Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jón Kristinn efstur á Framsýnarmótinu

Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Ţorgeirsson (1966), er efstur međ fullt hús ađ loknum fjórum umferđum á Framsýnarmótinu sem hófst á Húsavík í gćr. Tómas Veigar Sigurđarson (1930), Jakob Sćvar Sigurđsson (1846) og Haraldur Haraldsson (1988) koma nćstir međ 3 vinninga. Í gćr voru tefldar atskákir en í síđustu ţremur umferđunum eru tefldar kappskákir.

Fimmta umferđ hefst kl. 11. Ţá mćtast međal annars: Jón Kristinn - Haraldur og Jakob - Tómas. 


Taflfélag Reykjavíkur áfram í ţriđju umferđ

Í gćrkvöldi fóru fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur tvćr viđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga. Annars vegar öttu kappi A sveit TR og Vinaskákfélagiđ, hins vegar Unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélag Reykjanesbćjar.

Í viđureign TR og Vinaskákfélagsins tók heimaliđiđ strax forystuna og lét hana aldrei af hendi. Svo fór ađ lokum ađ Taflfélag Reykjavíkur sigrađi 56 ˝ - 15 ˝. Í liđi TR fóru Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson mikinn og krćktu í 11 vinninga af tólf mögulegum. Ţorvarđur F. Ólafsson og Dađi Ómarsson komu nćstir međ 10 ˝ vinning af 12. Í liđi gestanna stóđ Róbert Lagerman sig best međ 5 ˝ af 8 og Sćvar Bjarnason kom nćstur međ 3 ˝ vinning úr 10 skákum. Róbert náđi međal annars ađ leggja tólffaldan íslandsmeistarann Hannes Hlífar ađ velli, og er ţađ eina tapskák Hannesar í keppninni til ţessa.

Skákfélag Reykjanesbćjar hafđi nokkuđ öruggan sigur gegn unglingasveit TR og sigrađi 45 ˝ - 26 ˝. Unglingasveitin má vera stolt af frumraun sinni í keppninni og stóđ sig frábćrlega. Í fyrstu umferđ keppninnar lagđi sveitin UMSB örugglega og náđi sveitin ađ ţessu sinni ađ reyta marga vinninga af sterkri og ţaulreyndri sveit Suđurnesjamanna. Í Unglingaliđi Taflfélagsins fór Vignir Vatnar mikinn og hlaut 10 vinninga af 12 mögulegum. Hann tapađi einungis einni skák, gegn hinni gamalreyndu kempu Reykjanesbćjar Björgvini Jónssyni. Gauti Páll kom nćstur međ 6 ˝ af 12. Bestum árangri Suđurnesjamanna náđu Jóhann Ingvason (10/12) og Björgvin Jónsson 7 ˝ af 9.

Skákstjórn var í öruggum höndum Rúnars Berg og kunnum viđ honum bestu ţakkir fyrir. Taflfélag Reykjavíkur vill ţakka Vinaskákfélaginu og Skákfélagi Reykjanesbćjar kćrlega fyrir skemmtilega og drengilega keppni.

Úrslit átta liđa úrslita

  • Skákdeild Fjölnis - Taflfélag Bolungarvíkur 46-26
  • Taflfélag Reykjavíkur - Vinaskákfélagiđ 56˝-15˝
  • Víkingaklúbburinn - Skákfélagiđ Huginn (sunnudagur kl. 20 í Sensu)
  • Taflfélag Reykjavíkur (unglingasveit) - Skákfélag Reykjanesbćjar 45˝-26˝.

Í dag var dregiđ hvađa liđ mćtast í undanúrslitum. Ţađ eru:

  • Víkingaklúbburinn/Huginn - Skákfélag Reykjanesbćjar
  • Taflfélag Reykjavíkur - Taflfélag Bolungarvíkur.

Undanúrslit fara fram á fimmtudagskvöld.

 


Bolvíkingar lögđu Fjölnismenn í Rimaskóla 46 - 26

img_5075_1244873.jpgFjölnismenn tóku á móti hinu öfluga skákliđi Bolvíkinga í 2. umferđ í Hrađskákkeppni taflfélaga. Teflt var í Rimaskóla. Samtímis var efnt til hliđarmóts fyrir efnilega Fjölnismenn sem eru á leiđ á Norđurlandamót grunn-og barnaskólasveita í Stokkhólmi og á Västerĺs Open í septembermánuđi.

Jafnt var međ sveitum Fjölnis og TB fyrstu 5 umferđirnar img_5077.jpgeđa allt ţar til Jóhann Hjartarson birtist og settist ađ tafli í 6. umferđ. Bolarnir styrktust ekkert venjulega viđ komu stórmeistarans og unnu 6-0 í lokaumferđ fyrri hálfleiks og náđu ţćgilegri forystu 21,5 - 14,5. Ţrátt fyrir ađ Jóhann tćki ađeins fjórar skákir var hann búinn ađ kveikja neistann í sínu liđi og síđari umferđinni lauk 24,5 - 11,5 gestunum í hag. Heildarúrslit, öruggur sigur TB 46 - 26.

Fyrir liđi Bolvíkinga fóru tveir ósigrandi turnar, ţeir Bragi Ţorfinnsson og Dagur Arngrímsson. Bragi var međ fullt hús og 12 vinninga og Dagur međ 11,5 vinninga. Magnús Örn halađi inn 7,5 vinningi og Halldór Grétar 6,5. Eins og áđur sagđi staldrađi Jóhann Hjartarson viđ í stutta stund, tók fjórar skákir og vann ţćr allar. Ađrir sem tefldu fyrir Bolvíkinga voru ţeir Guđmundur Dađason og Sćbjörn Guđfinnsson. 

img_5076.jpgFjölnismenn börđust vel allan tímann og gerđu hvađ ţeir gátu ađ halda í viđ Bolvíkinga og gátu veriđ nokkuđ sáttir viđ sína frammistöđu. Ţeir söknuđu stórmeistara síns Héđins Steingrímssonar frá 1. umferđ keppninnar og enginn vafi leikur á ţví ađ međ Héđin í liđinu hefđi rimman orđiđ jöfn. Tómas Björnsson sem fellur ljómandi vel inn í hóp hinna efnilegu skákmanna Fjölnis hlaut 7 vinninga úr 11 skákum og hinn 17 ára Dagur Ragnarsson átti góđa setu, tefldi allar skákirnar og hlaut 6 vinninga. Oliver Aron var međ 4,5 vinning, Jón Trausti og Erlingur Ţorsteins međ 3 vinninga en auk ţeirra tefldu ţeir Jón Árni, Dagur Andri og Hörđur Aron Hauksson fyrir Fjölnismenn í ţessari umferđ. 


Barna- og unglingastarf Skákdeildar Hauka hefst á ţriđjudaginn

Barna- og unglingastarf Skákdeildar Hauka hefst ţriđjudaginn 2. september. Skákćfingar í vetur verđa á ţriđjudögum frá kl. 17-19 í forsal Samkomusalarins. Ţjálfari verđur Páll Sigurđsson, s: 860 3120, netfang: pallsig@hugvit.is

Reikna má međ ađ ćfingarnar verđi tvískiptar ţ.e. byrjendur og ungir skákmenn (yngsta stig grunnskóla) frá 17-18 og eldri keppendur frá 18-19.

Íslandsmót skákfélaga 2014-2015

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 2.-5. október nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 2. október. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 3. okt. kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 4. okt. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 5. október.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Ţátttökugjöld:

  • 1. deild                       kr. 55.000.-
  • 2. deild                       kr. 50.000.-
  • 3. deild                       kr. 15.000.-
  • 4. deild                       kr. 15.000.-

Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ.  Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.

Minnt er á reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafla skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.

Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:

2. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra. 

Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 12. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.

Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga:  „Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni."

Ţátttökutilkynningar ţurfa ađ berast Skáksambandi Íslands fyrir 22. september međ bréfi, tölvupósti (skaksamband@skaksamband.is) eđa símleiđis.  Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Stjórn SÍ mćlist til - af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar. 

Ath.  Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga verđur fćrđur aftur fyrir Reykjavíkurskákmótiđ vegna EM einstaklinga sem mun fara fram 23. febrúar - 7. mars.


Héđinn međ jafntefli í gćr

HéđinnStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2536) gerđi jafntefli viđ pólska alţjóđlega meistarann Stopa Jacek (2498) í sjöundu umferđ alţjóđlegs mót í Bratto á Ítalíu í gćr. Héđinn hefur 5 vinninga og er í 3.-6. sćti.

Pólski alţjóđlegi meistarinn Zbigniew Pakleza (2498) er efstur međ 6 vinninga. Héđinn mćtir honum í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer í dag.

Alls taka 48 skákmenn ţátt í mótinu. Ţar af eru átta stórmeistarar og er Héđinn ţriđji í stigaröđ keppenda.



Framsýnarmót Hugins hefst í kvöld

Framsýnarmótiđ 2014 verđur haldiđ í Framsýnarsalnum Garđarsbraut 26 á Húsavík (ath breytt stađsetning) helgina 29-31 ágúst nk. Tefldar verđa 7 umferđir alls, fyrstu fjórar međ atksákartímamörkum (25 mín) en ţrjár međ 90 mín + 30 sek/leik.

Ţátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.

Dagskrá:

Föstudagur 29 ágúst kl 20:00 1. umferđ
Föstudagur 29 ágúst kl 21:00 2. umferđ
Föstudagur 29 ágúst kl 22:00 3. umferđ
Föstudagur 29 ágúst kl 23:00 4. umferđ

Laugardagur 30 ágúst kl 11:00 5. umferđ
Laugardagur 30 ágúst kl 17:00 7. umferđ

Sunnudagur 31 ágúst kl 11:00 7. umferđ

  • Skráning í mótiđ er hér.
  • Nánari upplýsingar hjá Hermanni Ađalsteinssyni í síma 821-3187821-3187
CallSend SMSAdd to SkypeYou'll need Skype CreditFree via Skype

Ţrjár viđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga fara fram í kvöld

Ţrjár viđureignir fara fram í annarri umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga í kvöld. Tvćr ţeirra fara fram í Skákhöll TR en ein fer fram í Rimaskóla. Annarri umferđ lýkur svo á sunnudagskvöldiđ.

TR á tvćr viđureignir í kvöld. Ţćr hefjast kl. 20.

  • Taflfélag Reykjavíkur (unglingasveit) -  Skákfélag Reykjanesbćjar  
  • Taflfélag Reykjavíkur - Vinaskákfélagiđ

Í Rimaskóla kl. 19:30 mćtast svo Skákdeild Fjölnis og Taflfélag Bolungarvíkur.

Keppninni lýkur svo á sunnudaginn međ viđureign Hugins og Víkingaklúbbsins.

Undanúrslit fara fram nk. fimmtudagskvöld.


Caruana vann Topalov - Carlsen gerđi jafntefli viđ MVL í ótrúlegri skák

 

14sinqcuplineup.jpg
Sterkasta skákmót allra tíma, sé miđađ viđ skákstig, hófst í gćr í Saint Louis, skákhöfuđborg Bandaríkjanna. Mótiđ ber nafniđ Sinquefield Cup en helsti styrktarađili mótsins og reyndar alls skáklífs í Bandaríkjunum er Rex Sinquefield. Međalstig mótsins eru 2802 skákstig!

Í fyrstu umferđ vann Caruana (2801) Topalov (2772) í ćsilegri skák. Sú skák sem stal hins vegar mestri athygli var jafnteflisskák Magnusar Carlsen (2877) og Frakkans Maxime Vachier-Lagrave (2768) ţar sem Frakkinn kom Magnúsi á óvart í áttunda leik en Magnús tefldi framhaldiđ vel og fann ótrúlegan leik 13...Rb4 eftir hálftíma umhugsun.

Fína umfjöllun um fyrstu umferđ má lesa á Chess24.

Önnur umferđ hefst í kvöld kl. 19.  Ţá teflir Carlsen viđ Nakamura, Caruana mćtir MVL og Aronian og Topalov mćtast.


Laugardagsćfingar hefjast á ný eftir sumarfrí

Hinar margrómuđu laugardagsćfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 30. ágúst.

Í vetur hefur göngu sína nýr flokkur, byrjendaflokkur, sem er fyrir yngstu iđkendurna sem eru ađ stíga sín fyrstu skref á reitunum 64. Sá flokkur byrjar ćfingar laugardaginn 13. september. Allir hressir skákkrakkar eru hvattir til ađ mćta á laugardagsćfinguna 30. ágúst kl.14, líka ţeir sem munu sćkja byrjendaćfingarnar enda munum viđ ţá kynna starfiđ í vetur og hafa gaman!

Ţjálfun og kennsla á laugardagsćfingunum er í höndum ţaulreyndra og sterkra skákmanna og er ađgangur ókeypis. Ćfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomiđ ađ mćta og fylgjast međ til ađ byrja međ ef ţau eru ekki tilbúin ađ taka beinan ţátt strax.

Ćfingarnar fara fram í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 á laugardögum yfir vetrartímann. 
Dagskrá veturinn 2014-2015:

11.00-12.15 Byrjendaflokkur (hefst 13. september).
12.30-13.45 Skákćfing stúlkna/kvenna (hefst 30. ágúst).
14.00-15.15 Skákćfing fyrir börn fćdd 2002 og síđar (opnar ćfingar, hefst 30. ágúst).
15.15-16.00 Félagsćfing fyrir börn fćdd 2002 og síđar (hefst 30. ágúst).

Umsjón međ ćfingunum er í höndum Sigurlaugar R. Friđţjófsdóttur, Torfa Leóssonar, Kjartans Maack og Björns Jónssonar. Umsjón međ ćfingum afrekshóps hafa Torfi Leósson og Dađi Ómarsson.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband