Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Bođsmót Taflfélags Reykjavíkur endurvakiđ 23.-25. júní

Bođsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótiđ hefur legiđ í dvala síđasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveđiđ ađ endurlífga Bođsmótiđ í formi helgarskákmóts. Bođsmót T.R. hefur ţví göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og verđa tefldar atskákir í bland viđ kappskákir samkvćmt dagskrá hér ađ neđan. Venju samkvćmt verđur mótiđ reiknađ til skákstiga.

Keppt er um stórglćsilegan farandbikar, en auk hans eru peningaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin. Ţá verđa veitt bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin stig. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröđ. Peningaverđlaunum verđur skipt eftir Hort kerfinu.

Skráningu lýkur föstudaginn 23.júní kl.19:15.

Dagskrá:
1. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 19:30
2. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 20:45
3. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 22:00
4. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 11:00
5. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 17:00
6. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 11:00
7. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 17:00

Tímamörk:
Atskákir: 20 mínútur + 10 sekúndna viđbót eftir hvern leik.
Kappskákir: 90 mínútur + 30 sekúndna viđbót eftir hvern leik.

Verđlaun:
1. sćti kr. 20.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti kr. 5.000

Bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin kappskákstig (“performance” mínus “eigin kappskákstig”).

Ţátttökugjald:
Fyrir fullgilda međlimi T.R. er gjaldiđ 2.500kr en ađrir greiđa 4.000kr. Ţátttökugjöld greiđast međ reiđufé viđ upphaf móts. Fyrrum sigurvegarar Bođsmótsins fá frítt í mótiđ. Titilhafar fá auk ţess frítt í mótiđ.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Minningarmót Jóhönnu hápunktur skákhátíđar í Árneshreppi 7.-9. júlí

download

Skákhátíđ í Árneshreppi verđur haldin dagana 7. til 9. júlí ţar sem áhugamönnum gefst kostur á ađ spreyta sig gegn sumum bestu skákmönnum Íslands. Međal ţeirra sem ţegar eru skráđ til leiks eru Guđmundur Kjartansson, nýbakađur Íslandsmeistari, stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova og landsliđskonan Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir. 

Hátíđin hefst međ tvískákarmóti og brennu í Trékyllisvík föstudagskvöldiđ 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liđi, og iđulega afar heitt í kolunum. 

963821

Hápunktur hátíđarinnar verđur laugardaginn 8. júlí í félagsheimilinu, minninningarmót Jóhönnu Kristjónsdóttur 2017. Jóhanna, sem lést 11. maí síđastliđinn, var međal ötulustu liđsmanna Hróksins og hafđi jafnframt sterk tengsl viđ Árneshrepp. Yfirskrift hátíđarinnar er sótt í kjörorđ Jóhönnu: Til lífs og til gleđi. 

d2009v_1152705

Minningarmótiđ hefst klukkan 14 og verđa tefldar 8 umferđir, međ 10 mínútna umhugsunartíma. Verđlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg, m.a. listaverk sem Guđjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi vinna sérstaklega af ţessu tilefni. Ţá verđa ýmsir munir úr fjarlćgum löndum, vegleg gjafabréf og fleiri vinningar. 

ImageHandler (1)

Á laugardagskvöldiđ verđur hátíđarkvöldverđur í félagsheimilinu, ţar sem ýmislegt verđur til skemmtunar, og verđlaun á minningarmóti Jóhönnu afhent. 

Hátíđinni lýkur međ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi sunnudaginn 9. júlí kl. 12. Ţar verđa tefldar 5 mínútna skákir, 7 umferđir, og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Norđurfjarđarmeistarinn 2017. 

Hrókurinn hefur um árabil efnt til skákviđburđa í Árneshreppi og ţangađ hafa flestir bestu skákmenn landsins og fjölmargir áhugamenn lagt leiđ sína á skákmót og hátíđir. 

ImageHandler

Árneshreppur er afskekktasta og fámennasta sveitarfélag á Íslandi, en jafnframt eitt hiđ fegursta og stórbrotnasta. Ţađ er Hróknum mikiđ gleđiefni ađ geta nú bođađ til hátíđar undir kjörorđunum: Til lífs og til gleđi. 

  • Áhugasamir ćttu ađ skrá sig sem fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com eđa chesslion@hotmail.com
  • Mjög góđ tjaldstćđi eru í Trékyllisvík og Norđurfirđi.  
  • Gistirými er takmarkađ en viđ reynum ađ hjálpast ađ viđ ađ koma öllum góđum gestum í hús!

Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 12. júní nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa American Style eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru komin út og miđast ţau viđ 1. júní sl. Héđinn Steingrímsson (2568) er stigahćstu allra. Ólafur Bjarnason (1784) er stigahćstur nýliđa og Gunnar Erik Guđmundsson (170) hćkkađi mest allra frá mars-listanum.

Heildarlistann má finna hér.

Topp 20:

No.NameRtgCDiff
1Héđinn Steingrímsson25682
2Jóhann Hjartarson25643
3Margeir Pétursson25632
4Hjörvar Grétarsson25464
5Helgi Ólafsson2541-2
6Hannes H Stefánsson2536-26
7Henrik Danielsen24900
8Helgi Áss Grétarsson2471-1
9Jón Loftur Árnason24700
10Guđmundur Kjartansson245213
11Jón Viktor Gunnarsson24462
12Bragi Ţorfinnsson24457
13Guđmundur Sigurjónsson24450
14Stefán Kristjánsson2430-13
15Karl Ţorsteins24290
16Friđrik Ólafsson24260
17Ţröstur Ţórhallsson2413-1
18Arnar Gunnarsson2400-4
19Dagur Arngrímsson2397-2
20Björn Ţorfinnsson2383-18

 

Nýliđar


Ţrettán nýliđar eru á listanum. Stigahćstur ţeirra er Ólafur Bjarnason (1746). Í nćstu sćtum eru Ţórđur Guđmundsson (1628) og Piotr Wypior (1278).

 

No.NameRtgCDiff
1Ólafur Bjarnason17461746
2Ţórđur Guđmundsson16281628
3Piotr Wypior12781278
4Einar Örn Hreinsson12591259
5Tumi Snćr Sigurđsson10151015
6Rayan Sharifa10021002
7Einar Tryggvi Petersen10001000
8Elvar Mar Valsson10001000
9Helga Rut Einarsdottir10001000
10Iđunn  Helgadóttir10001000
11Kjartan Karl Gunnarsson10001000
12Martin Patryk Srichakham10001000
13Soffía Berndsen10001000

 

Mestu hćkkanir


Gunnar Erik Guđmundsson (170) hćkkar mest frá mars-listanum. Í nćstu sćtum eru Birkir Ísak Jóhannsson og Daníel Ernir Njarđarson (170).

No.NameRtgCDiff
1Gunnar Erik Guđmundsson1330170
2Birkir Ísak Jóhannsson1603117
3Daníel Ernir  Njarđarson1405117
4Nansý Davíđsdóttir1793109
5Hilmir Freyr Heimisson2037107
6Magnús Hjaltason1204104
7Arnar Milutin Heiđarsson143199
8Alexander Oliver Mai174292
9Jón Ţór  Lemery168892
10Sćmundur Árnason124388
11Stephan Briem183082
12Aron Ţór Mai187481
13Ármann Pétursson126379
14Hjálmar Sigurvaldason141970
15Dagur Ragnarsson233569
16Smári Arnarson156269
17Óskar Long Einarsson168868
18Jóhann Arnar Finnsson164268
19Baltasar Máni Wedholm110568
20Björn Hólm Birkisson197062

 

Reiknuđ skákmót

  • Bikarsyrpa TR #5
  • Skákţing Íslands - landsliđsflokkur
  • Íslandsmót skákfélaga, 1.-4. deild
  • Skákţing Íslands - áskorendaflokkur
  • Landsmótiđ í skólaskák (eldri og yngri flokkar)
  • Meistaramót Hugins (norđur)
  • Meistaramót Skákskóla Ísland (y1600 og u1600)
  • GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ
  • Skákmót öđlinga
  • Skákţing Norđlendinga.

Íslensk skákstig


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Aronian vann Carlsen

aronian-carlsen-handshake

Fjórđa umferđin á Altibox Norway Chess í gćr var sú langfjörugusta hingađ til. Ţremur skákum lauk međ hreinum úrslitum - en ađeins höfđu orđiđ tvö hrein úrslit í fyrstu umferđunum ţremur. Mesta athygli vakti frábćr sigurskák Levon Aronian (2793) á heimsmeistaranum en auk ţess unnu Nakamura (2785) og Giri (2771) báđir mjög góđa sigra á MVL (2796) og Anand (2786). 

Nakamura er efstur međ 3 vinning.a Aronin og Kramnik (2808) koma nćstir međ 2,5 vinninga. Carlsen er ađeins áttundi međ 1,5 vinninga. Carlsen hefur oft gengiđ illa á Norway Chess en vann loks mótiđ í fyrra - í sinni fjórđu tilraun.

Eftir umferđ gćrdagsins hefur Carlsen nú ađeins 13 stiga forskot á Kramnik og Wesley So á lifandi stigalistanum.

Fimmta umferđ fer fram í dag og hefst kl. 14. Ţá mćtast međal annars: Carlsen-Giri og Kramnik-Nakamura. 

Ítarlega umfjöllun um gćrdaginn má finna á Chess.com.

 


Hannes vann tékkneskan skákmeistara

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2548) hóf í gćr ţátttöku á opnu alţjóđlegu móti í Teplice í Tékklandi. Hann vann í fyrstu umferđ tékkneska skákmeistarann Petr Mohapl (2040). 

Önnur umferđ fer fram í dag og ţá teflir Hannes viđ annan heimamann. Sá heitir Jan Mikes (2212). Hćgt verđur ađ fylgjast međ Hannesi í beinni.

166 skákmenn frá 26 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 14 stórmeistarar. Hannes er nr. 11 í stigaröđ keppenda.


Skákţáttur Morgunblađsins: Óbilandi sjálfstraust

GUN11BSR2Af ţeim bókum sem Jan Timman hefur skrifađ held ég mest upp á „The art of chess analysis“, samantekt viđureigna frá tímabili ţegar Hollendingurinn var ađ hasla sér völl í skákheiminum. Timman tekur nokkur dćmi um djarfar ákvarđanir viđ skákborđiđ: Bobby Fischer sat ađ tafli andspćnis Júgóslavanum Milan Matulovic á millisvćđamótinu í Palma á Mallorca síđla árs 1970 og virtist geta tekiđ jafntefli međ ţví ađ endataka leiki. Stađa hans var greinilega lakari en hann hafnađi ţví ađ ţráleika og hélt baráttunni áfram. Skákinni lauk um síđir međ jafntefli en ţetta dćmi og annađ sem Timman tók úr viđureign Karpovs í Las Palmas á Kanaríeyjum frá árinu 1977 gegn Ungverjanum Andras Adorjan eru lýsandi dćmi um óbilandi sjálfstraust ţeirra allra bestu á hátindi ferilsins. Timman hefđi getađ bćtt viđ dćmum úr skákum ţess heimsmeistara sem lengst sat; Emanuel Lasker tók oft á sig erfiđar stöđur og jafnvel tapađar eingöngu til ţess ađ geta haldiđ baráttunni áfram. Og mér sýnist ađ ţessi lyndiseinkunn sem hér er lýst eigi vel viđ núverandi heimsmeistara, Magnús Carlsen.

Á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem haldiđ var um síđustu helgi féllu leikir ţannig í baráttu tveggja af sigurstranglegustu keppendunum:

Meistaramót Skákskóla Íslands 2017; 3. umferđ:

Hilmir Freyr Heimisson – Jón Trausti Harđarson

Trompowsky-byrjun

1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rd2 e5 6. c3 Rxd2 7. b4 Dc7 8. Bxd2 b6 9. cxb6 axb6 10. e4 Bb7 11. Bd3 Be7 12. Re2 d5 13. Rg3 Rd7 14. De2 O-O 15. h5 dxe4 16. Bxe4 Bxe4 17. Dxe4 Rf6 18. De2 Rd5 19. O-O Rxc3 20. Bxc3 Dxc3 21. h6 g6 22. Hac1 Dd4 23. Hfd1 Df4 24. Hc6 Hfd8 25. Hxb6 Bxb4 26. Hxd8+ Hxd8 27. Re4 Dxh6

GUN11BSQU- Sjá stöđumynd 1 -

Ţú ert einn efstur í mótinu og ert ađ tefla viđ stigahćsta keppandann. „Besti“ leikurinn er 28. Hxb4 en ţá ţvingar svartur fram jafntefli međ ţráskák, 28. ... Dc1+ 29. Kh2 Dh6+ o.s.frv. Hvađ gerir ţú? Jafntefli ţarf ekki ađ henta illa; eftir ađra leiki er svarta stađan heldur betri ađ mati „vélanna“ og hvítur er peđi undir. Ţađ virtist ekki hvarfla ađ Hilmi ađ sćttast á skiptan hlut og hann lék ...

28. g3!? Be7 29. Kg2 Hc8 30. Hb1 Df8 31. a4 f5 2. Rd2 Bf6 33. Da6 Bg7 34. Rf3 De8 35. Hb7 e4 36. Rg5 e3 37. Dd6

37. ... Kh8 38. Dd5

 

GUN11BSR6Í einhverjum tilvikum á ţessum kafla hefđi svartur getađ gert betur en núna varđ hann ađ leika 38. ... Dc6 og stađan er í jafnvćgi.

38. ... e2?? 39. Rf7+ Kg8 40. Rd6+ Kh8 41. Rxe8 e1(D) 42. Rxg7 f4 43. Rh5!

og svartur gafst upp, 43. .. gxh5 er svarađ međ 44. Dd4+ og mátar.

Hilmir Freyr lét ekki stađar numiđ eftir ţennan sigur og vann stigahćrri flokki meistaramótins međ fullu húsi. Efstu menn urđu: 1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. (af 5) 2. Bárđur Örn Birkisson 3˝ v. 3.-5. Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harđarson 2˝ v.

Í flokki keppenda undir 1.600 Elo-stigum urđu jafnir og efstir Gunnar Erik Guđmundsson, Örn Alexandersson og Ţorsteinn Magnússon allir međ 6 vinninga af átta mögulegum. Viđ stigaútreikning reyndist Gunnar Erik hlutskarpastur. Efstur í flokki keppenda undir 1.200 Elo-stigum var Magnús Hjaltason.

Myndaexti: Fullt hús Hilmir Feyr Heimisson tekur viđ verđlaunum úr hendi Agnars Tómasar Möller frá GAMMA sem var ađalstyrktarađili Meistaramóts Skákskólans. — Morgunblađiđ/SÍ

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur endađi á jafntefli

4turec_8

Guđmundur Kjartansson (2437) gerđi jafntefli viđ úkranínska skákmeistarann Dmitry Kononenko (2255) í elleftu og síđustu umferđ EM einstaklinga í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Guđmundur endađi međ 5 vinninga og endađi í 259. sćti. 

Ţrír skákmenn urđu efstir og jafnir. Evrópumeistaratitilinn féll í skaut rússneska stórmeistarans Maxim Matlakov (2714). Jafnir honum ađ vinningum en lćgri á stigum urđu Baadur Jobava (2713), Georgíu og vldimir Feoseev (2690).

Daglega umfjöllun um mótiđ má finna á heimasíđu ECU.

Mótiđ var gríđarlega sterkt. Ţátt tóku 397 skákmenn frá 38 löndum og ţar af er 171 stórmeistari. Ţađ segir ýmislegt um styrkleika mótsins ađ Guđmundur var ađeins nr. 220 í stigaröđ keppenda. 


Allt jafntefli í gćr - frídagur í dag

carlsen-nakamura-postmortem

Öllum skákum ţriđju umferđar Altibox Norway Chess-mótsins, sem fram fór í gćr lauk međ jafntefli. Ţađ var engu ađ síđur hart barist og ekki síst í skák Carl (2832) og Nakamura (2785) sem tefldu hörkuskák. Kramnik (2808) sótti ađ Wesley So (2812) en náđi ekki ađ kreista fram sigur. Nakamura og Kramnik eru ţví sem fyrr efstir. Frídagur er í dag. Fjórđa umferđ fer fram á morgun. 

Ítarlega umfjöllun um gćrdaginn má finna á Chess.com.

 


Guđmundur međ gott jafntefli

4turec_8

Guđmundur Kjartansson (2437) gerđi gott jafntefli viđ úkraínska stórmeistarann Mykhaylo Oleksieynko (2636) í níundu umferđ EM einstaklinga í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gćr. Guđmundur hefur 4,5 vinning.

Tíunda og nćstsíđasta umferđ fer fram í dag og hefst kl. 12:45. Ţá teflir Gummi viđ annan úkraínskan stórmeistara. Sá heitir Stanislav Bogdanovich (2596). 

Skákin er sýnd beint og má nálgast hér.

Enski stórmeistarinn David Howell (2684) er efstur međ 7,5 vinning. Stöđu mótsins má finna hér

Daglega umfjöllun um mótiđ má finna á heimasíđu ECU.

Mótiđ er gríđarlega sterkt. Ţátt taka 397 skákmenn frá 38 löndum og ţar af er 171 stórmeistari. Ţađ segir ýmislegt um styrkleika mótsins ađ Guđmundur er ađeins nr. 220 í stigaröđ keppenda. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband