Fćrsluflokkur: Spil og leikir
27.1.2013 | 22:12
Gíbraltar: Guđmundur međ sigur í dag
Alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2408) vann Ítalann Marco Ferrante (2227) í sjöttu umferđ Gíbraltar-mótsins sem fram fór í dag. Í gćr tapađi hann hins vegar fyrir Nana Dzagnidze (2555) frá Georgíu, sem er fimmta stigahćsta skákkona heims. Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 32.-63. sćti.
Í 7. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ eistneska stórmeistarann Kaido Kulaots (2587).
Efstir međ 5,5 vinning eru stórmeistararnir Liem Le Quang (2705), Víetnam, Nikita Vitiugov (2694), Rússlandi, Kiril Georgiev (2643), Búlgaríu.
246 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 48 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 66 í stigaröđ keppenda.27.1.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Snilldartilţrif heimsmeistarans
Á skákhátíđinni í Wijk aan Zee í Hollandi sem stendur yfir ţessa dagana beinist athyglin hér heima ekki síst ađ stórmeistaraflokki C ţar sem Hjörvar Steinn Grétarsson hefur stađiđ sig prýđilega og er međ 3 vinninga af fimm mögulegum í 13 umferđa móti. Í A-flokki hefur heimsmeistarinn Wisvanthan Anand veriđ á miklu flugi. Eftir fimm umferđir er hann efstur ásamt Magnúsi Carlsen og Sergei Karjakin, allir međ 3 ˝ vinning.
Sá léttleiki sem einkenndi taflmennsku Indverjans alla tíđ virtist alveg ađ hverfa en nú geta ađdáendur hans aftur tekiđ gleđi sína. Lev Aronjan átti örugglega ekki von á ţeim trakteringum sem biđu hans í 4. umferđ ţessa móts. Hér er komin einhver glćsilegasta skák sem sést hefur í langan tíma í ţessum styrkleikaflokki:
Lev Aronjan - Wisvanthan Anand
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bd6
Nýjasti snúningurinn í Meran-afbrigđinu, Anand vann Kramnik tvisvar međ 8. ... a6 í HM-einvíginu 2008 en ađrir góđir leikir eru 8. .... Bb7 og 8. ... b4.
9. O-O O-O 10. Dc2 Bb7 11. a3 Hc8 12. Rg5
Aronjan sem er býsna hugmyndaríkur í byrjunum sínum hefur áreiđanlega ćtlađ ađ koma heimsmeistaranum á óvart međ ţessum leik sem býđur upp á möguleikann 12. ... Bxh2 13. Kxh2 Rg4+ og getur ţá svarađ međ 14. Kg1 Dxg5 15. f3! og síđar - e4 og - b4. En hann kemur ekki ađ tómum kofunum hjá Anand.
12. ... c5!
Hvađ er nú ţetta? B5-peđiđ er valdlaust og h7-peđiđ einnig. Anand hafđi notađ óvenjumikinn tíma á byrjunina. Var hann ađ rifja upp gamlar niđurstöđur eđa setti hann leikrit á sviđ til ađ blekkja Aronjan?
13. Rxh7
Best samkvćmt ofurforritinu Houdini".
13. ... Rg4!?
Einu sinni voru svona leikir kallađir sprikl. Houdini" var lengi ađ samţykkja hugmyndina
14. f4!?
Betra er 14. h3 Bh2+! 15. Kh1 Dh4 (hótar 16. ... Dxh3) 16. d5! Hfd8 17. Be2 međ flókinni stöđu. Houdini" heldur áfram: 17. .... Bb8 18. bxg4 Re5 19. Bd1 b4! og stađan er í dínamísku jafnvćgi.
14. ... cxd4 15. exd4?
Tapleikurinn. Hann varđ ađ leika 15. Rxf8 Bxf8 16. h3 dxc3 17. hxg4 Rf6 og svarta stađan er ekki lakari. En nú kemur eftirminnilegur leikur.
15. ... Bc5!! 16. Be2
Ţađ var úr vöndu ađ ráđa, 16. Rxf8 gekk ekki vegna 16. ... Bxd4+ 17. Kh1 Dh4 og mátar og 16. dxc5 Rxc5 er heldur ekki gćfulegt.
Kynngimagnađur leikur sem byggist á hugmyndinni 17. fxe5 Dxd4+ 18. Kh1 Dg1+! 19. Hxg1 Rf2 mát. Ţá dugar 17. dxc5 skammt vegna 17. .... Dd4+ 18. Kh1 Rf2+ 19. Hxf2 (eđa 19. Kg1 Rh3+ 20. Kh1 Dg1+! 21. Hxg1 Rf2 mát) Dxf2 međ óverjandi máthótun.
16. ... Rde5 17. Bxg4 Bxd4+ 18. Kh1 Rxg4 19. Rxf8 f5!
Enn einn snilldarleikurinn sem hótar 20. ... Dh4. Aronjan er varnarlaus.
20. Rg6 Df6 21. h3 Dxg6 22. De2 Dh5! 23. Dd3
Hann gat reynt 23. Hf3 en ţá kemur 23. ... Rf2+! 24. Kh2 (ekki 24. Hxf2 Dxh3+ 25. Kg1 Dxg2 mát) 24. ... Bxf3 25. Dxf3 Dxf3 26. gxf3 Rd3 og endatafliđ er gjörtapađ á hvítt.
23. ... Be3!
Línurof bćtist hér viđ önnur stef. Aronjan á enga haldgóđa vörn gegn hótuninni 24. .... Dxh3+ og gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20 janúar 2013.
Spil og leikir | Breytt 20.1.2013 kl. 14:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2013 | 18:42
Oliver Aron hrađskákmeistari Reykjavíkur
Oliver Aron Jóhannesson er hrađskákmeistari Reykjavíkur en mótiđ fór fram í dag. Oliver var jafn Birni Freyr Björnssyni og Ögmundi Kristinssyni ađ vinningum en hlaut titilinn eftir stigaútreikning. 26 skákmenn tóku ţátt í mótinu. Ólafur S. Ásgrímsson var skákstjóri.
Lokastađan:
1-3 Óliver Aron Jóhannesson, 11 43.0 Björn Freyr Björnsson, 11 41.0 Ögmundur Kristinsson, 11 38.0 4 Omar Salama, 10.5 45.5 5 Dagur Ragnarsson, 10 34.0 6-8 Mikael Jóhann Karlsson, 8.5 46.5 Vignir Vatnar Stefánsson, 8.5 41.5 Birkir Karl Sigurđsson, 8.5 34.5 9-11 Arnaldur Loftsson, 8 42.5 Kristján Örn Elíasson, 8 37.5 Elsa María Kristínardóttir, 8 36.5 12 Dagur Kjartansson, 7.5 42.5 13-14 Gauti Páll Jónsson, 7 44.0 Sigurjón Haraldsson, 7 29.5 15-16 Jakob Alexander Petersen, 6.5 36.5 Guđmundur Gunnlaugsson, 6.5 30.5 17-20 Kjartan Másson, 6 39.0 Björn Hólm Birkisson, 6 33.0 Bárđur Örn Birkisson, 6 26.5 Ísak Logi Einarsson, 6 23.5 21 Kristófer Ómarsson, 5.5 36.0 22 Andri Steinn Hilmarsson, 5 32.5 23 Bjarki Arnaldarson, 4 30.0 24 Sindri Snćr Kristófersson, 3.5 25.0 25 Pétur Jóhannesson, 2.5 26.5 26 Ívar Andri Hannesson, 0 27.0
27.1.2013 | 17:51
Carlsen vann Wijk aan Zee međ yfirburđum
Magnus Carlsen (2861) vann Tata Steel-mótiđ í Wijk aan Zee međ miklum yfirburđum en mótinu er nú nýlokiđ. Carlsen hlaut 10 vinning í 13 skákum og fékk 1,5 vinningi meira en Aronian (2802) sem varđ annar. Frammistađa Carlsen samsvarađi 2933 skákstigum og hćkkar hann um 11 stig fyrir hana og er nú kominn í 2872 skákstig, 62 stigum meira en Kramnik sem er nćststigahćstur. Anand (2772) varđ ţriđji međ 8 vinninga.
Úrslit 13. umferđar:
Karjakin, S. - van Wely, L. | 1-0 |
Hou, Y. - Leko, P. | ˝-˝ |
L'Ami, E. - Sokolov, I. | ˝-˝ |
Wang, H. - Anand, V. | 1-0 |
Nakamura, H. - Harikrishna, P. | ˝-˝ |
Giri, A. - Carlsen, M. | ˝-˝ |
Caruana, F. - Aronian, L. | ˝-˝ |
Lokastađan:
Nr. | Skákmađur | Vinn | Stig | TPR |
1 | Carlsen, M. | 10,0 | 2861 | 2933 |
2 | Aronian, L. | 8,5 | 2802 | 2837 |
3 | Anand, V. | 8,0 | 2772 | 2816 |
4 | Karjakin, S. | 8,0 | 2780 | 2816 |
5 | Leko, P. | 7,5 | 2735 | 2789 |
6 | Nakamura, H. | 7,0 | 2769 | 2758 |
7 | Harikrishna, P. | 6,5 | 2698 | 2735 |
8 | Giri, A. | 6,0 | 2726 | 2704 |
9 | Wang, H. | 6,0 | 2752 | 2702 |
10 | van Wely, L. | 6,0 | 2679 | 2707 |
11 | Hou, Y. | 5,5 | 2603 | 2685 |
12 | Caruana, F. | 5,0 | 2781 | 2642 |
13 | L'Ami, E. | 4,0 | 2627 | 2599 |
14 | Sokolov, I. | 3,0 | 2667 | 2526 |
Í a-flokki voru međalstigi 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
27.1.2013 | 17:19
Hjörvar endađi međ 50% vinningshlutfall
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) endađi međ 50% vinningshlutfall í c-flokki Tata Steel-mótsins sem lauk í dag í Wijk aan Zee. Hjörvar hlaut 6,5 vinning í 13 umferđum endađi í áttunda sćti.
Frammistađa hans samsvarađi 2473 skákstigum og lćkkar hann ţví eitthvađ á stigum.
Í gćr tapađi hann fyrir brasilíska stórmeistarann Krikor Mekhitarian (2543) en í dag gerđi hann jafntefli viđ rússnesku skákkonuna Alexandra Goryachkina (2402), sem er stórmeistari kvenna.
Ítalski stórmeistarinn Sabino Brunello (2572) vann c-flokkinn en hann hlaut 11 vinninga. Argentíski stórmeistarinn Fernardo Peralto (2617) varđ svo annar međ 10,5 vinning.
Í c-flokki voru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefldu ţar allir viđ alla. Hjörvar var nr. 6 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2013 | 15:32
Skákdagurinn á Siglufirđi
Skákdagur Íslands er haldinn víđa um land í gćr og međ ýmsu móti. Skákfélag Siglufjarđar gaf af ţví tilefni Sundhöll Siglufjarđar taflsett til ađ nota í lauginni eđa heita pottinum, allt eftir ţví hvađ best á viđ hverju sinni. Sundskák var fyrst tefld áriđ 2011, ţegar Laugardagslaug í Reykjavík eignađist samskonar taflsett, en síđan hefur ţetta nýja form breiđst út víđar.
Ţađ voru Marlís Jóna Karlsdóttir og Mikael Sigurđsson, nemendur í 3. bekk Grunnskóla Siglufjarđar, sem tefldu fyrstu skákina, og síđar var öđrum hleypt ađ borđinu.
Skákkennsla hófst í 1.-4. bekk viđ Norđurgötu á Siglufirđi í lok síđasta árs og í janúar á ţessu ári hefur veriđ kennt í 1.-7. bekk í húsakynnunum viđ Tjarnarstíg í Ólafsfirđi.
Seinnipartinn í febrúar verđur aftur kennt í mánuđ hér í bć og svo í Ólafsfirđi í jafn langan tíma.
Undanfariđ hefur skák aukinheldur veriđ kennd sem valgrein í unglingadeildinni viđ Hlíđarveg á Siglufirđi.
Sjá líka frétt hér á vefnum 22. nóvember 2012.
Sjá nánar á vef Siglfirđings en ţar má finna fjölda mynda.
27.1.2013 | 15:28
Sundskákarsett vígt í Árbćjarlaug
Nú er hćgt ađ tefla í Árbćjarlaug. Um ţađ var fjallađ í Mbl.is í gćr en í fréttinni ţar sagđi:
Skáklistina ţarf ekki ađ iđka innan fjögurra veggja heldur getur tafliđ tekiđ á sig ýmis form líkt og sást í heitum potti Árbćjarlaugarinnar í dag. Ţar voru ný fljótandi taflborđ vígđ í tilefni Skákdags Íslands í dag.
Viđburđir af ýmsu tagi eru um allt land í dag í tilefni Skákdagsins, sem er nú haldinn í annađ sinn á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák.
Ţar á međal var vígsla skákborđsins í Árbćjarlaug, en sambćrileg skákborđ hafa stundum flotiđ um í heitum pottum Laugardalslaugar og notiđ vinsćlda enda fátt betra en ađ ţjálfa hugann yfir tafli á međan slakađ er á kroppnum í heita pottinum.
Ţeir Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Danika Kolica tefldu eina skák í heita pottinum í dag og Stefán Bergsson hjá Skáksambandi Íslands fygldist međ, en ekki fylgdi sögunni hvernig leikar fóru.
Myndin er frá Ómar Óskarssyni, ljósmyndara hjá Morgunblađinu.
27.1.2013 | 15:11
KORNAX-mótiđ: Uppgjör ritstjóra heimasíđu TR
Ţórir Benediktsson heldur uppi öflugum fréttaflutningi á heimasíđu TR. Í gćr birti hann góđan lokapistil um mótiđ sem hér birtur orđréttur.
KORNAX mótinu - Skákţingi Reykjavíkur lauk í gćrkvöldi ţegar spennandi lokaumferđ fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Fyrir umferđina höfđu Fide meistarinn Davíđ Kjartansson og Omar Salama 1,5 vinnings forskot á nćstu keppendur en báđir höfđu ţeir unniđ allar sínar viđureignir utan innbyrđis viđureignarinnar sem lauk međ skiptum hlut. Ţeir höfđu ţví 7,5 vinning eftir ađ hafa veriđ í nokkrum sérflokki en nćstir á eftir ţeim međ 6 vinninga komu Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og hinn ungi og efnilegi Mikael Jóhann Karlsson.
Í lokaumferđinni stýrđi Omar hvítu mönnunum gegn Mikaeli en Davíđ hafđi svart gegn Ţór Má Valtýssyni. Greinilegt var ađ spenna var í loftinu ţví sviptingar urđu töluverđar og svo fór ađ Mikael gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi Omar eftir ađ kóngur ţess síđarnefnda var orđinn full berskjaldađur og Mikeal náđi frumkvćđi sem dugđi til sigurs. Á sama tíma leit út fyrir ađ Davíđ vćri í vandrćđum gegn Ţór sem var skiptmun yfir en slćm peđastađa Ţórs kom í veg fyrir sigur og jafntefli varđ niđurstađan.
Ţar međ lauk Davíđ leik međ 8 vinninga og er ţví Skákmeistari Reykjavíkur í annađ sinn en hann hlaut titilinn einnig 2008. Omar varđ annar međ 7,5 vinning en Mikael nćldi í ţriđja sćtiđ međ 7 vinninga eftir frábćran endasprett ţar sem hann sigrađi Lenku Ptacnikovu í nćstsíđustu umferđinni og, sem fyrr segir, Omar í ţeirri síđustu. Árangur Davíđs samsvarar 2420 Elo stigum og hćkkar hann um 19 stig, Omar hćkkar um 13 stig og Mikael um heil 30 stig og er stigakóngur mótsins.
Ađ öđru leyti var ekki mikiđ um óvćnt úrslit í lokaumferđinni en ţó má nefna sigur hinnar ungu og efnilegu Sóleyjar Lind Pálsdóttur á Árna Thoroddsen en Sóley hefur veriđ á góđri siglingu ađ undanförnu og hćkkar töluvert á stigum nú.
Baráttan um stigaverđlaunin var ekki síđur hörđ en utan verđlaunasćtanna ţriggja var hćgt ađ vinna til fjögurra verđlauna í viđbót. Bestum árangri keppenda undir 2000 stigum náđi norđlendingurinn reyndi Ţór Már Valtýsson en hann hlaut 6 vinninga. Ţrír keppendur komu jafnir í mark međ 5,5 vinning í flokki keppenda undir 1800 stigum en ţađ voru Hilmar Ţorsteinsson, Jón Úlfljótsson og Hrund Hauksdóttir. Hilmar varđ efstur eftir stigaútreikning og hlýtur ţví verđlaunin. Hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka varđ einn efstur međ 5,5vinning í flokki keppenda undir 1600 skákstigum og í flokki stigalausra varđ Andri Steinn Hilmarsson hlutskarpastur međ 4,5 vinning. Miđađ er viđ íslensk skákstig viđ ákvörđun stigaverđlauna.
Ađ vanda var mótahald til fyrirmyndar og umgjörđin öll hin glćsilegasta. Skákstjórn var í höndum hinna margreyndu Ólafs S. Ásgrímssonar og Ríkharđs Sveinssonar og Birna Halldórsdóttir sá um veitingar af sinni alkunnu snilld. Jóhann H. Ragnarsson tók myndir og ţá er einnig fjöldi mynda, sem Gunnar Björnsson tók, ađgengilegur á fréttavefnum skak.is. Sex viđureignir voru sendar út á vefnum í hverri umferđ og hafđi Ríkharđur umsjón međ ţeim. Skáksamband Íslands fćr ţakkir fyrir ađ leggja búnađinn til og Omar Salama og Halldóri G. Einarssyni er ţakkađ fyrir ađstođ í kringum útsendingarnar. Ţá sá Jóhann um innslátt skáka.
Ađ lokum ţakkar Taflfélag Reykjavíkur KORNAX fyrir öflugt samstarf fjórđa áriđ í röđ.
Verđlaunasćti
- 1. Davíđ Kjartansson 8 vinningar
- 2. Omar Salama 7,5v
- 3. Mikael Jóhann Karlsson 7v
Besti stigaárangur
- U2000: Ţór Már Valtýsson (1971) 6v
- U1800: Hilmar Ţorsteinsson (1776) 5,5v
- U1600: Dawid Kolka (1528) 5,5v
- Stigalausir: Andri Steinn Hilmarsson 4,5v
Mestu stigahćkkanir
- Mikael Jóhann Karlsson 30 stig
- Vignir Vatnar Stefánsson 25
- Davíđ Kjartansson 19
- Sóley Lind Pálsdóttir 19
- Ţór Már Valtýsson 17
- Óskar Long Einarsson 17
- Felix Steinţórsson 15
- Úrslit, stađa og pörun
- Dagskrá og upplýsingar
- Skákmeistarar Reykjavíkur
- Mótstöflur síđustu ára
- Myndir (JHR)
- Skákir
27.1.2013 | 14:11
Gallerý Skák - Kepptefliđ um Friđrikskónginn - Harvey vann fyrsta mótiđ

Ţátttaka var góđ - á ţriđja tug keppenda voru mćttir til ađ tafls og til ţess ađ sýna skáklistinni ţjóđhollustu í leiđinni međ ţátttöku sinni, eins og hvatt var til af forystumönnum skákhreyfingarinnar. Setja varđ upp aukaborđ á ganginum framanviđ ađalkeppnissalinn, svo sumir fengu ađ prófa hvernig ţađ er ađ tefla hinumegin". Er ţeir komu svo aftur fílefldir ađ handan" stóđust ţeim fáir mátiđ.
Jafnan er mikil áhersla á ţađ lögđ í SkákGallerýinu ađ keppendur tefli vandađ. Engu ađ síđur var taflmennska sumra ađ ţessu sinni ekki upp á marga fiska eins og gengur. Annađ slagiđ brá ţó fyrir ađ menn tefldu međ listrćnu ívafi eins og hćfir listasmiđjunni, vettvangi mótsins. Var ţađ ekki síst fyrir ţađ ađ skákkóngurinn sjálfur kempan Friđrik Ólafsson var mćttur á vettvang til ađ leika fyrsta leikinn og hvetja menn til dáđa.
Friđrik tefldi síđan nokkrar skákir í viđlögum sem afleysingamađur viđ góđan orđstír, var skipt inn á fyrir Guđfinn Err gegn Magnúsi Pé, hins áttrćđa seggs, aldurforseta mótsins, fyrir Einar Ess gegn Páli Gé og Guđmund Err, afmćlisbarn dagsins gegn Ţórarni (TéTé), sem allir fengu ţannig dýrmćtan vinning á silfurfati upp í hendurnar. Komu Friđriks og viđveru var sjálfsögđu fagnađ mjög. Enginn hefur boriđ hróđur lands og ţjóđar jafn vel og víđa á alţjóđavísu á skáksviđinu sem hann. Ţađ er afar veltilfundiđ og falliđ ađ halda sérstakan skákdag og helga hann honum til heiđurs. Og vekja ţannig athygli og áhuga á mikilvćgi skákiđkunar til uppbyggingar og viđhalds andlegs atgerfis ungs fólks á öllum aldri og almennu félags- og listagildi manntaflsins.
Ţegar á leiđ mótiđ fór kynngimögnuđ djúphyggja og flárćđ dulhyggja ađ setja mark sitt á taflstíl sumra keppenda í meira mćli en annarra - einkum Harveys Georgsonar Tausignant, hins ólseiga gamalreynda skákgúrús, sem síđan vann mótiđ međ 8 vinningum af ellefu. Ađ sama skapi fór óheft bitlaus og allt ađ ţví taumlaus keppnisharka og glórulaus barátta ađ bera suma keppendur ofurliđi ásamt klukkunni sem reyndist óvinur margra. Ţannig töpuđust skákir sem menn töldu sig vera međ unnar fyrir lítiđ, m.a. missti Ţórarinn laxabani einn af önglinum í gjörunninni skák og átti ţá bara eftir einn leik til ađ máta.
Svona skakkaföll geta eins og áđur hefur veriđ ađ vikiđ og tíundađ leitt til alvarlegra bráđaskákáfallastreyturöskunartaugastrekkingstilfella" ef einhverjir eru ekki nálćgir til ađ veita viđkomandi skyndiáfallastyrkingarviđlagahjálp" á stađnum međ ţví ađ taka um axlir, slá á bak og stuttri bćnastund ţar sem bölvađ međ honum í hljóđi. Sem betur fer eru ţó flestir hinir eldri og keppnisreyndari orđnir öllu vanir í ţessum efnum og láta lítt á sig fá ţótt gramir séu, einkum viđ sjálfan sig, ţó yngstu keppendur séu stundum gráti nćst.
Ţetta er ţriđja mótiđ af fjórum sem Harvey vinnur í Gallerýinu. Ţegar orrahríđinni lauk kom í ljós ađ Friđgeir Hólm hafđi hafnađ í öđru sćti međ 7.5 vinning og svo einir ţrír međ 7 vinninga, ţeir Jon Olav, Guđfinnur og Gunnar Ingi međ fjóra niđur og loks einir fimm međ 6.5 vinning. Jafnara gat ţađ varla orđiđ og stigareikningur réđi um sćtaröđ og stigagjöf.
Mótaröđin heldur svo áfram nćstu ţrjár vikurnar á sama tíma. Allir taflfćrir velkomnir - óháđ ţátttöku í kappteflinu mikla.
Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og vettvangsmyndir í myndasafni.
ESE -Skákţankar 26.01.13
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2013 | 13:56
Bíó-skákmót Fjölnis. Hart barist um ađ fá miđa í bíó
Um 30 ţátttakendur voru á fyrsta BÍÓ-skákmóti Fjölnis sem haldiđ var í Rimaskóla á Skákdegi Íslands. Keppendur voru á öllum aldri og greinilegt í upphafi mótsins ađ menn myndu selja sig dýrt til ađ ná einu af 10 verđlaunasćtum mótsins. Oliver Aron Jóhannesson hefur veriđ einstaklega sigursćll á öllum Fjölnismótum síđasta áriđ og hann gerđi enga undantekningu ţar á.
Hann sigrađi BÍÓ-skákmótiđ og hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Félagi hans Dagur Ragnarsson varđ í öđru sćti međ 5 vinninga og tapađi ađeins fyrir Oliver Aroni. Í 3. sćti varđ svo ţriđji Norđurlandameistarinn frá Rimaskóla, Nansý Davíđsdóttir međ 4,5 vinninga. Hún gerđi jafntefli viđ Oliver Aron í lokaumferđinni. Ađrir sem unnu sér inn bíómiđa í Laugarásbíó voru ţau Sigríđur Björg Helgadóttir, Ţorsteinn Magnússon, Jóhann Arnar Finnsson, Hilmir Hrafnsson, Joshua Davíđsson, Róbert Orri Árnason og Alexandra Kjćrnsted sem öll hlutu 4 vinninga.
Tveir bíó-bođsmiđar voru síđan dregnir út og ţar duttu tveir Rimaskólastrákar í lukkupottinn, ţeir Hákon Garđarsson og Mikael Maron Torfason sem báđir hafa veriđ duglegir ađ mćta á skákćfingar Fjölnis í vetur. Ţrátt fyrir spennandi keppni ţá var léttur og skemmtilegur andi svífandi yfir vötnum og er frábćrt ađ sjá hversu vel yngri og eldri krakkar ná saman í kringum skákina, allir virđast fá ađ njóta sín í hópnum. Bođiđ var upp á bíó-nammi í skákhléi og tekiđ í fótboltaspil og borđtennis undan og eftir mótiđ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 8779645
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar