Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Gagnaveitumótiđ: Skákir sjöttu umferđar

Einar Hjalti og Stefán BergssonKjartan Maack hefur slegiđ inn skákir sjöttu umferđar Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR sem fram fór í gćr. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

Sjöunda umferđ fer fram á sunnudag og hefst kl. 14


Gallerý Skák: Dagur vann góđan sigur

Ţađ var glatt á hjalla í Bolholtinu í síđustu viku ţegar vetrardagskráin upphófst međ fjörlegu 11 umferđa "hvatskákmóti" ţar sem tímamörkin eru 10 mínútur á skákina. Tuttugu skákgeggjarar á öllum aldri voru mćttir til leiks ađ tefla sér til afţreyingar og hugarhćgđar. Bođiđ var upp á hugrćna atferlismeđferđ yfir skákborđinu og áfallahjálp milli skáka eftir ţví ţörf var á en flestir tóku úrslitunum vel og mćttu sjálfsköpuđum örlögum sínum međ jafnađargeđi ţótt á móti blési.

Hinn ungi og bráđefnilegi Dagur Ragnarsson sýndi fljótt styrk sinn og leiddi mótiđ frá byrjun. Ljóst er ađ ţar fer öflugur skákmađur sem kann ýmislegt fyrir sér enda fór svo ađ hann varđ einn efstur međ 10 vinninga. Hann hafđi sér til fulltingis afa sinn Hermann Ragnarsson sem stappađi í hann stálinu eftir föngum og hvatti til dáđa.  Hinn hćgláti Jon Olav Fivelstad var ţó aldrei langt undan og náđi öđru sćtinu međ 9.5 vinning sem verđur ađ teljast vel af sér vikiđ, enda hefur Norđmönnum fariđ mikiđ fram í skákinni á síđustu árum.  Gunni Gunn mátti hafa sig allan viđ ađ halda sér viđ toppinn og Ögmundur Kristinsson sýndi einnig ađ lengi lifir í gömlum glćđum. Ađrir mega muna sinn fífil fegri og hyggjast hefna harma sinna nćst og ţá verđur ekkert gefiđ eftir og glatt í höllinni ef ađ líkum lćtur.

Nánari úrslit má greina á međf. mótstöflu ef vel er ađ gáđ.

 

2013_riddarinn_september3.jpg

 

Mótin í Gallerýinu eru öllum opin og ţar er blásiđ í herlúđra alla fimmtudaga kl. 18 svo nú fer mjög ađ styttast í ţađan heyrist vopnaglamur á ný ţegar menn taka til viđ ađ vega hvern annan á hvítum reitum og svörtum í gustukaskyni sér og öđrum til skemmtunar ţegar degi hallar.


Davíđ atskákmeistari Víkingaklúbbsins

Gunnar Freyr, Davíđ og Stefán ŢórDavíđ Kjartansson varđ á miđvikudagskvöldiđ ţriđji atskákmeistari Víkingaklúbbsins. Mótiđ fór fram í Víkingsheimilinu og tóku nokkrir hraustir víkingar ţátt. Nokkrir margir áhorfendur á foreldrafundi í Víkinni fylgdust međ ađ áhuga. Keppt var međ atskákfyrirkomulagi, en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Baráttan um meistaratignina stóđ á milli Davíđs og Gunnars Freys sem mćttust í hreinni úrslitaskák í síđustu umferđ. Davíđ lék ónákvćmt í byrjuninni og Gunnar stóđ međ pálmann í höndunum lengst af. Undir lokinn var Davíđ kominn međ vinningstöđu, en átti bara sjö sekúndur eftir klukkunni og margir leikir eftir í skákinni. Gunnar lék sig hins vegar í mát og Davíđ fagnađi sigri. Stefán Ţór náđi bronsinu eftir mikla baráttu.

Heimasíđa Víkingaklúbbsins


Sameining Taflfélags Akraness og Skákfélags Íslands

Tilkynning frá Taflfélagi Akraness og Skákfélagi Íslands.

Taflfélag Akraness hefur sameinast Skákfélagi Íslands ţannig ađ Taflfélag Akraness gengur inn í Skákfélag Íslands. Skákfélag Íslands mun ţví tefla fram ţremur sveitum í Íslandsmóti skákfélaga sem hefst í Rimaskóla ţann 10. október nk., ţ.e. í 2. deild, 3. deild og 4. deild. Sameiningin hefur engin áhrif á skipan liđa í deildum Íslandsmóts skákfélaga.

Kristján Örn Elíasson og Gunnar Magnússon.


Einar Hjalti efstur á Gagnaveitumótinu - Gylfi vann Jón Viktor

Gylfi Ţórhallsson og Jón ViktorŢađ urđu óvćnt úrslit í a-flokki Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR sem fram fór í kvöld. Ţar voru Akureyringar í ađalhlutverkum. Heiđursfélaginn, Gylfi Ţórhallsson (2154), vann alţjóđlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2409) og Stefán Bergsson (2131) gerđi jafntefli viđ FIDE-meistarann Einar Hjalta Jensson (2305). Jón og Einar höfđu fullt hús fyrir umferđina.

A-flokkur:

Einar Hjalti er efstur međ 5,5 vinning, Jón annar međ 5 vinninga og Stefán Kristjánsson ţriđji međ 4,5 vinning efstur sigur á Degi Ragnarssyni (2040). Ţađ stefnir ţví í ćsispennandi lokaátök. Jón Viktor og Einar Hjalti mćtast í sjöundu umferđ sem fram fer á sunnudag.

B-flokkur:

Jón Trausti Harđarson (1930) og Ingi Tandri Traustason (1817) eru efstir međ 5,5 vinning. Ţeir unnu báđirHallgerđur og Jón Trausti landsliđskonur í kvöld. Jón vann Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur (1920) og Ingi hafđi betur gegn Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1952). Ţórir Benediktsson (1942) er ţriđji međ 4,5 vinning.


C-flokkur:

C-flokkurinn er gríđarlega jafn en ţar munar ađeins einum vinningi á keppendum í 1. og 7. sćti. Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1735) og Sigurjón Haraldsson (1846) er efst međ 4 vinninga. Valgarđ Ingibergsson (1892) og Elsa María Kristínardóttir (1787) koma nćst međ 3,5 vinning. 

D-flokkur:

Haukur Halldórsson (1689) er efstur međ 5 vinninga. Hilmir Hrafnsson (1351) og Ragnar Árnason (1537) koma nćstir međ 4,5 vinning.

 


Vignir Vatnar, Dawid og Mikael Jóhann unnu

Vignir Vatnar á EM ungmennaVignir Vatnar Stefánsson (U10), Dawid Kolka (U14) og Mikael Jóhann Karlsson (U18) unnu sínar skákir í 4. umferđ EM ungmenna sem fram fór í dag. Hilmir Freyr Heimisson (U14) gerđi jafntefli. Vignir Vatnar hefur 3,5 vinning og er í 2.-9. sćti í sínum flokki. Óskar Víkingur Davíđsson (U8) og Dawid eru nćstir Íslendinga  međ 2 vinninga.

Úrslit 4. umferđar:

 

NameFEDRtgResultNameFEDRtg
Haufe LaurinGER01 - 0Davidsson Oskar VikingurISL1379
Ahmadzada Ahmad SamirAZE16610 - 1Stefansson Vignir VatnarISL1782
Heimisson Hilmir FreyrISL1742˝ - ˝Efimenko AleksandrRUS1515
Steinthorsson FelixISL15130 - 1Komarov IvanRUS0
Thorgeirsson Jon KristinnISL18240 - 1Shapiro DavidRUS2071
Kolka DawidISL16661 - 0Abdulla MuradSCO1833
Liu DennisFIN19850 - 1Karlsson Mikael JohannISL2068
Magnusdottir Veronika SteinunISL15770 - 1Kakulidis EllenDEN1600

 

 

Stađa íslensku keppendanna:

 

SNo NameRtgIPts.Rk.Group
12 Davidsson Oskar Vikingur13792.038Open8
12 Stefansson Vignir Vatnar17823.57Open10
72 Heimisson Hilmir Freyr17421.589Open12
108 Steinthorsson Felix15130.0120Open12
88 Thorgeirsson Jon Kristinn18241.585Open14
108 Kolka Dawid16662.073Open14
57 Karlsson Mikael Johann20681.557Open18
59 Magnusdottir Veronika Steinun15770.064Girls16


Mikael Jóhann teflir í flokki 18 ára og yngri, Jón Kristinn og Dawid í flokki 14 ára og yngri, Hilmir Freyr og Felix í flokki 12 ára og yngri, Vignir Vatnar í flokki 10 ára og yngri, Óskar Víkingur í flokki 8 ára og yngri og Veronika Steinunn í flokki stúlkna 16 ára og yngri. Fararstjórar og ţjálfarar eru Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson.


Oleksienko efstur á Stórmeistaramóti TR

Úkraínski stórmeistarinn Mikhailo Oleksienko Bragi og Oleksienko (2608) er efstur međ fullt hús ađ lokinni annarri umferđ Stórmeistaramóts - Haustmóts TR. Hann vann Braga Ţorfinnsson (2483) í dag. Guđmundur Kjartansson (2434) vann Arnar E. Gunnarsson (2441) og Helgi Dam Ziska (2485) sigrađi Ţorvarđ F. Ólafsson (2266). Henrik Danielsen (2501) og Sergey Fedorchuk (2667) gerđu örjafntefli.

Henrik, Federchuk og Simon Bekker-Jensen (2440) eru í 2.-4. sćti međ 1˝ vinning.

Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 15. Ţá mćtast međal annars landsliđsmennirnir Guđmundur - Henrik og Oleksenko - Bekker-Jensen. 

Úrslit 2. umferđar

Bo.Rtg NameResult NameRtg
12483IMThorfinnsson Bragi0 - 1GMOleksienko Mikhailo2608
22420IMBekker-Jensen Simon˝ - ˝FMBjornsson Sigurbjorn2395
32441IMGunnarsson Arnar0 - 1IMKjartansson Gudmundur2434
42501GMDanielsen Henrik˝ - ˝GMFedorchuk Sergey A.2667
52266 Olafsson Thorvardur0 - 1IMZiska Helgi Dam2485


Önnur umferđ Stórmeistaramóts TR hafin

Henrik - FedorchukÖnnur umferđ Stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur hófst kl. 15 í dag og eru skákir umferđarinnar sýndar beint. 

Međal viđureigna dagsins má nefna Henrik-Fedorchuk og Bragi-Olekseinko.

Viđureignir dagsins

 

 

 

Bo.Rtg NameResult NameRtg
12483IMThorfinnsson Bragi GMOleksienko Mikhailo2608
22420IMBekker-Jensen Simon FMBjornsson Sigurbjorn2395
32441IMGunnarsson Arnar IMKjartansson Gudmundur2434
42501GMDanielsen Henrik GMFedorchuk Sergey A.2667
52266 Olafsson Thorvardur IMZiska Helgi Dam2485


Gagnaveitumótiđ: Skákir fimmtu umferđar

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir fimmtu umferđar Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

Sjötta umferđ fer fram í kvöld og hefst kl. 19:30.


Haustmót Skákfélags Akureyrar - Arionbankamótiđ

Skráning stendur nú yfir á haustmót SA, sem ber heiti Arion banka eins og í fyrra.  Mótiđ hefst á morgun kl. 20.00.

Dagskrá verđur sem hér segir:

Fimmtudagur 3. október kl. 20.00 1-2. umferđ

Föstudagur 4. október kl. 20.00 3. umferđ

Laugardagur 5. október kl. 13.00 4.umferđ

Sunnudagur 6. október kl. 13.00 5. umferđ

(Hlé vegna Íslandsmóts Skákfélaga)

Laugardagur 19. október kl. 13.00 6. umferđ

Sunnudagur 20. október kl. 13.00 7. umferđ

Fyrirkomulag mótsins er áformađ ţannig, ađ fyrst verđa tefldar tvćr atskákir, en síđan fimm skákir međ umhugsunartímanum 60 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ fyrir hvern leik. Ţó áskilur mótsstjórn sér rétt til ađ gera á ţessu fyrirkomulagi minniháttar breytingar ef nauđsyn muni krefjast ţess ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir.    Skráning er hjá formanni félagsins í askell@simnet.is, eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar. 

Ţátttökugjald á mótiđ er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Eins og áđur eru ţeir unglingar sem greiđa ćfingagjald undanţegnir ţátttökugjaldi. Peningaverđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćti, auk einna stigaverđlauna. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 8780629

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband