Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hjörvar efstur Íslendinga í Kúbu

Minningarmóti um Cabablanca lauk í gćr í Havana. Fimm Íslendingar tóku ţátt í opnum flokki. Hjörvar varđ efstur ţeirra en hann hlaut 6,5 vinning í 10 skákum og endađi í 16.-28. sćti.

Lokastađa Íslendinga varđ sem hér segir:

  • 16.-28. Hjörvar Steinn Grétarsson (2571) 6,5 v.
  • 29.-51. Guđmundur Kjartansson (2462) 6 v.
  • 102.-122. Hörđur Aron Hauksson (1899) 4,5 v.
  • 123.-141. Jón Trausti Harđarson (2107) 4 v.
  • 163..166. Aron Ingi Óskarsson (1875) 2,5 v.

Afar takmarkađar upplýsingar má finna um mótiđ á vefsíđu mótsins og t.d. ekki hćgt ađ finna út stigabreyingar. Ţó er ljóst ađ Hörđur Aron hćkkar verulega á stigum.

Heimasíđa mótsins.

 


Fyrri Sumarsyrpa Breiđabliks fer fram 3.-5. júlí

Sumarsyrpa Breiđabliks er međ samskonar fyrirkomulagi og hin vinsćla Bikarsyrpa TR.
Tvö mót verđa haldin, ţađ fyrra helgina 3.-5. júlí og ţađ seinna helgina 7.-9.ágúst. Mótin eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćddum 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţau eru reiknuđ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga.
Tefldar eru 5 umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţađ margborgar sig ađ vanda sig og nota tímann, en samt má búast viđ ţví ađ margar skákir klárist á styttri tíma.

Dagskrá:
1. umferđ kl 17:30 á föstudegi
2. umferđ kl 10:30 á laugardegi
3. umferđ kl 14:00 á laugardegi
4. umferđ kl 10:30 á sunnudegi
5. umferđ kl 14:00 á sunnudegi

Teflt er í Glersalnum í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.

Skráning í mótiđ 3.-5.júlí:  https://docs.google.com/forms/d/1rsyp1VnMmVd2Xx2C1UqPVpGvY6p7sngkJOjawyGihZA/viewform?usp=send_form

Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1baghnMaXs2DH85jja-DwZ_b9eSeL2uLd6orNtrIAwsI/edit#gid=975323026

Heimasíđa Skákdeildar Breiđabliks: http://www.breidablik.is/skak


Skák eflir skóla - kennurum kennt ađ kenna skák

Skáksamband Íslands mun nćsta vetur ráđast í sérstakt verkefni um skákkennslu í grunnskólum. Meginstef verkefnisins er ađ kenna almennum grunnskólakennurum ađ kenna skák. Um miđjan maí var skólum gefinn kostur á ţví ađ sćkja um ţátttöku í verkefninu.

Skólar sem munu taka ţátt eru: Smáraskóli, Rofaborg, Hvaleyrarskóli, Heiđarskóli Reykjanesbć, Grunnskólinn á Hólmavík, Ţjórsárskóli, Lágafellsskóli, Grunnskólinn í Hveragerđi, Myllubakkaskóli Reykjanesbć og Álfhólsskóli.

Einn bekkur og einn til tveir kennari í hverjum skóla munu taka ţátt. Fyrirkomulagiđ verđur á ţá leiđ ađ kennarinn mun kenna ţeim bekk einn skáktíma á viku allt skólaáriđ. Kennarinn sem lćrir til skákkennara mun fá ađstođ verkefnastjóra yfir skólaáriđ og m.a. mun verkefnastjóri kenna fyrstu skáktímana međ hverjum kennara. Haldnar verđa smiđjur, námskeiđ og kennurum leiđbeint gegnum net, síma og vinnufundi. Kennararnir sem taka ţátt skiptast jafnt til kynja og bekkirnir sem taka ţátt eru frá elsta ári í leikskóla upp í fjórđa bekk í grunnskóla.

Verkefniđ kemur í kjöfar á skipun og vinnu vinnuhóps á vegum Menntamálaráđuneytisins sem Katrín Jakobsdóttir skipađi á sínum tíma. Hópurinn skilađi ítarlegri skýrslu en megin niđurstađa var sú ađ til ađ efla skákkennslu í grunnskólum landsins ţurfi fyrst og fremst ađ fjölga skákkennurum.

Verkefnisstjóri verđur Stefán Bergsson.


Öllum skákunum lauk međ jafntefli

Öllum skákum sjöundu umferđar Norway Chess, sem fram fór í dag, lauk međ jafntefli. Topalov (2798) er í afar vćnlegri stöđu ţegar tvćr umferđir eru eftir međ 1,5 vinnings forskot á Nakamura (2802) og Anand (2804).

Vachier-Lagrave (2738) ţrátefldi eftir ađeins 17 leiki međ hvítu gegn Carlsen (2876). Heimsmeistarinn hefur 2,5 vinning og getur í besta falli náđ 50% vinningshlutfalli.

Stađan:

1. Topalov (2797) 6 v. 
2.-3. Nakamura (2802) og Anand (2804) 4˝ v.
4. Giri (2773)  4 v.
5.-7. Vachier-Lagrave (2723), Aronian (2780) og Caruana (2805) 3 v.
8.-9. Carlsen (2876) og Grischuk (2781) 2˝ v.
10. Hammer (2677) 2v.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ hefst kl. 14 á morgun. Ţá mćtast međal annars Giri-Topalov og Carlsen-Aronian.


Fundargerđ ađalfundar SÍ

Fundargerđ ađalfundar frá 30. maí sl. er ađgengileg. Hana má finna á heimasíđu SÍ og einnig sem viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Topalov međ 1˝ vinnings forskot - Carlsen međ jafntefli viđ Nakamura

Búlgarinn Veselin Topalov (2797) er óstöđvandi á Norway Chess-mótinu í Stafangri. Í gćr vann hann Alexander Grischk (2781). Hann hefur 5˝ vinning eftir 6 umferđir og hefur 1˝ vinnings forskot á nćstu menn.

Anand (2804), sem vann góđan sigur á MVL (2723) međ biskupsfórn er í 2.-3. sćti ásamt Nakamura (2802) sem hélt jafntefli gegn Carlsen (2876) međ svörtu.

Heimsmeistarinn er í 8.-9. sćti međ 2 vinninga.

Stađan:

1. Topalov (2797) 5˝ v. 
2.-3. Nakamura (2802) og Anand (2804) 4 v.
4. Giri (2773)  3˝ v.
5.-7. Vachier-Lagrave (2723), Aronian (2780) og Caruana (2805) 2˝ v.
8.-9. Carlsen (2876) og Grischuk (2781) 2 v.
10. Hammer (2677) 1˝ v.

Ítarlega grein međ skákskýringum um umferđ gćrdagsins má finna á Chess.com.

Í umferđ dagins sem hefst kl. 14 mćtast međal annars: Topalov-Caruana og MVL-Carlsen.


Topalov međ vinningsforskot - Carlsen vann loks skák

Magnus Carlsen (2876) vann sína fyrstu skák á Norway Chess-mótinu ţegar hann vann Grischuk (2781) í fimmtu umferđ mótsins í gćr. Topalov (2798) hefur eins vinnings forskot á mótinu eftir ađ Hammer lék af sér jafnteflisstöđu niđur í tap á óskiljanlegan hátt. Aronian (2780) vann svo Caruana (2805) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Carlsen er nú kominn í níunda sćti. Efsta sćtiđ er greinilega ekki lengur möguleiki

Stađan:

1. Topalov (2797) 4˝ v. 
2. Nakamura (2802) 3˝ v.
3.-4. Giri (2773) og Anand (2804) 3 v.
5. Vachier-Lagrave (2723) 2˝ v.
6.-8. 
Caruana (2805), Grischuk (2781) og Vachier-Lagrave (2723) 2 v.
9. Carlsen (2876) 1˝ v.
10. Hammer (2677) 1 v.

Ítarlega grein međ skákskýringum um umferđ gćrdagsins má finna á Chess.com.

Ţá mćtast međal annars Carlsen-Nakamura og Grischuk-Topalov. 


Hannes sigurvegari Teplice-mótsins!

Nabaty-Hannes

Hannes vann ísraelska stórmeistarann Nabity Tamir í nćstsíđustu umferđ mótsins.

Hannes Hlífar Stefánsson (2580) tefldi afar vel og sannćrandi á Teplice-mótinu sem lauk í gćr í Tékklandi. Hannes hlaut 7˝ vinning í 9 skákum og varđ efstur ásamt ísraelska stórmeistaranum Evgeny Postny (2634). Hannes hlaut svo gulliđ eftir stigaútreikning.

Frammistađa Hannesar var afar góđ. Hann vann sex skákir og gerđi ţrjú jafntefli. Frammistađan samsvarađi 2687 skákstigum og hćkkar hann um 13 stig fyrir hana. Hannes nálgast ţví 2600 skákstigamúrinn eins og snaróđ fluga.

Hannes fékk ađ launum bćđi verđlaun og gullúr sem metiđ er ađ sögn mótshaldara er metiđ á um 350.000 kr.!

Lenka hlaut 5 vinninga og endađi í 47.-66. sćti. 

Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results

 


Hannes efstur ásamt ţremur öđrum fyrir lokaumferđina

Hannes Hlífar Stefánsson (2580) vann góđan sigur á ísraelska stórmeistaranum Tamir Nabaty (2597) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Teplice-mótsins sem fram fór í dag. Hannes hefur 6,5 vinning og er efstur ásamt ţremur öđrum.

Í lokaumferđinni teflir Hannes viđ pólska alţjóđlega meistarann Pawel Weichhold (2399) en ţeir eru efstir ásamt stórmeisurunum Evgeny Postny (2634) og Jiri Stocek (2567).

Lenka Ptáncíková (2307) gerđi jafntefli í dag og hefur 4,5 vinning. 

Lokaumferđin hefst kl. 7 í fyrramáliđ. Árrisulir geta fylgst beint međ skák Hannesar.

Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann efstur Íslendinganna á Sardiníu

Áskell og Jóhann

Jóhann Hjartarson er efstur íslensku skákmannanna sem taka ţátt í opna mótinu á Sardiníu sem nú stendur yfir. Eftir sjö umferđir er Jóhann međ 5 vinninga og er í 4.-7. sćti en Friđrik Ólafsson kemur nćstur íslensku skákmannanna eftir auđveldan 29 leikja sigur í 7. umferđ međ 4˝ vinning. Hann er í 8.-20. sćti. Friđrik hafđi orđ á ţví eftir hina glćsilegu vinningsskák sem hann tefldi á mánudaginn og birtist hér í blađinu á miđvikudaginn, ađ aldrei fyrr hefđi hann tekiđ ţátt í skákmóti ţar sem skákmađur tefldi tvćr skákir sama daginn en sl. ţriđjudag voru tvćr umferđir á dagskrá. Hann tefldi hinsvegar í fjölmörgum mótum ţar sem fleiri en ein og fleiri en tvćr biđskákir voru til lykta leiddar samdćgurs, en skákir eru ekki lengur settar í biđ nú til dags.

Margeir Pétursson, Áskell Örn Kárason og Loftur Baldvinsson eru međ 4 vinninga í 21.-46. sćti. Yngsta kynslóđin hefur stađiđ sig vel og er ađ ná árangri langt umfram ćtlađa frammistöđu. Svo dćmi séu tekin ţá er Heimir Páll Ragnarsson međ árangur upp á 1.915 elo-stig, Veronika Steinunn Magnúsdóttir međ árangur upp á tćplega 1.900 elo-stig og Óskar Víkingur er međ árangur upp á tćp 1.800 elo-stig.

Íslensku ţátttakendurnir eru 16 talsins af samtals 124 keppendum. Ţví er alltaf sá möguleiki fyrir hendi ađ ţeir mćtist innbyrđis. Ţannig drógust Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson saman í 6. umferđ, gerđu stutt jafntefli og rifjuđu í leiđinni upp fjórđu einvígisskák Tigrans Petrosjans og Bobby Fischers frá Buenos Aires 1971.

Á fimmtudaginn tefldu svo Áskell Örn Kárason og Jóhann Hjartarson. Áskell, sem var farsćll forseti SÍ um skeiđ, og ágćtur skákkennari, hefur undanfariđ veriđ ađ bćta sig heilmikiđ sem skákmađur eins og fram kom á síđasta Reykjavíkurskákmóti. Hann hefur yfirleitt veriđ sterkur í byrjunum en á ţađ til ađ vera fullhvatvís í flóknum stöđum. Ţar sem mótshaldarinn í Sardiníu stendur fyrir beinum útsendingum af helstu skák hverrar umferđar beiđ greinarhöfundur ţessarar skákar međ nokkurri eftirvćntingu. Jóhann var öruggiđ uppmálađ og ţekking Áskels ekki nćgilega djúp ađ ţessu sinni.

Áskell Örn Kárason – Jóhann Hjartarson

Enskur leikur

1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. d4 cxd4 7. Dxd4 g6 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7 10. Be3 0-0 11. Dh4 Hc8 12. Hac1 a6 13. b3 He8 14. g4!?

Hafi ţetta átt ađ vera sóknarleikur er ekki alveg ljóst hverju hvítur er ađ slćgjast eftir. Stađan hefur margoft komiđ upp og algengustu leikir hvíts eru 14. Bh3 og 14. Bh6.

14.... b5 15. g5

Eftir 15. cxb5 sem kann ađ vera besti leikur hvítur getur svartur valiđ á milli ţess ađ leika 15....Rxg4 og 15..... Da5.

15.... Rh5 16. Rd5 bxc4 17. Hxc4 e6 18. Hxc8 Dxc8 19. Hc1 Db8 20. Da4?

Eftir ţennan ónákvćma leik hallar snögglega undan fćti. Hvítur áttu tvo frambćrilega leiki, 20. Rb4 eđa 20. Rf4 međ jafnri stöđu.

GUOU7IER20.... Rc5!

Krókur á móti bragđi.

21. Bxc5 dxc5 22. Rc7?

Tapar strax. Hvítur gat barist áfram međ 22. Re3.

22.... Hc8 23. Rxa6 Dd6!

Fangar riddarann.

24. Rb4 Rf4

24.... cxb4 25. Hxc8+ Bxc8 26. De8+ Df8 vinnur einnig.

25. Db5 cxb4

– og Áskell gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. júní 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband