Fćrsluflokkur: Spil og leikir
5.5.2015 | 11:47
Velheppnađar skákbúđir Fjölnis í Vatnaskógi 30. apríl og 1. maí
Ţađ voru 27 skákkrakkar á aldrinum 8 - 15 ára sem tóku ţátt í Sturlubúđum í Vatnaskógi, skákbúđum Fjölnis í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands. Ţetta var í annađ skipti sem krakkarnir lögđu af stađ í Vatnaskóg en eins og skákmönnum er í fersku minni ţá varđ skelfilegt óhapp í fyrri ferđinni ţegar rútunni hvolfdi í flughálku í brattri brekku. Nú átta vikum síđar var hópurinn mćttur í skóginn og ţar beiđ krakkanna frábćr tveggja daga dvöl frá fyrstu mínútu til ţeirrar síđustu. Tíminn í Vatnaskógi var velnýttur til skákkennslu og ţar fóru ţau Hannes Hlífar, Stefán Bergsson og Lenka Ptacnikova á kostum og héldu krökkunum vel viđ efniđ í allt ađ tvćr klukkustundir í senn. Frjálsi tíminn á milli skákćfinga var líka vel ţeginn ţví ţú ţustu krakkarnir í leik í íţróttahúsinu ţar sem hoppukastali, borđtennis, ţytborđspil, pool og boltaleikir voru í bođi.
Ađstađan í Vatnaskógi er alveg frábćr til gistingar og í matar-og kaffitímum er bođiđ upp á fullt borđ krćsinga. Um kvöldiđ var fariđ í bingó sem fararstjórarnir Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar og Hjalti Magnússon foreldri stjórnuđu og buđu upp á fjölda vinninga. Bingóin hjá Fjölni eru bćđi hefđbundin og óhefđbundin til skiptis sem gera ţau ótrúlega skemmtileg og spennandi. Eftir kennslustund síđari dagsins lauk skákbúđunum međ glćsilegu GÓU-skákmóti ţar sem átta glćsileg páskaegg frá Helga í Góu voru í verđlaun. Stefán Bergsson stjórnađi mótinu og grunnskólameistararnir úr Rimaskóla ţeir Jóhann Arnar Finnsson og Joshua Davíđsson urđu ţar í efstu sćtum. Hilmir Arnarson Íslandsmeistari međ Rimaskóla 10 ára og yngri og Ágúst Ívar Árnason sem var í bestu E sveit Íslandsmóts barnaskólasveita međ Rimaskóla urđu í nćstu sćtum. Ađrir verđlaunahafar voru ţau Kristján Dagur sem leiđir sveit Langholtsskóla, yngsti ţátttakandinn Adam Ómarsson, Ylfa Ýr Welding skákdrottning Foldaskóla og Arnór Gunnlaugsson enn einn Rimaskóla- Íslandsmeistarinn frá Íslandsmóti barnaskólasveita í 1. - 4. bekk. Veđriđ lék viđ skákbúđarkrakka sem mynduđu einstaklega ţćgilegan og samstćđan hóp. Á báđum leiđum til og frá skákbúđunum var krökkunum bođiđ ađ ganga óhappabrekkuna frá í mars og var ţađ áhrifaríkt og gott til ađ vinnast á viđ mögulegan ótta eftir ađ lenda í hćttulegum ađstćđum.
Skákdeild Fjölnis naut styrkja og stuđnings frá Sturlu Péturssyni í Gúmmívinnustofunni sem heiđrar minningu afa síns og alnafna međ myndarlegum stuđningi, BYKÓ og Ásbirni ehf.
4.5.2015 | 15:54
Henrik sigrađi á alţjóđlegu móti í Kaupmannahöfn
Henrik Danielsen (2520) sigrađi á alţjóđlega mótinu, Copenhagen Chess Challange, sem lauk í Kaupmannahöfn í gćr. Henrik hlaut 7 vinninga í 9 skákum og var jafn ţýska alţjóđlega meistaranum Thorsten Michael Haub (2412) ađ vinningum en fékk gulliđ eftir stigaútreikning.
Frammistađa Henriks samsvarađi 2599 skákstigum og hćkkar hann um 9 stig fyrir hana.
Einstaklingsárangur Henriks má nálgast hér.
4.5.2015 | 11:28
Vesturbćjarbiskupinn fer fram á fimmtudaginn
Skákakademían og Vesturgarđur standa fyrir Vesturbćjarbiskupnum sem tefldur verđur 7. maí. Mótiđ fer fram í Hagaskóla er ćtlađ nemendum á grunnskólaaldri og eru krakkar úr Vesturbćnum sérstaklega hvattir til ađ mćta.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). ATH. Ađeins 50 sćti í bođi.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2015 | 10:23
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Mánudaginn 4. maí 2015 verđur atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
3.5.2015 | 23:12
Nansý Norđurlandmeistari í skólaskák - Hrund međ silfur
Nansý Davíđsdóttir varđ í dag Norđurlandameistari í stúlkna í c-flokki (12 ára og yngri). Mótiđ fór fram um helgina í Kolding í Danmörku. Nansý hlaut 4,5 vinning í 5 skákum. Hrund Hauksdóttir varđ í 1.-2. sćti í a-flokkur (20 ára og yngri) međ 4 vinninga en fékk silfriđ eftir stigaútreikning. Frábćr árangur hjá ţeim Grafarvogsstöllum!
A-flokkur (u20)
Árangur Hrundar er mjög eftirtektarverđur ekki síst í ljósi ţess ađ hún var nćststigalćgst átta keppenda! Ţađ var Jessica Bengtson (2012), sem var langstigahćst keppenda sem náđi gullinu.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1631) varđ 5. sćti međ 2 vinninga en hún var stigalćgst keppenda.
Ţćr stöllur hćkka báđar vel á stigum fyrir frammistöđuna. Hrund um 39 stig en Veronika um 29 stig.
Lokastöđuna má finna á Chess-Results.
B-flokkur (u16)
Hildur Berglind Jóhannsdóttir (1150) hlaut 2 vinninga og varđ í sjöunda sćti af 10 keppendum. Svava Ţorsteinsdóttir (1000) hlaut 1,5 vinning og varđ í áttunda sćti.
Ţađ var vitađ fyrirfram ađ ţetta yrđi erfitt hjá ţeim. Ţeir mega ágćtlega viđ una enda fyrirfram rađađ í 8. og 10. sćti miđađ viđ skákstig.
Lokastöđuna má finna á Chess-Results.
C-flokkur (u12)
Nansý Davíđsdóttir (1676) vann mótiđ međ nokkrum yfirburđum. Nansý hlaut 4,5 vinning og varđ vinningi fyrir ofan Anna Cramling Bellon (1925) sem er dóttir Piu Cramling.
Freyja Birkisdóttir (1001), vann í lokaumferđinni og varđ í 9.-12. sćti međ 1,5 vinning. Getur vel viđ unađ miđađ viđ ungan aldur.
Fararstjóri stelpnanna var Einar Hjalti Jensson, landsliđsţjálfari. Hann skilađi frábćru verki međ stelpurnar.
3.5.2015 | 22:41
Björn Hólm og Vignir Vatnar Íslandsmeistarar í skólaskák
Íslandsmótiđ í skólaskák fór fram um helgina í Fischersetri á Selfossi. Mótiđ var afar spennandi og skemmtilegt. Svo fór ađ báđir titlarnir fóru til Kópavogs. Björn Hólm Birkisson, Smáraskóla, hampađi titlinum í eldri flokki og Vignir Vatnar Stefánsson, Hörđuvallaskóla, í ţeim yngri.
Eldri flokkur
Björn Hólm Birkisson hlaut 11 vinninga í 12 skákum og var 1,5 vinningi fyrir ofan Akureyringinn Jón Kristin Ţorgeirsson og Hilmir Freyr Heimisson úr Patreksfirđi sem urđu í 2.-3. sćti. Jón hlaut silfriđ eftir stigaútreikning.
Röđ efstu manna:
- 1. Björn Hólm Birkisson 11 v.
- 2. Jón Kristinn Ţorgeirsson 9,5 v. (50,25)
- 3. Hilmir Freyr Heimisson 9,5 v. (48,5)
- 4. Dawid Kolka 9 v.
- 5. Bárđur Örn Birkisson 8 v.
- 6. Felix Steinţórsson 7,5 v.
- 7.-8. Heimir Páll Ragnarsson og Gauti Páll Jónsson 6,5 v.
Mótstöfluna má finna á Chess-Results.
Yngri flokkur
Vignir Vatnar Stefánsson hlaut 10 vinninga í 11 skákum í yngri flokki. Róbert Luu, sem einnig er úr Kópavogi, nánar tekiđ Álfhólsskóla, varđ annar međ 9,5 vinning og Óskar Víkingur Davíđsson úr Ölduselsskóla í Reykjavík varđ ţriđji. Ţessir ţrír voru í nokkrum sérflokki.
Röđ efstu manna:
- 1. Vignir Vatnar Stefánsson 10 v.
- 2. Róbert Luu 9,5 v.
- 3. Óskar Víkingur Davíđsson 9 v.
- 4. Halldór Atli Kristjánsson 7 v.
- 5. Stefán Orri Davíđsson 6,5 v.
- 6.-7. Alexander Oliver Mai og Almar Máni Ţorsteinsson 5,5 v.
- 8. Katla Torfadóttir 4,5 v.
- 9. Sindri Snćr Kristófersson 4 v.
Góđur árangur Sunnlendinganna Almars og Kötlu er ánćgjulegur og vert er ađ benda á góđan árangur yngsta keppendans Stefáns Orra.
Mótstöfluna má finna á Chess-Results.
Landsmótsstjóri var Stefán Bergsson. Honum til ađstođar viđ skákstjórn voru Steinţór Baldursson og Gunnar Björnsson. Fyrir hönd heimamanna báru Aldís Sigfússon, frá Fischersetri og Björgvin G. Guđmundsson, formađur Skákfélag Selfoss og nágrennis, hitann og ţungann af mótshaldinu og gerđu ţeđ međ miklum sóma!
Mótiđ var langt og strangt og ţađ má vel greina töluverđa ţreytu í myndunum af verđlaunahöfunum!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2015 | 22:13
Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar
Í dag fóru fram tvćr síđustu umferđirnar í fjórđa og síđasta móti Bikarsyrpu TR ţetta tímabiliđ og var loftiđ sannarlega lćvi blandiđ í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni. Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur ađ tínast á skákstađ, enn á ný tilbúnir ađ murka líftóruna úr andstćđingum sínum, alltsvo á hinum mögnuđu 64-reita borđum.
Fyrir fjórđu umferđ leiddi Nikulás Ýmir Valgeirsson međ fullt hús vinninga en Hjörtur Kristjánsson, Bjarki Ólafsson og Mykhaylo Kravchuk komu í humátt međ 2,5 vinning. Ţeir fjórir mćttust í innbyrđis viđureignum og ljóst var ađ hart yrđi barist til ađ vera í sem bestri stöđu fyrir loka-orrustuna síđar um daginn. Svo fór ađ Bjarki vann Nikulás nokkuđ örugglega međ hvítu mönnunum, stillti mönnum sínum vel upp á međan svörtu fótgönguliđarnir voru fullrólegir. Endađi sú barátta međ mikilli beyglu svarts ţar sem drottningin var á óćskilegu flandri í kringum menn sína, sem ţvćldust fyrir hennar hátign, og hlaut fyrir vikiđ skjótan endi á sínu lífi er Bjarki slátrađi henni međ laglegri fráskák.
Međ sigrinum skaust Bjarki frammúr Nikulási en viđ hliđ ţeirra, á öđru borđi, stýrđi Hjörtur hinum ljósu taflmönnum gegn eilítiđ dekkri hermönnum Mykhaylos. Hart var barist en ađ lokum sćttust ţeir félagar á skiptan hlut í stöđu sem virtist gefa ágćtis tilefni til ţess enda höfđu báđir einn riddara og jafnmörg peđ hvor.
Međ fyrrgreindu jafntefli var Bjarki kominn í kjörstöđu fyrir lokaumferđina, einn á hinum kalda toppi međ 3,5 vinning, en heil strolla sex keppenda beiđ rétt fyrir neđan tindinn eftir tćkifćri til ađ hrifsa hásćtiđ af honum, enda ađeins hálfum vinningi á eftir.
Ţegar keppendur settust gegnt hver öđrum í fimmtu og síđustu umferđ mátti nánast skera loftiđ, svo mikil var spennan. Ef rýnt var vel í hinar sex gerđir vígamannanna á hinum ferköntuđu og köflóttu reitum var líkt og blóđ drypi af tönnum ţeirra og vopn ţeirra vćru ţyngri og öflugri en gengur og gerist.
Á efsta borđi stýrđi Mykhaylo hvítu mönnunum gegn svörtum bandítum Bjarka og úr varđ löng og ströng barátta ţar sem stöđuleg togstreita einkenndi fyrri hluta rimmunnar. Jafnt og ţétt saumađi Mykhaylo ţó ađ kóngi Bjarka og var skjól hins dökkklćdda kóngs orđiđ allgisiđ sem leiddi til ţyngri og ţyngri varnar hinna vinnandi hermanna. Bjarki barđist vel, reyndi ađ kreista fram gagnsókn en varđ ađ lokum ađ játa sig sigrađan eftir hetjulega baráttu.
Međ sigrinum ruddi Mykhaylo Bjarka úr toppsćtinu en bíđa ţurfti eftir lokum annarra viđureigna til ađ fá á hreint hver stćđi uppi sem sigurvegari ţar sem mjótt var á munum. Á ţriđja borđi höfđu Kristján Dagur Jónsson og Alexander Már Bjarnţórsson gert jafntefli eftir ađ sá fyrrnefndi hafđi haft vćnlega stöđu í hróksendatafli. Ţví var ljóst ađ hvorugur ţeirra nćđi Mykhaylo ađ vinningum.
Augu viđstaddra beindust ţví ađ öđru borđi ţar sem fram fór verulega svakaleg barátta á milli Nikulásar og Hjartar ţar sem sá fyrrnefndi fékk ađ hefja skákina, enda stýrandi hvítu mönnunum. Eftir ađ mönnum hafđi veriđ stillt upp blés Nikulás í herlúđra, öllu heldur stríđslúđra, ţví hann fórnađi manni til ađ komast betur ađ kóngi Hjartar. Úr varđ ađ sóknin var ekki nćgilega öflug og virtist Hjörtur vera međ vörnina á hreinu allan tímann, en smámsaman skapađist algjör glundrođi á vígvellinum ţar sem Hjörtur var međ margskonar máthótanir á hendur hvíta kónginum. Nikulás stríddi kóngi svarts ţó lengi vel međ hrókum sínum tveimur ásamt biskupi enda stađan á borđinu opin í alla enda. Ađ lokum ţvarr ţó skákir hvíts og eftirleikurinn var auđveldur fyrir svartan.
Hjörtur jafnađi ţarna Mykhaylo ađ vinningum en eftir stigaútreikning var sá síđarnefndi eilítiđ ofar og vann ţví sitt annađ mót í Bikarsyrpunni glćsilegt hjá Mykhaylo. Árangur Hjartar er eftirtektarverđur ţar sem hann hefur ekki sést á mótum áđur og hóf taflmennsku fyrir skömmu síđan. Ţrír keppendur komu nćstir í mark međ 3,5 vinning; Alexander Már, Bjarki og Kristján Dagur en Alexander hlaut ţriđja sćtiđ eftir ţrefaldan stigaútreikning. Umrćddur Mykhaylo hlaut einnig vegleg verđlaun fyrir bestan samanlagđan árangur í mótunum fjórum en fyrir hann fékk hann fimm fría einkatíma hjá einum af alţjóđlegu meisturunum í TR auk glćsilegs farandbikars. Aron Ţór Mai og Guđmundur Agnar Bragason urđu í öđru og ţriđja sćti yfir samanlagđan árangur og hlutu sömuleiđis einkatíma ađ launum.
Vel heppnađri eldskírn Bikarsyrpunnar er lokiđ og viljum viđ í Taflfélagi Reykjavíkur koma á framfćri ţökkum til allra glćsilegu keppendanna ásamt foreldrum og forráđamönnum fyrir ađ búa til međ okkur skemmtilega mótasyrpu sem verđur án nokkurs vafa endurtekin á nćsta tímabili.
2.5.2015 | 20:44
Hrund og Nansý efstar á NM stúlkna
Íslensku stúlkunum gengur vel á NM stúlkna sem nú er í gangi í Kolding í Danaveldi. Sérstaklega Nansý Davíđsdóttir sem er ein efst í c-flokki og Hrund Hauksdóttir sem er efst í a-flokki ásamt annarri skákstúlku. Mótinu lýkur í fyrramáliđ međ fimmtu og síđustu umferđ.
A-flokkur (u20)
+Hrund Hauksdóttir (1730) hefur 3 vinninga og er efst ásamt Jessicu Bengstsson (2012). Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1631) er í 4.-5. sćti međ 2 vinninga. Veronika mćtir Jessicu í lokaumferđinni.
B-flokkur (u16)
Svava Ţorsteinsdóttir (1000) hefur 1,5 vinning og er í 7. sćti. Hildur Berglind Jóhannsdóttir (1150) hefur 1,5 vinning og er í 8.-9. sćti.
C-flokkur (u12)
Nansý Davíđsdóttir (1676) er efst međ 3,5 vinning. Freyja Birkisdóttir (1001) er í tólfta sćti međ 0,5 vinning.
Fararstjóri stelpnanna er Einar Hjalti Jensson. Lokaumferđin hefst kl. 8 í fyrramáliđ.
2.5.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen á sigurbraut í Aserbadsjan
Magnús Carlsen er aftur sestur ađ tafli og heldur uppteknum hćtti ađ veita ráđningu kunningjum sínum í efstu sćtum heimslistans. Viđkomustađur hans á ţessari mögnuđu sigurgöngu er nú borgin Shamkir í Asderbadsjan ţar sem tíu manna mót stendur yfir og lýkur um helgina. Mótiđ er haldiđ til minningar um dáđan stórmeistara Asera, Vugar Gashimov. Eftir sex umferđir er Magnús efstur međ 4 ˝ vinning, nćstur er Filippseyingurinn Wesley So međ 4 vinninga, í 3. sćti er Anand međ 3 ˝ vinning, Caruana og Mamedyarov eru í 4. 5. sćti međ 3 vinninga; í 6. 9. sćti međ 2 ˝ vinning eru Kramnik, Mamedov, Vachier-Lagrave og Giri. Lestina rekur svo Michael Adams međ 2 vinninga. Ţó mótiđ sé augljóslega vel skipađ vantar nokkra toppmenn, t.d. Nakamura og Aronjan.
Magnús hefur eins og áđur hefur komiđ fram veriđ óútreiknanlegur hvađ byrjanaval snertir. Á ţví hefur Caruana fengiđ ađ kenna undanfariđ. Ítalinn hvíldi kóngspeđiđ í skák ţeirra í ţriđju umferđ. Gegn drottningarpeđsbyrjun kaus Magnús ađ tefla grjótgarđsafbrigđi hollensku varnarinnar og vann örugglega. Ţessi byrjun sem kom mikiđ viđ sögu í heimsmeistaraeinvígi Botvinniks og Bronsten áriđ 1951, komst aftur í tísku áratugum síđar eđa uppúr 1985. Ţá var grjótgarđurinn aftur farinn ađ bíta og skákmenn á borđ viđ Artur Jusupov, Nigel Short og Simen Agdestein beittu ţessari byrjun viđ hvert tćkifćri. Einfaldasta starategía hvíts hefur löngum veriđ talin sú ađ ná fram uppskiptum á svartreita biskupunum og tefla síđan upp á hćgfara ţrýsting á drottningarvćng og miđborđi. Eitthvađ fór ađ halla undan fćti hjá helstu merkisberum grjótgarđsins; og sumir gerđust afhuga uppbyggingu sem býđur uppá ţungaflutninga og skotgrafahernađ.
En sagan endurtekur sig alltaf líka í skákinni. Samt er eins og Magnús Carslen veki skyndilega upp gamlan draug. Fyrr árinu beitti hann grjótgarđinum gegn Anand og vann á skákmóti í Ţýskalandi. Nú var komiđ ađ Caruana:
Fabiano Caruana Magnús Carlsen
Hollensk vörn
1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. c4 c6 5. Rf3 d5 6. O-O Bd6 7. b3 De7
Leikur Jusupovs, svartur hindrar uppskipti á svartreita biskupum ađ hćtti Botvinniks međ Ba3.
8. Bb2 b6 9. Re5 Bb7 10. Rd2 O-O 11. Hc1 a5
Ţekkt úr skákum níunda áratugarins og mikilvćgur ţáttur í uppbyggingu svarts, drottningarriddarinn stendur best á a6.
12. e3 Ra6 13. Rb1 Bxe5!?
Ţriđja vers. Svartur gerir best í ađ losa sig viđ ţennan riddara.
14. dxe5 Re4 15. De2 a4 16. Rc3 axb3 17. axb3 Db4 18. Rxe4 dxe4 19. Dc2 Rc5 20. Bc3 Dxb3 21. Dxb3 Rxb3 22. Hb1 Rc5 23. Hxb6 Ra4 24. Hxb7 Rxc3 25. He7 Hfe8 26. Hxe8 Hxe8 27. Ha1 Hd8 28. Bf1 c5 29. Ha3 Rb1 30. Ha1 Rd2 31. Be2?
Betra var 31. Kg2.
31. ... Rf3+! 32. Bxf3 exf3 33. h3 h5 34. g4 fxg4 35. hxg4 h4 36. Kh2 Hd2 37. Kh3 g5 38. e4
Leggur lúmska gildru fyrir Magnús, 38. ... Hxf2 blasir en hvítur á svariđ 39. Ha8+ Kf7 40. Ha7+ Ke8 41. He7+! og eltir síđan kónginn eftir 7-reitaröđinni. Hirđi kóngurinn hrókinn er hvítur patt!
Eftir ţetta falla hvítu peđin eins og flugur.
39. Ha8 Kf7 40. Ha3 Hxc4 41. Hxf3 Ke7 42. He3 Hd4 43. f3 c4 44. Ha3 Hd3 45. Ha7 Kd8 46. Kg2 c3 47. Ha4 c2 48. Hc4 Hd2 49. Kh3 Kd7 50. Hc5 Hf2 51. f4 Hf3 52. Kh2 Hxf4
og Caruana gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. apríl 2015.
Spil og leikir | Breytt 27.4.2015 kl. 14:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2015 | 14:23
Björn Hólm og Vignir Vatnar efstir á Landsmótinu í skólaskák
Björn Hólm Birkisson er efstur í eldri flokki Landsmótsins í skólaskák ađ loknum tveimur umferđum í dag. Vignir Vatnar Stefánsson er efstur í yngri flokki. Taflmennska hefst aftur í eldri flokki kl. 14:30 í dag á međan yngri flokkurinn fer í sveitarferđ.
Eldri flokkur
Níu umferđum er ólokiđ. Stađan er nokkuđ óljós ţar sem keppendur hafa ýmist klárađ 8 eđa 9 skákir.
Baráttan virđist vera fyrst og millis Björns Hólms og Hilmis Freys.
- 1. Björn Hólm Birkisson 7,5 v. af 8
- 2. Hilmir Freyr Heimisson 7 v. af 8
- 3.-4. Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dawid Kolka 6,5 v. af 9
- 5. Bárđur Örn Birkisson 5,5 v. af 9
- 6. Felix Steinţórsson 5 v. af 8
Yngri flokkur:
Átta umferđum er lokiđ í yngri flokki. Ţar skera fjórir keppendur sig nokkuđ útúr.
- 1. Vignir Vatnar Stefánsson 7,5 v
- 2. Róbert Luu 7 v.
- 3.-4. Óskar Víkingur Davíđsson og Halldór Atli Kristjánsson 6 v.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 8778869
Annađ
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar