Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Aronian međ 2,5 vinnings forskot í Mónakó

Levon_Aronian.jpgArmeninn Aronian er á svakalegu flugi á Amber-mótinu sem fram fer í Mónakó en hann sigrađi Morozevich 2-0 í níundu umferđ sem fram fór í dag.  Aronian hefur nú 2,5 vinnings forskot á nćstu menn sem eru Kramnik, Leko og Carlsen.  Aronian er langefstur í atskákinni og er efstur ásamt Kramnik og Morozevich í blindskákinni.

Úrslit 9. umferđar:

 

  Blindskák Leko-Karjakin 1/2-1/2
  Morozevich-Aronian 0-1
  Kramnik-Carlsen 1-0
   Anand-Ivanchuk 1/2-1/2
  Mamedyarov-Van Wely 0-1
  Topalov-Gelfand 1/2-1/2
  Atskák
Karjakin-Leko 1/2-1/2
  Aronian-Morozevich 1-0
  Carlsen-Kramnik 1/2-1/2
   Ivanchuk-Anand 1-0
  Van Wely-Mamedyarov 1/2-1/2
  Gelfand-Topalov 1/2-1/2


Stađan:

   123456789012  
1Aronian2739**  ˝1˝1˝111˝1˝1˝0˝˝12.5/18 
2Kramnik2799 **˝1˝˝˝1˝0 ˝˝˝˝˝010.0/1888.75
3Leko2753 ˝0** ˝˝˝1˝1˝˝˝˝10.0/1881.50
4Carlsen2733˝0 **˝˝01 10111110.0/1881.00
5Ivanchuk2751˝0˝˝˝˝** ˝1˝1˝0˝1 9.5/1885.25
6Topalov2780˝0˝0˝˝ **˝˝01˝1 ˝˝9.5/1882.50
7Anand2799˝1˝010˝0˝˝**01  ˝19.0/18 
8Morozevich276500˝0 1010** ˝1˝˝8.5/18 
9Karjakin2732˝0 ˝˝01˝0˝0 **˝1˝˝8.0/18 
10Van Wely2681˝0˝˝00˝1  ˝0**7.5/18 
11Gelfand2737˝1˝˝˝˝˝0˝˝ ˝0** 7.0/18 
12Mamedyarov2760˝˝˝100 ˝0˝˝˝˝ **6.5/18 

  Heimasíđa mótsins


Nökkvi sigrađi á Páskaeggjamóti TV

Nökkvi SverrissonÁ laugardaginn fór fram páskaeggjamót Taflfélags Vestmannaeyja og mćttu 16 börn og unglingar til keppni.  Tefldar voru 7 umferđir og voru úrslitin ţessi:

 

 

 

 

  • 1.       Nökkvi Sverrisson 6 vinn.
  • 2.       Kristófer Gautason 5 vinn.
  • 3.       Ólafur Freyr Ólafsson 5 vinn.
  • 4.       Dađi Stein Jónsson 4,5 vinn.
  • 5.       Valur Marvin Pálsson 4,5 vinn.
  • 6.       Jóhann Helgi Gíslason 4 vinn.
  • 7.       Davíđ Már Jóhannesson 4 vinn.
  • 8.       Bjartur Týr Ólafsson 3,5 vinn.
  • 9.       Róbert Eysteinsson 3,5 vinn.
  • 10.   Jörgen Ólafsson 3,5 vinn.

Eftir mótiđ fengu ţrír efstu páskaegg ađ launum, en einnig voru nöfn ţriggja annarra dregin út og fengu ţeir hinir sömu einnig páskaegg.


Ćfingamót í skrifuđum skákum

Ţađ er mikiđ líf í skáklífi Eyjamanna eins og lesa má í nýjustu fréttum hér á Skák.is.  Á laugardaginn stóđ Taflfélag Vestmannaeyja fyrir ćfingu fyrir krakkana í ađ skrifa niđur skákir.  Teflt var í 30 mínútna skákum + 30 sek á hvern leik.  Á ćfinguna mćttu 12 krakkar og gekk ţeim bara vel, ţrátt fyrir ađ margir ţeirravćru ţarna ađ skrifa skák í fyrsta skipti.  Á heimasíđu félagsins má sjá skákir krakkanna í ţessari fyrstu tilraun ţeirra.


Dađi og Nökkvi skólaskákmeistarar Vestmanneyja

Í síđustu viku var haldiđ skólaskákmót Vestmannaeyja og mćttu 15 keppendur Í yngri flokki en 2 í ţeim eldri.

Yngri flokkur er fyrir nemendur í 1. – 7. Bekk grunnskólans, en eldri flokkur fyrir 8. 10. Bekk.  Efstu tveir í hvorum flokki fara svo sem fulltrúar Vestmannaeyja á kjördćmismót Suđurlands, sem fram fer í apríl í Vík í Mýrdal.

Helstu úrslit urđu ţessi:

1-7. bekkur: 

  • 1.       Dađi Steinn Jónsson, 6 vinn.
  • 2.       Ólafur Freyr Ólafsson, 6 vinn.
  • 3.       Jóhann Helgi Gíslason, 5 vinn.
  • 4.       Róbert Aron Eysteinsson, 4,5 vinn.
  • 5.       Tómas Aron Kjartansson, 4 vinn.
  • 6.       Eyţór Dađi Kjartansson, 4 vinn.

Ţeir Dađi Steinn og Ólafur háđu einvígi um sigur í ţessum flokki og hafđi Dađi Steinn betur, en ţeir fara ţó báđir á kjördćmamótiđ.

8-10. bekkur: 
  • 1.       Nökkvi Sverrisson
  • 2.       Bjartur Týr Ólafsson

Háđu ţeir einvígi um sigurinn og sigrađi Nökkvi međ 2,5 vinningum gegn 0,5 vinningi Bjarts.


Sigurjón sigrađi á Firmakeppni TV

Sigurjón ŢorkelssonÁ fimmtudaginn fór fram firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja og voru um 60 fyrirtćki međ í keppninni.  Keppt var međ úrsláttarfyrirkomulagi en í lokin var keppt um öll efstu 8 sćtin og voru úrslitin ţessi en í sviga er nafn ţess skákmanns sem tefldi fyrir viđkomandi fyrirtćki.

Taflfélag Vestmannaeyja ţakkar öllum ţeim fyrirtćkjum í Vestmannaeyjum sem tóku ţátt í keppninni fyrir stuđninginn:

 

 

  • 1.       Útgerđarfélagiđ Frár (Sigurjón Ţorkelsson)
  • 2.       Ísfélag Vestmannaeyja (Sverrir Unnarsson)
  • 3.       Fiskvinnsla Vestmannaeyja (Nökkvi Sverrisson)
  • 4.       H. Stefánsson (Jóhannes Sigurđsson)
  • 5.       Heimaey, ţjónustuver ( Ólafur Týr Guđjónsson)
  • 6.       Vinnslustöđ Vestmannaeyja (Kristófer Gautason)
  • 7.       Útgerđarfélagiđ Glófaxi (Sigurđur A. Magnússon)
  • 8.       Steingrímur Gullsmiđur (Jóhann Helgi Gíslason)

Helgi Dam skákmeistari Fćreyrja

Helgi Dam ZiskaHinn og efnilegi Fćreyingur Helgi Dam Ziska (2400) varđ um páska skákmeistari Fćreyja.  Helgi Dam hlaut 7,5 vinning í 9 skákum.  Annar varđ Carl Eli Nolsře Samuelsen (2231) og ţriđji varđ  Ólavur Simonsen (2092).


Skákmót öđlinga hefst á morgun

Skákmót öđlinga,40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 26.mars nk. í Faxafeni 12 félagsheimili TR.kl 19:30. Tefldar verđa 7.umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 1˝ klst. á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartíma á hvern leik fyrir báđa keppendur.

Dagskrá: 

  •   1.umferđ miđvikud.  26.mars     kl  19:30
  •   2.umferđ miđvikud.  02.apríl     kl  19:30
  •   3.umferđ miđvikud.  09.apríl     kl  19:30
  •   4.umferđ miđvikud.  16.apríl     kl  19:30
  •   5.umferđ miđvikud.  23.apríl     kl  19:30
  •   6.umferđ miđvikud.  30.apríl     kl  19:30
  •   7.umferđ miđvikud.  07.maí       kl  19:30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 14. maí kl 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk ţess eru verđlaunagripir fyrir ţrjú efstu sćtin,bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr 3.500 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi  allt mótiđ og rjómavöfflur og fleira góđgćti á lokakvöldi. 

Skráning og upplýsingar veitir Ólafur S. Ásgrímsson í síma 895-5860, netfang oli.birna@simnet.is


Peter Heine danskur meistari

Heine og HannesStórmeistarinn Peter Heine Nielsen (2627) varđ danskur skákmeistari í sjötta sinn en mótiđ fór fram 15.-23. mars í Silkeborg.  Annar varđ Lars Schandorff (2530) og ţriđji varđ skákmeistari síđustu ţriggja ára, Sune Berg Hansen (2552).

Alls tóku 20 skákmenn ţátt í efsta flokki sem heitir landsliđsflokkur rétt eins og á Íslandi.

Heimasíđa mótsins 


Hallgerđur og Sigríđur gerđu jafntefli í áttundu umferđ

Hallgerđur Helga tefldi  viđ sćnsku skákkonuna Christínu Anderson í 8. umferđ lauk skákinni međ jafntefli. Christina tefldi á Reykjavik Open fyrr í mánuđinumHallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Sigríđur Björg Helgadóttir gerđu báđar jafntefli í áttundu og nćstsíđustu umferđ  Stockholm Ladies Open sem fram fór í dag.  Hallgerđur gerđi jafntefli viđ sćnsku skákkonuna Christin Anderson (2194) sem er alţjóđlegur meistari kvenna.  Hallgerđur er efst íslensku skákstúlknanna en hún hefur hlotiđ 3,5 vinning og hefur teflt viđ titilhafa í öllum umferđum nema einni.Sigríđur Björg ađ tafli í 7. umferđ ţegar hún gerđi jafntefli viđ spćnska stúlku

Elsa hefur 3 vinninga, Sigríđur, Jóhanna og Tinna hafa 2,5 vinning.  Allar eru ţćr hćkka á stigum fyrir frammistöđu sína.

Skipuleggjandi mótsins Peter Hlawatsch ásamt Piu Cramling ţekktustu skákkonu Svíţjóđar. Hún er sérstakur gestur mótsins og međ mann (spćnskur) og börn međ sér á mótinuNíunda og síđasta umferđ verđur tefld í fyrramáliđ.

 


Stefán Bergsson Páskeggjameistari SA - Sveinbjörn fékk páskaegg

Stefán BergssonPáskaeggjamót Skákfélags Akureyrar var haldiđ í dag, annan í páskum.  Hinn ungi og síefnilegi skákmađur Stefán Bergsson sigrađi á mótinu en hann hlaut 10,5 vinning.   Annar varđ Smári Ólafsson og ţriđji varđ Sigurđur Arnarson.  
 
Átta keppendur voru mćttir til leiks, tefld var tvöföld umferđ međ 5 mínútna umhugsunartíma og urđu úrslit ţessi:
 
1. Stefán Bergsson           10.5 V af 14
2. Smári Ólafsson             10
3. Sigurđur Arnarson         9,5
4. Haki Jóhannesson         8,5
5. Sigurđur Eiríksson         8
6. Mikael Jóhann Karlsson  5
7. Sveinbjörn Sigurđsson    4,5
8. Hjörtur Jónsson              0
 
Eftir mótiđ var einn keppandi dreginn út í happdrćtti og var ţađ Sveinbjörn Sigurđsson sem vann páskaegg. Nćsta mót hjá félaginu er Skákţing Norđlendinga í yngri flokkum og hefst ţađ nk. laugardag.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8779312

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband