Fćrsluflokkur: Spil og leikir
Magnús Carlsen sigrađi á minningarmótinu um Vigar Gashmov í Aserbaídsjan sem lauk um síđustu helgi. Hann fékk 7 vinninga af níu mögulegum og er ţađ árangur sem reiknast uppá tćplega 3000 elo-stig. Magnús er nú međ 2876 elo-stig. Yfirburđir hans ţessi misserin eru miklir og eins og sakir standa er vandfundinn sá skákmađur sem getur ógnađ veldi hans. En mótinu í Aserbaídsjan var ekki fyrr lokiđ en athyglin beindist vestur um haf. Í St. Louis í Mississippi-ríki settist hinn 52 ára gamli Garrí Kasparov niđur viđ ţađ sem hann gerir best ađ tefla og háđi 10 skáka einvígi viđ gamlan kunningja sem hann hefur margoft tuskađ til áđur, enska stórmeistarann Nigel Short. Tíu ár eru liđin frá ţví ađ Kasparov hćtti taflmennsku og sneri sér ađ pólitík. Kasparov hafđi ţá unniđ til fjögurra ólympíugullpeninga fyrir Rússland á árunum 1992-2002 og átti kannski von á vinsamlegri viđtökum en ţeim sem hann hefur mátt lifa viđ: morđhótunum, barsmíđum og fangelsunum. Svo fór hann ađ hann hraktist úr heimalandi sínu og býr nú í New York ásamt fjölskyldu sinni. Ţeir Short tefldu tvćr atskákir, 25 10 og átta hrađskákir, 5 3. Kasparov vann 8˝ : 1˝ . Í einu tapskákinni féll hann á tíma og var ţá međ betri stöđu. Einvígiđ tók tvo daga, eftir fyrri daginn var stađan 3 ˝ : 1 ˝ en seinni daginn vann Kasparov allar skákirnar. Persónulega fannst mér Garrí full hógvćr í yfirlýsingum eftir einvígiđ ţar sem hann taldi engar líkur á ađ hann myndi gera atlögu ađ heimsmeistaratitlinum. Ţađ blasir viđ ađ Magnús myndi ekki eiga auđvelt verk fyrir höndum ef til einvígis ţeirra kćmi. Taflmennska Kasparov logađi af krafti. Ţeir sem skođa skákir hans ćttu alltaf ađ veita ţví athygli hversu sterk áhersla hans á frumkvćđiđ er. Hann er tilbúinn ađ kaupa ţađ dýru verđi sbr. eftirfarandi hrađskák:
St. Louis 2015; 8. skák
Nigel Short Garrí Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. d4
Short sem löngum hefur ţótt góđur kóngspeđsmađur átti ekkert svar viđ sikileyjarvörn Kaspaovs í ţessu einvígi. Hann leitar ţví á náđir drottningarpeđs-byrjunar ekkert dugar.
1. ... Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 h6 5. Bh4 d6 6. c3 g5 7. Bg3 Rh5 8. e3 Rd7 9. Bd3 e6 10. O-O De7 11. a4 f5 12. Re1 Rdf6 13. f4 Rxg3 14. hxg3 O-O 15. e4 c5!?
Rökrétt. Svartur rćđst til atlögu viđ miđborđiđ en leikurinn ber einnig međ sér lúmska gildru.
16. dxc5
Short hefđi sennilega átt ađ leika 16. exf5, 16. Rc2 er lakara vegna 16. ... c4! Nú hrifsar Kasparov tíl sín frumkvćđiđ.
16. ... d5! 17. exf5 Dxc5+ 18. Kh1 exf5 19. Rb3 De3 20. Df3
Valdar g3-peđiđ og býđur drottningar-uppskipti.
Finnur h5-reitinn, eftir ađ riddarinn kemst til g4 verđur erfitt ađ verja kóngsstöđuna.
21. Rc2 Rg4 22. Kg1 Dh5 23. Hfe1 Bd7!
Virkjar báđa hrókana hótunin er 24. ... Hae8.
24. Dxd5+ Kh8 25. Dxd7 Dh2+ 26. Kf1 Had8 27. Dxb7 Dxg3 28. He2 Hxd3 29. Rc5 Dxf4+ 30. Ke1 Dg3+
Ţađ er erfitt ađ finna leik sem ekki vinnur en hér kemur ţó einn, 30. ... Hxc3?? 31. Dxg7+! Kxg7 32. Re6+ ásamt 33. Rxf4 og hvítur stendur til vinnings.
31. Kf1 Dh4 32. g3 Hxg3 33. Re6 Hg8 34. Rxg7 Rh2+ 35. Ke1 Rf3+ 36. Kf2 Hh3 37. Ke3 Df4 38. Kd3 Re5 mát!
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. maí 2015.
Spil og leikir | Breytt 4.5.2015 kl. 10:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2015 | 19:25
Björn teflir í landsliđsflokki Íslandsmótsins í skák
Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2407) tekur sćti í landsliđsflokki Íslandsmótsins í skák sem fram fer 14.-24. maí nk. Hann tekur sćti Ţrastar Ţórhallssonar sem ţurfti draga sig út úr mótinu af persónulegum ástćđum.
Keppendalistinn:
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2590)
- GM Jóhann Hjartarson (2566)
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2561)
- GM Héđinn Steingrímsson (2532)
- GM Henrik Danielsen (2520)
- GM Jón L. Árnason (2499)
- GM Stefán Kristjánsson (2485)
- IM Guđmundur Kjartansson (2474)
- IM Bragi Ţorfinnsson (2416)
- IM Björn Ţorfinnsson (2407)
- FM Sigurđur Dađi Sigfússon (2319)
- WGM Lenka Ptácníková (2284)
9.5.2015 | 12:00
Hannes efstur fyrir lokaumferđ Wow air vormótsins
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson en einn efstur fyrir lokaumferđina í Wow air vormóti Taflfélags Reykavíkur. Mikiđ var um frestanir í sjöttu umferđinni enda eru margir keppenda ađ ţreyta próf um ţessar mundir.
Hannes sem sigrađi Ingvar Ţór Jóhannesson örugglega í frestađri skák á miđvikudagskvöldiđ er međ fimm vinninga eftir sex skákir, hálfum vinning á undan Davíđ Kjartanssyni sem gerđi jafntefli viđ Sigurđ Dađa Sigfússon í 100 leikja marathon og tímahraksskák. Sigurđur varđist ţar afar fimlega í flókinni og erfiđri stöđu og í tímahraki í ofanálag.
Sigurđur og Einar Hjalti Jensson sem sigrađi alţjóđameistarann Braga Ţorfinnsson í spennandi skák eru svo jafnir í ţriđja til fjórđa sćti međ fjóra vinninga.
Í B flokki eru Halldór Pálsson sem sigrađi Stefán Bergsson örugglega og Sverrir Örn Björnsson sem gerđi jafntefli viđ landsliđskonuna Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur efstir, en ţeir hafa báđir fjóra og hálfan vinning eftir sex skákir. Hinn ungi Vignir Vatnar Stefánsson er ţriđji međ fjóra vinninga en hann sigrađi Jóhann Óla Eiđsson sannfćrandi.
Í lokaumferđinni í A flokki sem fer fram á mánudagskvöld mćtast međal annarra Einar Hjalti og Hannes, Ingvar Ţór og Kjartan og Sigurđur Dađi mćtir Degi Ragnarssyni.
Í B flokki mćtir Sverrir Örn Stefáni Bergssyni, međan liđsfélagarnir úr TR og sigurvegararnir úr yngri og eldri flokk Landsmótsins í skólaskák ţeir Vignir Vatnar og Björn Hólm Birkisson leiđa saman hesta sína.
Úrslit stađa og pörun í báđum flokkum má finna hér.
Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.
Allir velkomnir í feniđ á spennandi lokaumferđ í Wow air mótinu og ţađ verđur heitt á könnunni!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2015 | 09:44
Nýtt Fréttabréf SÍ komiđ út
Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í gćr. Međal efnis er:
- Ríkisstjórn Íslands styrkir EM landsliđa um 25 milljónir króna
- Nansý Norđurlandameistari stúlkna
- Björn Hólm Íslandsmeistari í skólaskák í eldri flokki
- Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skólaskák í yngri flokki
- Rimaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita
- Hörđuvallaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita
- Styttist í Íslandsmótiđ!
- Ađalfundur SÍ fer fram 30. maí
- Henrik sigrađi á móti í Kaupmannahöfn
- Jón Viktor skákmeistari Vals
- EM landsliđa 2015 - niđurtalning
- Mót á döfinni
Fréttabréfiđ má nálgast hér.
Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.
Eldri fréttabréf má nálgast hér.
8.5.2015 | 09:32
Hlynur Snćr ćfingameistari Hugins
Hlynur Snćr Viđarsson tryggđi sér ćfingameistaratitil Hugins á norđursvćđi á skákćfingu sem fram fór á Húsavík sl. mánudag. Hlynur krćkti í tvo vinninga á lokaskákćfingunni sem ţá fór fram, en Herman Ađalsteinsson, hans helsti keppninautur í vetur fékk fjóra vinninga, en ţađ dugđi ekki til. Smári Sigurđsson varđ efstur á ćfingu gćrkvöldins međ fimm vinninga af fimm mögulegum.

Hlynur hafđi ţrjá og hálfan vinning í forskot á Hermann fyrir lokaćfinguna og endađi ţví veturinn međ 82 vinninga eđa einum og hálfum vinningi meira en Hermann.
Ţetta er í fyrsta sinn sem Hlynur vinnur ţennan tiltil, en Pétur Gíslason og Smári Sigurđsson hafa unniđ hann einu sinni og Hermann Ađalsteinsson hefur unniđ hann ţrisvar sinnum.
Lokastađan eftir veturinn
Hlynur Snćr Viđarsson 82 Vinningar
Hermann Ađalsteinsson 80,5
Rúnar Ísleifsson 64
Sigurbjörn Ásmundsson 58,5
Smári Sigurđsson 37,5
Ármann Olgeirsson 23,5
Ćvar Ákason 21,5
Tómas Veigar Sigurđarson 18
Heimir Bessason 17,5
Jón Ađalst. Hermannsson 15
Sighvatur Karlsson 12,5
Jakub Piotr Statkewicz 7,5
Sigurđur Daníelsson 5,5
Sam Rees 4,5
Eyţór Kári Ingólfsson 3
Ásgeir Ingi Unnsteinsson 3
Guđmundur Hólmgeirsson 2,5
Heiđar Kristjánsson 2
Ari Ingólfsson 2
Hallur Birkir Reynisson 1,5
Viđar Njáll Hákonarson 1
Ketill Tryggvason 0,5
7.5.2015 | 12:20
Einar efstur fyrir lokaumferđ Skákmóts öđlinga
Einar Valdimarsson (1945) er í miklu stuđi á Skákmóti öđlinga. Hann vann í gćr Magnús Kristinsson (1765) er efstur međ fullt hús eftir sjöttu og og nćstsíđustu umferđ sem fram fór í gćr. Ţorvarđur F. Ólafsson (2222), sem vann Halldór Pálsson (2030) er annar međ 5 vinninga og er sá eini sem getur náđ Einari ađ vinningum.
Halldór, Ögmundur Kristinsson (2030), Eiríkur Björnsson (1959), Ólafur Gísli Jónsson (1900) og Haraldur Baldursson (1984) erí 3.-7. sćti međ 4 vinninga.
Lokaumferđin fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Haraldur-Einar, Ögmundur-Ţorvarđur og Eiríkur-Ólafur Gísli.
Spil og leikir | Breytt 8.5.2015 kl. 14:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 11:55
Lagabreytingartillögur fyrir ađalfund SÍ
Allmargar lagabreytingartillögur bárust fyrir ađalfund SÍ sem fram fer 30. maí nk. Smá samantekt má finna um ţćr hér.
Stofnađur hefur veriđ sér Facebook-hópur um tillögurnar ţar sem menn rökstudd tillögurnar og rćtt ţćr.
Tillögurnar sem bárust eru eftirfarandi.
Tillaga um sex liđa keppni á Íslandsmóti skákfélaga
Flutt af nefnd sem stjórn SÍ skipađi til ađ endurskođa reglur um Íslandsmót skákfélaga.
Helsta breytingin sem lögđ er til, er ađ sex liđ tefli tvöfalda umferđ í efstu deild í stađ tíu liđa sem tefla einfalda umferđ eins og er í dag.
Jafnframt fylgir međ greinagerđ og upplýsingar um ítarefni sem sérviđhengi.
Tillaga um átta liđa keppni á Íslandsmóti skákfélaga
Flutt af nefnd sem stjórn SÍ skipađi til ađ endurskođa reglur um Íslandsmót skákfélaga.
Lagt er til ađ átta liđ keppi í stađ tíu liđa nú.
Jafnframt fylgir međ greinagerđ og upplýsingar um ítarefni sem sérviđhengi.
Tillaga um skákstigaútreikning
Lagt er til ađ tekin verđi úr lögum sú skylda stjórnar SÍ ađ reikna út íslensk skákstig.
Flutt af Halldóri Grétari Einarssyni
Greinargerđ í sama viđhengi.
Tillögur um breytingar Íslandsmóti unglinga- og barna.
Fluttar af Gunnari Björnssyni og Stefáni Bergssyni
Lagt er ađ unglingamótum verđi breytt töluvert og teflt verđi í mun fleiri flokkum en nú er. Tekiđ verđi mun meira miđ af flokkaskiptingum á EM/HM ungmenna en nú er. Lagt er til ađ Unglingameistari Íslands fái beinan keppnisrétt í landsliđsflokki.
Rökstuđningur í sama viđhengi.
Tillögur um Skákdeild Fjölnis
Ýmsar tillögur koma frá Skákdeild Fjölnis. Ná ţćr međal annars utan um ađbúnađ á skákmótum og upptöku siđareglna.
Tillögur og rökstuđning má finna í viđhengi.
-
Tillaga um átta liđa keppni
-
Greinargerđ um átta liđa keppni
-
Greinargerđ um sex liđa keppni
-
Ítarefni um tillögur nefndar um Íslandsmót skákfélaga
-
Tillaga um breytingar á skákstigaútreiningi
-
Tillaga um breytingar á Íslandsmóti barna og unglinga
-
Breytingar frá Skákdeild Fjölnis
-
Tillaga um sex liđa keppni
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2015 | 17:15
Ađalfundur SÍ fer fram 30. maí nk.
Eftirfarandi bréf var sent til ađildarfélaga SÍ 30. apríl sl. Vćntanlegar eru á Skák.is lagabreytignartillögur ţćr sem bárust.
-----------------------
Stjórn Skáksambands Íslands bođar hér međ til ađalfundar Skáksambandsins í samrćmi viđ 8. gr. laga S.Í.
Fundurinn verđur haldinn laugardaginn 30. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi í Félagsheimili Breiđabliks, Dalsmára 5, Kópavogi.
Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf.
Stjórn Skáksambandsins sendir ennfremur međ fundarbođinu gögn varđandi skrá yfir fullgilda félagsmenn ađildarfélaga S.Í. Stjórnir ađildarfélaganna eru vinsamlegast beđnar ađ útfylla skrár ţessar vandlega og senda ţćr Skáksambandi Íslands í pósth. 8354, 128 Reykjavík eđa á netfang skaksamband@skaksamband.is fyrir 16. maí 2015.
Bréf ţetta er sent ásamt gögnum í samrćmi viđ 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo:
Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi á hvert félag eitt atkvćđi enda geti sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn međ lögheimili á Íslandi og geti sýnt fram á virka skákstarfsemi. Eitt atkvćđi bćtist viđ hjá félagi fyrir hverja sveit sem ţađ sendir í Íslandsmót skákfélaga ţađ áriđ. Viđ atkvćđagreiđslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, ađ hvert félag fari ekki međ fleiri atkvćđi en ţađ hafđi á ađalfundi áriđ áđur. Enginn fulltrúi getur fariđ međ meira en eitt atkvćđi á fundinum. Viđ atkvćđagreiđslur á ađalfundi rćđur einfaldur meirihluti atkvćđa, nema um ţau mál sem sérstaklega eru tilgreind í ţessum lögum.
Einnig skal bent á 6. grein:
Standi ađildarfélag í gjaldfallinni skuld viđ sambandiđ hefur ţađ ekki rétt til ađ eiga fulltrúa á ađalfundi. Skákdeildir í félögum geta átt ađild ađ sambandinu, enda hafi ţá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum. Heimilt er tveimur eđa fleiri ađildarfélögum í sama landshluta ađ stofna međ sér svćđissamband.
Taflfélögunum gefst kostur á ađ birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síđasta starfsári í árrsskýrslu Skáksambands Íslands. Hafi félögin áhuga á ţessu ţarf efni ađ hafa borist skrifstofu S.Í. í síđasta lagi 15. maí 2015.
Virđingarfyllst,
SKÁKSAMBAND ÍSLANDS
Spil og leikir | Breytt 28.5.2015 kl. 10:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bekkjarbrćđurnir Joshua Davíđsson og Anton Breki Óskarsson í 4. bekk Rimaskóla hlutu afreks-og ćfingabikar skákdeildar Fjölnis sem afhentir voru á lokaćfingu skákdeildarinnar miđvikudaginn 29. apríl. Mikil ađsókn hefur veriđ á allar skákćfingar vetrarins og ţátttakendur alltaf á bilinu 25 - 35.
Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis afhenti hina árlegu afreks-og ćfingabikara. Joshua fékk afreksbikarinn líkt og í fyrra. Frammistađa hans á ćfingunum og á Íslandsmótum hefur veriđ árangursrík. Hann varđ í 1. - 3. sćti á Íslandsmóti barna og var í A sveit Rimaskóla sem vann ótal sigra í vetur, Jólamót SFS og TR, Reykjavíkurmót grunnskóla og Íslandsmót grunnskóla. Anton Breki Óskarsson hefur ađ mati dómnefndar (HÁ og HÓl) tekiđ mestum framförum allra í vetur auk ţess ađ mćta á allar ćfingar vetrarins. Anton Breki er í sveit Rimaskóla sem vann Íslandsmeistaratitilinn í flokki 1. - 4. bekkjar á Íslandsmóti barna í apríl sl. Svo skemmtilega vildi til ađ á lokaćfingu Fjölnis urđu ţeir Joshua og Anton Breki efstir og jafnir 35 keppenda. Skákmótin á ćfingum Fjölnis eru afar vinsćl enda alltaf keppt um fjölda vinninga og dregiđ í happadrćtti. Ţeir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron og Jón Trausti hafa séđ um kennslu á flestum ćfingum og tekist vel upp. .
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2015 | 09:17
Bragi kom sá og sigrađi í Stangarhyl í gćr
Bragi Halldórsson var sterkastur í Stangarhyl í gćr ţar sem tuttugu og fimm heldri skákmenn skemmtu sér viđ skákborđin. Björgvin Víglundsson var sá eini sem náđi ađ vinna kappann. Bragi fékk 9 vinninga af tíu mögulegum. Björgvin varđ í öđru sćti međ 8 ˝ vinning, hann tapađi fyrir Jóhanni Erni og gerđ jafntefli viđ Jón Úlfljótsson. Jóhann Örn Sigurjónsson varđ svo í ţriđja sćti međ 7 vinninga.
Ţetta er orđinn býsna sterkur og skemmtilegur skákklúbbur ţar sem menn skemmta sér viđ ađ drepa mann og annan.
Garđar formađur okkar sá um skákstjórn í gćr.
Nánari úrslit má sjá í töflu og myndir frá ESE
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 13
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 8778873
Annađ
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar