Fćrsluflokkur: Spil og leikir
20.3.2018 | 10:00
Páskeggjamót Hugins fer fram á mánudaginn
Páskaeggjamót Hugins verđur haldiđ í 26. sinn mánudaginn 26. mars 2018, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráningarform verđur sett upp á skak.is og eru vćntanlegir ţátttakendur beđnir um ađ skrá sig til ađ auđvelda undirbúning mótsins. Mótiđ verđur reiknđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 2002 2004) og yngri flokki (fćddir 2005 og síđar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fćr einnig páskaegg sem og efstu ţrjár stúlkurnar á mótinu. Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg. Lítiđ páskaegg verđur svo fyrir ţá sem ekki vinna til verđlauna.
Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Lyfjaval í Mjódd en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.
Spil og leikir | Breytt 19.3.2018 kl. 16:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2018 | 07:00
Meistaramót Ása í dag
Ţriđjudaginn 20 mars halda Ćsir í Ásgarđi sitt meistaramót. Tefldar verđa 10 umferđir međ 10 mín. umhugsunar tíma.Tafliđ byrjar stundvíslega kl 13.00. Allir karlar velkomnir sem verđa 60 ára á árinu og eldri.Einnig konur sem verđa 50 ára og eldri. Skákstađurinn er Stangarhylur 4, félagsheimili eldri borgara í Reykjavík.
Spil og leikir | Breytt 18.3.2018 kl. 18:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2018 | 16:00
Álfhólsskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita (4.-7. bekkur)
Álfhólsskóli a-sveit er Íslandsmeistari barnaskólasveita eftir sigur í gćr á jöfnu og skemmtilegu íslandsmóti sem haldiđ var í Rimaskóla um helgina. Ekki leit ţó lengi vel út fyrir ađ Álfhólsskóli myndi hirđa gulliđ ţví skólinn var ekki í verđlaunasćti eftir laugardaginn. Miklu munađi um ađ Róbert Luu sem kom inn í liđiđ og styrkti ţađ mikiđ og skólinn byrjađi á ađ vinna Rimaskóla stórt sem hafđi leitt keppnina fram ađ ţví. Ísak Orri Karlsson fékk samt flesta vinninga fyrir liđiđ eđa 7 alls.
Íslandsmeistarasveitina skipuđu ţeir. Róbert Luu (3,5 af 4), Ísak Orri Karlsson (7 af 9), Rayan Sharifa (6 af 9), Alexander Már Bjarnţórsson (6 af 9) og Gabríel Sćr Bjarnţórsson (4 af 5).
Sveitirnar sem á eftir komu voru mjög jafnar:
Hefđi í raun hver ţeirra sem var hafa hirt gulliđ á góđum degi. Ţćr voru a.m.k. mikiđ í ţví ađ hirđa stig af hvorri annarri. Háteigsskóli endađi í 2 sćti međ fleiri liđsstig en Vatnsendaskóli sem urđu jafnir ţeim ađ vinningum.
Rima- og Ölduselsskóli urđu svo ekki langt undan. Háteigsskóli hafđi reyndar flest liđsstig allra liđa.
Efsta b-liđiđ var b-liđ Vatnsendaskóla sem stal sigrinum í síđustu umferđ međ stórsigri og örugglega í efsta sćti c-liđa var c-liđ Rimaskóla sem endađi í 6. sćti keppninni allri.
Borđaverđlaun fengu fyrir
- 1. borđ. Joshua Davíđsson Rimaskóla 6,5 vinningar.
- 2. borđ. Tómas Möller Vatnsendaskóla 7,5 vinningar.
- 3. borđ. Bjartur Ţórisson Austurbćjarskóla og Birgir Logi Steinţórsson Ölduselsskóla 8 vinningar.
- 4. borđ. Kjartan Karl Gunnarsson Rimaskóla 7 vinningar.
Lokastađan á Chess-Results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2018 | 14:00
Rúnar hrađskákmeistari Akureyrar
Ţađ er skammt stórra högga á milli hjá FM Rúnari Sigurpálssyni. Eftir ađ hafa orđiđ Skákmeistari Akureyrar nýlega međ sigri í einvígi um titilinn, bćtti hann nú öđrum titli í safn sitt ţegar hann bar sigur úr býtum á Hrađskákmóti Akureyrar. Ţar ţurfti reyndar líka aukakeppni til ađ útkljá mótiđ, ţví ţeir Rúnar og Áskell Örn Kárason urđu jafnir á mótinu sjálfu. Mjög góđ ţátttaka var á mótinu og tefldu 18 skákmenn einfalda umferđ, alls 17 skákir hver. Ţeir Áskell og Rúnar höfđu nokkra yfirburđi og fengu báđir 16 vinninga. Ólafur Kristjánsson var ţriđji međ 13,5; Símon Ţórhallsson fékk 13 og Jón Kristinn Ţorgeirsson 12,5.
Ţeir tefldu svo tvćr skákir til úrslita; ţeirri fyrri lyktađi međ jafntefli en Rúnar vann ţá seinni og er ţví Hrađskákmeistari Akureyrar 2018; líklega í 55. sinn sem hann hampar ţeim titli.
Lokastöđuna má sjá hér:
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2018 | 12:00
Caruana efstur í hálfleik í Berlín
Línur eru farnar ađ skýrast á áskorendamótinu í skák. Sjö umferđum er 14 er lokiđ. Caruana (2784) er efstur međ 5 vinninga eftir sigur Aronian (2794) í gćr ţar sem hann síđarnefndi lagđi í mikla sókn ţar sem Caruana varđist vel. Mamedyarov (2809) gerđi öruggt jafntefli međ svörtu međ Grischuk (2767) og er annar međ 4,5 vinninga. Baráttan virđist vera milli ţeirra tveggja en ţó má ekki útiloka Dinge Liren (2769), Grischuk og Kramnik (2800) sem allir hafa 3,5 vinninga
Áttunda umferđ hefst kl. 14 í dag.
Sjá nánar á Chess.com.
Myndir: Maria Emelianova (Chess.com)
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chessbrah)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2018 | 10:00
Öđlingamót TR hefst á miđvikudaginn
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 21. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öđlinga er Björgvin Víglundsson.
Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 21. mars kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 28. mars kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 4. apríl kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 11. apríl kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 18. apríl kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 25. apríl kl. 19.30
7. umferđ miđvikudag 2. maí kl. 19.30
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Hrađskákmót öđlinga fer fram miđvikudaginn 9. maí kl. 19:30 og ađ ţví loknu fer ţar fram verđlaunaafhending fyrir bćđi mót. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik
Verđlaun
1. sćti kr. 40.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000
Verđlaunafé verđur skipt eftir Hort-kerfi verđi keppendur jafnir ađ vinningum. Lokaröđ keppenda rćđst af mótsstigum (tiebreaks).
Röđ mótsstiga (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrđis viđureign 4. Sonneborn-Berger
Ţátttökugjald (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts)
kr. 5.000 Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi
Skákstjórn: Ţórir Benediktsson s. 867 3109 thorirbe76@gmail.com
Skráningarform
Spil og leikir | Breytt 18.3.2018 kl. 15:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2018 | 07:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 19. mars nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 18.3.2018 kl. 11:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2018 | 18:23
Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur haldiđ 25. mars
Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ sunnudaginn 25.mars. Mótiđ er opiđ öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferđir verđa tefldar međ 4 mínútna umhugsunartíma og bćtast 2 sekúndur viđ tímann eftir hvern leik (4+2). Mótiđ verđur tvískipt ađ ţessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir:
- 1.-3.bekkur kl.12:30 14:30.
- 4.-7.bekkur kl. 15:00 17:00.
Verđlaunapeningur og páskaegg verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki. Ţá verđur jafnframt páskaegg í verđlaun fyrir efstu stúlkuna í hvorum flokki sem og fyrir efsta sćti í hverjum árgangi (2005-2011). Ađ móti loknu í hvorum flokki verđa tveir ţátttakendur dregnir út í happdrćtti og hljóta ţeir ađ launum páskaegg. Mikilvćgt er ađ hafa í huga ađ ţátttakendur geta mest fengiđ eitt páskaegg hver í mótinu, ţó er happdrćttiđ undanskiliđ ţeirri reglu.
Skráning fer fram í gegnum skráningarformiđ hér ađ neđan, en einnig má nálgast ţađ í gula kassanum á skak.is.
18.3.2018 | 18:08
Meistaramót Ása á ţriđjudaginn
Ţriđjudaginn 20 mars halda Ćsir í Ásgarđi sitt meistaramót. Tefldar verđa 10 umferđir međ 10 mín. umhugsunar tíma.Tafliđ byrjar stundvíslega kl 13.00. Allir karlar velkomnir sem verđa 60 ára á árinu og eldri.Einnig konur sem verđa 50 ára og eldri. Skákstađurinn er Stangarhylur 4, félagsheimili eldri borgara í Reykjavík.
17.3.2018 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann lagđi Eljanov og er í toppbaráttunni
Sigur Jóhanns Hjartarsonar á Úkraínumanninum Pavel Eljanov í 4. umferđ Reykjavíkurskákmótsins er stćrsta afrek okkar manna á mótinu til ţessa og gefur vísbendingu um ađ Jóhann muni taka ţátt í baráttunni um efstu sćtin. Eftir umferđina var Tyrkinn Mustava Yilmaz einn efstur međ fullt hús vinninga en Jóhann var í 2.-7. sćti međ 3˝ vinning.
Margir íslenskir skákmenn hafa stađiđ sig vel, t.d. hinn 15 ára Birkir Ísak Jóhannesson sem hefur hlotiđ ţrjá vinninga. Međ sömu vinningatölu eru Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhallsson.
Frídagur var í gćr en hliđarviđburđir voru m.a. Fischer-random mót og um kvöldiđ spurningakeppnin pub-quiz.
Áđur en fjórđa umferđ hófst á fimmtudaginn var slegiđ upp stúlknaskákmóti í tengslum viđ ungversku skákkonuna Susan Polgar en Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra afhenti verđlaun í mótslok. Batel Goitom sigrađi.
Skák Jóhanns og Eljanovs fylgir hér. Jóhann, sem var međ svart, jafnađi tafliđ auđveldlega, náđi síđan frumkvćđinu og knúđi fram sigur međ nokkrum hárbeittum leikjum:
Pavel Eljanov Jóhann Hjartarson
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4
Byssustingur er ţetta afbrigđi kallađ og var mikiđ í tísku í kringum síđustu aldamót. Í dag hafa slík afbrigđi tapađ gildi sínu, m.a. vegna reiknigetu skákvélanna.
9.... a5 10. Ba3 He8 11. bxa5 Hxa5 12. Bb4 Ha8 13. a4 c5!
Mikilvćgur leikur. Hvítur getur hirt peđiđ á d6 međ 14. dxc6 Rxc6 15. Bxd6 en eftir 15.... Rd4 hefur svartur nćgar bćtur.
14. Ba3 Ha6 15. Rd2 Hf8 16. Bb2 Re8 17. Rb5 f5 18. exf5?!
Ţađ lifnar heilmikiđ yfir stöđu svarts eftir ţessi uppskipti. Betra var 18. Ha3.
18.... gxf5!
Eins og hver einasti skólastrákur í Úkraínu veit drepa menn aftur međ peđi á f5 í kóngsindverskri vörn.
19. f4 Rg6 20. fxe5 Rxe5 21. Ha3 Bd7 22. Da1 De7 23. He1 Dh4
24. g3?
Hćpinn leikur ţví nú mun framrás f-peđsins aukast ađ afli.
24.... Dh6 25. Rf3 Rg4 26. Bxg7 Rxg7 27. Bf1 f4!
Auđvitađ. Leikurinn var Eljanov sérstaklega erfiđur ţví hann var ađ komast í mikiđ tímahrak.
28. gxf4?
Og hér var betra ađ leika 28. Dc1.
28.... Hxf4 29. He7 Rf6 30. Rc7 Hb6 31. He2
Eljanov er alveg búinn ađ missa tökin, m.a. vegna ţess ađ ţađ er enginn samgangur í liđsafla hvíts.
31.... Hxc4 32. Re6 Hc1 33. Da2 Hb4 34. Hg2 Hg4!
Hvítur er leppađur fram og til baka. Ţađ er engin vörn í ţessari stöđu.
35. Hb3 Rxe6 36. dxe6 Bxe6
og Eljanov gafst upp.
Vanaviđbrögđin kosta
Indverskir skákmenn hafa sett mikinn svip á Reykjavíkurskákmótin undanfarin ár. Nihal Sarin, sem er 13 ára, og Rameshbabu Pragnandahaa, 12 ára, tefla annađ áriđ í röđ á mótinu. Stórhćttulegir báđir tveir eins og dćmin sanna. En ţeir eiga samt ýmislegt ólćrt, samanber ţetta dćmi úr 3. umferđ:
Síđasti leikur svarts var 26.... Hd8-d1+ (betra var 26.... Bd1) Indverjinn var á sjálfstýringunni og svarađi um hćl međ 27. Hxd1 og eftir 27.... Bxd1 sćttust ţeir á skiptan hlut ţremur leikjum síđar. Athugun á stöđunni leiddi í ljós ađ hvítur gat leikiđ 27. Bf1! og svartur er bjargarlaus ţar sem 27.... Hxc1 er svarađ međ millileiknum 28. Dxb3+ og síđan fellur hrókurinn óbćttur.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. mars 2018
Spil og leikir | Breytt 15.3.2018 kl. 17:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 8778678
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar