Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 4. apríl  nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Rimaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita

 

1 saeti rimaskoli

 

 

Rétt á fimmta tug sveita tók ţátt á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Ađ loknum fyrri keppnisdegi voru heimamenn í a-sveit Rimaskóla međ nauma forystu á Álfhólsskóla - áđur Hjallaskóla, og báru ţessar sveitir af öđrum sveitum. Sveitirnar höfđu mćst í 5. umferđ og skiliđ jafnar eftir hörkuviđureign. Í sjöttu og sjöundu umferđ  má segja ađ úrslit mótsins hafi ráđist. Á međan ađ Rimaskóli vann viđureignir sínar 4-0 tapađi Álfhólsskóli niđur vinningum gegn sterkum sveitum Grunnskóla Vestmannaeyja og Melaskóla.  Fór svo ađ fyrir síđustu umferđina hafđi a-sveit Rimaskóla tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annađ áriđ í röđ. Glćsilegur árangur hjá Rimaskóla og er ljóst ađ skólinn hefur algera yfirburđi yfir ađra skóla og minnir ađ mörgu leyti á veldi Ćfingaskóla KHÍ á árum áđur.

DSCN2116Álfhólsskóli var vel ađ öđru sćtinu kominn.  Íslandsmeistari barna, Dawid Kolka, teflir á 1. borđi og Smári Rafn Teitsson er ţjálfari sveitarinnar. Melaskóli, sem vann ţetta mót ţrjú ár í röđ í kringum aldamótin, nái ţriđja sćtinu eftir harđa baráttu en margar sveitir áttu möguleika á bronsinu fyrir síđustu umferđina. Mikill skákáhugi er innan Melaskóla sem nýtur kennslu Skákakademíu Reykjavíkur. Međ sveit skólans teflir fremst í flokki Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem fer senn utan og teflir á Norđurlandamóti stúlkna í Danmörku.

Sveitir Salaskóla voru áberandi í verđlaunaafhendingunni. Mikil breidd innan skólans og skákin gríđarlega vinsćl ađ sögn umsjónarmanns skákkennslu í Salaskóla; Tómasarbesta b salaskoli Rasmus.

Rétt er ađ minnast á árangur Hörđuvallaskóla Kópavogi. Ung sveit leidd áfram af Vigni Vatnari sem bćtti sig um 30 sćti frá ţví í fyrra. Lenti ţá í 37. sćti en nú í ţví sjöunda. Gunnar Finnsson ađ gera góđa hluti en hann kennir skák í skólanum.

Mótiđ heppnađist vel í alla stađi, starfsliđ mótsins var skipađ reynsluboltum á sviđi skákstjórnar og Stefán Bergsson stýrđi mótinu af mikilli festu.

Sveit Rimaskóla:

1. Oliver Aron Jóhannesson

2. Kristófer Jóel Jóhannesson

3. Nansý Davíđsdóttir

4. Jóhann Arnar Finnsson

v. Svandís Rós Ríkharđsdóttir


Sveit Álfhólsskóla:

1. Dawid Kolka

2. Róbert Leó Jónsson

3. Felix Steinţórsson

4. Tara Sóley Guđjónsdóttir


Sveit Melaskóla:

1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir

2. Leifur Ţorsteinsson

3. Dagur Logi Jónsson

4. Smári Arnarsson

 

Besta f-sveitin: Salaskóli

Besta e-sveitin: Salaskóli

Besta d-sveitin: Salaskóli

Besta c-sveitin: Rimaskóli

Besta b-sveitin: Salaskóli

Besti árangur á 1. borđi: Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla og Axel Bergsson Selásskóla međ níu vinninga af níu.

Besti árangur á 2. borđi: Hafdís Magnúsdóttir Grunnskóla Vestmannaeyja b-sveit, Gísli Ţór Gunnarsson Smáraskóla og Tara Sóley Guđjónsdóttir Álfhólsskóla međ átta vinninga af níu.

Besti árangur á 3. borđi: Nansý Davíđsdóttir Rimaskóla međ níu vinninga af níu.

Besti árangur á 4. borđi: Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla, Kristófer Halldór Kjartansson Rimaskóla b-sveit og Benedikt Ernir Magnússon Fossvogsskóla međ átta vinninga af níu

Mótshaldari var Skákakademía Reykjavíkur međ stuđningi Skáksambands Íslands og Rimaskóla.

Lokastađan:

 

Rk.TeamTB1TB2
1Rimaskóli A3417
2Álfhólsskóli A26,515
3Melaskóli24,513
4Grunnskóli Vestmannaeyja A2412
5Smáraskóli A2213
6Salaskóli A2211
7Hörđuvallaskóli21,511
8Salaskóli B20,512
9Hofstađaskóli A2011
10Salaskóli E2011
11Engjaskóli B2011
12Álfhólsskóli B2010
13Laugalćkjarskóli19,511
14Hólabrekkuskóli1912
15Rimaskóli C18,510
16Engjaskóli A18,510
17Rimaskóli B18,59
18Lágafellsskóli A18,59
19Salaskóli F18,58
20Selásskóli18,57
21Salaskóli D1810
22Salaskóli C1810
23Borgaskóli187
24Landakotsskóli A179
25Kársnesskóli A179
26Snćlandsskóli179
27Lágafellsskóli B177
28Hofstađaskóli B16,58
29Fossvogsskóli16,57
30Kársnesskóli C16,57
31Sćmundarskóli167
32Kársnesskóli B15,59
33Engjaskóli C15,58
34Smáraskóli B158
35Hofstađaskóli C157
36Grunnskóli Vestmannaeyja B156
37Landakotsskóli B14,57
38Ísaksskóli13,57
39Lágafellsskóli C13,56
40Álfhólsskóli C10,54
41Dalskóli83

 


Sigurđur sigrađi á 15 mínútna móti hjá SA

Sigurđur ArnarsonÍ dag tefldu skákfélagsmenn 15 mínútna mót međ 12 mínútna umhugsunartíma. Níu skákmenn mćttu til leiks og tefldu einfalda umferđ, allir viđ alla.   Leikar fóru ţannig ađ Sigurđur Arnarson sigrađi örugglega međ 7 vinninga af 8 mögulegum en hann hafđi tryggt sér sigurinn ţegar einni umferđ var ólokiđ. Ţór Már Valtýsson kom nćstur međ 6 vinninga og Jón Kristinn Ţorgeirsson var ţriđji međ 5˝ vinning.

Nćst á dagskrá er fyrirlestur nk. fimmtudag kl. 20 en ţá mun Sigurđur Arnarson fjalla um peđakeđjur, gagn ţeirra og hvernig ráđast ber gegn ţeim.

Úrslit:

Sigurđur Arnarson                                                     7
Ţór Már Valtýsson                                                    6
Jón Kristinn Ţorgeirsson                                           5˝
Hjörleifur Halldórsson                                              4
Sveinbjörn Sigurđsson                                               3˝
Sigurđur Eiríksson                                                     3
Tómas Veigar Sigurđarson                                        3
Atli Benediktsson                                                     2˝
Ari Friđfinnsson                                                        1˝

Heimasíđa SA


Skákţáttur Morgunblađsins: Svindlararnir

khanty038.jpgÍ síđustu viku fékkst niđurstađa í hneykslismáli sem skekiđ hefur frönsku skákhreyfinguna síđan í janúar sl. ţegar gert var opinbert af aganefnd franska skáksambandsins ađ 1. varamađur franska ólympíuliđsins, Sebastian Feller, sem hlaut gullverđlaun fyrir frammistöđu sína í Síberíu, hefđi svindlađ í nokkrum mikilvćgum skákum sínum á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk. Hinn 19 ára gamli Feller hefur áfrýjađ málinu til ćđra dómstigs en aganefndin dćmdi hann í a.m.k. ţriggja ára keppnisbann.

Liđsstjóri franska liđsins, Arnaud Haucard, var rekinn međ skömm úr landsliđinu og fékk lífstíđarbann sem ţjálfari og liđsstjóri í keppnum á vegum skáksambandsins. Ţriđji mađurinn, Cyril Marzalo, hlaut fimm ára bann. Hann var ekki staddur í Síberíu en var engu ađ síđur lykilmađur í svindli sem var svo ţaulskipulagt ađ undrum sćtir. Ţegar máliđ var gert opinbert lék mörgum forvitni á ađ vita hvađa međulum hafđi veriđ beitt. Skilyrđi fyrir svindl virđast hafa veriđ sérstaklega góđ ţar sem bein óseinkuđ útsending var frá skákum mótsins. Ţó svindliđ varđađi ađeins Feller tóku allir liđsmenn Frakkanna ţátt í ţví óafvitandi og einnig andstćđingar ţeirra! Lítum á eina viđureign Frakka.

Frakkland - England 2:2

Vachier-Lagrave H8 - Adams A1

Fressinet G7- Short B2

Tkachiev F6- McShane C3

Feller - E5 Howell D4

Liđsstjórinn Haucard var međ tvo gsm-síma međferđis - sinn eigin og síma Fellers. Í Nancy í Frakkalandi sat hins vegar Cyril Marzalo međ beina útsendingu á skjánum og umkringdur öflugustu tölvuforritum. Hann mun hafa sent tćplega 200 sms-skilabođ. Haucard las ţau yfirleitt á kaffibarnum til hliđar viđ keppnissalinn.

Sms-skilabođ: 06-01-52-54-37 ţýđir samkvćmt kerfi ţremenninganna Leika skal: 1. e2-e4. Talnakerfiđ 06 var alltaf fyrsta talan, nćstu tvćr númeriđ á leiknum, ţar á eftir tölur sem merktu reitinn sem leikiđ var frá, ţar á eftir kom áfangastađur taflmannsins. Lokanúmerin tvö skiptu ekki máli. Yfirleitt dugđi ađ sýna áfangastađinn.

Til ţess ađ koma skilabođunum til Fellers ţurfi liđsstjórinn Haucard ađ standa á vissum stöđum í námunda viđ viđureign franska liđsins. Ţegar Feller tók ţá ákvörđun í skákinni sem hér fer á eftir ađ leika 19. leik, Rb4-c2, stoppađi Hauchard fyrst fyrir aftan C, ţ.e. McShane, og stuttu síđar fćrđi hann sig aftur fyrir 2, ţ.e. Nigel Short.

Ţeir sem fara yfir skákina međ t.d. „Rybku", „Fritz" eđa „Firebird" reka sig fljótt á ţá stađreynd ađ eftir ađ byrjuninni sleppir er fyrsta val forritsins nćr alltaf leikur Fellers.

David Howell - Sebastian Feller

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 Db6 9. Rf3 f6 10. exf6 Rxf6 11. O-O Bd6 12. b3 O-O 13. Bb2 Bd7 14. Rc3 Hac8 15. Ra4 Da5 16. Re5 Rb4 17. Bb1 Bxa4 18. bxa4 Dc7 19. a3 Rc2 20. Ha2 Bxe5 21. dxe5 Re4 22. Bc1

gpon8fmg.jpg22. ... Rxf2 23. Dxc2 Rh3+ 24. gxh3 Db6+ 25. Kg2 Hxc2+ 26. Bxc2 Hxf1 27. Kxf1 Dc7 28. Hb2 d4 29. Ke2 Dxe5+ 30. Kd1 Dh5+ 31. Kd2 Dg5+ 32. Kd1 Dg1+ 33. Kd2 Dxh2+ 34. Kd3 Dg1 35. Hb1 Dg6+ 36. Kd2 Dg2+ 37. Kd3 Dg6+ 38. Kd2 Dg2+ 39. Kd3 e5 40. Hb2 Df1+ 41. Kd2 Df2+ 42. Kd3 Df3+ 43. Kd2 e4 44. Bb3 Kf8 45. Ke1 Dh1+ 46. Kd2 Dg2+ 47. Ke1 Dg1+ 48. Kd2 Df2+

- og Howell gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. mars 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Yfirlýsing frá Héđni varđandi umfjöllun um fjarveru hans á MP Reykjavíkurskákmótinu

HéđinnHéđinn Steingrímsson hefur sent fréttatilkynningu til Skák.is varđandi umfjöllun um fjarveru sína á MP Reykjavíkurskákmótinu.   Hana má finna hér í fullri lengd:

Í ljósi skrifa um fjarveru mína á Reykjavíkurskákmótinu, sé ég mig knúinn til ađ gera grein fyrir mínu máli.

Um leiđ og fullyrđing ţess efnis birtist á opinberri fréttasíđu Skáksambands Íslands ađ ég hafi hćtt í mótinu fyrirvaralaust, án skýringa sendi ég eftirfarandi tölvupósta (sjá ađ neđan).

Ţar kemur fram ađ ég var veikur. Ţađ kom strax fram í samskiptum viđ Skáksamband Íslands á mánudeginum fyrir mótiđ, ađ ég yrđi ađ skila lćknisvottorđi, sem ég gerđi.

Mér fannst og finnst enn óeđlilegt ađ Skáksamband Íslands hafi lćknisvottorđ undir höndunum, en skrifi engu ađ síđur á sinni opinberu fréttasíđu ađ ég hafi dregiđ mig úr mótinu án skýringa.

Ţađ má geta ţess ađ ţessi stađreyndarvilla hefur birst í öllum fjölmiđlum, sem ađ fjalla um skák. Enginn hefur spurt mig ađ ţessu, en ég trúi ekki ađ íslenskir fjölmiđlamenn skrifi svona án ţess ađ leita eftir stađfestingu, í ţessu tilviki hjá Skáksambandi Íslands.

Ţađ kemur einnig fram í tölvupóstunum, ađ ég óskađi ítrekađ eftir ţví viđ Skáksamband Íslands ađ ţetta yrđi leiđrétt, en tölvupóstum mínum ţess efnis var ekki svarađ.

Héđinn Steingrímsson

 

Von: Hedinn Steingrimsson [mailto:hedinn@gmx.net]
Gesendet: Mittwoch, 23. März 2011 07:56
An: Gunnar Bjornsson (gunnibj@simnet.is)
Cc: frettir@skaksamband.is; 'Gunnar Björnsson'
Betreff: Héđinn Steingrímsson hćtti viđ ţátttöku í mótinu međ eins dags fyrirvara.

Sćll Gunnar,

Bendi á ađ ég fór til lćknis mánudaginn fyrir Reykjavíkurskákmótiđ (mótiđ byrjađi á miđvikudegi) og hafđi eftir lćknisrannsóknina samband viđ Helga Árnason í Fjölni og tilkynnti honum ađ ég vćri veikur og yrđi ekki međ í Reykjavíkurskákmótinu. Mér skilst ađ Helgi hafi strax haft samband viđ ţig og ţađ geti ekki hafa veriđ minna en eins og hálfs dags fyrirvari. Var beđinn af SÍ um lćknisvottorđ og skilađi ţví ađ sjálfsögđu. Tel í ljósi ţessa ađ skrifin séu talsvert ónákvćm.

Kveđja,

Héđinn

Von: Hedinn Steingrimsson [mailto:hedinn@gmx.net]
Gesendet: Dienstag, 22. März 2011 23:44
An: Gunnar Bjornsson (gunnibj@simnet.is)
Cc: frettir@skaksamband.is
Betreff: Héđinn Steingrímsson hćtti viđ ţátttöku í mótinu međ eins dags fyrirvara.

Sćll Gunnar,

Bendi á ađ ég fór til lćknis mánudaginn fyrir Reykjavíkurskákmótiđ (mótiđ byrjađi á miđvikudegi) og hafđi eftir lćknisrannsóknina samband viđ Helga Árnason í Fjölni og tilkynnti honum ađ ég vćri veikur og yrđi ekki međ í Reykjavíkurskákmótinu. Mér skilst ađ Helgi hafi strax haft samband viđ ţig og ţađ geti ekki hafa veriđ minna en eins og hálfs dags fyrirvari. Var beđinn af SÍ um lćknisvottorđ og skilađi ţví ađ sjálfsögđu. Tel í ljósi ţessa ađ skrifin séu talsvert ónákvćm.

Kveđja,

Héđinn


EM: Hannes vann í lokaumferđinni - Potkin Evrópumeistari

PotkinHannes Hlífar Stefánsson (2557) vann ţýska doktorinn Erik Zude (2409) í 11. og síđustu umferđ EM einstaklinga sem klárađist fyrr í kvöld í Aix les Bains í Frakkland.  Bragi Ţorfinnsson (2417) og Lenka Ptácníková (2307) töpuđu hins vegar bćđi.  Bragi fyrir franska alţjóđlega meistaranum Yannick Gozzoli (2543) og Lenka fyrir enska stórmeistaranum Peter Wells (2487).   Hannes hlaut 6˝ vinning og endađi í 71.-123. sćti en Bragi og Lenka hlutu 5 vinninga og enduđu í 227.-282. sćti.Hannes Hlífar ađ tafli í St. Pétursborg

Efstir međ 8˝ vinning urđu Vladimir Potkin (2653), Rússlandi, Radoslaw Wojtaszek (2711), Póllandi,  skákdrottningin Judit Polgar (2686), Ungverjalandi, og Alexander Moiseenko (2673), Úkraínu.  Potkin er hćstur efstir stigaútreikning og er ţví Evrópumeistari í skák.   Nokkuđ óvćnt enda Potkin ađeins nr. 42 í stigaröđ keppenda fyrir mót.  

Međal ţeirra 23 sem komust áfram í Heimsbikarmótiđ má nefna Frakkann umdeilda Sebastian Feller (2657) en međal ţeirra sem sitja eftir međ sárt enniđ má nefna Luke McShane (2683) en hann endađi í 24. sćti og Rússann Ian Nepomniachtchi (2729).   

Árangur Hannesar samsvarađi 2509 skákstigum, árangur Braga samsvarađi 2319 skákstigum og árangur Lenku samsvarađi 2254 skákstigum.  Öll lćkka ţau á stigum.  Hannes lćkkar um 3 stig, Lenka um 9 stig og Bragi um 11 stig. 

Daninn Peter Heine Nielsen (2670) varđ efstur Norđurlandbúa en hann hlaut 7˝ vinning.  Tomi Nyback (2656), Finnlandi, og Jon Ludvig Hammer (2606), Noregi, fengu 7 vinninga.   Helgi Dam Ziska (2432), Fćreyjum, hlaut 6˝ vinning og var grátlega nćrri sínum fyrsta stórmeistaraáfanga.  Norski FIDE-meistarinn Nicolai Getz (2333) krćkti sér í áfanga ađ alţjóđlegum áfanga.  Engum Norđurlandabúa tókst ađ ávinna sér keppnisrétt í Heimsbikarmótinu en Heine varđ í 30. sćti. 

Ţćr skákir Íslendinga sem eru ađgengilegar á vef mótsins má finna hér ađ neđan.  Frakkarnir slá greinilega ekki inn allar skákir mótsins heldur fyrst og fremst efri borđin.   Ađallega eru ţađ ţví skákir Hannesar sem eru ađgengilegar og einstaka skákir Braga og Lenku.  Skráning skákanna virđist ţess fyrir utan oft vera ónákvćm (t.d. Sokolov-Hannes).  Skákum lokaumferđinnar verđur skeytt viđ fréttina síđar.  

Mótiđ var ćgisterkt.  Alls tóku 400 skákmenn ţátt og ţar af 164 stórmeistarar, 65 alţjóđlegir meistarar og 4 stórmeistarar kvenna.  Íslendingar áttu ţarna flesta fulltrúa Norđurlandaţjóđa eđa 3 talsins en Danir og Norđmenn áttu 2 keppendur hvor ţjóđ og Svíar, Finnar og Fćreyingar einn hver ţjóđ.  Hannes var nr. 117 í stigaröđ keppenda, Bragi var nr. 209 og Lenka var nr. 249. 

 


Skákborđ úr einvígi aldarinnar selt á uppbođi á tćpar 8 milljónir

5945855_36d10yhzo.jpgEinvígisborđiđ úr ţriđju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppbođi í dag hjá Philip Weiss.  Borđiđ seldist á $67.500 eđa á um 7.750.000 kr.  Ţađ var Guđmundur G. Ţórarinsson, fyrrverandi forseti SÍ, sem seldi tafliđ en hann fékk ţađ ađ gjöf frá SÍ í nóvember 1972.  

Sjá nánar á vef Philip Weiss

 


Rimaskóli efstur á Íslandsmóti barnaskólasveita

IMG 7165Skáksveit Rimaskóla leiđir á Íslandsmóti grunnskólasveita eftir fyrri dag mótsins en mótiđ fer fram á heimavelli skólans um helgina.   Rimskćlingar hafa 18 vinninga.  Í öđru sćti er skáksveit Álfhólsskóla úr Kópavogi međ 17 vinninga en sveitirnar gerđu 2-2 jafntefli í hörkuviđureign í fimmtu og síđustu umferđ dagsins.   Í ţriđja sćti er sveit Hörđuvallaskóla, međ 15˝ vinning en árangur hennar hefur komiđ verulega á óvart.  Mótinu verđur framhaldiđ á morgunIMG 7164 međ umferđum 6-9.   Taflmennskan hefst kl. 11.  

Ţátttaka á mótinu er prýđileg en 41 sveit tekur ţátt.   Mótiđ er í umsjón Skákakademíu Reykjavíkur.

Stađan:

 

Rk.TeamTB1TB2
1Rimaskóli A189
2Álfhólsskóli A179
3Hörđuvallaskóli15,59
4Grunnskóli Vestmannaeyja A14,58
5Rimaskóli B13,58
6Melaskóli13,56
7Salaskóli A136
8Laugalćkjarskóli128
9Hofstađaskóli A127
10Engjaskóli A127
11Salaskóli C127
12Álfhólsskóli B126
13Salaskóli B126
14Engjaskóli B126
15Selásskóli114
16Borgaskóli10,55
17Fossvogsskóli10,55
18Hólabrekkuskóli106
19Salaskóli D106
20Engjaskóli C105
21Smáraskóli A9,55
22Rimaskóli C9,55
23Salaskóli E9,55
24Kársnesskóli C9,55
25Smáraskóli B9,55
26Salaskóli F9,54
27Sćmundarskóli94
28Hofstađaskóli C8,55
29Snćlandsskóli8,55
30Hofstađaskóli B8,54
31Lágafellsskóli B8,53
32Landakotsskóli A84
33Lágafellsskóli A83
34Kársnesskóli A7,53
35Landakotsskóli B74
36Ísaksskóli73
37Grunnskóli Vestmannaeyja B72
38Álfhólsskóli C6,53
39Kársnesskóli B63
40Lágafellsskóli C62
41Dalskóli52

Myndaalbúm mótsins (Helgi Árnason)


Skák.is hćtt í útrás

Stuttri Norrćnni útrás, sem hófst í gćr, lauk einnig í gćr, 1. apríl og var eingöngu sett fram í tilefni dagsins.   Ţess má geta ađ Skák.is átti 11 ára afmćli í gćr

Jřran Aulin-Jansson, forseti Norska skáksambandins, fćr ţakkir fyrir ađ taka ţátt í sprellinu međ ritstjóra međ athugasemd viđ fćrslu.


Íslandsmót barnaskólasveita hefst í dag

Íslandsmót barnaskólasveita verđur haldiđ helgina 2.-3. apríl í Rimaskóla í Reykjavík.

Skákakademía Reykjavíkur er mótshaldari.

Fyrirkomulag: Fjórir skákmenn eru í hverri sveit og 1-4 til vara. Tefldar verđa níu umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma á mann.

Liđsstjórar skulu mćta 12:30 á laugardag og skila inn liđum sínum á Monrad-spjöldum.

Dagskrá mótsins; Tefldar verđa fimm umferđir á laugardegi og fjórar á sunnudegi. Tafliđ hefst 13:00 á laugardag og 11:00 á sunnudag.

Fyrirspurnir skulu berast á stefan@skakakademia.is.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu, bestu b-e sveitir og borđaárangur.

Íslandsmeistarar munu vinna sér inn rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í haust.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband