Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Forsetinn Hrađskákmeistari öđlinga

Nýendurkjörinn forseti Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson, var í miklum ham á Hrađskákmóti öđlinga sem fór fram í gćrkvöldi og vann alla sjö andstćđinga sína. Forsetinn sigrađi örugglega á mótinu og er ţví Hrađskákmeistari öđlinga 2014. Ţorsteinn Ţorsteinsson, Stefán Ţór Sigurjónsson og Kristinn J. Sigurţórsson komu nćstir međ 5 vinninga en Gunnar Freyr Rúnarsson og Ţorvarđur F. Ólafsson hlutu 4,5 vinning. 

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Í lok mótsins fór jafnframt fram verđlaunaafhending fyrir Skákmót öđlinga sem lauk í síđustu viku međ sigri alţjóđlega meistarans Sćvars Bjarnasonar.

Stemningin í TR-höllinni var afar góđ í gćrkvöldi og, eins og svo oft áđur, var rúsínan í pylsuendanum framreiđsla á dýrindis veitingum í bođi skákstjórans, Ólafs S. Ásgrímssonar, og eiginkonu hans, Birnu Halldórsdóttur, sem er fyrir löngu orđin af góđu ţekkt á međal skákmanna.

Nánar á heimasíđu TR


Skákir frá Wow air mótinu og Skákmóts öđlinga

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir frá sjöttu og nćstsíđustu umferđ Wow air mótsins og frá sjöundu og síđustu umferđ Skákmóts öđlinga.

Skákir beggja móta fylgja međ sem viđhengi.


Skáksambandinu fćrđ merkileg gjöf

p1010494.jpgÁ ađalfundi Skáksambandsins 10. maí  sl. var Skáksambandinu fćrđ merkileg gjöf. Gjöfina fćrđi Markús Möller. Um var ađ rćđa bikar sem Baldur Möller, fađir Markúsar, vann í Örebro í Svíţjóđ 1948. Bikarinn er sérstaklega merkilegur fyrir ţá sakir ađ ţá vann Baldur Norđurlandamótiđ í skák. Ţađ var fyrsti sigur Íslendings á alţjóđlegu skákmóti fyrr og síđar.

Gunnar Björnsson, tók viđ bikarnum fyrir hönd Skáksambandsins og ţakkađi Markúsi kćrlega fyrir. Ađ ţví loknu hélt Guđmundur G. Ţórarinsson, snjalla og stutta rćđu um áhrif Baldurs á íslenskt skákklíf.2014-05-10_11_45_03_1234639.jpg

Skáksamandiđ vill ţakka Markúsi og öđrum afkomendum Baldurs fyrir ţessa fallegu gjöf.

 


Fullt hús Íslendinga í fyrstu umferđinni í Köben

ŢrösturÍ dag hófst mótiđ, Copenhagen Chess Challange, sem eins og nafniđ ber međ sér, fer fram í höfuđborg Danaveldis. Íslendingar eiga fjóra keppendur međal átta stigahćstu keppenda mótsins. Ţađ eru ţeir: Hannes Hlífar Stefánsson (2548), Henrik Danielsen (2483), Bragi Ţorfinnsson (2459) og Ţröstur Ţórhallsson (2437). Ţeir unnu allir í fyrstu umferđ en andstćđingar ţeirra í kvöld voru á stigabilinu 2032-2078.

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir og hefst sú fyrri kl. 8 í fyrramáliđ. Allir tefla ţeir viđ stigalćgri keppendur en andstćđingarnar í annarri umferđ eru á stigabilinu 2235-2307.

68 skákmenn taka ţátt í mótinu frá 9 löndum. Ţar á međal eru 7 stórmeistarar og jafnmargir alţjóđlegir meistarar.


Skemmtilegt og spennandi sumarskákmót Fjölnis

Sumarskákmót FjölnisŢeir komu ţrír jafnir í mark á vinningum, ţeir Mykhaylo Kravchuk, Guđmundur Agnar Bragason og Björn Hólm Birkisson í hnífjöfnu og velmönnuđu sumarskákmóti Fjölnis sem fram fór í hátíđarsal Rimaskóla. Mykhaylo var efstur ţeirra á stigum og ţví krýndur sigurvegari mótsins og jafnframt í yngri flokk. Guđmundur Agnar varđ sigurvegari í eldri flokk einu stigi hćrri en Björn Hólm. Nansý Davíđsdóttir vann stúlknaflokkinn. Öll hafa ţau ţrjú veriđ sigursćl á skákmótum Fjölnis ađ undanförnu.

Tefldar voru 6 umferđir og hlutu efstu menn 5 vinninga. Ţeir Mykhaylo og Guđmundur Agnar áttust viđ í lokaumferđ og ţar knúđi Guđmundur fram vinning og jafnađi vinningatölu viđ Mykhaylo.

Baráttan um vinningana 15, bíómiđa og pítsur, var hörđ fram í síđustu skák. Auk ţeirra fjögurra semSumarskákmót Fjölnis áđur voru nefnd fengu verđlaun ţau Bárđur Örn Birkisson, Jóhann Arnar Finnsson, Robert Luu, Jóshua Davíđsson, Aron Ţór Mai, Óskar Víkingur Davíđsson, Alexander Oliver Maí, Róbert Orri Árnason, Kristófer Halldór Kjartansson, Heiđrún Anna Hauksdóttir, Valgerđur Jóhannesdóttir og Kjartan Karl Gunnarsson.

Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf glćsilega verđlaunagripi til mótsins og var ţađ heiđursgestur mótsins Gylfi Magnússon Rótarýfélagi og skákáhugamađur sem afhenti sigurvegurum verđlaunabikarana. Gylfi flutti stutt ávarp og minntist ćskuára sinna vestur í Ólafsvík ţegar Ottó Árnason hélt utan um unga skákmenn og fyrirmynd allra var hinn ungi Friđrik Ólafsson.

Sumarskákmót FjölnisViđ verđlaunaafhendinguna veitti Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis tveimur stórefnilegum skákmönnum deildarinnar viđurkenningu í lok ćfingatímabilsins. Joshua Davíđsson var útnefndur afreksmađur ársins og Hákon Garđarsson hlaut titilinn ćfingameistari ársins.

Stefán Bergsson frá Skákakademíu Reykjavíkur var skákstjóri og fjöldi foreldra fylgdist međ, ţáđi kaffisopa og tók ţátt í pítsaveislu frá Hróa hetti og Adam pítsum. Ölgerđin gaf ávaxtasafa og ţetta 44 manna sumarskákmót reyndist glćsilegur endir á 10. starfsári Skákdeildar Fjölnis. 

Lokastöđu mótsins má finna á Chess-Results.


Örn Leó sigrađi á síđustu Breiđabliksćfingu vetrarins

Örn LeóÖrn Leó Jóhannsson mćtti á Kópavogsvöllinn og sigrađi međ yfirburđum á síđustu ţriđjudagsćfingu vetrarins.

Lokastađan:

  • 1.  Örn Leó Jóhannsson SR  9,5 vinning af 10 mögulegum
  • 2.  Páll Andrason TG 7,5
  • 3.  Halldór Grétar Einarsson TB 6,0
  • 4. - 5.  Bárđur Örn Birkisson TR 2,5
  • 4. - 5.  Jón Úlfljótsson Víkingaklúbbnum 2,5
  • 6.  Björn Hólm Birkisson TR  2,0

Vormót Víkingaklúbbsins fer fram í dag

Síđasta barnaćfing vetrarins verđur miđvikudaginn 14 maí.  Í tilefni ţess ađ nú skal haldiđ í sumarfrí, ţá verđur haldiđ Vormót Víkingaklúbbsins.  Tefldar verđa 5. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis.   Keppt verđur tveim flokkum: Flokki fćddra 1998-2004 og flokki fćddra 2005 og yngri.   Bikar verđur í verđlaun fyrir efsta sćti í hvorum flokki, en verđlaunapeningar verđa fyrir annađ og ţriđja sćtiđ.

Skákstjórar verđa ţeir Sigurđur Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson, sem eru nýútskrifađir úr skákstjórnarnámskeiđi Skáksambands Íslands nú um helgina.

Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com   

Tilgreina skal nafn og fćđingarár.  Viđ vonumst til ađ sjá sem flesta.

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagiđ Víkingur
Trađarlandi 1, 108 Reykjavík

Međal ţeirra sem hafa skráđ sig til leiks eru ţeir Guđmann Brimar Bjarnason og Adam Ómarsson sem eru báđir fćddir áriđ 2007.





Dagskráin fram á vor:  

  • 14. maí.  Sumarmót Víkingaklúbbsins.  Víking kl. 17.15
  • 16. maí Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.  (NĹ· dagsetning)
  • 23. maí - 1. júní.  Íslandsmótiđ í skák (landsliđsflokkur & áskorendaflokkur).  Margir Víkingar taka ţátt.
  • 4. júní.  Firmamót Víkingaklúbbsins.    Víkin.  kl.  18.00.  (Nýtt)

Hrađskákmót öđlinga fer fram í kvöld

Hrađskákmót öđlinga fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Mótiđ hefst kl. 19.30 og er opiđ fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma.  Í lok mótsins fer fram verđlaunaafhending fyrir Hrađskákmótiđ sem og Skákmót öđlinga sem lauk s.l. miđvikudagskvöld međ sigri alţjóđlega meistarans Sćvars Bjarnasonar. Ţátttökugjald er kr. 500 og er í ţví innifaliđ kaffi og góđgćti. Skákmenn 40+ eru hvattir til ađ fjölmenna!

Núverandi Hrađskákmeistari öđlinga er Róbert Lagerman.


Björgvin efstur hjá Ásum í dag

Garđar og BjörgvinBjörgvin Víglundsson sannađi ţađ enn og aftur í dag ađ hann er sterkasti liđsmađur Ása um ţessar mundir. Björgvin leyfđi ađeins eitt jafntefli í dag, ţađ var Valdimar Élísson sem náđi jafntefli viđ hann. Björgvin fékk 9˝ vinning af 10 mögulegum. Ţorsteinn Ţorsteinsson varđ í öđru sćti međ 7˝ vinning. Ari Stefánsson varđ svo í ţriđja sćti međ 7 vinninga. Tuttugu og sex kappar mćttu til leiks í dag.

Nú fer ađ styttast í ađ Ćsir fari í sumarfrí frá skákinni í Fjör hjá ÁsumStangarhyl. Skákţyrstir snúa sér ţá til Riddaranna í Hafnarfjarđarkirkju, ţeir tefla alla miđvikudaga, jafnt sumar sem vetur.

Nćsta ţriđjudag verđur hefđbundinn skákdagur, en síđasta ţriđjudag í maí verđur svo  vorhrađskákmótiđ haldiđ.

Sjá nánari úrslit dagsins í međf. töflu.

 

_sir_motstafla_13-05-2014.jpg

 


Skákćfing hjá Skákdeild Breiđabliks í kvöld

Síđasta ćfing fyrir sumarfrí !

Mćting  kl 19:45 og hrađskákmótiđ byrjar stundvíslega kl 20:00 !
Sjö umferđa hrađskákmótiđ (5mín + 2sek) verđur reiknađ til FIDE hrađskákstiga eins og öll ţriđjudagsmótin í vetur!
Allir velkomnir ókeypis í einn glćsilegasta skáksal landsins óháđ ţví í hvađa taflfélagi ţeir eru.

Ćfingin er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll (3ju hćđ). Gengiđ inn um kjallarahćđ bakatil. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 21
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8779267

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband