Fćrsluflokkur: Spil og leikir
24.3.2018 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Stefáns Kristjánssonar verđur sárt saknađ
Fráfall Stefáns Kristjánssonar stórmeistara hinn 28. febrúar sl. er eitt mesta áfall sem skáklífiđ í landinu hefur orđiđ fyrir. Ađeins 35 ára gamall er genginn einn mesti hćfileikamađur sem fram hefur komiđ og voru hćfileikar hans ekki einskorđađir viđ skákina. Svalari keppnismann undir pressu var ekki hćgt ađ finna. Leiftrandi greind, gamansemi, góđvild og smá skammtur af ţví sem kalla mátti afstöđuvanda gerđu hvern fund viđ ţennan hressa félaga skemmtilegan. Rakiđ hefur veriđ hvernig hann komst í ólympíuliđ Íslands 17 ára gamall, varđ alţjóđlegur meistari fljótlega upp úr ţví, rađađi inn stórmeistaraáföngum en virtist verđa afhuga frekari skákafrekum undir lok síđasta áratugar. Um ţađ er ţó erfitt ađ fullyrđa nokkuđ; alvarlegt slys móđur hans setti á manninn mark en ţađ var ekki hans stíll ađ kvarta.
Ég fór í fjölmargar ferđir međ honum á árunum 1998-2006 í ýmsum hlutverkum. Minnisstćđ er t.d. ferđ á EM unglingalandsliđa 18 ára og yngri viđ Balatonvatn í Ungverjalandi međ frábćrum hópi ungmenna í flokki pilta og stúlkna. Ţá eins og oft síđar kom yfir mig ţessi tilfinning hversu gott ţađ vćri hafa slíkan liđsmann sem vćri einhvern veginn međ allan pakkann.
Viđ vorum nýkomnir frá ólympíumótinu í Bled 2002 og nokkrar vikur í HM 20 ára og yngri og sett upp ćfingaáćtlun. Dagur eitt: Í gamansömum tón kveđst Stefán vilja fá strax allan sannleikann um helstu byrjanir og engar refjar. Ég svara ţví til ađ ég sé ţví miđur búinn ađ týna sannleikanum en viđ munum leita hans nćstu daga. Ekki veit ég hvor lćrđi meira en ţađ var gaman ađ fylgjast međ Stefáni úr fjarlćgđ ţegar hann var kominn á HM til perlu Indlands og Austurlanda fjćr, Goa. Og nú röskum 15 árum síđar er ég ađ gramsa á netinu og rekst á gamla frétt frá mótinu af erlendri vefsíđu og segir ţar ađ austurblokkin sé mćtt međ sín bestu ungmenni, einnig ný stórveldi skákarinnar, Indverjar, Kínverjar og Víetnamar. Ţetta er um miđbik og Armeninn Levon Aronjan og síđar sigurvegari er efstur međ 5˝ vinning ađ loknum sjö umferđum af 13. Stefán Kristjánsson er ˝ vinningi á eftir. Hann varđ síđan í hópi efstu manna.
Mér fannst gaman ađ lesa minningarorđ ţegar sagđi frá ţví er Viktor Kortsnoj stóđ yfir Stefáni og fylgdist međ honum tefla og kvađst síđar aldrei hafa getađ getiđ sér til um leiki hans en hrósađi taflmennskunni. Helstu afrek Stefáns verđa ekki rakin hér en í bestu skákum hans komu reiknihćfileikar hans vel í ljós eins og í eftirfarandi dćmi ţegar langbesti skákmađur Pólverja nú um stundir tapar án ţess ađ fá rönd viđ reist:
EM landsliđa, Krít 2007:
Stefán Kristjánsson Radoslaw Wojtaszek
Hollensk vörn
1. d4 f5 2. Rc3 Rf6 3. Bg5
Alltaf fundvís á óhefđbundnar leiđir.
3.... d5 4. Bxf6 exf6 5. e3 Be6 6. Df3 Dd7 7. Bb5 Rc6 8. Rge2 a6 9. Ba4 0-0-0 10. Rf4 Bf7 11. Rd3 g6 12. a3 Dd6 13. b4 Rb8 14. 0-0 h5 15. Bb3 h4 16. h3 Bh6 17. Hfc1 c6 18. Ra4 g5 19. c4!
Ef nú 19.... dxc4 ţá kemur 20. Dxf5+! Be6 21. Rb6+ Kc7 22. Da5! međ hótuninni 23. Rc4+.
19.... g4 20. Dxf5 Be6 21. Rb6 Kc7
22.... Dxd5 er svarađ međ 23. Dxd5! og vinnur.
23. Rb6+ Kc7 24. Da5! Bxe3 25. c5 Dg3 26. Rd5+!
og svartur gafst upp, mátiđ blasir viđ á c7 eđa e7.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. mars 2018
Spil og leikir | Breytt 18.3.2018 kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2018 | 07:51
Öđlingamótiđ hafiđ
Tćplega 40 keppendur eru skráđir í Skákmót öđlinga sem hófst miđvikudagskvöldiđ í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur en sú ţátttaka er međ betra móti hin síđari ár. Stigahćstur keppenda er Kristján Guđmundsson (2289) sem er margreyndur ţrátt fyrir langa fjarveru frá skákborđinu. Skammt undan er Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) sem hafnađi á dögunum í 3.-4. sćti á Skákţingi Reykjavíkur. Ţá er stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2200), einnig á međal keppenda en hún nćldi sér í aukaverđlaun á Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrr í mánuđinum. Búast má viđ ţví ađ ţau verđi öll í toppbaráttu Öđlingamótsins ţó leiđin verđi ekki greiđ ţví keppendalistinn er vígalegur ađ sjá.
Strax í fyrstu umferđinni voru framreiddar margar jafnar og spennandi viđureignir en á fyrsta borđi atti Kristján kappi viđ hinn eitilharđa Halldór Viđar Garđarsson (1793) sem gaman er ađ sjá hversu öflugur er viđ taflmennskuna en ţess má geta ađ hann verđur áttrćđur á nćsta ári. Halldór átti í fullu tré viđ Kristján međ svörtu mönnunum og ţegar jafntefli var samiđ eftir spennuţrungna baráttu prísađi Kristján sig sćlan og hafđi á orđi ađ hann hefđi veriđ stálheppinn verandi međ tapađa stöđu á tímabili.
Á öđru borđi lagđi Sigurbjörn Magnús Kristinsson (1770) ţar sem Magnús réđi ekki viđ frípeđ Sigurbjörns sem var međ drottningu gegn tveimur hrókum Magnúsar. Á ţriđja borđi hafđi Lenka svo öruggan sigur gegn hinum sókndjarfa Friđgeiri Hólm (1746). Óvćntustu úrslit kvöldsins verđa ađ teljast sigur Óskars Long Einarssonar (1729) á Björgvini Víglundssyni (2147) og ţá gerđu Sverrir Örn Björnsson (2135) og Björgvin Jónas Hauksson (1704) jafntefli í maraţonskák. Páll Ţórsson (1693) vann baráttusigur á Halldóri Pálssyni (2056) ţar sem sá síđarnefndi hafđi lengi vel innan viđ mínútu á klukkunni.
Alls verđa tefldar sjö umferđir og fer önnur umferđ fram nćstkomandi miđvikudagskvöld. Taflmennskan hefst á slaginu 19.30 og ţá mćtast m.a. Sigurbjörn og Haraldur Baldursson (1949), Jóhann H. Ragnarsson (1985) og Lenka, sem og Ţór Valtýsson (1922) og Ţorvarđur F. Ólafsson (2176). Eins og ávallt eru áhorfendur velkomnir og alltaf er heitt á könnunni!
Öll úrslit ásamt stöđu eru birt á Chess-Results og ţangađ fara aukinheldur skákir mótsins jafnóđum og ţćr berast.
Nánar á heimasíđu TR.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2018 | 14:23
Tímaritiđ Skák kemur út í haust
Vegna seinkunar ađsendra greina og anna hefur veriđ ákveđiđ ađ tímaritiđ Skák komi út kringum Íslandsmót skákfélaga nćstkomandi haust en ekki nú međ vorinu eins og áđur hafđi veriđ ráđgert. Ćtlunin er ađ blađiđ verđi veglegra fyrir vikiđ og ţar verđi fjallađ um alla helstu atburđi skáklífs Íslendinga undanfariđ ár og jafnvel lengra aftur í tímann.
23.3.2018 | 07:00
Páskaeggjamót Hugins fer fram á mánudaginn
Páskaeggjamót Hugins verđur haldiđ í 26. sinn mánudaginn 26. mars 2018, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráningarform verđur sett upp á skak.is og eru vćntanlegir ţátttakendur beđnir um ađ skrá sig til ađ auđvelda undirbúning mótsins. Mótiđ verđur reiknđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 2002 2004) og yngri flokki (fćddir 2005 og síđar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fćr einnig páskaegg sem og efstu ţrjár stúlkurnar á mótinu. Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg. Lítiđ páskaegg verđur svo fyrir ţá sem ekki vinna til verđlauna.
Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Lyfjaval í Mjódd en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.
Spil og leikir | Breytt 19.3.2018 kl. 16:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir síđustu umferđ 33. Reykjavíkurmótsins hafđi indverski stórmeistarinn Adhiban Baskaran ˝ vinnings forskot á Tyrkjann Mustafa Yilmaz og vinnings forskot á ţá sem nćstir komu ţar á eftir. Hann tefldi viđ Yilmaz og ţurfti ađeins jafntefli til ađ tryggja sigur sinn í mótinu og ţađ hafđist eftir 30 leikja baráttu og hlaut hann 7 ˝ vinning af níu mögulegum. Lengi vel var útlit fyrir ađ Hannes Hlífar Stefánsson nćđi 2. sćti ţví ađ hann stóđ til vinnings um tíma gegn Richard Rapport en missti ţráđinn og lauk skákinni međ jafntefli eftir 108 leiki.
Efstu menn: 1. Adhiban Baskaran 7 ˝ v. (af 9) 2.-3. Maxime Lagarde Frakkland ) og Mustafa Yilmaz (Tyrkland) 7 v.
17 skákmenn fengu 6 ˝ vinning ţ. á m. Hannes Hlífar Stefánsson. Hinn 13 ára gamli Indverji Nihal Sarin tapađi ađ vísu í lokaumferđinni en var ţá búinn ađ tryggja sér annan áfanga sinn ađ stórmeistaratitli og er ţađ mál manna ađ ekki ţurfi ađ bíđa lengi eftir lokaáfanganum. Indverjar hafa undanfarin ár sett mikinn svip á Reykjavíkurskákmótin.
Jóhann Hjartarson og Björn Ţorfinnsson komu nćstir íslenskra keppenda á eftir Hannesi, hlutu 6 vinninga af níu.
Indverjinn Adhiban Baskaran er sjöundi stigahćsti skákmađur Indverja um ţessar mundir en í fyrra vakti hann mikla athygli er hann varđ í 3.-7. sćti í Wijk aan Zee í fyrra á eftir Wesley So og Magnusi Carlsen og sigrađi ţar m.a. Sergei Karjakin. Lykilsigur sinn vann hann gegn stigahćsta keppandanum: 8. umferđ:
Adhiban Baskaran Richard Rapport
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. e4 b5 6. Be2!?
Peđsfórnin er ţekkt en í eina tíđ léku menn nćr alltaf ađ hćtti Kasparovs, 6. e5 Rd5 7. a4 o.s.frv.
6. ... e6 7. O-O Be7 8. a4 b4 9. e5 bxc3 10. exf6 Bxf6 11. bxc3 Ba6 12. Re5!
Snjall riddaraleikur sem svartur hefđi átt ađ svara međ 12. .... Rd7, t.d. 13. Rxc6 Dc7 međ flóknu miđtafli. Uppskiptin sem nú fara í hönd veikja mjög svörtu reitina í stöđu Rapports.
12. ... Bxe5? 13. dxe5 Dxd1 14. Hxd1 Rd7 15. f4 Rb6 16. Hd6 O-O 17. Bf3 Rc8?
Bćđi hér og áđur varđ svartur ađ verjast međ ţví leika riddaranum til d5.
18. Hxc6 Bb7
Einföld leikflétta. Barátta hróka svarts gegn biskupaparinu í opinni stöđu er vonlaus.
19. ... Haxc8
20. Bxb7 Hb8 21. Ba6 Hb3 22. Ba3 Hd8 23. Bb4 Hd2 24. Bxc4 Hbb2 25. Bf1 h5 26. a5 a6 27. Bc5 g6
og svartur gafst upp um leiđ.
Horft til elo-stiganna
Ţó ađ vinningarnir tali sínu máli í ţessu móti sem taldi 248 keppendur á gríđarlegu styrkleikabili ţá miđa margir af yngri kynslóđinni meira viđ elo-stigaávinning heldur en vinningatölu. Ţessir hćkkuđu um meira en 50 elo-stig fyrir frammistöđu sína: Arnar Smári Signýjarson 90, Batel Haile Goitom 88, Baltasar Máni Wedholm 84, Birkir Ísak Jóhannsson 74, Benedikt Briem 73, Ísak Orri Karlsson 72, Björn Hólm Birkisson 66, Benedikt Ţórisson 65, Tómas Möller 64, Magnús Hjaltason 57, Óskar Víkingur Davíđsson 51, Arnar Heiđarsson 51.
Nýr samningur
Ađalstyrktarađili 33. Reykjavíkurskákmótsins var fjárfestingafyrirtćkiđ GAMMA. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, og Agnar Tómas Möller, einn stofnenda GAMMA, skrifuđu á ţriđjudaginn undir samning um áframhaldandi kostun Reykjavíkurskákmótsins nćstu ţrjú árin.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. mars 2018
Spil og leikir | Breytt 18.3.2018 kl. 13:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2018 | 14:06
Hrađskákmótaröđ TR Mót 3 fer fram 23. mars
Ţriđja mót Hrađskákmótarađar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldiđ 23.mars í skáksal TR ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ yfir 2000 skákstig, eđa ţeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofiđ 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til ţess ađ bjóđa völdum gestum undir 2000 stigum ađ tefla međ.
Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 3+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. Frítt inn!
Dagskrá mótarađarinnar:
- Mót 1: 26.janúar
- Mót 2: 23.febrúar
- Mót 3: 23.mars
- Mót 4: 27.apríl
Mćlst er til ţess ađ skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformiđ til ţess ađ auđvelda skipulagningu mótsins. Einnig verđur hćgt ađ skrá sig til leiks á skákstađ á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2018 | 07:00
Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur haldiđ á sunnudaginn
Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ sunnudaginn 25.mars. Mótiđ er opiđ öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferđir verđa tefldar međ 4 mínútna umhugsunartíma og bćtast 2 sekúndur viđ tímann eftir hvern leik (4+2). Mótiđ verđur tvískipt ađ ţessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir:
- 1.-3.bekkur kl.12:30 14:30.
- 4.-7.bekkur kl. 15:00 17:00.
Verđlaunapeningur og páskaegg verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki. Ţá verđur jafnframt páskaegg í verđlaun fyrir efstu stúlkuna í hvorum flokki sem og fyrir efsta sćti í hverjum árgangi (2005-2011). Ađ móti loknu í hvorum flokki verđa tveir ţátttakendur dregnir út í happdrćtti og hljóta ţeir ađ launum páskaegg. Mikilvćgt er ađ hafa í huga ađ ţátttakendur geta mest fengiđ eitt páskaegg hver í mótinu, ţó er happdrćttiđ undanskiliđ ţeirri reglu.
Skráning fer fram í gegnum skráningarformiđ hér ađ neđan, en einnig má nálgast ţađ í gula kassanum á skak.is.
Spil og leikir | Breytt 18.3.2018 kl. 18:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2018 | 15:56
Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák fer fram 1.-9. júní
Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák fer fram dagana 1.-9. júní nk. Teflt verđur Valsheimilinu viđ Hlíđarenda viđ frábćrar ađstćđur í veislusal hússins. Mótiđ fer eftir sama fyrirkomulagi og mótiđ 2013 í Turninum áriđ sem var 100 ára afmćlismót Skákţings Íslands. Ţá sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson eftir ađ hafa lagt Björn Ţorfinnsson ađ velli í úrslitaeinvígi. Björn krćkti sér hins vegar í stórmeistaraáfanga á mótinu. Teflt verđur til minningar um Hemma Gunn - en hann einmitt lést á mótiđ fór fram í Turninum 2013.
Mótiđ er opiđ öllum íslenskum sem og erlendum skákmönnum. Tefldar verđa 10 umferđir og má finna umferđartöflu mótsins hér. Hćgt er ađ taka tvćr hálfs vinnings yfirsetur í umferđum 1-7.
Ţátttökugjöld eru 10.000 kr. Stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar fá frítt. FIDE-meistarar og unglingar 16 ára og yngri fá 50% afslátt.
Góđ verđlaun eru á mótinu eđa samtals 7.500 eđa um 950.000 kr.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíđa mótsins sem eins og er ađeins á ensku. Hćgt er ađ skrá sig Skák.is (guli kassinn). Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig til leiks sem fyrst.
21.3.2018 | 07:00
Öđlingamót TR hefst í kvöld
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 21. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öđlinga er Björgvin Víglundsson.
Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 21. mars kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 28. mars kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 4. apríl kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 11. apríl kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 18. apríl kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 25. apríl kl. 19.30
7. umferđ miđvikudag 2. maí kl. 19.30
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Hrađskákmót öđlinga fer fram miđvikudaginn 9. maí kl. 19:30 og ađ ţví loknu fer ţar fram verđlaunaafhending fyrir bćđi mót. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik
Verđlaun
1. sćti kr. 40.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000
Verđlaunafé verđur skipt eftir Hort-kerfi verđi keppendur jafnir ađ vinningum. Lokaröđ keppenda rćđst af mótsstigum (tiebreaks).
Röđ mótsstiga (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrđis viđureign 4. Sonneborn-Berger
Ţátttökugjald (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts)
kr. 5.000 Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi
Skákstjórn: Ţórir Benediktsson s. 867 3109 thorirbe76@gmail.com
Skráningarform
Spil og leikir | Breytt 15.3.2018 kl. 15:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2018 | 12:00
Grischuk blandar sér í baráttuna eftir sigur á Kramnik
Rússinn Alexander Grischuk (2767) blandađi sér í toppbaráttuna á áskorendamótinu í skák međ góđan sigur á Vladimir Kramnik (2800) í maraţonskák í gćr. Heimsmeistarinn fyrrverandi, sem hefur ekki náđ sér á strik, hefur tapađ ţremur skákum á mótinu. Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Fabiano Caruana (2784) er efstur međ 5,5 vinning, Shakhriyar Mamedyarov (2808) er annar međ 5 vinninga og Grischuk er ţriđji međ 4,5 vinninga. Líklegast er ađ baráttan um ađ tefla heimsmeistaraeinvígi viđ Carlsen standi á milli ţessara ţriggja.
Níunda umferđ hefst kl. 14 í dag. Ţá teflir Caruana viđ Ding Liren (2769), Mamedyarov mćtir Aronian (2794), sem hefur veriđ heillum hofirinn, og Grischuk viđ Wesley So (2799).
Áttunda umferđ hefst kl. 14 í dag.
Sjá nánar á Chess.com.
Myndir: Peter Doggers (Chess.com)
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chessbrah)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 19
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 160
- Frá upphafi: 8778694
Annađ
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar