Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur fer fram 27. janúar

Íslandsmót grunnskóla - stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 27. janúar klukkan 11:00. 

Teflt verđur í ţremur flokkum. 

Fyrsti og annar bekkur.

Fimm umferđir međ međ tímamörkunum 4+2. 

Ţriđji til finmmti bekkur.

Sex umferđir međ umhugsunartímaum 6+2. 

Sjötti til tíundi bekkur.

Sex umferđir međ umhugsunartímanum 8+2 

Umferđafjöldi getur breyst međ tilliti til fjölda ţátttökuliđa. Keppendur geta teflt upp fyrir sig, ţ.e. međ eldri sveit síns skóla. Í hverri sveit skulu vera fjögur borđ. Varamenn mega vera allt ađ ţrír. 

Ţátttökugjald á sveit: 5000 kr. Hámark 10.000 á skóla. 

Skráning á Skák.is (guli kassinn). Skráningar ţurfa ađ berast eigi síđar en á hádegi föstudaginn 26. janúar.

 

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér


Íslandsmótiđ í Fischer-random skák fer fram 25. janúar

Susan-Polgar-and-Bobby-Fischer-playing-Fischer-Random

Skáksamband Íslands stendur fyrir fyrsta opinbera Íslandsmótinu í Fischer-random skák fimmtudaginn 25. janúar nk. Tilvalin ćfing fyrir íslenska skákmenn Evrópumótiđ í Fischer-random skák fer fram í Hörpu 9. mars  á 75 ára afmćlisdegi Fischers. 

Teflt er í húsnćđi Taflélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, og hefst taflmennskan kl. 19:30.

Tefldar međ 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5-3

Góđ verđlaun verđa í bođi en GAMMA er styrktarađili mótsins. 

  1. 40.000 kr.
  2. 25.000 kr.
  3. 15.000 kr.
  4. 10.000 kr.
  5. 10.000 kr.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfinu. 

Eftirtaldin aukaverđlaun verđa í bođi. 10.000 kr. í hverjum flokki: 

  • Kvennaverđlaun
  • Unglingaverđlaun (2002 og síđar)
  • Öldungaverđlaun (1953 og fyrr)

Aukaverđlaun skiptast ekki – heldur er stuđst viđ Buchols-stig. Ekki er hćgt ađ fá bćđi ađal- og aukaverđlaun heldur fá menn ţau sem eru hćrri.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn).  

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000. Stór- og alţjóđlegir meistarar eru undanţegnir ţátttökugjöldum. Helmingsafsláttur fyrir 16 ára og yngri. 

Stuđst er viđ FIDE-reglur um Fischer-random sem og almennar hrađskákreglur FIDE. Hvorug tveggja má nálgast hér

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


SŢR #2: Mikiđ um óvćnt úrslit – Átta međ fullt hús

IMG_9666-620x330

Skákmenn létu ekki stinningskalda utandyra trufla sig viđ listsköpun sína er önnur umferđ Skákţings Reykjavíkur var tefld, enda ávallt blíđskaparveđur í skáksalnum. Óvćnt úrslit litu dagsins ljós á fjórum af níu útsendingaborđum og skall hurđ nćrri hćlum meistaranna á fleiri borđum.

IMG_9670

Rithöfundurinn geđţekki Bragi Halldórsson (2082) sló á létta strengi í upphafi umferđar, eins og hans er von og vísa, áđur en hann settist gegnt Einari Hjalta Jenssyni (2336) á efsta borđi. 93 leikjum síđar handsöluđu ţeir jafnteflissamning. Ćtla má ađ Bragi uni vel hag sínum eftir ţessi úrslit enda munar 254 skákstigum á ţeim félögum.

Á 2.borđi mćttust fulltrúar ungliđahreyfingar Taflfélags Reykjavíkur í hörkuskák. Aron Ţór Mai (2066) stýrđi hvítu mönnunum á móti stórmeistarabananum Vigni Vatnari Stefánssyni (2304) og buđu ţeir gestum upp á bardaga af bestu gerđ. Lengi vel ţótti skákáhugamönnum á kaffistofunni óljóst hvor stćđi betur en er Vignir Vatnar braust í gegn á drottningarvćng var sem stríđsgćfan snérist á sveif međ honum. Ţađ var í 30.leik sem hiđ ótrúlega gerđist er drottning Vignis tók sér stöđu á miđju taflborđinu (e5). Í fljótu bragđi virtist reiturinn sá eđlilegasti fyrir drottninguna en eftir ađ Aron Ţór svarađi međ 31.He1 ţá rann upp fyrir áhorfendum ađ drottningin á enga undankomuleiđ. Frúin reyndist vera strandaglópur á miđju borđi ţó svo andstćđingurinn ćtti ađeins helming fótgönguliđa sinna eftir. Aron Ţór hefur fullt hús eftir fyrstu tvćr umferđirnar og er til alls líklegur á Skákţinginu.

Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426) stimplađi sig inn í mótiđ međ ţví ađ leggja ađ velli Dagsbanann, Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1734). Ţó svo stigamunurinn sé tćplega 700 stig ţá var vinningurinn torsóttur fyrir Braga ţví mislitir biskupar virtust gefa Sigurlaugu afar góđa jafnteflismöguleika. Braga lánađist ţó ađ gera bragarbót á stöđu sinni undir lokin sem varđ til ţess ađ Sigurlaug fann ekki nákvćmustu varnarleiđina og varđ ađ játa sig sigrađa eftir 49 leiki.

Birkir Karl Sigurđsson (1934) lét ljós sitt skína á einu af útsendingarborđunum í dag er hann stýrđi hvítu mönnunum til sigurs gegn Jóhanni Ingvasyni (2161). Birkir Karl tefldi byrjunina óađfinnanlega og lét kné fylgja kviđi ţannig ađ Jóhann sá í raun aldrei til sólar. Birkir Karl hefur fullt hús og mćtir Hilmi Frey Heimissyni í nćstu umferđ.

Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2178) mátti hafa sig allan viđ gegn Alexander Oliver Mai (1970) í skák ţar sem endataflstćkni og reynsla Varđa var ţađ sem skildi á milli. Eiríkur K. Björnsson (1934) nćldi sér í jafntefli međ svörtu gegn Hrafni Loftssyni (2163) á međan skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, Björgvin Víglundsson (2167), hafđi betur gegn Haraldi Baldurssyni (1942). Bćđi Sigurbjörn J. Björnsson (2288) og Dagur Ragnarsson (2332) komust aftur á beinu brautina í dag međ öruggum sigrum.

Ađ loknum tveimur umferđum eru átta skákmenn međ fullt hús. Ţađ vćri vart í frásögur fćrandi nema fyrir ţćr sakir ađ á međal ţeirra efstu er enginn af sex stigahćstu skákmönnum mótsins. Ţađ er svo sannarlega saga til nćsta bćjar. Skákáhugamönnum er ţví óhćtt ađ spenna sćtisólar og búa sig undir áframhaldandi óvćnt úrslit í 3.umferđ sem tefld verđur á miđvikudagskvöld. Klukkur verđa settar í gang klukkan 19:30 og eru skákáhugamenn hvattir til ţess ađ mćta á skákstađ og fylgjast međ spennandi skákum. Ţeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst međ beinum útsendingum frá efstu borđum á netinu.

Skákir mótsins, úrslit og stöđu má finna á Chess-Results.


Anish Giri efstur í Sjávarvík

423816.b6e7127b.630x354o.cfcd1accda4a

Anish Giri (2752) er í miklum ham í á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík í Hollandi. Í gćr vann Vladimir Kramnik (2787) og er sá eini sem hefur fullt hús eftir tvćr umferđir. Magnús Carlsen (2834) vann Adhiban (2655) og er annar ásamt, Mamedyaraov (2804), sem lagđi Hou Yifan (2680) og Anand (2767) sem gerđi jafntefli viđ Wesley So (2792).

php1PO9us

Ţriđja umferđ fer fram í dag og hefst kl. 12:30. Carlsen teflir viđ Wei Yi (2743) og Giri viđ Svidler (2768). 

 

 

Ítarlega frásögn frá gangi mála má finna á Chess.com

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Hannes vann fjórđu skákina í röđ í Prag

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) heldur áfram sigurgöngu sinni í Prag. Í fjórđu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann rússneska alţjóđlega meistarann Sergey Serienko (2329). Hannes er efstur ásamt alţjóđlega meistaranum Zhen Yu Cyrus Low frá Singapúr en ţeir mćtast á morgun. 

Umferđ morgundagsins hefst kl. 15 og er hćgt ađ fylgjast međ Hannesi á Chess24.

226 skákmenn frá 32 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 10 stórmeistarar. Hannes er nćststigahćstu ţátttakenda. 

 


Anand, Kramnik og Giri byrja best í Sjávarvík - Carlsen gerđi jafntefli viđ Caruana

phpYems0z

Ofurskákmótiđ, Tata Steel Masters, hófst í gćr í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í Hollandi. Mótiđ er einkar sterkt ađ ţessu sinni."Gömlu mennirnir" Kramnik (2787) og Anand (2767) unnu Wei Yi ) (2743) og Matlakov. Geimamađurinn Anish Giri (2752) vann sterkustu skákkonu heims, Hou Yifan (2680). Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Ţar međ taliđ skák Carlsen (2834) og Caruana (2811).

phpB5LvOo 

Önnur umferđ hófst kl. 12:30. Carlsen teflir ţá viđ Indverjann Adhiban (2655) sem verđur međal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu - minningarmótinu um Bobby Fischer í Hörpu í mars.

Ítarlega frásögn frá gangi mála má finna á Chess.com

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Góđ byrjun Hannesar í Prag

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) hefur byrjađ afar vel á alţjóđlegu móti í Prag í Tékklandi. Í gćr voru tefldar tveir umferđir og vann Hannes báđar sínar skákir. Annars vegar alţjóđlega meistarann Nikolay Monin (2193) og hins vegar Olgu Prudnykova (2280), sem er úkraínskur alţjóđlegur meistari kvenna. Hannes er í hópi átta skákmanna međ fullt hús. 

Í fjórđu umferđ, sem hefst kl. 16, teflir Hannes viđ rússneska alţjóđlega meistarann Sergey Serienko (2329). 

226 skákmenn frá 32 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 10 stórmeistarar. Hannes er nćststigahćstu ţátttakenda. 

 


Margeir endađi í 12.-18. sćti á minningarmóti Keres

Stórmeistarainnn Margeir Pétursson (2387) varđ í 12.-18. sćti á minningarmóti Paul Keres sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina. Tefld var atskák. Margeir hlaut 7˝ vinning í 11 skákum. Fékk fleiri vinninga en t.d. Vladimir Potkin (2650). 

Lokastöđuna má finna á Chess-Results


Skákţing Akureyrar hefst í dag

Skákţing Akureyrar, hiđ 80. í röđinni hefst nk. sunnudag 14. janúar. 

Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.

Dagskrá:

  1. umferđ sunnudaginn 14. janúar   kl. 13.00    
  2. umferđ fimmtudaginn 18. janúar  kl. 18.00
  3. umferđ sunnudaginn 21. janúar   kl. 13.00
  4. umferđ sunnudaginn 28. janúar   kl. 13.00
  5. umferđ sunnudaginn 4. febrúar   kl. 13.00
  6. umferđ sunnudaginn 11. febrúar  kl. 13.00
  7. umferđ sunnudaginn 18. febrúar  kl. 13.00

 Öllum er heimil ţátttaka í mótinu.

Tefldar verđa 7 umferđir skv. svissnesku kerfi. *

Sigurvegar mótsins hreppir heiđurstitilinn: **

 „Skákmeistari Akureyrar 2018“

Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).   

Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald. 

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga. 

Verđlaun:

  1. sćti kr. 20.000
  2. sćti kr. 14.000
  3. sćti kr. 8.000

stigaverđlaun (1799 stig og minna) kr. 8.000

 Skráning er hjá skákstjóra í netfangiđ askell@simnet.is eđa á facebook-síđu Skákfélags Akureyrar.

Einnig er hćgt ađ skrá sig á skákstađ eigi síđar en 15 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.

 

* Mótsstjórn áskilur sér rétt til ţess ađ gera breytingar á fjölda umferđa ţegar endanlegur ţátttakendalisti liggur fyrir.  Ákvörđun um fyrirkomulag verđur tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferđar.

** Skákmeistari Akureyrar getur ađeins sá orđiđ sem er búsettur á Akureyri og/eđa er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar. 


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákin fangar athygli Jóns og Gunnu

GPK1295FAStór hluti norsku ţjóđarinnar sat límdur viđ skjáinn síđustu daga ársins 2017 ţegar heimsmeistaramótin í at-skák og hrađskák fóru fram í Riyadh í Sádi-Arabíu, en auk vefmiđlanna var norska sjónvarpiđ, NRK, međ beinar útsendingar frá viđureignum Magnúsar Carlsen. Niđurstađan: hinn 48 ára gamli Indverji Wisvanathan Anand varđ heimsmeistari í atskák og Magnús Carlsen heimsmeistari í hrađskák.

Skákin er á mikilli uppleiđ í sjónvarpi og á netinu. Vandinn hefur veriđ sá ađ keppnisgreinin sem slík hefur ţótt gera of miklar kröfur til ţekkingar áhorfandans og ekki náđ ađ fanga athygli Jóns og Gunnu. Eins og mótin eru matreidd nú til dags međ skákskýringum, nćrmyndum af keppendum, tímahraki og tölvugreiningu er ađ verđa breyting á. Ţegar viđ bćtist hátt verđlaunafé eykst athygli stćrstu fjölmiđlanna; 250 ţúsund dalir voru í 1. verđlaun í hvoru móti og má geta ţess ađ CNN sýndi langan ţátt um mótiđ. En heimsmeistaramótiđ beindi einnig athygli ađ bjánalegum skákreglum og atvik úr viđureign Magnúsar Carlsen í 1. umferđ hrađskákarinnar kallađi á sterk viđbrögđ:

Magnus Carlsen – Inarkiev

GQK1295FRSíđasti leikur heimsmeistarans var 27. Ha7xb7+. Rússinn Inarkiev sá fram á ađ stađa hans vćri töpuđ eftir 27. ... Hxb7 28. Bxe8+ og eftir uppskipti á hrókum á hvítur ađ vinna á umframpeđinu en lék ţess í stađ ólöglegum leik, 27. ... Re3+. Af mörgu vitlausu regluverki sem komiđ hefur frá FIDE síđustu árin opnar ein sú vitlausasta á ţann möguleika ađ sá sem leikur ólöglegum leik getur unniđ skákina; Magnús lék nefnilega 28. Kd3 og Inarkiev krafđist vinnings á ţeirri forsendu ađ Magnús hefđi leikiđ ólöglegum leik! Ţótti mörgum býsna lágt lotiđ en viti menn: dómarinn féllst á ađ ţađ vćri réttmćt krafa! Stuttu síđar var svo fariđ ađ rýna í reglurnar og niđurstađan varđ sú ađ skákinni skyldi haldiđ áfram eftir 27. leik hvíts. Inarkiev neitađi ađ tefla frekar en dómarinn var settur af og okkar mađur í Sádi-Arabíu, alţjóđlegi dómarinn Omar Salama, var settur yfir viđureignir heimsmeistarans.

Atvikiđ virtist slá Magnús Carlsen út af laginu fyrri keppnisdaginn en ţann síđari náđi hann vopnum sínum og ađ lokum hlaut hann 16 vinninga af 21 mögulegum. Karjakin og Anand komu nćstir međ 14˝ vinning hvor.

 

Minningarmót um Steinţór Baldursson

Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands hafa samvinnu um alţjóđlegt mót skipađ skákmönnum 20 ára og yngri til ađ minnast Steinţórs Baldurssonar, stjórnarmanns í SÍ, sem féll frá langt um aldur fram haustiđ 2016. 24 skákmenn hófu keppni á fimmtudaginn og tefldar verđa sjö umferđir međ tímamörkunum 90 30. Eftir fyrstu tvćr umferđirnar voru fjórir međ tvo vinninga, ţ.ám. Birkir Örn Bárđarson. 

Hinn 16 ára gamli Aron Thor Mai fékk á sig sjaldséđa leiđ í Najdorf-afbrigđi Sikileyjarvarnar en var öllum hnútum kunnugur:

Aron Thor Mai – Ljuten Apol (Fćreyjar)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. e5 h6 10. Bh4 g5 11. fxg5 Rd5 12. Re4 Db6 13. c3 hxg5 14. Bxg5 dxe5?

GQK1295FN15. Dxd5! Be7

15. ... exd5 er svarađ međ 17. Rf6+ og 18. Rxd5+ sem vinnur drottninguna.

16. Dd2 Bxg5 17. Rx

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband