Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Fjársöfnun Gođans-Máta fyrir Velferđarsjóđ Ţingeyinga

Íslenski skákdagurinn var haldinn hátíđlegur um allt land í gćr. Félagar í Gođanum-Mátum blésu til fjársöfnunar fyrir Velferđarsjóđ Ţingeyinga á Húsavík og gekk hún ágćtlega. Hápunktur söfnunarinnar var ţegar Kristinn Vilhjálmsson, starfsmađur Víkurrafs á Húsavík, tefldi eina hrađskák viđ Sigurbjörn Ásmundsson gjaldkera Gođans-Máta. Heimilstćki hf. höfđu heitiđ 50.000 krónum í söfnunina ef Kristinn tefldi eina skák og vék hann sér ekki undan ţví. 

Skákdagurinn 2013 021 (480x640)

Kristinn Vilhjálmsson ađ tafli viđ Sigurbjörn Ásmundsson. Sighvatur Karlsson fylgist međ. 

Kristinn stóđ lengi vel í Sigurbirni en varđ ađ láta í minni pokann fyrir rest. Nokkrir ađrir tefldu skákir og gáfu fé til söfnunarinnar. Ţeirra á međal var sýslumađur Ţingeyinga, Svavar Pálsson. Svavar gerđi sér lítiđ fyrir og vann Hermann Ađalsteinsson formann Gođans-Máta. Svavar var ţar međ umsvifalaust skráđur í félagiđ, enda var ţađ mönnum metiđ til tekna ađ vinna einhvern félagsmann skákfélagsins og ekki verra ađ vinna sjálfan formanninn.

Skákdagurinn 2013 026 (640x480)

Páll Svavarsson ađ tafli viđ Sigurbjörn Ásmundsson. 

Söfnunni lauk klukkan 16:00 og ţá afhenti Hermann Ađalsteinsson formađur Gođans-Máta Ţórhildi Sigurđardóttur hjá Velferđarsjóđi Ţingeyinga, ţađ fé sem safnast hafđi yfir daginn. 

641skak2 

Hermann Ađalsteinsson formađur Gođans-Máta afhendir Ţórhildi Sigurđardóttir söfnunarféđ. Mynd: Hafţór Hreiđarsson.

Myndaalbúm á heimasíđu Gođans-Máta



Tinna Kristín hérađsmeistari UMSB

2013 jan skak 016Hérađsmeistari UMSB varđ Tinna Kristín Finnbogadóttir eftir einvígi viđ Bjarna Sćmundsson. Hún varđ einnig kvennameistari, en Bjarni varđ efstur heimamanna. Í unglingaflokki sigrađi Ingibergur Valgarđsson. Alls tóku 6 manns ţátt í mótinu og var tefld 2föld umferđ. 

 


Óliver Ísak og Jón Kristinn sigruđu á Skákdagsmóti SA

Alls tóku 24 krakkar ţátt í Skákdagsmóti Skákfélags Akureyrar í gćr. Teflt var í tveimur aldursflokkum, ţ.e. börn fćdd 2000 og síđar í yngri flokki og 1999 og fyrr í ţeim eldri.

Úrslit í eldri flokki:
  1. Jón Kristinn Ţorgeirsson                      5 v.
  2. Andri Freyr Björgvinsson                     4
  3. Símon Ţórhallsson                                3
  4. Logi Rúnar Jónsson                              2
  5. Ađalsteinn Leifsson                               1
  6. Benedikt Stefánsson                             0
 Úrslit í yngri flokki:
  1. Óliver Ísak Ólason                                7
  2. Tinna Ósk Ompi Rúnarsdóttir               6
  3. Ísak Svavarsson                                   5
  4. Gunnar Ađalsteinn Arason                    4
  5. Guđmundur Aron Guđmundsson           4
  6. Auđunn Elfar Ţórarinsson                     3,5
  7. Dagur Smári Sigvaldason                      3,5
  8. Ninna Rún Vésteinsdóttir                      3,5
  9. Michael Adam Amador                        3
  10. Roman Darri Stevensson Bos                3
  11. Alfa Magdalena Jórunnardóttir              3
  12. Gabríel Máni Arason                            3
  13. Sunna Dís Sigvaldadóttir                       2,5
  14. Gunnar Breki Gíslason                          2
  15. Helga Sóley Guđjónsdóttir                    2
  16. Kristján Örn Tómasson                        2
  17. Stefán Thorbeinsson                             2
Fjölmörg verđlaun voru veitt á mótinu. Sigurvegararnir í yngri og eldri flokki hlutu bókaverđlaun frá Eymundsson. Í yngri flokki fengu ţessi verđlaun fyrir bestan árangur á hverju aldursári:
  • 7 ára    Stefán Thorbeinsson    
  • 8 ára    Ísak Svavarsson
  • 9 ára    Auđunn Elfar Ţórarinsson
  • 10 ára  Óliver Ísak Ólason
  • 11 ára Gunnar Ađalsteinn Arason
  • 12 ára  Tinna Ósk Ompi Rúnarsdóttir
Einnig voru veitt nokkur útdráttarverđlaun, m.a. fengu tveir keppendur bókina „Viđ skákborđiđ í aldarfjórđung" međ 50 skákum afmćlisbarnsins, Friđriks Ólafssonar. 

Jón Arnljótsson efstur á Atskákmóti Skákfélagi Sauđárkróks

Jón ArnljótssonEftir 5 umferđir af 7 er Jón Arnljótsson efstur á Atskákmóti Skákfélags Sauđárkróks, sem haldiđ er í tilefni af Skákdeginum. Jón hefur 4 vinninga, en Unnar Ingvarsson er nćstur međ 3,5, ţrír skákmenn koma síđan međ 3 vinninga. Alls taka 8 skákmenn ţátt í mótinu, en fyrir hugađ er ađ ţví ljúki á ţriđjudagskvöldiđ. 

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Skákţing Gođans fer fram 8.-10. febrúar

Skákţing Gođans Máta 2013 verđur haldiđ í 10. sinn, helgina 8-10 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Mótiđ er öllum opiđ.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir swissneska-kerfinu,(swiss-manager) 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra og fideskákstiga.  

Dagskrá:

Föstudagur   8. febrúar  kl 19:30  1-4 umferđ.   (atskák 25 mín )
Laugardagur  9. febrúar  kl 11:00  5. umferđ.     (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur  9. febrúar  kl 19:30  6. umferđ.       -------------------
Sunnudagur  10. febrúar  kl 11:00  7. umferđ.       -------------------

Verđlaun verđa međ hefđbundnu sniđi. 3 efstu í fullorđins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.Farandbikar fyrir sigurvegarann í báđum flokkum. Ađeins félagsmenn í Gođanum-Mátum geta unniđ til verđlauna.  

Ţátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri. 

Skráning í mótiđ fer fram hér alveg efst á síđunni á sérstöku skráningarformi

Skákmeistarar Gođans-Máta frá upphafi:

2004    Baldur Daníelsson.
2005    Ármann Olgeirsson
2006    Ármann Olgeirsson       
2007    Smári Sigurđsson         
2008    Smári Sigurđsson 
2009    Benedikt Ţorri Sigurjónsson
2010    Rúnar Ísleifsson
2011    Jakob Sćvar Sigurđsson
2012    Rúnar Ísleifsson
2013     ?   

ATH. Mögulegt verđur ađ flýta einhverjum skákum í 6. umferđ og eins verđur mögulegt ađ flýta skákum í 7. umferđ henti ţađ einhverjum

Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 27. janúar kl. 14.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.

Ţátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun í bođi.  

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir  KORNAX mótiđ 2013 - Skákţing Reykjavíkur.

Núverandi hrađskákmeistari er Davíđ Kjartansson.


Friđrik heimsótti Morgunblađiđ í gćr - blađinu ţakkađ fyrir skákumfjöllun í heila öld

Morgunblađiđ fjallar ítarlega um Skákdaginn í umfjöllun í laugardagsblađinu. Hluti ţeirrar umfjöllunar má finna á heimsíđu blađsins. Ţar segir:

Skákdagur Íslands er haldinn í dag á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta alţjóđaskáksambandsins FIDE. Af ţví tilefni verđur efnt til fjölda skákviđburđa víđa um land frá ţví í byrjun ţessarar viku og standa hátíđarhöldin fram á mánudag.

Morgunblađiđ fékk í gćr viđurkenningu fyrir skákumfjöllun, en fyrsta skákfréttin birtist í blađinu fyrir 100 árum, ţann 9. nóvember 1913 réttri viku eftir ađ blađiđ hóf göngu sína. Síđan hefur mikiđ veriđ fjallađ um skák í Morgunblađinu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ţakkađi Morgunblađinu, fyrir hönd skákhreyfingarinnar, fyrir ađ hafa fjallađ um skák í heila öld og fćrđi blađinu sem ţakklćtisvott tölvudiska međ 1.411 skákum Friđriks Ólafsson sem tefldar voru á árunum 1950-2012.

Skákiđkun barna fer vaxandi

Gunnar kvađst bjartsýnn á framtíđ skákarinnar og sagđi ađ áhugi barna hefđi veriđ ađ aukast. Mikiđ skákstarf er nú í grunnskólum, t.d. í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Hann nefndi einnig skákstarf á međal barna á Hellu, Hvolsvelli og Sauđárkróki og eru skákhátíđir á öllum ţessum stöđum í tengslum viđ skákdaginn. Nýlega var skipađur starfshópur, undir forystu Guđfríđar Lilju Grétarsdóttur, um eflingu skákkennslu í öllum grunnskólum landsins.

„Skákin er fyrir alla aldurshópa. Ţeir tefldu nýlega á sama móti Vignir Vatnar, níu ára, og Magnús Pétursson sem er áttrćđur. Svona ţekkist nánast ekki í öđrum íţróttagreinum," sagđi Gunnar. 

Teflt hefur veriđ í grunnskólum, sundlaugum, fyrirtćkjum og á netinu. Friđrik Ólafsson stórmeistari heimsótti Morgunblađiđ í gćr og tefldi ţar fjöltefli viđ tíu starfsmen blađsins og ţrjú börn sem unnu til verđlauna á Íslandsmóti barna í skák 12. janúar síđastliđinn. Friđrik sigrađi í 8 skákum og gerđi 5.  

Á heimasíđu Mbl.is má einnig finna myndband frá fjölteflinu.

Í sjálfu Morgunblađinu má svo finna heilsíđuumfjöllun um Skákdaginn. 


Íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram í kvöld

Lokaviđburđur skákdagsins til heiđurs Friđriki Ólafssyni verđur íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram, laugardaginn 26. janúar á ICC og hefst kl. 21.00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  Skráning fer fram á Heimasíđu Hellis.

Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 20:50.   Tímamörk eru 2 mínútur á skák og tefldar verđa 15 umferđir.     

Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á heimasíđu Hellis.  Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher).   Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit.  Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.

Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.

Verđlaun:


1. kr. 5.000 
2. kr. 3.000 
3. kr. 2.000


Síđasta sýningarhelgi sýningarinnar Einvígi aldarinnar - Fischer og Spassky - 40 ár

Fischer SpasskyUm helgina lýkur sýningunni  Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky-40 ár sem stađiđ hefur frá ţví

3. mars 2012 í Ţjóđminjasafni Íslands. Skákeinvígiđ sem kallađ hefur veriđ „einvígi aldarinnar" var háđ í Reykjavík sumariđ 1972. Ţar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum „Kalda stríđsins", Bandaríkjamađurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky.

Sýningin var unnin í samvinnu viđ Skáksamband Íslands í tilefni af ţví ađ liđin voru 40 ár frá einvíginu. Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972.

Fyrsta skák einvígisins var tefld í Laugardalshöll ţann 11. júlí 1972,  en 1. september gaf Spassky 21. skák einvígisins og Fischer var nokkrum dögum síđar krýndur heimsmeistari. Lokatölur urđu 12˝ vinningur á móti 8˝ vinningi. Ţar međ lauk einvígi sem vakti meiri athygli en nokkur annar skákviđburđur fyrr og síđar. Atburđarás einvígisins var fréttaefni sjónvarpsstöđva og dagblađa um allan heim.

Um einvígiđ hafa veriđ skrifađar fleiri en 140 bćkur og gerđir ótal sjónvarpsţćttir.


Friđrik heimsćkir unglingaćfingu TR í dag á afmćlis(skák)daginn sinn

Friđrik ÓlafssonAfmćlisbarniđ, TR-ingurinn, stórmeistarinn og fyrrverandi forseti FIDE Friđrik Ólafsson kemur á Laugardagsćfingu í Taflfélagi Reykjavíkur í dag.

Skákćfingin er frá 14-16 í TR, Faxafeni 12.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8779643

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 132
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband