Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Kristófer efstur á hrađkvöldi Hugins

Kristófer Ómarsson og Elsa María Kristínardóttir voru efst og jöfn međ 7v á hrađkvöldi Hugins í Mjóddinni sem haldiđ var 27. apríl sl. Kristófer hafđi betur í stigaútreikningnum og sigrađi ţví í annađ skiptiđ í röđ. Elsa María var ţví í  öđru sćti og ţriđji var Vigfús Vigfússon međ 6,5v.   Kristófer dró í happdrćttinu og í ţetta sinn kom miđi Hjálmars Sigurvaldasonar upp. Báđir völdu ţeir pizzu frá Dominos. Nćsta mánudag 4. maí verđur atkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

RöđNafnVinn.BH.SB.
1Kristófer Ómarsson72922,50
2Elsa María Kristínardóttir72922,00
3Vigfús Vigfússon29˝20,25
4Hjálmar Sigurvaldason31˝10,25
5Sigurđur Freyr Jónatansson4329,50
6Sindri Snćr Kristófersson3334,00
7Hörđur Jónasson2344,00
8Björgvin Kristbergsson2342,00
9Hulda Vilhjalmsdóttir0360,00

Hrund og Nansý byrja vel á NM stúlkna

DSC 0499

NM stúlkna hófst í gćr í Kolding í Danmörku. Sex íslenskrar stúlkur taka ţátt. Hrund Hauksdóttir og Nansý Davíđsdóttir byrja best ţeirra en ţćr hafa 1,5 vinning eftir 2 umferđir. 

A-flokkur (u20)

DSC 0497

Hrund Hauksdóttir hefur 1,5 vinning og er í 2.-3. sćti. Veronika Steinunn Magnúsdóttir hefur 0,5 vinning.

B-flokkur (u16)

DSC 0490

Hildur Berglind Jóhannsdóttir og Svava Ţorsteinsdóttir eru ekki komnar á blađ enn.

C-flokkur (u12)

DSC_0500

Nansý Davíđsdóttir er í 1.-4. sćti međ 1,5 vinning. Freyja Birkisdóttir er ekki komin á blađ.

Fararstjóri stelpnanna er Einar Hjalti Jensson. Tvćr umferđir eru tefldar í dag. Ţriđja umferđ er nýhafin en hún hófst kl. 9. Hćgt er ađ fylgjast međ öllum stelpunum í beinni.


Mikil spenna fyrir lokaátök Landsmótsins

Mikil spenna er á Landsmótinu í skólaskák ţegar mótiđ er ríflega hálfnađ ađ loknum öđrum keppnisdegi. Jón Kristinn Ţorgeirsson og Hilmir Freyr Heimisson eru efstir í eldri flokki međ 6 vinninga í 7 skákum. Vignir Vatnar Stefánsson er efstur í yngri flokki. Fjöldi óvćntra úrslita hafa sett svip sinn á mótiđ sérstaklega í yngri flokki.

Eldri flokkur

Sjö umferđum er ólokiđ. Stađan er nokkuđ óljós ţar sem keppendur hafa ýmist klárađ 6 eđa 7 skákir. 

  • 1.-2. Jón Kristinn Ţorgeirsson og Hilmir Freyr Heimisson 6 v. af 7
  • 3. Björn Hólm Birkisson 5,5 v. af 6
  • 4. Dawid Koka 5,5 v. af 7
  • 5.-6. Heimir Páll Ragnarsson og Bárđur Örn Birkisson 4 v. af 6

Međal óvćntra úrslita má nefna ađ Heimir Páll vann Hilmi Frey.

Á morgun eru tefldar umferđir 8-12 í eldri flokki.

Yngri flokkur:

Sex umferđum er lokiđ í yngri flokki. 

  • 1. Vignir Vatnar Stefánsson 5,5 v 
  • 2. Róbert Luu 5 v.
  • 3.-4. Óskar Víkingur Davíđsson og Halldór Atli Kristjánsson 4 v.
  • 5. Almar Máni Ţorsteinsson 3,5 v.

Óvćnt úrslit hafa sett mikinn svip á yngri flokki. Katla Torfadóttir vann t.a.m. bćđi Halldór Atla Kristjánsson og Sindra Snć Kristófersson. Almar Máni hefur náđ mörgum eftirtektarverđum úrslitum. Hann er t.d. sá eini sem tekiđ hefur punkt af Vigni Vatnari. Alexander Oliver vann svo Óskar Víking.

Umferđir 7-10 verđa tefldar á morgun.

 

 


Spenna og óvćnt úrslit á Landsmóti

P1040178

Annar dagur Landsmótins í skólaskák hófst í morgun á Selfossi en í dag eru tefldar fimm umferđir! Jón Kristinn Ţorgeirsson og Hilmir Freyr Heimisson eru efstir og jafnir međ fullt hús eftir ţrjár umferđir í eldri flokki en ţeir sitja einmitt nú ađ tafli í ţeirri fjórđu. Óskar Víkingur Davíđsson og Halldór Atli Kristjánsson eru efstir međ fullt hús eftir tvćr umferđir í yngri flokki

P1040176

Nokkuđ hefur veriđ um óvćnt úrslit. Ţar hefur heimamađurinn Almar Máni Ţorsteinsson veriđ í ađalhlutverki en hann gerđi jafntefli viđ Vigni Vatnar Stefánsson í morgun.

P1040167

Ţrjár umferđir eru tefldar fyrir kvöldmat. Hćgt er ađ fylgjast međ gangi mála á Chess-Results.

 


Fjórđa mótiđ í Bikarsyrpu TR hefst í dag

bikarsyrpanbanner4_2

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.


Fjórđa mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til sunnudagsins 3. maí. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.


Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.


Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (1. maí)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (2. maí)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (2. maí)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (3. maí)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi  (3. maí). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk, TR-ingurinn Aron Ţór Mai sigrađi á öđru mótinu og á ţví ţriđja sigrađi Fjölnisdrengurinn Jóhann Arnar Finnsson.


Skráning fer fram hér.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins! Skráđir keppendur.


Bikarsyrpan samanstendur af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!


Landsmótiđ í skólaskák hófst í kvöld

P1040140

 

Landsmótiđ í skólaskák hófst í kvöld í Fischersetri á Selfossi. Ásta Stefánsdóttir, bćjarstjóri Árborgar, setti mótiđ og lék fyrsta leikin fyrir heimamanninn, Almar Mána Ţorsteinsson gegn Alexander Oliver Mai. Ţađ skilađi sér vel ţví Almar vann skákina. Tvćr umferđir voru tefldar í kvöld í eldri flokki en ein í ţeim yngri. Mótinu verđur framhaldiđ á morgun en ţá verđa tefldar fimm umferđir! 

P1040147

 

Keppendur frá Reykjavík, sem ćtluđu ađ taka strćtó frá Mjódd, lentu í ţví óvćntu vandrćđum ađ enginn strćtó gekk vegna verkfalls Starfsgreinasambandsins. Voru ţá góđ ráđ dýr en međ ađstođ ađstandenda nokkurra keppenda tókst ađ manna nćgilega marga einkabíla!

Jón Kristinn Ţorgeirsson, Hilmir Freyr Heimisson og Björn Hólm Birkisson eru jafnir og efstir í eldri flokki međ fullt hús. 

P1040145

Nćsta umferđ í báđum flokkum hefst kl. 10:15. Úrslitin eru uppfćrđ jafnóđum á Chess-Results.

Mótshaldiđ nú er samvinnuverkefni Skáksambandsins, Skákfélags Selfoss og nágrennis og Fischerseturs.


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig, miđuđ viđ 1. maí eru komin út. Hannes Hlífar Stefánsson er stigahćsti skákmađur landsins, Elvar Örn Hjaltason er stigahćsti nýliđinn og Aron Ţór Mai hćkkar mest frá apríl-listanum.

Topp 20

Hannes Hlífar Stefánsson (2590) er stigahćstur íslenskra skákmanna. Í nćstum sćtum eru Jóhann Hjartarson (2566) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2561).

Nr.NafnTitStigSkBr.AtHrađ
1Stefansson, HannesGM25900025102585
2Hjartarson, JohannGM256600 2550
3Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25618125572550
4Olafsson, HelgiGM25460025422614
5Steingrimsson, HedinnGM25320025752586
6Petursson, MargeirGM252900 2546
7Danielsen, HenrikGM252000 2549
8Arnason, Jon LGM249900 2421
9Kristjansson, StefanGM24850025352435
10Kjartansson, GudmundurIM24749324372346
11Gunnarsson, Jon ViktorIM24580023942488
12Thorsteins, KarlIM245300 2381
13Gretarsson, Helgi AssGM24500024812457
14Gunnarsson, ArnarIM24250024332444
15Thorfinnsson, BragiIM24160024552416
16Thorhallsson, ThrosturGM24150024872481
17Thorfinnsson, BjornIM24070024122463
18Olafsson, FridrikGM239700 2382
19Johannesson, Ingvar ThorFM23780023672387
20Ulfarsson, Magnus OrnFM23770023042309


Nýliđar

Ţrír nýliđar eru á listanum. Ţeirra langstigahćstur er Elvar Örn Hjaltason (1766) eftir afar gott Íslandsmót. Hinir eru Daníel Ernir Njarđarson (1337) og Alexander Sigurđarson (1078).

Nr.NafnTitStigSkBr.AtHrađ
1Hjaltason, Elvar Orn 176691766  
2Njardarson, Daniel Ernir 13377133712541372
3Sigurdarson, Alexander 107871078  


Mestu hćkkanir

Aron Ţór Mai (81) hćkkar mest frá apríl-listanum eđa um 81 skákstig. Í nćstum sćtum eru Björn Hólm Birkisson (64) og Andri Freyr Björgvinsson (45).

Nr.NafnTitStigSkBr.AtHrađ
1Mai, Aron Thor 149878113241224
2Birkisson, Bjorn Holm 191386416191570
3Bjorgvinsson, Andri Freyr 18039451665 
4Valgeirsson, Nikulas Ymir 11972371161 
5Davidsson, Oskar Vikingur 165583614171443
6Briem, Hedinn 14886321452 
7Einarsson, Oskar Long 163892916711673
8Bergsson, Stefan 208772021282138
9Magnusdottir, Veronika Steinunn 164861714921557
10Stefansson, Vignir Vatnar 188191617892016
11Ingason, Sigurdur 184291618781835
12Sigurvaldason, Hjalmar 147781615331535


Stigahćstu ungmenni landsins (u20)

Nýjasti FIDE-meistari landsins, Oliver Aron Jóhannesson (2302), endurheimti efsta sćtiđ á ungmennalistanum. Nćstir eru Dagur Ragnarsson (2283) og Jón Kristinn Ţorgeirsson (2227).

Nr.NafnTitStigSkBr.AtHrađ
1Johannesson, OliverFM230291420612161
2Ragnarsson, DagurFM22838-2820712034
3Thorgeirsson, Jon Kristinn 2227001968 
4Karlsson, Mikael Johann 21610020272069
5Hardarson, Jon Trausti 21439519221971
6Thorhallsson, Simon 21060018511672
7Heimisson, Hilmir Freyr 19820016991802
8Sigurdarson, Emil 195596  
9Jonsson, Gauti Pall 19360016801870
10Birkisson, Bjorn Holm 191386416191570

Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Jón Viktor skákmeistari Vals

P1040124

 

Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari Vals annađ áriđ í röđ en hann varđ langefstur á skákmóti Vals sem fram fór í Lollastúkunni í félagsheimili Vals ađ  Hlíđarenda. Jón Viktor átti titil ađ verja ţar sem hann vann Valsmótiđ einnig í  fyrra sem jafnframt var minningarmót um hinn dáđa Valsmann og skákunnenda Hermann Gunnarsson. Sigur Jóns Viktors var afar öruggur en hann hlaut 7 ˝  vinning af 9 mögulegum. Jón Viktor náđi snemma forystunni og hélt henni til loka.

P1040119

Nćstir komu stórmeistarinn Jón L. Árnason og Ingvar Ţ. Jóhannesson en ţeir hlutu 6 ˝ vinning hvor. Efstur og ţar međ sigurvegari í flokki 16 ára og yngri var Gauti Páll Jónsson en hann hlaut 5 vinninga. Tefldar voru  níu umferđir og  tímafyrirkomulagiđ var 5 2. 

P1040116

Ađalskákstjóri mótsins var Helgi Ólafsson en honum til ađstođar voru Gunnar Björnsson forseti SÍ og Stefán Bergsson en ţeir voru einnig var á međal keppenda sem voru 31 talsins. Í stuttri rćđu fyrir mótiđ sagđi Helgi frá ţví ađ  eftir ađ VALS-HRÓKURINN fannst fyrir nokkrum árum síđan hafi Valsmótiđ - og keppninni um ţennan timbrađa bikar - veriđ reist viđ og ţađ hafi gerst međ móti sem haldiđ var í Lollastúkunni voriđ 2013. Ţá var Hermann Gunnarsson međal keppenda en hann lést nokkrum vikum síđar.

P1040100

Ţví nćst kynnti Helgi til sögunnar Halldór Einarsson, HENSON, sem gaf flesta vinninga til mótsins. Helgi sagđi ađ ekki einungis vćri Halldór félagsmálatröll og iđnjöfur međ meiru, heldur einnig afreksmađur í knattspyrnu og minnti á ađ ţrisvar sinnum hefđi Halldór hann hampađ Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu međ félögum sínum í Val á árunum 1966 – 1976.

P1040102

Halldór gerđi sögu VALS-HRÓKSINS  nokkur skil í stuttu ávarpi og síđan var Ragnar Gunnarsson, bróđir Hemma Gunn, fenginn til ađ leika fyrsta leik mótsins  en ţađ gerđi hann fyrir Jón L. Árnason sem tefldi viđ Gauta Pál Jónsson í fyrstu umferđ.

P1040114

Međal verđlauna voru árskort á leiki Vals í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Valstreyja sem leikmenn Vals á fjórđa áratug síđustu aldar íklćddust í kappleikjum en nokkrar treyjur voru endurhannađar af af HENSON í tilefni af  100 ára afmćli Vals 11 .maí 2011. Sigurvegarinn fékk einn slíkan búning og svo var dregiđ um eina slíka treyju og varđ Aron Ţór Mai hlutskarpastur. Viđ mótslit fengu allir  ţátttakendur 20 ára og yngri keppnistreyju frá HENSON.  

Lokastađan á Chess-Results.


Davíđ og Hannes efstir á Wow air vormóti TR

Davíđ Kjartansson og dóttirÍ gćr fóru fram frestađar skákir úr fimmtu umferđ Wow air vormóts Taflfélag Reykjavíkur. Davíđ Kjartansson (2364), sem vann Oliver Aron Jóhannesson (2212) er efstur ásamt stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánssyni (2560) sem gerđi jafntefli viđ Braga Ţorfinnsson (2429). Ţeir hafa 4 vinninga. Ingvar Ţór Jóhannesson (2368) og Sigurđur Dađi Sigfússon (2319) koma nćstir međ 3˝ vinning.

Úrslit umferđarinnar má nálgast á Chess-Results.

Í sjöttu og nćstíđustu umferđ sem fram fer á mánudagksvöldiđ mćtast međal annars: Hannes - Ingvar Ţór og Davíđ - Sigurđur Dađi.

B-flokkur:

Sverrir Örn Björnsson (2097) er efstur međ 4 vinninga og Halldór Pálsson (2021) er annar međ 3˝ vinning. Vignir Vatnar Stefánsson (1909), Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2014) og Stefán Bergsson (2063) eru í 3.-5. sćti međ 3 vinninga. 

Í nćstsíđustu umferđ mćtast međal annars Hallgerđur Helga - Sverrir Örn og Halldór - Stefán.


Einar međ fullt hús á Skákmóti öđlinga

Einar ValdimarssonEinar Valdirsson (1945) er í miklu stuđi á Skákmóti öđlinga sem nú er í gangi. Í fimmtu umferđ, sem fram fór í gćr, vann hann Guđlaugu Ţorsteinsdóttur (1943) en í umferđinni áđur var Ţorvarđur F. Ólafsson (2222) á matseđli Einars. Einar hefur fullt hús og hefur vinnings forskot á Ţorvarđ og Halldór Pállsson (2030). Guđlaug og Magnús Kristinsson (1765) koma nćst međ 3˝ vinning. 

Sjötta og nćstsíđasta umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Einar - Magnús, Ţorvarđur - Halldór og Guđlaug - Ögmundur Kristinsson (2030).

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 8778865

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband