Leita í fréttum mbl.is

Jón Viktor skákmeistari Vals

P1040124

 

Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari Vals annađ áriđ í röđ en hann varđ langefstur á skákmóti Vals sem fram fór í Lollastúkunni í félagsheimili Vals ađ  Hlíđarenda. Jón Viktor átti titil ađ verja ţar sem hann vann Valsmótiđ einnig í  fyrra sem jafnframt var minningarmót um hinn dáđa Valsmann og skákunnenda Hermann Gunnarsson. Sigur Jóns Viktors var afar öruggur en hann hlaut 7 ˝  vinning af 9 mögulegum. Jón Viktor náđi snemma forystunni og hélt henni til loka.

P1040119

Nćstir komu stórmeistarinn Jón L. Árnason og Ingvar Ţ. Jóhannesson en ţeir hlutu 6 ˝ vinning hvor. Efstur og ţar međ sigurvegari í flokki 16 ára og yngri var Gauti Páll Jónsson en hann hlaut 5 vinninga. Tefldar voru  níu umferđir og  tímafyrirkomulagiđ var 5 2. 

P1040116

Ađalskákstjóri mótsins var Helgi Ólafsson en honum til ađstođar voru Gunnar Björnsson forseti SÍ og Stefán Bergsson en ţeir voru einnig var á međal keppenda sem voru 31 talsins. Í stuttri rćđu fyrir mótiđ sagđi Helgi frá ţví ađ  eftir ađ VALS-HRÓKURINN fannst fyrir nokkrum árum síđan hafi Valsmótiđ - og keppninni um ţennan timbrađa bikar - veriđ reist viđ og ţađ hafi gerst međ móti sem haldiđ var í Lollastúkunni voriđ 2013. Ţá var Hermann Gunnarsson međal keppenda en hann lést nokkrum vikum síđar.

P1040100

Ţví nćst kynnti Helgi til sögunnar Halldór Einarsson, HENSON, sem gaf flesta vinninga til mótsins. Helgi sagđi ađ ekki einungis vćri Halldór félagsmálatröll og iđnjöfur međ meiru, heldur einnig afreksmađur í knattspyrnu og minnti á ađ ţrisvar sinnum hefđi Halldór hann hampađ Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu međ félögum sínum í Val á árunum 1966 – 1976.

P1040102

Halldór gerđi sögu VALS-HRÓKSINS  nokkur skil í stuttu ávarpi og síđan var Ragnar Gunnarsson, bróđir Hemma Gunn, fenginn til ađ leika fyrsta leik mótsins  en ţađ gerđi hann fyrir Jón L. Árnason sem tefldi viđ Gauta Pál Jónsson í fyrstu umferđ.

P1040114

Međal verđlauna voru árskort á leiki Vals í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Valstreyja sem leikmenn Vals á fjórđa áratug síđustu aldar íklćddust í kappleikjum en nokkrar treyjur voru endurhannađar af af HENSON í tilefni af  100 ára afmćli Vals 11 .maí 2011. Sigurvegarinn fékk einn slíkan búning og svo var dregiđ um eina slíka treyju og varđ Aron Ţór Mai hlutskarpastur. Viđ mótslit fengu allir  ţátttakendur 20 ára og yngri keppnistreyju frá HENSON.  

Lokastađan á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 8764053

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband