Fćrsluflokkur: Spil og leikir
Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á Wow air Vormóti TR. Í sjöttu umferđ, sem fram fór í gćr, vann hann Guđmund Kjartansson (2441). Hjörvar hefur fullt hús og hefur tveggja vinninga forskot á nćstu menn. Magnús Pálmi Örnólfsson (2156) hefur vinningsforskot í b-flokki fyrir lokaumferđina.
Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2541) og Ţröstur Ţórhallsson (2435) sem og Dagur Ragnarsson (2105) eru í 2.-4. sćti međ 4 vinninga. Hannes vann Dag Arngrímsson (2382), Ţröstur hafđi betur gegn Ingvari Ţór Jóhannessyni (2377) og Dagur vann Stefán Kristjánsson (2503) í ótefldri skák.
Í lokaumferđinni sem fram fer nk. mánudagskvöld mćtast međal annars Hjörvar - Ţröstur og Dagur - Hannes.
Magnús Pálmi Örnólfsson (2156) er efstur í b-flokki međ 5 vinninga eftir jafntefli viđ Kjartan Maack (2121) í gćr. Magnús hefur vinningsforskot á nćstu menn sem eru Kjartan, Hrafn Loftsson (2184), sem vann bróđur sinn, Arnald (2078), í gćr, og Vignir Vatnar Stefánsson (1844) sem vann Loft Baldvinsson (2007).
Gauti Páll Jónsson (1618) átti góđa skák ţegar hann vann Sverri Örn Björnsson (2126) í gćr.
Í lokaumferđinni mćtast međal annars: Magnús Pálmi - Vignir Vatnar og Hrafn-Kjartan. Magnúsi Pálma dugar jafntefli til ađ tryggja sér sigur í flokknum en ađrir ţurfa sigur til ađ ná Magnúsi.
- Heimasíđa TR
- Chess-Results (a-flokkur)
- Chess-Results (b-flokkur)
13.5.2014 | 07:00
Sumarskákmót Fjölnis fer fram í dag
Nú styttist í hiđ árlega Sumarskákmót Fjölnis sem haldiđ verđur í tíunda sinn á vegum Skákdeildar Fjölnis. Mótiđ fer fram í hátíđarsal Rimaskóla og hefst nákvćmlega kl. 17:00. Reikna má ađ mótinu ljúki kl. 19:15. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 6 mínútur. Verđlaunađ verđur í ţremur flokkum; eldri flokk, f. 1998-2002, yngri flokk 2002-2007 og í stúlknaflokki. Í skákhléi verđur bođiđ upp á pítsur og drykk frá Ölgerđinni.
Ađ venju er fjöldi áhugaverđra verđlauna: Pítsur, og bíómiđar í Sambíóin og Laugarásbíó, samtals 15 ađalvinningar. Skráning á stađnum og eru ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar. Í fyrra mćttu 58 krakkar til leiks og baráttan var hörđ en skemmtileg.
Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason formađur Skákdeildar Fjölnis og Stefán Bergsson frá Skákakademíunni. Heiđursgestur mótsins verđur Gylfi Magnússon skákáhugamađur og félagi í Rótarýklúbb Grafarvogs. Rótarýklúbburinn gefur ađ venju alla verđlaunabikara til mótsins. Ţátttökugjald međ veitingum er 200 kr. fyrir Fjölniskrakka, 400 kr. fyrir ađra skákkrakka.
Foreldrar og ađrir gestir geta keypt sér pítsu fyrir 200 kr og ţegiđ ókeypis kaffi á stađnum. Sumarskákmót Fjölnis er lok vetrarstarfs Skákdeildar Fjölnis sem fagnar 10 ára afmćli nú í maímánuđi.
Spil og leikir | Breytt 11.5.2014 kl. 13:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2014 | 23:19
Vormót Víkingaklúbbsins fer fram á miđvikudaginn
Skákstjórar verđa ţeir Sigurđur Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson, sem eru nýútskrifađir úr skákstjórnarnámskeiđi Skáksambands Íslands nú um helgina.
Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com
Tilgreina skal nafn og fćđingarár. Viđ vonumst til ađ sjá sem flesta.
Heimilisfang hér:
Knattspyrnufélagiđ Víkingur
Trađarlandi 1, 108 Reykjavík
Međal ţeirra sem hafa skráđ sig til leiks eru ţeir Guđmann Brimar Bjarnason og Adam Ómarsson sem eru báđir fćddir áriđ 2007.
Dagskráin fram á vor:
- 14. maí. Sumarmót Víkingaklúbbsins. Víking kl. 17.15
- 16. maí Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00. (NĹ· dagsetning)
- 14. maí - 1. júní. Íslandsmótiđ í skák (landsliđsflokkur & áskorendaflokkur). Margir Víkingar taka ţátt.
- 4. júní. Firmamót Víkingaklúbbsins. Víkin. kl. 18.00. (Nýtt)
12.5.2014 | 16:52
Hrađskákmót öđlinga fer fram á miđvikudagskvöldiđ
Núverandi Hrađskákmeistari öđlinga er Róbert Lagerman.
12.5.2014 | 13:03
Huginn nýtt nafn í stađ GM Hellis
Skákfélagiđ GM Hellir hefur hlotiđ nýtt heiti og nefnist héđan í frá Skákfélagiđ Huginn. Nafniđ var valiđ á nýafstöđnum ađalfundi félagsins 2014, eins og kveđiđ var á um í samrunasamningi skákfélaganna Gođans-Máta og Hellis haustiđ 2013. Fyrri nafngift félagsins, skammstöfunin GM Hellir, var hugsuđ til bráđabirgđa og var sérstakri nafnanefnd faliđ skömmu eftir sameininguna ađ leggja fram tillögur um endanlegt heiti. Áhersla var lögđ á ađ nafniđ vćri á góđri íslensku, sérstćtt, ţjált og nothćft alţjóđlega.
Huginn var nafn á öđrum hrafna Óđins. Hrafninn er viskufugl enda sendi Óđinn hrafna sína, Hugin og Munin, til ađ leita ţekkingar. Merking nafnsins Huginn er hugur, hugsun; árćđi sem fellur vel ađ skákiđkun og forsendum árangurs á ţví sviđi. Indóevrópsk rót orđsins er keu", sem merkir ađ huga ađ eđa skynja. Beyging: Huginn-Hugin-Hugin-Hugins.
Hermann Ađalsteinsson, formađur Hugins: Ţađ er ánćgjuefni ađ félaginu hefur veriđ fundiđ ţetta fagra og rismikla nafn sem ég hef trú á ađ venjist vel. Segja má ađ ţar međ sé sameiningarferli félaganna endanlega lokiđ í huglćgri merkingu. Hiđ nýja félag er sprottiđ upp af ţremur sterkum rótum og hefur ţví ákveđna hefđ ađ byggja á, en á líka sjálft eftir ađ skapa nafninu sínu orđspor af eigin verđleikum. Ég treysti Huginsmönnum, konum og körlum, vel til ţess uppbyggingarstarfs."
Fram undan er ţađ verkefni ađ setja nýja nafniđ í réttan búning og leggja línur ađ framtíđarásýnd félagsins. Stefnt er ađ ţví ađ opna vef Hugins í öndverđum júní og verđur nýtt kennimark félagsins kynnt um leiđ. Lén Hugins, skakhuginn.is, verđur jafnframt tekiđ í gagniđ á sama tíma.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2014 | 12:00
Sumarskákmót Fjölnis fer fram á morgun
Nú styttist í hiđ árlega Sumarskákmót Fjölnis sem haldiđ verđur í tíunda sinn á vegum Skákdeildar Fjölnis. Mótiđ fer fram í hátíđarsal Rimaskóla og hefst nákvćmlega kl. 17:00. Reikna má ađ mótinu ljúki kl. 19:15. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 6 mínútur. Verđlaunađ verđur í ţremur flokkum; eldri flokk, f. 1998-2002, yngri flokk 2002-2007 og í stúlknaflokki. Í skákhléi verđur bođiđ upp á pítsur og drykk frá Ölgerđinni.
Ađ venju er fjöldi áhugaverđra verđlauna: Pítsur, og bíómiđar í Sambíóin og Laugarásbíó, samtals 15 ađalvinningar. Skráning á stađnum og eru ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar. Í fyrra mćttu 58 krakkar til leiks og baráttan var hörđ en skemmtileg.
Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason formađur Skákdeildar Fjölnis og Stefán Bergsson frá Skákakademíunni. Heiđursgestur mótsins verđur Gylfi Magnússon skákáhugamađur og félagi í Rótarýklúbb Grafarvogs. Rótarýklúbburinn gefur ađ venju alla verđlaunabikara til mótsins. Ţátttökugjald međ veitingum er 200 kr. fyrir Fjölniskrakka, 400 kr. fyrir ađra skákkrakka.
Foreldrar og ađrir gestir geta keypt sér pítsu fyrir 200 kr og ţegiđ ókeypis kaffi á stađnum. Sumarskákmót Fjölnis er lok vetrarstarfs Skákdeildar Fjölnis sem fagnar 10 ára afmćli nú í maímánuđi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2014 | 09:34
Nćstsíđasta umferđ Wow air-mótsins fer fram í kvöld
Nćstsíđasta umferđ Wow air Vormóts TR fer fram í kvöld. Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) er í vćnlegri stöđu og sigur gegn Guđmundi Kjartanssyni (2441) mynd tryggja sigur á mótinu. Hjörvar hefur fullt hús og Guđmundur er annar međ 3˝ vinning.
Međ 3 vinninga hafa Dagur Ragnarsson (2105), Hannes Hlífar Stefánsson (2541), Dagur Arngrímsson (2382), Stefán Kristjánsson (2503), Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) og Ţröstur Ţórhallsson (2435).
Í umferđ kvöldsins mćtast međal annars.
- Guđmundur (3˝) - Hjörvar (5)
- Hannes (3) - Dagur A. (3)
- Stefán (3) - Dagur R. (3)
- Ţröstur (3) - Ingvar Ţór (3)
- Friđrik (2˝) - Guđmundur G (2)
Helstu viđureignir kvöldsins verđa sýndar beint á heimasíđu TR og verđur tengill á beina útsendingu virkur rétt fyrir umferđ.
B-riđill
Fléttukóngurinn Magnús Pálmi Örnólfsson (2156) er efstur međ 4˝ vinning og annar er Kjartan Maack (2121). Fimm skákmenn hafa 3 vinninga en ţađ eru Torfi Leósson (2175), Arnaldur Loftsson (2078), Hrafn Loftsson (2184), Örn Leó Jóhannsson (1999) og ungstirniđ Vignir Vatnar Stefánsson (1844).
Í umferđ kvöldsins mćtast međal annars:
- Kjartan (3˝) -Magnús (4˝)
- Hrafn (3) - Arnaldur (3)
- Torfi (3) - Örn Leó (3)
- Vignir Vatnar (3) - Loftur (2˝)
- Heimasíđa TR
- Chess-Results (a-flokkur)
- Chess-Results (b-flokkur)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2014 | 09:20
Guđmundur Ingvi og Magnús skákmeistarar Fljótdalshérađs
Skákţingi Fljótsdalshérađs lauk fyrir skemmstu. Ţátttakendur voru 5 og var teflt tvöfalt mót, alls 10 umferđir. Tími var 75 mín. á mann og bónus 15 sek. á leikinn leik. Efstir og jafnir urđu Magnús Valgeirsson og Guđmundur Ingvi Jóhannsson međ 6 vinninga. Ţeir voru einnig jafnir ađ stigum og innbyrđis viđureignir jafnar, svo ađ ákveđiđ var ađ báđir skyldu teljast sigurvegarar.
Ţeir geta ţví skiptst á um ađ geyma hrókinn góđa, sem er farandverđlaunagripur í ţessu móti og sést hann hér til hćgri.Í ţriđja sćti varđ Magús Ingólfsson međ 4˝ vinning og í 4. sćti Einar Ólafsson međ 3˝ vinning. Lestina rak svo Jón Björnsson, en hann sigrađi í ţessu móti í fyrra, og sýnir ţađ hve jafnir ţátttakendur eru. Menn skiptast á um ađ sigra.
Mótstöflu má finna á heimasíđu SAUST.

Sóley Lind Pálsdótir - Brandy Paltzer (Svíţjóđ)
Sikleyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rc6 7. Rb3 g6 8. Be2 Bg7 9. Dd2 Be6 10. f3 O-O 11. O-O-O Re5 12. Bh6 Bxh6?!
Ţađ er alltaf varasamt ađ taka strax á h6. Ţar er drottningin stórhćttuleg en hvítur hefur sparađ sér tíma miđađ viđ ţekkt afbrigđi međ ţví ađ stađsetja biskupinn á e2 en ekki b3.
13. Dxh6 Hc8 14. h4 Dc7?
Annar slakur leikur. Fórnin á c3, 14. ... Hxc3! 15. bxc3 Dc7 er eina leiđin til ađ skapa mótspil.
15. h5 Rxh5 16. g4 Rf6 17. Hh2!
Útsmoginn leikur sem villir sýn á ađalhluverki hróksins sem er ađ valda c2-peđiđ!
17. ... Hfd8 18. g5 Rh5 19. f4 Rg4 20. Bxg4 Bxg4 21. Rd5 Dd7
Meira viđnám, veitti 21. ... Dc4 en eftir 22. Rxe7+ Kh8 23. He1! stendur hvítur til vinnings. En nú kemur glćsileg leikflétta.
22. Hxh5! Bxh5 23. Rf6+! exf6 24. gxf6 Hxc2+ 25. Kb1! Hc1+ 26. Hxc1 De8 27. Dg7 mát.
Hjörvar efstur á Wow air-mótinu
Hjörvar Steinn Grétarsson hefur unniđ allar skákir sínar á Wow air-móti Taflfélags Reykjavíkur. Hann vann Hannes Hlífar Stefánsson í 4. umferđ og hefur vinningsforskot á nćsta mann sem er Dagur Arngrímsson. Ţeir tefla saman í fimmtu umferđ. Allar líkur benda til ţess ađ Hjörvar komist upp fyrir Hannes Hlífar og Héđin Steingrímsson á nćsta stigalista FIDE. Skák Hjörvars og Hannesar lauk eftir ađeins 25 leiki en baneitrađur 20. leikur Hjörvars gerđi í raun út um tafliđ:
Hjörvar Steinn Grétarsson - Hannes Hlífar Stefánsson
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4. Bd2 Bxd2 5. Rbxd2 d5 6. g3 O-O 7. Bg2 c6 8. O-O Rbd7 9. Dc2 b6 10. e4 Rxe4 11. Rxe4 dxe4 12. Dxe4 Bb7 13. Hfd1 Dc7 14. Re5 Rxe5 15. Dxe5 Hac8 16. c5 Hfd8 17. b4 Ba6 18. Hac1 Bb5 19. De3 a5 20. d5
20. ... bxc5 21. dxe6 cxb4 22. Bh3 Hb8 23. e7 Hxd1 24. Hxd1 c5 25. Df4!
- og Hannes gafst upp.
Enn sigrar Magnús Carlsen
Skákheimurinn rak upp stór augu ţegar Magnús Carlsen tapađi tveim skákum í röđ í fyrri helmingi minningarmótsins um Vugar Gashimov í Aserbaídsjan. En í seinni hlutanum vann hann strax tvćr skákir međ svörtu og knésetti helsta keppinaut sinn, Ítalann Caruana, í lokaumferđinni:Lokaniđurstađan: 1. Magnús Carlsen 6 ˝ v. (af 10) 2. Caruana 5 ˝ v. 3.-5. Karjakin, Nakamura og Radjabov 5 v. 6. Mamedyarov 3 v.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 4. maí 2014
Spil og leikir | Breytt 4.5.2014 kl. 11:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2014 | 18:14
Vel heppnađ skákstjóranámskeiđ
Vel heppnađ skákstjóranámskeiđ fór fram 8. og 9. maí sl. Námskeiđ var í höndum Omars Salama, Páls Sigurđssonar og Gunnars Björnssonar. Um ţađ bil 15 manns sóttu námskeiđiđ báđa daga.
Sem viđhengi má finna glćrurnar frá námskeiđinu
- Hlutverk skákstjóra (Gunnar Björnsson)
- Svissneska kerfiđ og Swiss Manager (Páll Sigurđsson)
- Skákklukkan, skáklögin og alţjóđleg skákstig (Omar Salama)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8779279
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar