Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Myndskreyttar mótstöflur vikunnar - Úrslitin í KR, Riddaranum og Gallerý Skák

Sagt er að ein mynd segi stundum meira en þúsund orð. Því er kannski ekki úr vegi, til að spara tíma og svala forvitni lesenda skáksíðunnar, að birta úrslit í fastamótum vikunnar hjá "Þríeykinu", samstarfsklúbbunum þremur: Sd.KR-RIDDARANUM-GALLERÝINU, þó ekki fylgi þeim langur texti og vangaveltur um skáklífið og tilveruna. Enda skýra meðf. mótstöflur sig að sjálfar. "Betra er það sem styttra reynist"- sagði grallarinn.

Sigurvegarar mótanna eru allir nafnkunnir í fræknum skákmannahópi eða þeir:

Stefán Bergsson; Ingimar Halldórsson og Vignir Vatnar Stefánsson, sem varð efstur í öllum aldurflokkum 80-60-40-20-10 ára og yngri í Gallerýinu í gærkvöldi þó ungur sé að árum.  Athygli vekur að skákgeggjarinn síteflandi Guðfinnur R. Kjartansson náði 2. sæti í öllum mótunum og reyndar því fjórða líka hjá ÁSUM sl. þriðjudag. Geri aðrir betur á aðeins 3 dögum.

 

kr-eftirpaskamoti_-_2_april_-_motstafla.jpg

 

 

riddarinn_-_mi_vikudagsmoti_3_april_-_urslit.jpg

 

 

galleryi_-_geirfuglspaskaeggjamoti_4_april_-_motstafla.jpg

 

Næstu mót:  KR-mánudagskvöld kl. 19.30 (13 umf/7); Riddarinn-miðvikudag kl. 13 (11 umf/10); Gallerý Skák-Fimmtudag kl. 18 (11 umf/10) /ESE.


Bréfskák: Yfirburðasigur gegn Hollendingum

Nýlega lauk landskeppni í bréfskák milli Íslands og Hollands. Íslenska liðið vann yfirburðasigur, hlaut 18½ vinning gegn 11½ vinningi Hollendinga. Keppnin hófst í maí 2011 og teflt var á 15 borðum. Hver keppandi tefldi tvær skákir við andstæðing sinn, með svörtu og hvítu.

Eins og oft áður tefldi Jón Árni Halldórsson (SIM, 2467) á efsta borði íslenska liðsins. Hann gerði jafntefli við andstæðing sinn, Joop H.E.P. Jansen (SIM, 2446), í báðum skákunum. Þeir Árni H. Kristjánsson (2413), Kristján Jóhann Jónsson (2156) og Snorri Hergill Kristjánsson unnu báðar sínar skákir og má því segja að þeir hafi lagt grunninn að þessum góða sigri. Auk þess hlutu þeir Jónas Jónasson (2404) , Baldvin Skúlason (2398), Kári Elíson (2302) og Einar Guðlaugsson (2303) 1½ vinning.

Þessi frábæri árangur gegn þessari öflugu skákþjóð er enn ein skrautfjöðurin í hatt íslenskra bréfskákmanna sem hafa sótt verulega í sig veðrið að undanförnu og unnið hvern sigurinn á fætur öðrum.

Í eftirfarandi skák, sem tefld var á öðru borði, fer Árni H. Kristjánsson í smiðju til gömlu meistaranna og kemur með endurbót á skák sem tefld var 1924.

Árni H. Kristjánsson (2413) - Peter J. G. Cijs (2385)

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e5 Rfd7 6. h4

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Sigurjónsson fjallaði um þetta afbrigði í Alþýðublaðinu sunnudaginn 1. október 1972. Skákþáttur Guðmundar bar nafnið "Skákkennsla - Um franska vörn". Þar sagði hann m.a.: "Þar með höfum við Alekhine-árásina í Frönsku vörninni. Talið er stórhættulegt að þiggja peðsfórnina, sem hvítur býður uppá, tökum dæmi frá skák er tefld var í landskeppni Sovétríkin-Bretland 1954, P. Keres stýrir hvítu mönnunum, en H. G. Wade þeim svörtu..."

Andstæðingur Árna er greinilega ekki sammála Guðmundi og hirðir peðið.

6... Bxg5 7. hxg5 Dxg5 8. Rh3 Dh6

Í skákinni sem Guðmundur nefndi í skákþætti sínum, lék Wade 8... De7, en það er lang algengasti leikurinn. Hann varð þó að játa sig sigraðan eftir einungis 17 leiki: 9. Rf4 a6 10. Dg4 Kf8 11. Df3 Kg8 12. Bd3 c5 13. Bxh7+ Hxh7 14. Hxh7 Kxh7 15. O-O-O f5 16. Hh1+ Kg8 17. Hh8+ 1-0

9. g3 a6 10. f4 c5

11. Rf2!

Hér lék Tartakover 11. Bd3 gegn Lasker í samráðsskák sem tefld var 1924. Árni skoðaði þá skák vandlega og kemur hér með endurbót á henni, enda má segja að það sé orðið löngu tímabært!

11... Dg6 12. g4

Árni nýtir sér ólánlega staðsetningu svörtu drottningarinnar og blæs strax til sóknar.

12... f6 13. f5 Df7 14. fxe6 Dxe6 15. Bg2 cxd4 16. Rxd5 Dxe5+ 17. Kf1 O-O

17... Rc6 18. Dd3 með hótuninni 19.He1 leiðir einnig til mjög erfiðrar stöðu fyrir svartan

18. Dd3 He8

Svartur getur ekki með góðu móti valdað h7-peðið eins og eftirfarandi afbrigði sýna: 18... h6 19. He1 Dd6 20. Hxh6 eða 18... g6 19. He1 Dg5 (19...Dd6 20. Re7+ endar með máti) 20. Re7+ Kg7 21. Rxg6 Dxg6 22. Hxh7+ Dxh7 23.He7+ Hf7 24. Hxf7+ Kxf7 25. Dxh7+ er vonlaust fyrir svartan

19. Hh5

Hvítur hrekur svörtu drottninguna af e-línunni áður en lokaatlagan hefst

19... Dd6 20. Dxh7+ Kf7 21. g5 Rf8 22. Re4 Hxe4 23. Dxe4 Bd7 24. gxf6 Rc6 25. fxg7 Kxg7 26. Dh4 He8 27. Rf4 Re5 28. Kg1 De7 29. Hg5+ Rfg6 30. Hf1 Bf5 31. Dg3

Hér gafst svartur upp, enda er fokið í flest skjól hjá honum. 1-0


Þorvarður Fannar með fullt hús á öðlingamóti

Þorvarður Ólafsson teflir í stigahærri flokknumÞorvarður Fannar Ólafsson (2225) er efstur með fullt hús að lokinni þriðju umferð skákmóts öðlinga sem fram fór í kvöld. Þorvarður vann Jóhann H. Ragnarsson (2066). Fimm skákmenn eru næstir með 2,5 vinning. Það eru þeir; Þór Valtýsson (2040), Sigurður Daði Sigfússon (2324), Sævar Bjarnason (2132), Hrafn Loftsson (2204) og Vigfús Ó. Vigfússon (1988). 

Öll úrslit þriðju umferðar má nálgast hér.

Stöðu mótsins má nálgast hér.

Fjórða umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld. Þá mætast meðal annars: Sigurður Daði - Þorvarður, Hrafn-Þór og Vigús og Sævar.

Pörun fjórðu umferðar má í heild nálgast hér


Páskamót Riddarans: Jón Þ. Þór vann yfirburðasigur

2013_riddarinn_p_skam_t_-_vettvangsmyndir.jpgÞað er víðar en í Vesturbænum, Mjóddinni, Skeifunni, og Akureyri sem teflt hefur verið um gómsæt Páskaegg undanfarið þó flestir mæti bara til að tefla sér til gamans og yndisauka, Stíga nokkur létt og hnitmiðuð dansspor á skákborðinu eins og komist var að orði nýlega. Þar skiptir réttur stígandi og góð leikni mestu máli að reynslunni ógleymdri til að forðast ótímabær mát eða önnur meiriháttar skakkaföll.

Eldri skákborgarar eiga sér góðan samastað í skjóli Hafnarfjarðarkirkju þar sem vikulegar "skákæfingar" hafa verið haldnar í hundraðavís gegnum árin. Það styttist í 15 ára afmælismótið ef svo heldur fram sem horfir. Æfingarnar upphófust í tíð Sr. Gunnþórs Ingasonar "skákprests" 1998 sem enn er verndari skákstarfsins, en eiginkona hans Sr. Þórhildur Ólafs gegnir nú embætti sóknarprests í þessari fallegu gömlu kirkju með hinu nýtískulega safnaðarheimili, Strandbergi, sem hýsir margvíslega menningarstarfsemi í sínum glæstu salarkynnum. Sigurjón Pétursson, sóknarnefndarformaður og íþróttaforkólfur á þar líka góðar þakkir skyldar.

Eldri borgarar hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu, úr Grafarvogi, Breiðholti, Seltjarnarnesi, Kópavogi og víðar að, allt austan úr Svínahrauni, láta sér ekki muna um það að leggja hlykk á  leið sína til að mæta þar skilvíslega til miðvikudagstafls ásamt valinkunnum Hafnfirðingum - jafnt sumar sem vetur.  

Margir minnast þess þegar vikulegir skákþættir voru í Ríkisútvarpinu. En nú virðist sem skákfréttir svo ekki sé nú talað um skákþætti séu þar algjört tabú sem má undarlegt teljast. Þó þar sé greint ítarlega frá úrslitum í bandaríska körfuboltanum, golfmótum út um víðan völl og jafnvel kanadískum ísknattleik heyra skákfréttir þar núorðið til algjörra undantekninga.  "RÚV" svokallað  - útvarp í almannaþágu - hefur ekki einu sinni látið svo lítið við að greina frá yfirstandandi áskorendamóti í skák sem lauk í gær í London þar sem Norðmaðurinn ungi Magnús Carlsen frændi vor vann sér rétt til að keppa um heimsmeistaratitilinn í haust sem hann stefnir ótrauður að.  Er þó skákin enn viðurkennd sem ein af þjóðaríþróttum Íslendinga. Að vísu nýtur þeirra Sigurðar Sigurðssonar og Baldurs Pálmasonar ekki  lengur við enda báðir látnir fyrir löngu. Ætla mætti að þeir skákmenn, sem vitað er að starfa þar innandyra, hefðu skilning á því "að svona nokkuð gengur ekki"   þeas. ef stofnunin á að standa undir nafni.

Einn hinna gömlu skákskýrenda og fræðaþula á gamla GufuRadíóinu fyrir svona hálfri öld eða svo, Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, bregður annað slagið undir sig betri fætinum og mætir til tafls í Riddarann, KR og Gallerý Skák.  Hann tók  á sinni tíð við af heiðursmönnunum Baldri Möller og Guðmundi Arnlaugssyni að rekja skákir meistaranna fyrir landsmenn leik fyrir leik á öldum hljóðvakans í gamla daga þegar skákinni voru gerð verðug skil í útvarpi allra landsmanna.  En nú er af sem áður var eins og áður segir.

Þessi aldni seggur vann yfirburðasigur í Páskaskákmóti Riddarans í síðustu viku, þar sem fjöldi girnilegra páskaeggja frá Sambó og Nóa-Síríus voru til vinnings og vonar. Krækti hann sér auk eggsins væna í 10 vinninga af 11 mögulegum.  Árangur hans ber með sér að hann hefur engu gleymt. Taflmennska gömlu meistaranna sem hann segist aðspurður styðjast við stendur enn fyrir sínu hvað sem allri tölvutækni líður. Segja má að Jón Þór gefi sér of sjaldan tóm til "að líta upp" frá fræðagrúski sínu og "horfi of mikið um öxl"  til sögu liðinna alda, sem ætla má að geti valdið honum hálsríg. Því er honum hollt að standa upp annað slagið og"horfa fram á við" og tefla meira. 

Nánari úrslit má sjá á meðf. mótstöflu.

 

riddarinn_p_skam_t_2013_m_tstafla_-ese.jpg

 

Næsta mót í Riddaranum verður á morgun þar sem tefld verður um risastórt Geirfuglsegg sem rekið hefur á fjörur.  Taflið hefst kl. 13 og heitt á könnunni að vanda. 


ESE -skákþankar 2. apríl 2013


GALLERÝ SKÁK - GEIRFUGLSEGGJAMÓT

Að venju verður teflt í Gallerý Skák, listasmiðju, að Bolholti 6, 2.h.,  þegar degi hallar fimmtudag. Ýtt á klukkurnar kl. 18 réttstundis. 11 umferðir með 10. mín umt.  3 risastór gómsæt "Geirfuglsegg" í verðlaun, sem rekið hafa á fjörur mótshaldara.  Lagt í púkk fyrir kaffi og kruðerí og öðrum veisluföngum. Allir velkomnir í hringiðuna, óháð aldri og félagsaðild.


Íslandsmót barnaskólasveita fer fram dagana 13.-14. apríl

Mótið er fyrir nemendur á barnaskólaaldri, 1.-7. bekk. Fjórir skákmenn eru í hverri sveit, hægt er að vera með allt að þrjá varamenn í hverri sveit.

Teflt verður í Rimaskóla, Grafarvogi.

Tefldar verða níu umferðir, fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi.

Umhugsunartími verður 15 mínútur á mann.

Taflmennska hefst 13:00 á laugardag og 11:00 á sunnudag.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðlaunum fyrir efstu sveitina sem er einungis skipuð nemendum í 1.-4. bekk. Stefnt er að sér móti fyrir þennan aldursflokk á næsta ári.

Hverri sveit skal fylgja liðsstjóri og skal nafn hans, netfang og símanúmer fylgja skráningu. Skráning skal berast á skaksamband@skaksamband.is fyrir föstudaginn 12. apríl.

Liðsstjórar skulu boða keppendur 12:40 svo mótið geti hafist á réttum tíma.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á borði 1-4.

Sá skóli sem verður Íslandsmeistari tryggir sér þátttökurétt á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fer fram í haust.

Þátttökugjald er 5000. kr. á sveit - mest 10.000 kr. á skóla.


Úrslit Páskamóta á Akureyri - Jón Kristinn og Andri Freyr sigursælir

Eins og hér hefur verið ítrekað var teflt víðar en í London um páskana, m.a. hér á Akureyri. Upphitun fyrir páskasyrpuna hóft þegar fimmtudagskvöldið 21. mars þegar 7. rispan í TM-mótaröðinni var tekin. Þar urðu úrslitin eftirfarandi:

 

Jón Kristinn Þorgeirsson8
Ólafur Kristjánsson
Smári Ólafsson
Sigurður Eiríksson
Andri Freyr Björgvinsson
Símon Þórhallsson
Haki Jóhannesson
Logi Rúnar Jónsson
Karl Egill Steingrímsson
Jón Magnússon0

Lætur nærri að Jón Kristinn Þorgeirsson hafi náð viðlíka forystu í heildarkeppninni og Barcelona í Spánarsparki. Lokamótið í syrpunni verður svo háð nk. fimmtudag.  

IMG 8913Á pálmasunnudag hófust svo dystar á Bikarmóti félagsins og var þeim fram haldið á skírdag og föstudaginn langa. Á því móti voru tefldar atskákir og féllu menn úr keppni eftir þrjú töp. Tíu iðkendur af sömu tegund og negrastrákarnir forðum hófu mótið en fækkaði eftir því sem á leið. Eftir sex umferðir voru eftir sex eins og segir í kvæðinu og glímdu þá þessir: Jón Kristinn-Karl 1-0, Sveinbjörn-Sigurður E 1-0 og Andri Freyr-Haki 1-0. Féllu þá þeir sem töpuðu úr leik og stóðu eftir Jón Kristinn og Sveinbjörn með 2 töp en Andri Freyr best að vígi með einungis hálfan niður. Eftir sigur Jóns á Sveinbirni í næstu skák voru þeir Andri tveir eftir. Jón saxaði á forskot andstæðings síns með sigri í næstu skák, en lengra komst hann ekki. Með tveimur jafnteflum var hann kominn yfir strikið og Andri Freyr Björgvinsson hreppti sigurinn og titilinn Bikarmeistari SA 2013. Alls varð mótið 11 umferðir; fékk Andri 8,5 vinning og Jón 8. Þriðji varð svo Sveinbjörn Óskar með 5 vinninga. Eru þeir allir vel sæmdir af frammistöðu sinni.  

Svo lauk páskagleðinni með hinu hefðbundna páskahraðskákmóti á annan í páskum. Þar tefldu 9 menn tvöfalda umferð og fór svo:Landsmót í skólaskák 2011 123

 

Jón Kristinn Þorgeirsson15
Smári Ólafsson12
Sigurður Eiríksson11
Haki Jóhannesson
Sveinbjörn Sigurðsson
Andri Freyr Björgvinsson8
Karl Egill Steingrímsson5
Atli Benediktsson
Óliver Ísak Ólason½

Sannaðist hér enn að Jón Kristinn Þorgeirsson er að verða hvað sleipastur hraðskákmaður norðan heiða. 

Texti af heimasíðu SA

Skólaskákmót Kópavogs fer fram á föstudag

Skólaskákmót Kópavogs í einstaklingsflokki fyrir grunnskólanemendur verður haldið föstudaginn 5. apríl nk. í Álfhólsskóla. Mótið hefst kl 13:00 og því lýkur um 16:00.

Keppt er í fjórum flokkum:

  • 1. flokkur 1.-2. bekkur
  • 2. flokkur 3.-4. bekkur
  • 3. flokkur 5.-7. bekkur
  • 4. flokkur 8.-10. bekkur

Umhugsunartími 2 x 10 mín.

Krakkar sem eru í 1.-7. bekk mega keppa í flokki 5.-7. bekkjar ef þeir vilja komast á kjördæmismeistaramót annars gildir aldurshólfið þeirra. En efstu tveir úr unglingaflokki fá rétt til keppni á kjördæmismeistaramóti og eftstu tveir úr flokki 5.-7. bekkjar.

Allir krakkar sem kunna skákreglur og eru skráðir til náms við grunnskóla í Kópavogi eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.  Gull, silfur og brons verðlaun verða veitt fyrir hvern flokk fyrir sig.

Keppendur verða að skrá sig fyrir kl 21:00 miðvikudaginn 3 april 2013.

Skráning fer fram hér. Skoða má þegar skráða keppendur hér.

Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, bekkur (td. 2. bekkur TR osfrv.) og heiti skóla.


Carlsen mætir Anand í heimsmeistaraeinvígi eftir ótrúlega lokaumferð

 

Magnus Carlsen skýjum ofar

Magnus Carlsen (2872) hefur tryggt sér rétt til að mæta Vishy Anand (2783) í heimsmeistaraeinvígi. Það er ljóst eftir ótrúlega lokaumferð á áskorendamótinu í London í dag. Carlsen og Kramnik (2810) voru jafnir fyrir umferðina og það var ljóst að Norðmanninum myndi duga að gera sömu úrslit og Rússinn. Þeir töpuðu svo báðir! Carlsen fyrir Svidler (2747) og Kramnik, tapaði sinni fyrstu skák á mótinu, er hann tapaði fyrir Ivanchuk (2757). Carlsen telst sigurvegari mótsins þar hann vann fleiri skákir en Kramnik.

 

Úrslit 14. umferðar:
  • Gelfand - Grischuk ½-½
  • Aronian - Radjabov 1-0
  • Carlsen - Svidler 0-1
  • Ivanchuk - Kramnik 1-0

Lokastaðan:

  • 1. Carlsen (2872) 8½ v. (5 sigurskákir)
  • 2. Kramnik (2810) 8½ v. (4 sigurskákir)
  • 3. Svidler (2747) 8 v. (Vann Aronian 1½-½)
  • 4. Aronian (2809) 8 v.
  • 5. Gelfand (2740) 6½ v. (2 sigurskákir)
  • 6. Grischuk (2764) 6½ v. (1 sigurskák)
  • 7. Ivanchuk (2757) 6 v.
  • 8. Radjbov (2793) 4 v.
Tenglar:

Arnar og Helgi Áss sigruðu á páskamóti Nóa-Siríusar

img_7895_640x427_1196126.jpgÞað sveif léttur en hátíðlegur andi yfir páskahraðskákmóti Goðans Máta sunnan heiða sem haldið var miðvikudaginn 27. mars. Mótið var kennt við hið ágæta fyrirtæki Nóa-Siríus sem lagði keppendum til verðlaun, páskaegg að sjálfsögðu. Svo skemmtilega var um búið að allir málshættirnir í páskaeggjunum tengdust skák beint eða óbeint, t.d.: „Enginn verður óbarinn biskup" og „Ja sko Spassky."

Páskarnir eru hátíð upprisu og frjósemi  og því ekki að furða að snilldartilþrif sæjust í mörgum skákanna. Sérstakt ánægjuefni var  hve oft brá fyrir djörfum upphafsleikjum á borð við 1.b-4 og 1. g-4 en félagsmenn hafa einmitt sökkt sér ofan í þessar byrjanir að undanförnu í þeim ásetningi að gera þær að beittu vopni á Íslandsmóti skákfélaga 2013-2014.  

Mótið var vel mannað enda voru nokkrir af sprækustu hraðskákmönnum landsins meðal þátttakenda.

Röð efstu manna: 

1.-2.sæti          Arnar Þorsteinsson og Helgi Áss Grétarsson

3. sæti             Kristján Eðvarðsson

4.-5. sæti         Jón Þorvaldsson og Pálmi R. Pétursson

6. sæti             Arngrímur Gunnhallsson

7. sæti             Jakob Þór Kristjánsson

 

Nýtt þróunarverkefni Goðans-Máta

Hverju félagi er hollt að ástunda þróun og nýsköpun. Í mótslok var greint frá nýju þróunarverkefni Goðans-Máta sem félagið mun leita til Nóa-Siriusar og e.t.v. fleiri matvælafyrirtækja til samstarfs um. Hugmyndin gengur út á nýja tegund hraðskákar, svonefnda átskák.

Í átskák verða taflmennirnir gerðir úr matvöru, t.d. hvítu og dökku súkkulaði, og í hvert sinn sem annar hvor keppenda drepur taflmann andstæðingsins verður jafnframt að leggja sér þann taflmann til munns. Átið verður þó ekki lagt á skákmanninn sjálfan því að gert er ráð fyrir að hann hafi sér til fulltingis aðstoðarmann, svonefnt átvagl, sem sporðrennir föllnu mönnunum auk þess að gefa góð ráð um vænleg uppskipti. Átvagl verður virðingarheiti en augljóst er að reyna mun mjög á siðferðilegan þroska viðkomandi einstaklings að láta ekki stjórnast af græðginni einni saman við ráðgjöfina. Gert er ráð fyrir að fyrsta átskákmót Goðans-Máta verði haldið á öndverðu ári 2014 undir viðeigandi kjörorði: ÁT og MÁT.

Að endingu var að venju sunginn félagssöngur Goðans-Máta „Sé ég eftir sauðunum". Forsöngvari var Pálmi R. Pétursson, sem er maður einmuna raddfagur og lagviss, en aðrir viðstaddir hrinu við eftir föngum.  

Gens una sumus - Við erum öll af sama sauðahúsi.

Texti af heimsíðu Goðans-Máta


Skákskýringar frá áskorendaeinvíginu í beinni frá Faxafeni

Helgi Ólafsson - mjög kátur!Lokaumferð áskorerendamótsins fer fram í dag. Sjaldan hefur spennan verið meiri en Carlsen (2872) og Kramnik (2801) eru jafnir og efstir. Carlsen mætir Svidler (2747) í dag með hvítu en Kramnik mætir hinum óútreiknanlega Ivanchuk (2757) með svörtu.

Skáksamband Íslands verður beina útsendingu á risaskjá íJón L. Árnason giving commentary sal SÍ, Faxafeni 12, í dag. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason verða með skákskýringar frá skákunum tveimur. Helgi mun sjá um skák Carlsen en Jón mun sjá um skák Kramnik. Ingvar Þór Jóhannesson verður þeim innanhandar með ferskar tölvuskýringar.

Til að koma til móts við þá sem eiga ekki heimangengt verður skýringunum einnig varpað á netið og hef netútsendingin á tíma eða um kl. 13.

Hægt verður að nálgast lifandi skákskýringar hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband