Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Skákþáttur Morgunblaðsins: Á Íslandsmótinu sannaði 30 leikja reglan gildi sitt

Á Íslandsmótinu sem lauk í Hörpu um síðustu helgi var tekin upp sú ágæta regla að banna jafntefli áður en 30 leikjum var náð. Þó gátu menn slíðrað sverðin ef sama staðan kom þrisvar en það kom ekki oft fyrir. 30 leikja reglan er reyndar rússnesk uppfinning og var ef ég man rétt notuð á sovéska meistaramótinu 1973 þegar herða átt upp bestu skákmennina eystra eftir hrakfarir þeirra í viðskiptum sínum við Bobby Fischer. Nokkrir háttsettir menn úr íþróttamálaráðuneytinu vildu raunar fangelsa þá sem fylgdu Spasskí til Reykjavíkur sumarið 1972 með þeim rökum, að afhroð á keppnisvelli geri kröfu til þess að sökudólgur sé fundinn – þegar í stað. En þrátt fyrir 30 leikja regluna tókst hinum friðsömu á þessu meistaramóti að semja sín jafntefli og þá yfirleitt með samningum áður en skákin var tefld; í bakherbergjum hripuðu menn niður sennilegt 30 leikja handrit og skákin síðan „tefld“ og jafntefli samið.

30 leikja reglan náði því aldrei miklum vinsældum en svo komu Búlgarar með Sofia-regluna sem leggur blátt bann við jafnteflum nema með leyfi og fyrir milligöngu skákdómara. Á Íslandsmótinu kallaði 30 leikja reglan fram mikla baráttu í nánast hverri einustu skák en mönnum gekk misjafnlega vel að halda haus í vandasömum stöðum eins og gengur:

Einar-BjornSjá stöðumynd

Einar Hjalti Jensson – Björn Þorfinnsson

Eftir byrjun sem Birni er nokkuð vel kunn ætlaði hann að leika 12....De8 en þá fór hugurinn á flug og skyndilega greip Björn í biskupinn...

12. ...Bxh2+? 13. Kxh2 De8

Hótar riddaranum og 13. ...Rh4 en hvítur á gott svar: 14. Bc5! með hugmyndinni 14. ...Rg4+ 15. Kg3 og 15. ...Dg6 strandar á 16. Re7+. Einar Hjalti hefði átt að „rissa“ upp valkostina í huganum en lék...

14. exd5 Rh4+ 15. Kg3 Dh5 16. f4?

Tapar. Nauðsynlegt var fyrst 16. Re7+ og síðan 17. f4.

16. ... He8! 17. Re5 Hxe5! 18. fxe5 Dxe5+ 19. Hf4

Eða 19. Kf3 Rxe3 20. Dxe3 Bg4+! 21. Kf2 Hf8+ og vinnur.

19. ... Rxe3 20. Kf3 Bg4+! 21. hxg4 Hf8+

- og Einar gafst upp því hann verður mát í næsta leik.

Henrik-BjornHenrik Danielsen – Björn Þorfinnsson

Björn komst í hann krappan í nokkrum skákum og hér situr hann að tafli í 10. umferð með koltapaða stöðu gegn Henrik Danielsen. Hann hefði getað gefist upp í þessari stöðu með góðri samvisku en ákvað að henda litlu spreki á löngu slokknað bál:

34. ... Hxh3

Þessum leik er t.d. hægt að svara með 35. Bxf4 en Henrik lék...

35. Bxh3??

og nú kom...

35. ... Rd3+!

Henrik varð svo mikið um þennan leik að hann skellti upp úr, stöðvaði klukkuna og gafst upp. Staðan er vissulega töpuð, t.d. 36. Ke2 Rxb2 37. g5 Da6+ en hann hefði alveg eins og Björn getað haldið aðeins áfram.

Johann-GummiJóhann Hjartarson – Guðmundur Kjartansson

Í miðtafli lokaumferðar þar sem yfirburðir hvíts eru augljósir greip Guðmundur til þess ráðs að leika ...

25. ...Bf5

Og hugmyndin var einföld, 36. Rxf5 Hxe5? og nær manninum til baka. Eða hvað? Jóhann í góðu formi hefði ekki verið lengi að sjá 37. Df6! Hxf5 38. Dh8+ Ka7 39. He1 og við hótuninni 40. He8 er engin vörn. Hann valdi hinsvegar að leika...

26. f4

og eftir...

26. ... Be4!

...var biskupinn komin í óskaaðstöðu og Guðmundur vann í 43 leikjum.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.  

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 31. maí

Skákþættir Morgunblaðsins


Góð byrjun í Sardiníu

Margeir og Jóhann

Það gekk almennt vel hjá íslensku skákmönnunum í fyrstu umferð sjöunda Bjarnarhöfða mótsins sem fram fer í Sardínu. Sextán Íslendingar taka þátt í mótinu. Með fylgihlutum eru Íslendingarnar alls 30 talsins.

Veronika vann góðan sigur

Í fyrstu umferð unnust 9 skákir, 3 jafntefli og 4 skákir töpuðust.  Margeir og Friðrik unnu báðir góðir sigra en Jóhann þurfti að sætta sig við jafntefli.

Aðstæður á staðnum eru afar góðar. Skákstaðurinn flottur og allt til staðar. Yuri Garret aðalskipugeggjari mótsins er afar fær sem slíkur. í gær eftir skákir setjast menn niður á hótelbarnum og fara yfir skákirnar.

Friðrik í fyrstu

Mótshaldarinn setti mótið og tók fram að hversu mikill heiður það væri fyrir mótið að hafa Friðrik Ólafsson þar og var vel klappað í salnum. 

Hörður

Teflt er eftir aðlöguðu svissnesku kerfi þar sem keppendum er skipt upp í nokkrar grúppur. Ég sjálfur var t.d. efstur í minni grúppu í gær og tefldi við Írann Jim Murray. Í dag tefli ég við Alan Byron, sem margir þekkja úr Reykjavíkurskákmótinu, þrátt fyrir að hann tapað fyrir Brunello. Ætla að reyna að stúdera þetta kerfi og athuga hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir Reykjavíkurskákmótið. Ekki víst að kerfi sem hannað er fyrir 124 eigi endilega við þar. 

Margeir, Friðrik og Jóhann verða sem fyrr í beinni í dag en umferðin hefst kl. 13. Í þann hóp bætist við Áskell Örn Kárason sem teflir við ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2526).

Bestu kveðjur frá Sardínu,
Gunnar

 


Grænlandssyrpan í Vin á mánudag: Borgarstjórinn heiðursgestur

26Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er heiðursgestur á Grænlandsmóti Hróksins og Vinaskákfélagsins, sem haldið verður í Vin mánudaginn 8. júní klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.
Þetta er annað mótið í Flugfélagssyrpu FÍ, Hróksins og Vinaskákfélagsins, en sigurvegarinn fær ferð fyrir tvo til Grænlands.

Fyrsta mótið í Flugfélagssyrpunni fór fram 4. maí og þar sigraði Róbert Lagerman. Fjögur mót eru í syrpunni og er reiknaður árangur úr þremur bestu mótum hvers keppanda. Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu, en Héðinn Steingrímsson, stórmeistari og nýbakaður Íslandsmeistari, sigraði í Flugfélagssyrpunni 2014.

19Vinaskákfélagið var stofnað af liðsmönnum Hróksins 2014 og hefur síðan staðið fyrir reglulegum æfingum í Vin, bata- og fræðslusetri Rauða krossins við Hverfisgötu 47. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir.

Að vanda eiga keppendur og gestir í Vin von á ljúffengum veitingum. Bakarameistarinn, sem hefur verið bakhjarl Vinaskákfélagsins frá upphafi, leggur til gómsæta tertu og heimamenn í Vin leggja til ljúffengar vöfflur.

 

 

Böðvar Böðvarsson trésmíðameistari og Jón Gnarr borgarstjóri stinga saman nefjum í Vin.

Gunnar Björnsson forseti SÍ og Þórdís Rúnarsdóttir forstöðumaður í Vin.

Þórir Guðmundsson og stórmeistarinn Regína Pokorna á Sumarhátíð Hróksins í Vin 2003.

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra teflir við Hrafn í Vin.


Margeir, Jóhann og Friðrik verða í beinni frá Sardiníu kl. 13

Fyrsta umferðin í Sardiníu hefst kl. 13 í dag. Stórmeistararnir Margeir, Jóhann og Friðrik verða allir í beinni.

 


Sextán Íslendingar tefla í Sardiníu

Sextán íslenskir skákmenn taka þátt í alþjóðlega mótinu í Sardiníu sem hefst í dag kl. 13. Með fylgifiskum (mökum, börnum, foreldrum, öfum og ömmum) telur hópurinn alls 30 manns. Meðal keppenda eru stórmeistararnir Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson og FIDE-meistarinn Áskell Örn Kárason. 

Keppendalistinn íslenski er annars sem hér segir:

3. GM Johann Hjartarson 
4. GM Margeir Petursson 
12. GM Friðrik Ólafsson 
15. FM Askell O Karason 
46. 1N Stefan Bergsson 
47. CM Gunnar Bjornsson 
56. 1N Loftur Baldvinsson 
101. 1N Veronika Magnusdottir 
111. 1N Oskar Long Einarsson 
113. 2N Jonasson Hordur 
115. NC Heimir Pall Ragnarsson 
117. NC Oskar Vikingur Davidsson 
119. NC Thorsteinn Magnusson 
121. NC Stefan Davidsson 
122. NC Baltasar Mani Wedholm 
124. NC Birgir Logi Steinthorsson 


Heildarkeppendalistinn er hér.


Umferðin í dag hefst kl. 13. Gera má ráð fyrir að einhverjir Íslendingar verði í beinni útsendingu (a.m.k. Jóhann og Margeir) en pörun er væntanleg um kl. 12.

Skák.is verður með puttann á púlsinum frá Sardiníu. 

Heimasíða mótsins


Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru nýkomin út. Stigahæstur íslenskra skákmanna er nú enginn annar en Margeir Pétursson (2582).  Elvar Örn Hjaltason er stigahæstur nýliða og Óskar Víkingur Davíðsson hækkaði mest frá mars-listanum.

Topp 20

Margeir Pétursson (2582) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Í næstum sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2580) og Héðinn Steingrímsson (2569).

Nr.

Nafn

Stig

Mism

Tit

Skákir

Félag

1

Margeir Pétursson

2582

-9

GM

677

TR

2

Hannes H Stefánsson

2580

-5

GM

1163

TR

3

Héðinn Steingrímsson

2569

27

GM

393

Fjölnir

4

Jóhann Hjartarson

2557

-50

GM

784

TB

5

Hjörvar Grétarsson

2553

14

GM

624

Huginn

6

Helgi Ólafsson

2549

-2

GM

853

TV

7

Jón Loftur Árnason

2507

-6

GM

645

TB

8

Henrik Danielsen

2497

-13

GM

293

TV

9

Helgi Áss Grétarsson

2480

-9

GM

604

Huginn

10

Stefán Kristjánsson

2473

2

GM

874

Huginn

11

Friðrik Ólafsson

2459

0

GM

173

TR

12

Karl Þorsteins

2453

2

IM

603

TR

13

Jón Viktor Gunnarsson

2451

12

IM

1128

TR

14

Guðmundur Kjartansson

2421

-15

IM

794

TR

15

Þröstur Þórhallsson

2412

-16

GM

1311

Huginn

16

Bragi Þorfinnsson

2403

-18

IM

1033

TB

17

Björn Þorfinnsson

2398

17

IM

1133

TR

18

Dagur Arngrímsson

2397

1

IM

661

TB

19

Arnar Gunnarsson

2394

13

IM

838

TR

20

Ingvar Jóhannesson

2361

13

FM

849

TV

 

Nýliðar

Fimmtán nýliðar eru á listanum nú. Þeira langstigahæstur er Elvar Örn Hjaltason (1706). Í næstu sætum eru Þorvaldur Kári Ingveldarson (1372) og Stephan Briem (1274).

Nr.

Nafn

Stig

Mism

Skákir

Félag

1

Elvar Örn Hjaltason

1706

1706

9

 

2

Þorvaldur Kári Ingveldarson

1372

1372

5

Vinaskákfélagið

3

Stephan Briem

1274

1274

5

 

4

Stefán Gunnar Sveinsson

1218

1218

6

SFÍ

5

Rúnar Jónsson

1193

1193

5

 

6

Katla Torfadóttir

1192

1192

11

 

7

Sverrir Hakonarson

1179

1179

19

 

8

Birkir Ísak Johannsson

1176

1176

26

 

9

Almar Máni Þorsteinsson

1163

1163

15

SSON

10

Hjörtur  Kristjánsson

1144

1144

13

 

11

Svava Þorsteinsdóttir

1114

1114

6

TR

12

Ísak Orri Karlsson

1023

1023

16

Huginn

13

Mateusz Jakubek

1000

1000

6

TR

14

Óttar Örn B.Sigfússon

1000

1000

17

Huginn

15

Stefán Dagur Jónsson

1000

1000

11

 

 

Mestu hækkanir

Óskar Víkingur Davíðsson hækkaði mest allra frá síðasta stigalista eða um 299 skákstig. Í næstum sætum eru Veronika Steinunn Magnúsdóttir (209) og Róbert Luu (187).

Nr.

Nafn

Stig

Mism

Skákir

Félag

1

Óskar Víkingur Davíðsson

1666

299

176

Huginn

2

Veronika S Magnúsdóttir

1598

205

213

TR

3

Róbert Luu

1523

187

111

TR

4

Einar Bjarki Valdimarsson

2012

147

224

UMSB

5

Heimir Páll Ragnarsson

1589

138

272

Huginn

6

Stefán Orri Davíðsson

1251

138

87

Huginn

7

Baldur Teodor Petersson

1746

123

76

TG

8

Halldór Atli Kristjánsson

1377

101

111

Huginn

9

Björn Hólm Birkisson

1937

97

178

TR

10

Óskar Long Einarsson

1614

96

190

SA

11

Símon Þórhallsson

2029

94

149

SA

12

Hilmir Freyr Heimisson

1959

81

213

Huginn

13

Alexander Már Bjarnþórsson

1080

80

42

TR

14

Loftur Baldvinsson

1953

77

138

Skákgengið

15

Andri Freyr Björgvinsson

1843

75

186

SA

16

Agnar Tómas Möller

1801

72

145

SR

17

Hrund Hauksdóttir

1707

72

305

Fjölnir

18

Hjálmar Sigurvaldason

1420

71

170

Vinaskákfélagið

19

Aron Þór Mai

1510

70

93

TR

20

Héðinn Briem

1443

66

34

Víkingaklúbburinn

 

Reiknuð mót

  • Bikarsyrpa TR #4
  • Íslandsmótið í skák – (landsliðs-, áskorenda- og opinn flokkur)
  • Íslandsmót skákfélaga (1. deild, 2. deild, 3. deild og 4. deild)
  • Landsmótið í skólaskák (eldri og yngri flokkur)
  • Meistaramót Skákskólan Íslands (Undir og yfir 1600 skákstigum)
  • Reykjavíkurskákmótið
  • Skákmót öðlinga
  • Skákþing Hugins (norður)
  • Skákþing Skagafjarðar
  • Wow air Vormót TR (a- og b-flokkur)

Skákþáttur Morgunblaðsins: Héðinn Íslandsmeistari í þriðja sinn

Hedinn mblHéðinn Steingrímsson er skákmeistari Íslands 2015 eftir sigur á helsta keppinaut sínum um titilinn, Hjörvari Steini Grétarssyni, í lokaumferð mótsins sem fram fór á sunnudaginn. Skák þeirra var hreint úrslitauppgjör en fyrir hana hafði Héðinn ½ vinnings forskot á Hjörvar en á móti kom að Hjörvar hafði hvítt í skákinni. Hann tefldi byrjunina hinsvegar fremur ónákvæmt og í þröngri stöðu gaf hann Héðni kost á öflugum biskupsleik sem í raun gerði út um taflið. Lauk skákinni eftir aðeins 23 leiki. Þar með hafði Héðinn unnið sína sjöunda skák í röð, hafði hlotið 9 ½ vinning úr ellefu skákum en það er árangur sem reiknast upp á 2763 elo-stig. Hækkar hann um 29 elo-stig fyrir frammistöðuna. Þetta er í þriðja sinn sem Héðinn verður Íslandsmeistari, hann vann titilinn fyrst árið 1990, þá aðeins 15 ára gamall og sá yngsti í skáksögunni, og í annað sinn árið 2011. Héðinn er vel að sigrinum kominn, en hann mætti vel undirbúinn til leiks og á lokasprettinum vann hann bæði Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason. Árangur Hjörvars Steins er einnig frábær og reiknast árangur hans upp á 2626 elo-stig. Jón L. Árnason varð í 3.-4. sæti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni. Einar Hjalti Jensson, sem varð í 5. sæti, náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

mótstafla

Fjölmargir lögðu leið sína í Hörpu til að fylgjast með viðureign Hjörvars og Héðins á sunnudaginn. Þá var hægt að fylgjast með skákinni í beinni útsendingu á a.m.k. tveim netmiðlum og mótshaldarinn var einnig með streymisútsendingu frá skákstað:

Skákþing Íslands 2015; 11. umferð:

Hjörvar Steinn Grétarsson – Héðinn Steingrímsson

Tarrasch-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c5 5. e3

Sneiðir hjá skarpasta framhaldinu, 5. cxd5 Rxd5 6. e4.

5. ... Rc6 6. cxd5 exd5 7. Be2 cxd4 8. Rxd4 Bd6 9. O-O O-O 10. h3 He8 11. Rf3 a6 12. b3 Bf5 13. Bb2 Bc7 14. Dd2 Dd6 15. Hfd1 Hfd8 16. Hac1 h5!?

Þessum fremur óvænta leik virðist hafa verið beint gegn næsta leik Hjörvars og heppnast því fullkomlega. En leikurinn gaf Hjörvari engu að síður tækifæri til að þróa stöðu sína áfram með 17. De1!

17. Bd3??

Eftir svar Héðins er ljóst að stöðu hvíts verður ekki bjargað.

17. ... Bg4!

G2GU4RL1- Sjá stöðumynd -

Hótar 18. ... Bxf3. Hvítur er varnarlaus.

18. hxg4 hxg4 19. g3 gxf3 20. Bf1 Bb6!

Beinir spjótum sínum að e3-peðinu og hótar eftir 21. ... Bxe3 eða eftir því sem verkast vill, 21. ... Hxe3.

21. He1 Rg4 22. Bh3

22 Rd1 dugar skammt vegna 22. ... Dh6!

22. ... Bxe3! 23. Hxe3 Rxe3

- og Hjörvar gafst upp.

Jón L. Árnason tefldi síðast á lokuðu móti fyrir 20 árum – afmælismóti Friðriks Ólafssonar. Hann byrjaði rólega en eftir því sem leið á mótið tefldi hann af meira sjálfstrausti og 3.-4. sæti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni telst ásættanleg frammistaða. Jóhann Hjartarson náði sér ekki á strik og átti afleitan kafla frá fimmtu umferð til þeirrar síðustu. Hann var eini keppandinn sem gerði ekki jafntefli. Jóhann þurfti yfirleitt ekki að kvarta undan stöðunum sem hann fékk upp úr byrjunum. Styrkur hans hefur oftast legið í góðri leiktækni í miðtöflunum en þar var hann mistækur að þessu sinni. En þátttaka hans og Jóns L. lyfti mótinu á hærra plan. Skákir Björns Þorfinnssonar vöktu athygli fyrir fjörleg tilþrif og marga skrýtna leiki. Framkvæmd mótsins tókst með miklum ágætum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.  

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 27. maí

Skákþættir Morgunblaðsins


Guðmundur Kjartansson: Ameríkutúr 2014

Vegas-póker

Guðmundur Kjartansson hefur skrifað afar skemmtilegan myndskreyttan pistil um Ameríkutúr sinn í fyrra. 

Hann fylgir með PDF-viðhengi sem allir skákáhugamenn eru hvattir til að lesa.

Skák hans á móti Iturrizaga fylgir með sem viðhengi og er líka hægt að nálgast á Chessbase.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Pistill frá Degi Arngrímssyni - Skáksumarið 2014

Nú þegar skáksumarið 2015 er nálgast er tilvalið að birta pistil frá Degi Arngrímssyni frá skáksuamrinu 2014.

Albena (1.-9. Júní)

Mótið kallast Grand Europe Cup og er haldið á vinsælum ferðamannastað sem heitir Albena. Skákirnar fóru fram í stóru íþróttahúsi í hjarta bæjarins og var mótið sterkt og góð verðlaun í boði (30.000 €). Aðstæður voru mér kunnulegar enda hef ég farið seinustu tvö ár á þetta mót.

Í fyrstu og þriðju umferðunum sigraði ég stigalága andstæðinga (1892, 2114) með hvítt og tapaði í annari og fjórðu umferð gegn Sedlak (2570) og Akopian (2667) með svart. Í báðum skákunum með svart var þemað mjög svipað. Ég var komin með þægilegra tafl eftir byrjunina en missti þráðinn og endaði í óþægilegum stöðum þar sem voru mislitir biskupar. 

Í fimmtu umferð gerði ég jafntefli við úkraínskan FM (2190) sem var undir 12 ára. Ég reyndi of mikið á stöðuna með hvítt gegn slavanum og var í raun heppinn að halda jafntefli.

Í sjöttu umferð sigraði ég stigalægri andstæðing (2077) örugglega með svart og í sjöundu umferð vann ég rúmenskan alþjóðlegan meistara (2493) með hvítt. Ég fékk góða stöðu út úr byrjuninni en missteig mig í miðtaflinu og þurfti að verjast fram í endatafl. Þegar ég hélt ég væri eingöngu búin að tryggja mér jafntefli, þá tók andstæðingur minn fáránlega ákvörðun í stresskasti og allt í einu var ég kominn með þekkta vinningsstöðu í hróksendatafli.

Í áttundu umferði tapaði ég illa gegn serbneskum IM (2442). Anstæðingurinn minn bauð mér jafntefli mjög snemma en ég ákvað að reyna að vinna hann. Ég hefði betur tekið jafnteflinu því ég lék mjög illa af mér og tapaði örugglega.

Í níundu og seinustu umferð mótsins vann ég stigalægri andstæðing (2192) og var það líklega besta skák mín á mótinu.

Ég var nokkuð svekktur í lok móts því fyrir síðustu umferðina átti ég von á pengingaverðlaunum ef ég myndi sigra. Ég vann en andstæðingar mínir á mótinu stóðu sig hreint út sagt illa í síðustu umferðinni og því missti ég af peningaverðlaunum á stigaútreikningi.

Golden Sands (10.-18. Júní)

Frá Albena lá leið mín yfir til Golden Sands. Mótið er eingöngu í hálftíma fjarlægð og því voru flestir þátttakendur í Albena með á Golden Sands. Fleiri bættust síðan við og var mótið enn sterkara en það fyrra enda betri verðlaun í boði (40.000 €). Mótið í Golden Sands er í raun framhald af mótinu í Albena og bar þess vegna líka nafnið Grand Europe Cup. Teflt var á tveimur stöðum. Annars vegar á fimm stjörnu hóteli þar sem aðstæður voru góðar. Fimmtíu efstu borðin voru þar. Hins vegar var teflt í opinberu skákhúsi staðarins þar sem skákmenn fengu að hlusta á allskonar partýtónlist á meðan á skákinni stóð sem var fín tilbreyting til að byrja með en breyttist fljótt í martröð þegar á leið. Var ég staðráðinn í að standa mig betur en á fyrra mótinu en sú varð alls ekki raunin!

Í fyrstu skák mótsins sigraði ég ungan Asera með herkjum í mislitu biskupaendatafli. Í annari umferð mætti ég Akopian aftur en í þetta skiptið með hvítt. Ég fékk  þægilegt tafl út úr g3 Benoni og í miðtaflinu var ég komin með mjög vænlega stöðu. Akopian bauð mér jafntefli á krítísku augnabliki þar sem ég hefði þurft að halda haus í nokkra leiki og hefði ég þá verið með vinningsstöðu. Ekki fór betur en svo að ég lenti í einu gildrunni í stöðunni og tapaði. Eftir þetta klaufalega tap sá ég aldrei til sólar og hélt þar með uppteknum hætti að tapa 25 stigum þriðja árið í röð Í Búlgaríu.   

Andorra

Dagana 19.-27. júlí sl. tók ég þátt í opnu skákmóti í Andorra. Mótið fór fram á Hótel Gothard við fínar aðstæður. Var ég ekki einn míns liðs því í för voru félagar mínir úr skákinni, Hjörvar og Jón Trausti.

Í fyrstu tveimur umferðunum vann ég tvo stigalægri andstæðinga (1891, 2094) en í þriðju umferð tapaði ég fyrir úkraínska stórmeistaranum Andrey Vovk (2616) með svart.

Ég fékk stigalægri andstæðing (2140) með hvítt í fjórðu umferð og var innblásinn af nýkrýndum Íslandsmeistara Guðmundi Kjartanssyni og tefldi enska leikinn. Byrjunin heppnaðist ekki sem skyldi og eftir 40 leiki kom upp endatafl þar sem ég hafði riddara gegn biskup. Staðan var strangt til tekið jafntefli en andstæðingur minn þurfti alltaf að passa sig á að lenda ekki í leikþröng. Næstu 40 leikina lék ég köllunum fram og til baka í von um að andstæðingur minn myndi leika af sér. Hefði ég sennilega tekið jafnteflinu ef andstæðingur minn hefði ekki verið búinn að bjóða mér fjórum sinnum jafntefli fyrr í skákinni. Kom upp drottningaendatafl þar sem ég hafði auka riddara og hvorugur hafði peð (D+R gegn D). Þegar hér var komið sögu var skákin búin að standa í rúmlega 6 klst. og var ég bjartsýnn á að ég myndi ná að vinna þetta og að lokum lék hann sig í mát.

Í fimmtu umferð vann ég WIM frá Kólumbíu (2190) nokkuð auðveldlega og í þeirri sjöttu sigraði ég spænskan stórmeistara eftir miklar sviptingar (sjá skýrðu skákina hér að neðan).

 Í næstu umferð fékk ég svart á Hjörvar Stein Grétarsson (2535). Hann tefldi mjög vel og komst ég aldrei inn í skákina og tapaði.

 Í áttundu umferðinni tapaði ég fyrir ísraelska stórmeistaranum Artur Kogan (2548) í flókinni skák. Á tímabili stóð ég til vinnings en tefldi ónákvæmt í tímahrakinu.

 Í síðustu umferðinni vann ég auðveldan sigur með svörtu gegn Spánverja (2202).

Niðurstaðan var 10 stig í plús sem var ásættanlegur árangur og var ég hvað mest ánægður með að hafa teflt allar skákir í botn og að engin hafi endað jafntefli.

Í lokin vil ég þakka Skáksambandi Íslands fyrir stuðninginn. 

Dagur Arngrímsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Jón Trausti er Skákmeistari Skákskóla Íslands 2015

Jón Trausti skákmeistari Skákskólans

Jón Trausti Harðarson vann félaga sinn  Dag Ragnarsson 1 ½ : ½ í einvígi þeirra um sæmdarheitið Skákmeistari Skákskóla Íslands 2015 sem fram fór á mánudagskvöldið. Þeir urðu efstir og jafnir á meistaramótiskólans sem fram fór um  helgina  hlutu báðir 5 ½ vinning af sex mögulegum, gerðu jafntefli innbyrðis og unnu aðrar skákir sínar. Hefð er fyrir því að teflt sé um titilinn, farandbikar og 1. verðlaun sem að þessu sinni voru 50 þús. króna ferðavinningur á skákmót erlendis og 35 þús. uppihaldskostnaðurað auki.

Dagur og Jón Trausti

Þeir tefldu skákir sínar á mánudagskvöldið með tímfyrirkomulaginu 30 30 og lauk fyrri viðureign þeirra með jafntefli en Dagur hafði hvítt. Seinni skákina vann Jón Trausti og þar með einvígið. Samstarfsaðili Skákskólans varðandi meistaramótið var GAMMA.  Flokkaskipting með góðum verðlaunum í báðum flokkum þótti takast vel og verður væntanlega haldi áfram á sömu braut með það fyrirkomulag á  meistaramóti skólans. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Trausti vinnur Meistaramót Skákskólans en Dagur sigraði örugglega á mótinu í fyrra.     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8779194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband