Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Vormót TR blásiđ af

Sökum mjög lélegrar skráningar í Wow air vormót TR hefur veriđ ákveđiđ ađ fella niđur mótiđ. Ţađ hlítur ađ vera umhugsunarefni fyrir skákhreyfinguna ţegar okkar sterkari skákmenn sem ţó hafa kallađ eftir fjölbreyttara mótahaldi, sjá sér ekki fćrt ađ taka ţátt í móti sem var sérstaklega hugsađ fyrir ţá.

TR vill ţakka ţeim sem skráđu sig til leiks og okkur ţykir mjög miđur ađ ekki skuli vera hćgt ađ halda mótiđ.

Heimasíđa TR.


Öđlingamótiđ: Skákir annarrar umferđar

Skákir annarrar umferđar Skákmóts öđlinga eru nú ađgengilegar. Ţórir Benediktsson sló inn skákirnar.

 


Hörđuvellingar vörđu titilinn

Hörđuvallaskóli

Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórđa til sjöunda bekk fór fram um helgina. Teflt var í Rimaskóla viđ góđar ađstćđur. Fyrirfram mátti búast viđ öruggum sigri Hörđuvallaskóla sem mćttir voru til ađ verja Íslandsmeistaratitil sinn frá ţví í fyrra. Eftir fyrri keppnisdag var nokkuđ ljóst ađ liđsmenn skólans voru ekki á neinu öđru en ađ verja titilinn. Sama miskunnarleysi einkenndi taflmennski Hörđuvellinga seinni keppnisdaginn og ţegar upp var stađiđ höfđu ţeir halađ inn 34 vinninga af 36 mögulegum. Sannarlega glćsilegur árangur og sennilega eru ţađ ekki nema sveitir frá Rimaskóla og Ćfingaskólanum gamla sem hafa náđ betra skori.

20160410_132047

Nokkuđ örugglega í öđru sćti varđ sveit Ölduselsskóla. Sú sveit hefur veriđ sigursćl síđustu árin og oft lent á palli á Íslands- og Reykjavíkurmótum. Ţeir piltar geta stefnt á sigur á nćsta ári ţar sem nćr öll sveit Hörđuvallaskóla var nú á síđasta aldursári flokksins.

Álfhólsskóli

Í ţriđja sćti varđ sveit Álfhólsskóla og ţađ á nokkuđ öruggan hátt.

Grindavíkurskóli

 

Efst landsbyggđarsveita varđ sveit Njarđvíkurskóla leidd áfram af Sóloni Siguringasyni sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar sínar skákir. Tvćr sveitir af Suđurlandi tóku ţátt sem er mikiđ fagnađarefni enda sveitir frá Kópavogi og Reykjavík veriđ hvađ mest fyrirferđa miklar síđustu árin. Enn er ţó mikiđ verka ađ vinna til ađ fjölga landsbyggđarsveitum.

Borđaverđlaunahafar

 

Liđsmenn Hörđuvallaskóla fengu allir borđaverđlaun. Ţađ gerđi áđurnefndur Sólon einnig sem og ungur piltur í Vatnsendaskóla. Sá heitir Tómas Möller, er í öđrum bekk og fannst eđlilegast ađ fá níu vinninga af níu um helgina á fjórđa borđi. Ţá fékk efnilegur piltur úr Smáraskóla, Steinţór Örn, átta vinninga af níu á öđru borđi og ţar međ borđaverđlaun.

20160410_131045

 

Rimaskóli blandađi sér ekki í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn ađ ţessu sinni en náđi ţó frábćrum árangri. Ţannig urđu b-d sveitir skólans efstar b-d sveita og sýnir ţađ ţá miklu breidd skákmanna sem einkennir skákstarf skólans. Lítill getumunur virtist vera á sveitum skólans enda vann b-sveitin a-sveitina 4-0 í fyrstu umferđ! Sannarlega öflugur og jafnur hópur skákkrakka sem Helgi Árnason hefur komiđ upp.

Íslandsmeistarar Hörđuvallaskóla

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 9v/9!
  2. Stephen Briem 8v/9
  3. Sverrir Hákonarson 8v/9
  4. Arnar Milutin Heiđarsson 9v/9!

Varamenn: Óskar Hákonarson og Benedikt Briem

Liđsstjóri: Gunnar Finnsson

Silfurliđ Ölduselsskóla

  1. Óskar Víkingur Davíđsson
  2. Misha Kravchuk
  3. Stefán Orri Davíđssoon
  4. Birgir Logi Steinţórsson

Varamađur: Baltasar Máni Wedholm

Liđsstjóri: Björn Ívar Karlsson

Bronsliđ Álfhólsskóla

  1. Róbert Luu
  2. Halldór Atli Kristjánsson
  3. Ísak Orri Karlsson
  4. Alexander Bjarnţórsson

Liđsstjóri Lenka Ptacnikova

Lokastađan


Fimm međ fullt hús á Öđlingamótinu

odl16-4-620x330Líkt og í fyrstu umferđ Skákmóts öđlinga sáust athyglisverđ úrslit í ţeirri annari sem fór fram síđastliđiđ miđvikudagskvöld í notalegri stemningu í Skákhöll TR. Úrslit í viđureignum tveggja efstu borđanna voru ţó eftir bókinni ţar sem Sigurđur Dađi Sigfússon (2299) sigrađi Kristján Örn Elíasson (1861) örugglega á fyrsta borđi međ svörtu ţar sem tefldur var hinn hárbeitti skoski leikur. Hinn vígalegi og skeggjađi Kristján Örn fór snemma út á ótrođnar slóđir og hleypti skákinni upp eins og honum er einum lagiđ. Sigurđur Dađi tók ţví opnum örmum enda ţekktur fyrir flest annađ en ađ liggja í vörn á reitunum 64 og lagđi hvítu mennina örugglega.

Á öđru borđi lagđi Ţorvarđur F. Ólafsson (2195) hinn margreynda Árna H. Kristjánsson (1894) sömuleiđis án mikilla vandrćđa en á ţriđja borđi vann Magnús Kristinsson (1822) núverandi Öđlingameistara, Einar Valdimarsson (2029), međ svörtu í nokkurskonar furđuskák ţar sem Einar fór fullgeyst í gambítum og mannsfórnum. Ţá má nefna góđan sigur Kjartans Mássonar (1760) á nafna sínum Kjartani Maack (2110) og sigur Óskars Long Einarssonar (1691) á Bjarna Sćmundssyni (1870). Ađ auki voru gerđ ţrjú jafntefli ţar sem stigamunur keppenda í milli var allnokkur.

Fimm keppendur hafa unniđ báđar sínar viđureignir, en ţeir eru, ásamt Sigurđi Dađa, Ţorvarđi og Magnúsi, Siguringi Sigurjónsson (1971) og Stefán Arnalds (2007).

Ţriđja umferđ fer fram á miđvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Sigurđur Dađi og Siguringi, Stefán og Ţorvarđur, sem og Magnús og Ingi Tandri Traustason (1916). Áhorfendur velkomnir – alltaf heitt á könnunni. Skákirnar ásamt úrslitum og myndum frá mótinu má nálgast hér ađ neđan.
 
Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitaskák áskorendamótsins

KarjakinViđ upphaf lokaumferđar áskorendamótsins í Moskvu sl. mánudag voru líkur til ţess ađ tveir keppendur yrđu jafnir í efsta sćti. Sú varđ raunin fyrir ţrem árum er Magnús Carlsen og Vladimir Kramnik urđu jafnir og efstir eftir ćsispennandi lokaumferđ ţó ađ báđir hafi tapađ lokaskákinni. Ţá var gripiđ til stigaútreikninga og Magnús hafđi betur, öđlađist réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Anand og viđ ţekkjum framhaldiđ.

Ţegar Sergei Karjakin og Fabiano Caruana settust ađ tafli var sá möguleiki fyrir hendi ađ Anand myndi tylla sér međ ţeim í efsta sćtiđ – ef hann ynni Svidler međ svörtu. Í ţví tilviki hefđi vaknađ allt annađ ákvćđi reglugerđar um mótiđ og Caruana úrskurđađur sigurvegari. En fáir reiknuđu međ sigri Anands og kannski síst hann sjálfur, hvatinn varla til stađar ţví fyrirsjánlegt var ađ stigaútreikningar myndu alltaf setja Anand í ţriđja sćti. Caruana varđ ţví ađ tefla til sigurs og ţanki um varkárari byrjanir vék fyrir hvössu afbrigđi sikileyjarvarnar. Í ţessari hreinu úrslitaskák gerđi Karjakin sér grein fyrir ţví ađ jafntefli myndi ađ öllum líkindum duga en jafnframt var honum fullkunnugt um fjölmörg dćmi ţess hversu varasamt getur reynst ađ tefla upp á jafntefli ţegar mikiđ er undir. Og ţarna sýndi hann styrk sinn, tók djarfar ákvarđanir í miđtafli sem ađ endingu tryggđu honum farseđilinn til New York:

Áskorendamótiđ 2016; 14. umferđ.

Sergei Karjakin – Fabiano Caruana

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O Bd7 9. f4 h6 10. Bh4 b5 11. Bxf6 gxf6 12. f5 Db6 13. fxe6 fxe6 14. Rxc6 Dxc6 15. Bd3 h5 16. Kb1 b4 17. Re2 Dc5 18. Hhf1 Bh6 19. De1 a5 20. b3 Hg8 21. g3 Ke7

Allt međ kyrrum kjörum og hefđbundnum hćtti. Stađan er í jafnvćgi.

22. Bc4 Be3 23. Hf3 Hg4 24. Df1 Hf8 25. Rf4 Bxf4 26. Hxf4 a4 27. bxa4!

Hann mátti alls ekki hleypa ţessu peđi til a3.

27. ... Bxa4 28. Dd3 Bc6 29. Bb3 Hg5 30. e5!?

Afdrifarík ákvörđun og djörf. Karjakin hefur greinilega lćrt eitt og annađ af Kasparov, ađ leika ofan í ţrćlvaldađan reit var sérgrein hans.

30. ... Hxe5 31. Hc4 Hd5 32. De2 Db6 33. Hh4 He5 34. Dd3 Bg2?! 35. Hd4 d5 36. Dd2 He4??

Caruana var í tímahraki. Hann ţvingar beinlínis fram leikfléttu. Eftir 36. ... Bf3 37. Hxb4 Dc7 er stađan enn tvísýn.

G3OVGR9M37. Hxd5! exd5 38. Dxd5 Dc7 39. Df5! Hf7 40. Bxf7 De5 41. Hd7+ Kf8 42. Hd8+!

– og Caruana sá endalokin, 42. ... Kxf7 43. Dh7+ Ke6 44. Dd7 mát, og gafst ţví upp.

Lokastađan varđ ţessi:

1. Karjakin 8 ˝ v.(af14) 2. – 3. Caruana og Anand 7 ˝ v. 4. – 7. Nakamura, Svidler, Giri og Aronjan 7 v. 8. Topalov 4 ˝ v.

 

 

Lausnir á skákdćmum

GPTVG3R0

 

Pal Benkö 1968

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Bc4. A) 1. ... Ke5 2. Dd5+ Kf6 3. Dg5 mát. B) 1. ... Kf5 2. Dh5+ og 3. Dg5 mát eđa 3. Dd5 mát.

GPTVG3R4

 

 

 

Sam Lloyd 1858

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Ba8 A) 1. ... Kf1 2. Dxf5+ og 3. Df2 mát. B) 1. ... g5 2. Db7 og 3. Dh1 mát. C) 1. ... f4 2. Dg6 og 3. Dg1 mát. D) 1. .... riddaraleikur, 2. Db6 ( eđa 2. Dxb6 ) og 3. Dg1 mát.

GPTVG3QS

 

 

 

Alexei Trotzky 1893

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Kc2 d1(D)+ 2. Kb1 og mát í nćsta leik

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Hörđuvallaskóli efstur eftir fyrri keppnisdag

Hörđuvallaskóli er međ gott forskot eftir fyrri dag Íslandsmóts barnaskólasveita 4.-7. bekkur. Nokkrar sveitir koma í humátt á eftir og ljóst ađ spennan verđur mikil um verđlaunasćti. Gaman er ađ sjá landsbyggđarliđ taka ţátt og hafa ţau stađiđ sig býsn vel.

 

Rk.SNoTeamGames  +   =   -  TB1  TB2  TB3 
12Hörđuvallaskóli550019,0100
26Ölduselsskóli a-sveit540115,080
321Salaskóli a-sveit540114,080
428Rimaskóli b-sveit531114,070
524Háteigsskóli531113,070
61Álfhólsskóli a-sveit530213,060
75Smáraskóli540112,580
818Grunnskólin í Hveragerđi531112,070
927Rimaskóli a-sveit530212,060
103Ingunnarskóli a-sveit521212,050
1117Flóaskóli522111,060
128Foldaskóli521211,050
1329Rimaskóli c-sveit522110,560
1420Vatnsendaskóli b-sveit513110,550
159Kelduskóli a-sveit521210,050
1630Rimaskóli d-sveit521210,050
1723Salaskóli c-sveit52129,550
1814Norđlingaskóli a-sveit52039,540
1916Vatnsendaskóli a-sveit50419,040
2025Njarđvíkurskóli51228,542
214ingunnarskóli b-sveit51228,540
2219Melaskóli51138,530
2322Salaskóli b-sveit52128,050
247Ölduselsskóli b-sveit51228,040
2510Kelduskóli b-sveit52038,040
2611Austurbćjarskóli51137,030
2715Norđlingaskóli b-sveit51137,030
2812Breiđagerđisskóli-a52036,540
2913Álfhólsskóli b-sveit52036,041
3026Landakotsskóli52036,041
3131Breiđagerđisskóli b-sveit61145,530

 


Wow air mótiđ hefst á mánudagskvöldiđ

Vormot_Background_FB-1024x376

Hiđ glćsilega Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur hefst í skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12mánudaginn 11. apríl  Mótiđ er nú haldiđ í ţriđja sinn og hefur fest sig í sessi sem eitt af ađalmótum Taflfélags Reykjavíkur.

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en eftir ţađ bćtast viđ 15 mínútur.  30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina.  Teflt verđur einu sinni í viku á mánudagskvöldum og hefjast umferđirnar kl. 19.30  Tvćr yfirsetur (bye) verđa leyfđar í umferđum 1-5.

Mótiđ er fyrst og fremst hugsađ fyrir sterkari skákmenn og er frábćr upphitun fyrir Skákţing Íslands sem hefst ađ móti loknu.

Í A – meistaraflokk hafa allir skákmenn međ GM/IM/FM/WGM titil ţátttökurétt, auk allra skákmanna međ yfir 2200 Elo skákstig.

Í B – áskorendaflokk hafa allir skákmenn međ yfir 2000 Elo skákstig ţátttökurétt.

Skákmenn sem uppfylla stigalágmörkin 1. apríl eru gjaldgengir.

Átta skákmenn fengu undanţágu frá ţeim lágmörkum. Sjá ítarlega umfjöllun á heimasíđu TR..

Sigurvegari Wow air Vormótsins í fyrra var Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari. Sverrir Örn Björnsson sigrađi í B flokki og annar varđ Vignir Vatnar Stefánsson.  Ţeir tveir unnu sér inn keppnisrétt í A – flokki í ár, en reyndar hefur Vignir ţegar náđ tilskyldum 2200 stigum til ađ keppa í flokknum!

Glćsileg verđlaun eru í mótinu í bođi Taflfélags Reykjavíkur og vina okkar hjá Wow air.

A – Meistaraflokkur:

1. Flugmiđi međ Wow air á einn af áfangastöđum félagsins í evrópu (skattar og gjöld innifaliđ) plús 40.000 krónur

2. 40.000 krónur

3. 20.000 krónur

B – Áskorendaflokkur:

1. Flugmiđi međ Wow air á einn af áfangastöđum félagsins í evrópu (skattar og gjöld innifaliđ) plús 20.000 krónur

2. 20.000 krónur

3. 10.000 krónur

Auk ţess verđa veittir bikarar fyrir efsta sćtiđ í hvorum flokki auk farandbikars fyrir sigurvegara A flokks.  Verđlaunapeningar fyrir annađ og ţriđja sćtiđ í báđum flokkum.

Tvö efstu sćtin í B – flokki veita ţátttökurétt í A flokki ađ ári.

Umferđatafla:

  1. umferđ mánudag 11. apríl  kl. 19.30
  2. umferđ mánudag 18. apríl  kl. 19.30
  3. umferđ mánudag 25. apríl  kl. 19.30
  4. umferđ mánudag 02. maí  kl. 19.30
  5. umferđ mánudag 09. maí  kl. 19.30
  6. umferđ mánudag 16. maí   kl. 19.30
  7. umferđ mánudag 23. maí   kl. 19.30

Verđlaunaafhending mun fara fram laugardaginn 28. maí, kl. 14.00 fyrir upphaf umferđar í lokamóti Bikarsyrpu TR.

Tekiđ skal fram ađ 25% af verđlaunafé úr Wow air mótinu verđur haldiđ eftir ef verđlaunahafar mćta ekki á verđlaunaafhendinguna til ađ taka viđ verđlaunum sínum án gildra ástćđna.

Ef fresta ţarf skákum verđa ţćr viđureignir tefldar á miđvikudagskvöldum kl. 19.30 (samhliđa skákmóti öđlinga).

Ţátttökugjald er kr. 5000 fyrir félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur en kr. 10.000 fyrir ađra.

Ţeir skákmenn sem skrá sig fyrir 7. apríl fá 50% afslátt af ţátttökugjaldinu.  Frítt er fyrir titilhafa á mótiđ skrái ţeir sig fyrir 7. apríl, annars kr. 5000.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Bárđur Örn og Vignir Vatnar kjördćmismeistarar Reykjaness

IMG_1880Kjördćmismót Reykjaness í skólaskák 2016 fór fram í Glersalnum í stúkunni viđ Kópavogsvöll í dag. Fyrir hádegi keppti eldri flokkurinn sem eru nemendur í 8.-10.bekk og svo 1.-7.bekkur eftir hádegiđ.

Sjö keppendur mćttu í eldri flokki og 28 í ţeim yngri. 

Í eldri flokki sigrađi Bárđur Örn Birkisson örugglega međ 6,5 vinningum af 7 mögulegum.

Úrslit:

1.Bárđur Örn Birkisson Smáraskóla 5,5 vinninga
2.Dawid Kolka Álfhólsskóla 5 vinninga
3.Björn Hólm Birkisson Smáraskóla 4,5 vinninga

IMG_1913

 

Í yngri flokki hreinsađi Vignir Vatnar.

Úrslit:

1.Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla 7 vinninga
2.Robert Luu Álfhólsskóla 6 vinninga
3.Stephan Briem Hörđuvallaskóla 5 vinninga
4.Freyja Birkisdóttir Smáraskóla 5 vinninga
5.Sverrir Hákonarson Hörđuvallaskóla 5 vinninga

Reykjanes á rétt á tveim fulltrúum í eldri flokki og ţrem í ţeim yngri á Landsmótiđ í skólaskák sem fer fram um mánađarmótin apríl-mai. Bárđur Örn, Dawid Kolka, Vignir Vatnar, Robert Luu og Stephan Briem hafa ţví tryggt sér sćti ţar.

Skákdeild Breiđabliks hélt mótiđ og skákstjóri var Halldór Grétar Einarsson. 


Íslandsmót grunnskólasveita fer fram 16.-17. apríl

Íslandsmót grunnskóla 8.–10. bekkur 2016 fer fram í Rimaskóla dagana 16. og 17. apríl. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verđur 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Tafliđ hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8. – 10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1. – 7. bekk er ţeim leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn.

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í september nćstkomandi í Noregi.

Skráning fer fram á Skák.is

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 15. apríl

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.

 


Íslandsmót barnaskólasveita 4.-7. bekkur hefst á laugardaginn - skráningarfrestur rennur út í dag

Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verđur 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Tafliđ hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum. Mótiđ fer fram í Rimaskóla.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 4. – 7. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1. – 3. bekk er ţeim leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn.

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í september nćstkomandi í Noregi.

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 8. apríl

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

Skákakademía Reykjavíkur sér um framkvćmd mótsins.

Ný reglugerđ um mótiđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8778519

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband