Leita í fréttum mbl.is

Taflfélag Reykjavíkur áfram í ţriđju umferđ

Í gćrkvöldi fóru fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur tvćr viđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga. Annars vegar öttu kappi A sveit TR og Vinaskákfélagiđ, hins vegar Unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélag Reykjanesbćjar.

Í viđureign TR og Vinaskákfélagsins tók heimaliđiđ strax forystuna og lét hana aldrei af hendi. Svo fór ađ lokum ađ Taflfélag Reykjavíkur sigrađi 56 ˝ - 15 ˝. Í liđi TR fóru Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson mikinn og krćktu í 11 vinninga af tólf mögulegum. Ţorvarđur F. Ólafsson og Dađi Ómarsson komu nćstir međ 10 ˝ vinning af 12. Í liđi gestanna stóđ Róbert Lagerman sig best međ 5 ˝ af 8 og Sćvar Bjarnason kom nćstur međ 3 ˝ vinning úr 10 skákum. Róbert náđi međal annars ađ leggja tólffaldan íslandsmeistarann Hannes Hlífar ađ velli, og er ţađ eina tapskák Hannesar í keppninni til ţessa.

Skákfélag Reykjanesbćjar hafđi nokkuđ öruggan sigur gegn unglingasveit TR og sigrađi 45 ˝ - 26 ˝. Unglingasveitin má vera stolt af frumraun sinni í keppninni og stóđ sig frábćrlega. Í fyrstu umferđ keppninnar lagđi sveitin UMSB örugglega og náđi sveitin ađ ţessu sinni ađ reyta marga vinninga af sterkri og ţaulreyndri sveit Suđurnesjamanna. Í Unglingaliđi Taflfélagsins fór Vignir Vatnar mikinn og hlaut 10 vinninga af 12 mögulegum. Hann tapađi einungis einni skák, gegn hinni gamalreyndu kempu Reykjanesbćjar Björgvini Jónssyni. Gauti Páll kom nćstur međ 6 ˝ af 12. Bestum árangri Suđurnesjamanna náđu Jóhann Ingvason (10/12) og Björgvin Jónsson 7 ˝ af 9.

Skákstjórn var í öruggum höndum Rúnars Berg og kunnum viđ honum bestu ţakkir fyrir. Taflfélag Reykjavíkur vill ţakka Vinaskákfélaginu og Skákfélagi Reykjanesbćjar kćrlega fyrir skemmtilega og drengilega keppni.

Úrslit átta liđa úrslita

 • Skákdeild Fjölnis - Taflfélag Bolungarvíkur 46-26
 • Taflfélag Reykjavíkur - Vinaskákfélagiđ 56˝-15˝
 • Víkingaklúbburinn - Skákfélagiđ Huginn (sunnudagur kl. 20 í Sensu)
 • Taflfélag Reykjavíkur (unglingasveit) - Skákfélag Reykjanesbćjar 45˝-26˝.

Í dag var dregiđ hvađa liđ mćtast í undanúrslitum. Ţađ eru:

 • Víkingaklúbburinn/Huginn - Skákfélag Reykjanesbćjar
 • Taflfélag Reykjavíkur - Taflfélag Bolungarvíkur.

Undanúrslit fara fram á fimmtudagskvöld.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 5
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 232
 • Frá upphafi: 8704984

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 156
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband