísu lenti hann oft í kröppum dansi ađ ţessu sinni m.a. viđ annan meistara á sínu sviđi, sem landađ hefur fleiri (stór) löxum en nokkur annar Íslendingur (20.000 fiskum), sennilega mesti laxabani í heimi fyrr og síđar. Nýkjörinn aflakló ársins 2012. Ţórarinn Sigţórsson (74), betur ţekktur sem Tóti Tönn međal kollega sinna, vann Gunnar glćsilega og varđ í öđru sćti. Ţórarinn var virkur og öflugur meistaraflokksmađur á sinni tíđ, fyrir tćpri hálfri öld eđa svo. Mikill og harđskeyttur keppnismađur sem gefur ekkert eftir fyrr en í fulla hnefanna, hvort sem um er ađ rćđa ađ landa laxi viđ erfiđar ađstćđur eđa snúnum vinningi í skák međ hálfgerđum töfrabrögđum. Hann hefur engu gleymt ţrátt fyrir ađ hafa ekki teflt ađ ráđi árum saman. Sneri til baka í fyrra fyrir áeggjan góđra vina og tók ađ tefla sér yndisauka og öđrum til hrellingar í Gallerýinu ţó hann sé enn í fullu starfi og ekki farinn ađ hćgja ferđina á öđrum áhugasviđum enda ákafur stang- og skotveiđimađur.
Ţađ er mikill akkur fyrir skákunnendur ađ fá Tóta aftur ađ taflborđinu og upplifun fyrir bćđi yngri sem eldri ađ fá tćkifćri til ađ etja kappi viđ svo slyngan og ţekktan keppnismann sem hann. Skák hans viđ Gunna Gunn mótađist af miklum undirliggjandi flćkjum og mikilli stöđubaráttu og endađi í feikilegum darrađardansi ţar sem Ţórarinn sýndi styrk sinn og útsjónarsemi og vann ađ lokum eins og sjá má á međf. myndasyrpu, og var unun međ ađ fylgjast og á ađ horfa.
Stundum er ekki síđur skemmtilegt ađ fylgjast međ öđrum tefla en ađ tefla sjálfur, ţví ađ tefla skák er oft á tíđum mikil ţolraun og ţrautaganga. Stefán Ţormar Guđmundsson (67), sem varđ ţriđji sýndi líka hvers hann er megnugur og vann Gunnar í fyrstu umferđ, enda ekki titlađur Hellisheiđarséníiđ fyrir ekki neitt. Svo kom Páll G. Jónsson (77) međ sinn Xfaktor í fjórđa sćti og síđan ýmsir kunnir kappar og upprennandi snillingar í halarófu.
Kristján Hreinsson, skáld hinn djúpúđgi, kom sterkur til leiks en hann hefur ekki sést lengi í mótum vegna djúpköfunar í viskubrunna heimspekinnar í tengslum viđ BA-ritgerđ hans í háskólanum. Var honum fagnađ međ virtum. Varpađi hann ţá af munni fram eftirfarandi stöku Nú var haldiđ Nýársmót / og nokkrum tókst ađ bjóđa. / Sumum varđ ţađ sárabót / ađ sjá ţar skáldiđ góđa!" Kristján oft nefndur Skerjafjarđarskáld en einn mesti hagyrđingur sem nú er uppi, snilldar textahöfundur og afar glúrinn skákmađur. Hann setti af slćgđ sinni og slóttugheitum óvćnt strik í reikning og sigurgöngu sumra eins og Friđgeirs, Ţórarins, Jóns, Kristófers og fleiri, en ađrir urđu ţeim mun glađari og fegnari ađ sjá hann. Hinn efnilegi yngissveinn Gauti Páll Jónsson stóđ vel fyrir sínu og lauk keppni međ 50% vinningshlutfall og sýndi ađ hann er orđinn vel ađ sér í skákfrćđunum, efnilegur piltur sem á framtíđina fyrir sér. Sjá má nánari úrslit hér ađ neđan og vettvangsmyndir í myndasafni.
Ţađ verđur teflt ađ nýju í Gallerýinu nćsta fimmtudagskvöld kl. 18-22 og eflaust margir sem vilja hefna harma sinna í innbyrđis viđureignum fastagesta og reyna sig gegn nýjum velkomnum leynigestum.
ESE- Skákţankar frá Skorradal 7.1.2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2013 | 18:14
Skákţing Akureyrar hefst 13. janúar
Skákţing Akureyrar hefst sunnudaginn 13. janúar kl. 13.00. Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.
Teflt verđur í einum flokki og er öllum heimil ţátttaka. Ađeins ţeir skákmenn sem eiga lögheimili eđa eru fullgildir félagsmenn í Skákfélagi Akureyrar geta unniđ titilinn sem teflt er um: SKÁKMEISTARI AKUREYRAR 2013."
Á mótinu eru áformađ ađ tefla 8-10 umferđir á eftirtöldum dögum
- Sunnudaginn 13. janúar kl. 13.00 1. umferđ
- Fimmtudaginn 17. janúar kl. 18.00 2. umferđ
- Sunnudaginn 20. janúar kl. 13.00 3. umferđ
- Fimmtudaginn 24. janúar kl. 18.00 4. umferđ
- Sunnudaginn 27. janúar kl. 15.00 5. umferđ
- Ţriđjudaginn 29. febrúar kl. 18.00 6. umferđ
- Sunnudaginn 3. febrúar kl. 13.00 7. umferđ
- Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.00 8. umferđ
- Sunnudaginn 10. febrúar kl. 13.00 9. umferđ
- Sunnudaginn 17. febrúar kl. 13.00 10. umferđ
Mótsstjórn ákveđa endanlegan fjölda umferđa og tafldaga ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Ákvörđun um ţetta mun liggja fyrir viđ upphaf 1. umferđar.
Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).
Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald.
Ţátttaka tilkynnist formanni félagsins međ tölvupósti í askell@simnet.is, eđa á skákstađ eigi síđar en 10 mínútum fyrir auglýst upphaf 1. umferđar.
7.1.2013 | 09:00
Skák Ţrastar frá Ólympíuskákmótinu valin skák ársins
Samkvćmt vali Hornverja var skák ársins 2012 skák Ţrastar Ţórhallssonar gegn Muhammed Dastan í Ólympíumótinu í Tyrklandi 2012! Ţetta er í annađ sinn sem Ţröstur vinnur ţennan titil og hefur hann alltaf átt tilnefnda skák.
1. Ţröstur Ţórhallsson - Muhammed Dastan 23 57%
2. Gunnar Björnsson - Ţorsteinn Ţorsteinsson 8 20%
3. Ţorvarđur Fannar Ólafsson - Sigurđur Dađi Sigfússon 6 15%
4. Guđmundur Gíslason - Viktor Kortsnoj 2 5%
5. Sverrir Örn Björnsson - Hjörvar Steinn Grétarsson 1 3%
Skák ársins
2009: Ţröstur Ţórhallsson - Guilleux Fabien Reykjavíkurskákmótinu 2009 http://skaksamband.is/assets/Timaritid_Skak/Bestu2009.pgn og http://skaksamband.is/assets/Timaritid_Skak/Bestu2009.pgn
2010: Lenka Ptacnikova - Evu Repkova ÓL í Khanty-Mansiysk september 2010 http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=11127
2011: Hjörvar Steinn Grétarsson - Alexei Shirov EM landsliđa 2011 http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?pid=72153
2012: Ţröstur Ţórhallsson - Muhammed Dastan ÓL Tyrklandi 2012 http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1257152/
7.1.2013 | 09:00
Skákćfingar fyrir ungmenni hefjast hjá Breiđabliki í dag
Skákdeild Breiđabliks er međ ćfingatíma fyrir ungmenni 16-25 ára í Stúkunni viđ Kópavogsvöll á mánudögum kl 17-19 í vetur.
Ţetta verđur skákćfingar fyrir ungmenni og stjórnađ af ungmennum.
Ţetta er einn flottasti skáksalur á landinu og ţarna er tćkifćri fyrir unga skákmenn til ađ koma saman tefla, stúdera, fá fyrirlesara, fjöltefli eđa bara hvađ sem er tengt skák.
Páll Andrason ćtlar ađ stjórna ćfingunum og svo hjálpast ţáttakendur viđ ađ hafa ţetta skemmtilegt.
Kjarninn verđur ungir skákmenn úr Kópavogi, en utanbćjarmenn eru líka velkomnir!
Fyrsti tíminn verđur mánudaginn 7.janúar.
Skákdeild Breiđabliks
Spil og leikir | Breytt 5.1.2013 kl. 11:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2013 | 07:00
Atkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 7. janúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri)
Spil og leikir | Breytt 4.1.2013 kl. 14:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 220
- Frá upphafi: 8779624
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 152
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar