Færsluflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins
12.2.2012 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Guðmundur vann Kortsnoj á Gíbraltar

Af fulltrúa Íslands og Vestfjarða: um svipað leyti og Judit Polgar var að kosskveðja fjölskyldu sína í Búdapest, steig verkstjórinn Guðmundur Gíslason út úr hraðfrystihúsi Gunnvarar í Hnífsdal, bað starfmenn sína að hugsa vel um vinnustaðinn í nokkra daga; hann þyrfti nefnilega að skreppa til Gíbraltar sem sumir kalla Klettinn". Guðmundur hlaut sex vinninga og endaði í 49. - 75. sæti. Það er alltaf gaman að fylgjast með Guðmundi þegar honum tekst vel upp. Sigur hans yfir Viktor Kortsnoj verður lengi í minnum hafður:
Gíbraltar 2012; 6. umferð:
Guðmundur Gíslason - Viktor Kortsnoj
Pólsk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 b5 4. Bg2 Bb7 5. c3 e6 6. Dd3 a6 7. Bg5 c5 8. e4 h6 9. Bxf6 Dxf6 10. Rbd2 cxd4 11. cxd4 Rc6 12. O-OB e7 13. a3 d5 14. Hac1 O-O 15. e5 Dg7 16. Rb3 Hac8 17. Hc2 g5 18. h3 h5 19. Hfc1 g4 20. hxg4 hxg4 21. Rh2 Kh8 22. f3!?
Eygir möguleika á sóknaraðgerðum á kóngsvæng. Hann gat tryggt sér þægilegt frumkvæði með 22. Rc5.
22. ... gxf3 23. Bxf3 Bg5 24. Rg4! Dg6
Kortsnoj sá að ekki gekk 24. ... Bxc1 vegna 25. Hh2+! Kg8 26. Rf6+! og mátar.
25. Hd1 Kg7 26. Rc5 Re7 27. Dxg6 Rxg6 28. Hh2 Hc7 29. Hh5 Be7 30. b4 Hh8 31. Hxh8 Rxh8 32. Kf2 Bg5 33. Be2 Rg6 34. Bd3 Bc8 35. Hh1 Ha7 36. a4!
Verður fyrri til að brjóast inn eftir a-línunni.
36. ... bxa4 37. Ha1 Re7 38. Rxa4 Rc6 39. Hh1 Rxb4 40. Bb1 Bd7 41. Rc5 Be7 42. Hh7 Kf8 43. Rf6?
Sterkara var að skipta uppá d7. Houdini" gefur upp: 43. Rxd7+ Hxd7 44. Rf6+ Bxf6 45. gxf6 Kg8 46. Hg7 Kh8 47. Bg6 Rc6 48. Bxf7 Rd8! 49. Bxe6! Hd6! og svartur á að halda velli.
43. ... Bxc5 44. dxc5 Bb5?
Best var 44. ... Rc6.
45. g4
Missir af glæsilegu Novotny-þema": 45. Hh8+ Ke7 46. Hb8! Hc7 47. c6! - skurðpunktur stöðunnar. Svartur verður að leika 48. ... Bxc6 og gefa riddarann.
45... Ke7?
Kortsnoj varð að leika 45. ... Hb7 46. g5 Bc6 sem heldur jafnvægi.
46. g5 Rc6 47. g6 Rxe5 48. g7 Ha8 49. g8=D Hxg8 50. Rxg8 Kd7 51. Rh6 Kc6
Hrók undir brýst Kortsnoj um á hæl og hnakka.
52. Rxf7 Rxf7 53. Hxf7 Kxc5 54. Ke3 a5 55. He7 Bc4 56. Kd2 d4 57. Bd3 Bd5 58. Ha7 Kb4 59. Ha6 Bb3 60. Hb6 Ka3 61. Kc1 a4 62. Kb1 Ba2 63. Ka1 Bb3 64. Be4 Bc4 65. Hd6 e5 66. Hb6 Be2 67. Bc6?
Hér fer Guðmundur út af sporinu. Nauðsynlegt var að koma kónginum til c2.
67. ... Bd3 68. Hb8 e4 69. Hd8 Kb4??
Lokaafleikurinn. Svartur gat náð jafntefli með 69. ... Kb3! t.d. 70. Hxd4 Kc3! 71. Hxa4 e3 os.frv.
70. Bxe4!
- Óvænt endalok, 70. ... Bxe4 er svarað með 71. Hxd4+ og 72. Hxe4.
Eftir þennan leik lagði Kortsnoj niður vopnin.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 5. febrúar 2012.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 11.2.2012 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2012 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Hagnýtar afsakanir

Björn, sem freistar þess að verja Reykjavíkurmeistaratitil sinn frá því í fyrra, teflir samhliða á sterku meistaramóti Goðans. Þeir eru báðir í fararbroddi á Skákþingi Reykjavíkur en eftir fimmtu umferð er staða efstu manna þessi:
1.-3. Guðmundur Kjartansson, Bragi Þorfinnsson og Sverrir Örn Björnsson 4½ v. 4.-7. Hjörvar Steinn Grétarsson, Ingvar Þ. Jóhannesson, Björn Þorfinnsson og Ólafur Gísli Jónsson 4 v.
Mesta athygli hefur vakið frammistaða Sverris Arnar Björnssonar sem gerði sér lítið fyrir og vann stigahæsta keppandann, Hjörvar Stein, með tilþrifum í fjórðu umferð:
Sverrir Örn Björnsson - Hjörvar Steinn Grétarsson
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Bb4 6. e3 Rbd7 7. Rf3 c5 8. Be2
Algengara er 8. Bd3 eða 8. dxc5. Nú er best að leika 8.... Da5 sem hótar 9.... Re4.
8.... h6(?) 9. Bxf6 Rxf6 10. O-O Bxc3 11. bxc3 c4 12. Re5!
Svartur hefur ekki mikil gagnfæri á drottningarvængnum og erfitt mæta með að mæta áætlun um peðaframrás á kóngsvæng.
12.... 0-0 13. Dc2 Dc7 14. f4 b6 15. Bf3 Bb7 16. g4 Hae8 17. Dg2 Dd6 18. h4
Nái hvítur að leika 19. g5 verður tæplega við neitt ráðið. Hjörvar grípur því í neyðarhemilinn" .
18.... g5!? 19. hxg5 hxg5 20. Dh2 Rh7 21. Kf2
Sverrir taldi að með hliðsjón af framhaldinu hefði verið nákvæmara að leika 21 Kg2. Það kann vel að vera en mistök hans koma þó fyrst og fremst i næsta leik.
21.... f6 22. Hh1?? Dc7??
Báðir leika illa af sér. Hvítur varð að leika 22. Rg6 með frábærum færum og hér missti Hjörvar af 22.... De7! Eftir 23. Rg6 Dxe3+ 24. Kg3 gxf4 +25. Rxf4 Hf7 er svartur sloppinn. Kannski er best að leika 23. Dxh7+!? Dxh7 24. Hxh7 Kxh7 25. Rxc4 með allgóðum færum fyrir skiptamun.
23. Rg6 Hf7 24. Bd1!
Nú getur hvítur byggt upp sóknina í mestu rólegheitum.
24.... Bc8 25. Ba4 Bd7 26. Bc2 Be6 27. Dh5 Hd8 28. fxg5 fxg5+ 29. Ke2 Hg7 30. Re5 De7 31. Haf1 Hc8 32. Dh6 Hc7 33. Kd2 b5 34. Rg6 Dd6
Laglegur lokahnykkur.
35.... Rxf8 36. Dh8+ Kf7 37. Hf1+
- og svartur gafst upp.
Magnús og Aronjan efstir í Wijk aan Zee
Á janúar-stigalista FIDE hefur Magnús Carlsen (2.835) náð 30 stiga forskoti á næsta mann og minna yfirburðir hans helst á þá tíma þegar Kasparov var upp á sitt besta.Á skákhátíðinni í Wijk aan Zee í Hollandi, sem nú stendur yfir, vann Norðmaðurinn Lev Aronjan 3. umferð stórmótsins en Armeninn hefur unnið aðrar skákir. Efstu menn:
1.-2. Carlsen og Aronjan 3 v. (af 4). 3.-4. Caruana og Radjabbov 2½ v.
14 stórmeistarar tefla í A-flokki mótsins.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. janúar 2012.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2012 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Nakamura fer hamförum

Nakamura sem vann Wijk aan Zee-mótið í ársbyrjun gekk fremur illa á minningarmótinu um Tal í Moskvu í nóvember sl. og talið er að þar hafi soðið upp úr í samskiptum hans við Kasparov. Hann náði sér hinsvegar vel á strik í Lundúnum og varð í 2. sæti. Kannski er ekki skrýtið að Kasparov eigi erfitt með að botna í Nakamura sem kalla má einhverskonar cyber-pönkara" skákarinnar, hann er hann tíður gestur á vefsvæði ICC og nýtur þar mikilla vinsælda, æfir sig með því að tefla löng hraðskákeinvígi við öflug skákkforrit, tapar stundum með núlli en gefst aldrei upp hvað sem á dynur.
Bandaríkjamönnum líkar það vel þegar Nakamura er nefndur sem líklegur heimsmeistari en skákin hefur þó átt við ímyndarvanda að stríða og fær sjaldnast verðskuldaða umfjöllun því alltaf skal nafn Bobbys Fischers vera dregið fram og ekki allt fagurt sem þar stendur. Samanburður að öðru leyti er Nakamura einnig dálítið óhagstæður. Hann varð Bandaríkjameistari fyrst aðeins 17 ára gamall en Bobby vann titilinn fyrst 14 ára gamall og síðan í hvert skipti sem hann tók þátt, átta sinnum alls.
Á milli jóla og nýárs var var Nakamura mættur til leiks á skákmótið í Reggio Emillia á Ítalíu og hefur farið hamförum. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferð. Eftir sex umferðir er staðan þessi:
1. Nakamura 5 v. (af 6) 2. Morozeivic 3 ½ v. 3. - 4. Ivantsjúk og Giri 3 v. 5. Caruna 2 ½ v. 6. Vitiugov 1 v.
Nikita Vitiugov - Hikaru Nakamura
Drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7
Þessi leikur er aftur að komast í tísku, áður var vinsælast að leika 6. ... c5.
7. Be2 c5 8. cxd5 Rxd5 9. Rxd5 exd5 10. O-O c4 11. b3 Rb6 12. bxc4 dxc4 13. Dc2 Be6 14. Hab1
Bæði hér og síðar gat hvítur styrkt stöðu sína á miðborðinu með framrásinni e3-e4.
14. ... Hc8 15. a4 a5 16. Rg5 Bxg5 17. Bxg5 f6 18. Bh4 c3 19. Bd3 h6 20. Bb5?
Eftir þennan slaka leik á svartur í engum vadræðum, 20. Bg3 eða 20. Hfc1 var betra.
20. ... Rd5 21. De4 Dd6 22. Bg3 De7 23. Hbc1 Rb4 24. d5 Rxd5 25. Hfd1 Hfd8 26. Hd4 f5 27. De5 Df6 28. Dxf6 gxf6 29. h3 Kf7 30. Bc4 Ke7 31. e4
Snaggaralegur leikur og dæmigerður fyrir Nakamura.
32. Hxd8 Hxc4! 33. Bxf4 Kxd8 34. exf5 Bxf5 35. Be3 c2 36. g4 Be4 37. Bb6 Kd7 38. Bxa5 Hd4!
Hvítur gafst upp, það er engin vörn við hótuninni 39. ... Hd1+.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. janúar 2012.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 9.1.2012 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2012 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Benedikt Jónasson vann skákmót öðlinga
Fjórir skákmenn urðu efstir á skákmóti öðlinga sem lauk í síðustu viku.
Eins og vænta mátti börðust nokkrir af strákunum úr taflfélaginu" um efstu sætin þ.e.a.s. nokkrir af þeirri kynslóð sem lét rækilega til sín taka upp úr 1970 þegar Taflfélag Reykjavíkur var nýflutt á Grensásveginn: Kristján Guðmundsson, Ögmundur Kristinsson, Sævar Bjarnason, Benedikt Jónasson, Þorsteinn Þorsteinsson og Bjarni Hjartarson. Og þá voru mættir ýmsir sigursælustu skákmenn þess tíma, Íslandsmeistarinn frá 1967 og 1975, Björn Þorsteinsson, Bragi Halldórsson, Harvey Georgsson og Þór Valtýsson.
47 skákmenn voru skráðir til leiks og aðeins tefld ein skák í viku hverri. Fyrir síðustu umferð voru Kristján Guðmundsson og Björn Freyr Björnsson efstir með fimm vinninga hvor og innbyrðis viðureign þeirra lauk með jafntefli. Það kvöld var höfð til sýnis skák sem Halldór G. Einarsson og Benedikt Jónasson höfðu teflt tveim dögum fyrr og Benedikt hafði fengið flýtt. Úrslitum var haldið leyndum en leikjunum komið á framfæri á eðlilegum hraða meðan á lokaumferðinni stóð. Þetta var tvímælalaust skák mótsins sem báðir geta verið stoltir af. Með sigri náði Benedikt efsta sæti og telst eftir sigurútreikning sigurvegari mótsins:
1.-3.Benedikt Jónasson, Kristján Guðmundsson og Björn Freyr Björnsson 5½ v. (af 7) 4.-5. Þorsteinn Þorsteinsson og Halldór Pálsson 5 v.
Skákmót öðlinga 2011; 7. umferð:
Halldór G. Einarsson - Benedikt Jónasson
Benóní-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 a6 7. a4 g6
8. e4 Bg4 9. Be2 Bg7 10. 0-0 0-0 11. h3 Bxf3 12. Bxf3 Rbd7 13. Bf4 De7 14. Dd2 Hab8 15. Hfe1 Re8 16. Be2 Rc7 17. Bf1 Hfc8 18. Kh1 b5 19. Bg3 g5 20. axb5 axb5 21. Rd1!
Svartur má vel við una eftir byrjunina en Halldór benti á 19.... g5 veikti um of f5-reitinn. Þessi riddari er á leiðinni þangað!
21.... Ha8 22. Re3 Be5 23. Rf5 Df6 24. f4 Bxf4 25. Bxf4 gxf4 26. Dxf4 Hxa1 27. Hxa1 Re5 28. Be2 Kf8 29. g4 Re8 30. Bxb5 Rg6 31. Dh6+ Kg8 32. Hf1 Dxb2 33. Bxe8 Hxe8 34. Rxd6 Ha8 35. De3 Ha2 36. Dg3 Rh4?
Báðir keppendur voru í miklu tímahraki. Hér var betra að leika 36.... Re5.
37. Rf5?
37. Rc4 vinnur - fullyrðir Halldór en skýrir það ekki frekar. Eftir 37.... De2 38. Db8+ Kg7 á hvítur tilþrifamikla mátsókn:39. Hxf7+! Aðalleiðin er þessi: 39.... Kxf7 40. Re5+! Kg7 41. Dc7+ Kh6 42. Rf7+! Kh6 (eða 42.... Kg7 43. Rd8+! Kg6 44. Df7+ Kg5 45. Re6+ Kh6 46. g5 mát) 42. Rh8+! Kh6 43. Df4+! Kg7 44. Df7+! Kh6 (eða 45.... Kxh8 46. Df8 mát) 45. Df6+ Rg6 46. Rf7 mát.
37.... Rf3!
Krókur á móti bragði, svartur hótar arabísku máti" á h2.
38. Hf2! Db1+
Alls ekki 38.... Dxf2 39. Db8 mát!
39. Kg2 Dg1+ 40. Kxf3 Ha3+ 41. Kf4 Hxg3
42. Ha2!
Frábært svar, hvítur hótar máti á a8.
42.... Ha3 43. Hxa3 Dc1+! 44. He3 c4 45. d6?
Betra er 45. e5! og hvítur á að vinna að mati Houdinis. Tímahrakið tekur alltaf sinn toll.
45.... Dd2 46. Re7+ Kg7 47. Rd5 Dh2+ 48. Hg3 Db2 49. d7 Db8+ 50. e5 f6 51. Rxf6 Kf7 52. Hc3 Ke6 53. d8R+??
Þetta ógnandi peð mátti hann alls ekki gefa. Með 53. Kf3! heldur hvítur í horfinu.
53.... Dxd8 54. Hxc4 Dd2+ 55. Ke4 De2+!
- og Halldór gafst upp. Eftir 56. Kd4 Dxe5+ fellur riddarinn á f6.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 25. desember 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 28.12.2011 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Friðrik að tafli í Hollandi


Minningarmótinu í ár var skipt í tvo riðla og var Friðrik í riðli með heimamanninum Van der Sterren, Piu Cramling og kínversku skákkonunni Zhaoqin Peng sem nú hefur hollenskt ríkisfang. Eftir tvöfalda umferð sigraði Peng með 3½ v. Friðrik varð í 2.-3. sæti ásamt Piu Cramling með þrjá vinninga og Van der Sterren rak lestina, ½ vinningi á eftir.
Kannski er það keppnisstaðnum og tilefninu að þakka en taflmennska Friðriks, einkum í seinni hluta mótsins, var í senn þróttmikil og dínamísk. Hann vann Peng í í 77 leikjum í fimmtu umferð og var afar nálægt því að leggja Piu Cramling í lokaumferðinni. Eftir 31. leik Piu, Dc1-c7, kom þessi staða upp:
Cramling - Friðrik
Forritið Houdini" telur að svarta staðan sé unnin eftir 31.... Be6! og rekur síðan framhaldið 32. Dxc8 Bxc8 33. Bxf7 Kxf7 34. Bxb6 Hxa2 35. Bc7 Bf8 36. Bd8 b4 og þessa stöðu er ekki hægt að verja til lengdar.
Friðrik lék hins vegar 31.... Dxc7 32. Hxc7 Be8og þótt hann næði a-peðinu og ætti allgóða vinningsmöguleika tókst Piu með seiglu að halda jöfnu eftir 63 leiki.
Elsa María Íslandsmeistari kvenna
Eftir vel heppnaða ferð á opið skákmót til Tékklands settust sterkustu virku skákkonur Íslands niður og tefldu á Íslandsmóti kvenna. Fyrirfram mátti búast við sigri Hallgerðar Helgu Þorsteindóttur, sem var stigahæ
1. Elsa María Kristínardóttir 6½ v. (af 7). 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 6 v. 3.-4. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir 4½ v. 5.-7. Steinunn Veronika Magnúsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir 4 v.
Elsa María hefur nú tryggt sér sæti í ólympíuliði Íslands.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættur Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. nóvember 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 26.11.2011 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Sigur Hjörvars yfir Shirov vekur athygli
Íslendingar hafa með ýmsum hætti sett mark sitt á sterkustu flokkakeppni ársins, Evrópumót landsliða í Hakilidiki í Grikklandi.
Umkringdir flestum af sterkustu stórmeisturum heims, Topalov, Aronjan, Ivantsjúk, Svidler, Morozevich, Radjabov, Karjakin, Shirov, Leko og goðsögninni Viktor Kortsnoj, hefur íslenska sveitin þrátt fyrir forföll verið á svipuðum slóðum hvað árangur varðar og mörg stigahærri lið, þ.ám. sigurvegarar síðasta Ólympíumóts, Úkraínumenn, andstæðingar okkar í næstsíðustu umferð.
Kjarninn úr liðinu frá Ólympíumótinu í Khanty Manyisk, bræðurnir Björn og Bragi hafa ásamt Hjörvari Steini náð vel saman. Hjörvar hefur þegar tryggt sér lokaáfangann að alþjóðlegum meistaratitli þó tvær umferðir séu eftir. Greinarhöfundur hljóp í skarðið á síðustu stundu og hefur náð ágætis árangri en aðalhlutverkið er á sviði liðsstjórnar og undirbúnings fyrir hverja viðureign. Henrik Danielssen sem teflir á 1. borði byrjaði ekki vel en náði sér á strik með með sigri í 6. umferð.
Hjörvar Steinn vakti mikla athygli á mótsstað í Grikklandi þegar hann lagði lettneska stórmeistarann Alexei Shirov í 1. umferð. Shirov, sem undanfarin ár hefur búið á Spáni og teflt fyrir Spánverja, er höfundur tveggja binda verks, Fire on the board þar sem hann rekur margar flóknar skákir og þessi viðureign hefði vel getað ratað þangað því allt frá byrjun logaði skákborðið af ófriði. Vissulega buðust Shirov betri leiðir til að verjast á mikilvægum augnablikum en þess ber að geta að vörnin hefur aldrei verið hans sterkasta hlið. Þar fór að lokum að Hjörvari tókst með nokkrum snjöllum riddaraleikjum að knýja fram sigur.
Hjörvar Steinn Grétarsson - Alexei Shirov
Nimzoindversk vörn
1 d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. Rf3 c5 6. dxc5 Ra6 7. c6!? (Leikur Morozevich sem við Hjörvar höfðum athugað lítillega fyrir skákina. )
7. ... d5!? (Kemur ekki að tómum kofunum. Þessum skarpa leik er sennilega best svarað með 8. a3. Í 7. umferð lék Damljanovic 7. ... bxc6 gegn Braga Þorfinnssyni og Bragi vann eftir miklar flækjur.)
8. Bd2?! d4 9. Rb5 bxc6 10. Rbxd4 Bxd2 11. Dxd2 Db6 12. e3 Hd8 13. c5!? (Svartur hótaði 13. ... c5 eða 13... Re4. Þessi leikur leysir ekki öll vandamál hvíts.)
13. ... Rxc5 14. Bc4 e5!
15. Bxf7+!? Kxf7 (Hér var 15. .. Kf8 tvímælalaust betra því eftir 16. Rxe5 kemur 16. ... Rce4 o.s.frv.)
16. Rxe5+ Kf8 17. Rc4 Dc7 18. Db4 Hd5 19. O-O (Hvítur hefur þokkalegt spil fyrir manninn með tvö peð upp í og veikleika í stöðu svarts sem hægt er að herja á.)
19. ... Hb8 20. Da3 Kg8 21. Hac1 Rce4 22. f3 Hh5 23. f4 c5 24. Re5 Db7 25. Rdc6 Ha8 26. b4!Be6 27. bxc5 Bd5 28. Rd4 De7 29. Da5 Dd8 30. Dxd8 Hxd8 31. Hfd1!
(Drottningaruppskiptin bættu alls ekki vígstöðu svarts sem hér þurfti að glíma við mikið tímahrak, leppun eftir d-línunni, frelsingja á c5 og stórhættulega riddara.)
31. ... Hc8 32. g4! Hh3 33. Rf5 Kf8 34. g5 (Blasir við en 34. Kg2! var enn sterkara.)
34. .. Bxa2 35. gxf6 gxf6 36. Rd7+?
( Eins og tölvuforritin bentu á er hinn rólegi leikur 36. Rc4! bestur og svartur er varnarlaus. )
36. ... Kf7 37. Rd6+ Rxd6 38. Hxd6 Hg8+ 39. Kh1 Hxe3 40. Rxf6 Hb8 41. Rg4! He4 42. Re5+ Ke8 (Eða 42. .. Kg7 43. c6 og vinnur.)
43. Rd7! - Skemmtilegur lokahnykkur. Shirov gafst upp. Hann getur forðað hróknum en þá kemur 44. Rf6+ o.s.frv.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættur Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13 nóvember 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 14.11.2011 kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Karpov á Íslandsmóti taflfélaga

Bolvíkingar tefla fram A- og B-liði í efstu deild og af þeirri ástæðu einni er ekki nokkur leið til þess að keppnin geti farið fram á jafnréttisgrundvelli. Þó örlar ekki á vilja til breyta þessu fyrirkomulagi sem þekkist vart í öðrum flokkakeppnum.
Í aðdraganda Íslandsmóts taflfélaga hefur mótsstjórn SÍ fengið mál til sín sem varðar skráningu einstakra skákmanna í lið en síðasti dagur skráningar var af hálfu SÍ upp gefinn 16. september sl. en samkvæmt túlkun mótsstjórnar gildir 17. september einnig sem skráningardagur. Mál Alexei Dreev er mönnum enn í fersku minni en það snerist einnig um tímasetningu skráningar. Hann var dæmdur ólöglegur í liði TV.
Fjarri vangaveltum af þessu tagi héldu lið Bolvíkinga og Hellis á Evrópumót taflfélaga sem hófst hinn 25. september og lauk um síðustu helgi í Rogaska Slatina í Slóveníu. Margt er hægt að lesa út úr frammistöðu liðanna og einstakra liðsmanna. Bolvíkingar höfnuðu í 14. sæti af 62 liðum en Hellismenn í 25. sæti. Bæði liðin áttu erfitt uppdráttar gegn sterkari liðunum, Bolar töpuð t.d. 0:6 í næstsíðustu umferð en átt svo góðan lokadag og unnu sterkt spænsk lið, Gros Xake Taldea, 4½ : 1½. Sigurbjörn Björnsson, bóksali og starfsmaður Actavis, sem tefldi á 4. borði fyrir Helli náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og aðrir sem stóðu sig vel voru Stefán Kristjánsson, Guðmundur Gíslason og Bjarni Jens Kristinsson.
Ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason teflir allra manna skemmtilegast þegar honum tekst upp og Evrópukeppni taflfélaga virðist eiga vel við hann sbr. eftirfarandi skák sem tefld var um miðbik mótsins:
EM taflfélaga, 4. umferð:
Domingues Metras - Guðmundur Gíslason
Grunfelds vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 Bg7 6. Db3 Rb6 7. Bf4 Be6 8. Dc2 Rc6 9. e3 0-0 10. a3?
Hvítur hefur teflt byrjunina fremur ómarkvisst. Hér var mun betra að leika 10. Bb5.
10.... Hc8!?
Upphafið að áætlun sem hvítur áttar sig ekki alveg á - fyrr en um seinan!
11. Bd3 Ra5 12. b4 Rb3! 13. Hb1 c5
Rífur upp stöðuna á drottningarvæng. Nú er 14. Hxb3 svarað með 15. Bxb3 16. Dxb3 c4 o.s.frv.
14. bxc5 Rxc5 15. De2 Rxd3 16. Dxd3 Bc4 17. Dd2 Ba6 18. Re2 Rd5 19. Hb2
Ekki gekk 19. 0-0 vegna 19.... Bxe2 20. Dxe2 Rc3 og vinnur skiptamun.
19.... Bxe2! 20. Kxe2 Rc3+ 21. Kf1 Da5 22. g3 Dd5 23. Kg2
23.... g5!
Vinnur mann. Hvítur taldi sig kominn í skjól með kónginn en þessi leikur gerir út um þær vonir, 24. Bxg5 er svarað með 24.... Re4. Hörfi drottningin kemur 25.... Rxg5. Metras gafst því upp.
----------------------------
Skákþættur Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. október 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 10.10.2011 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Tvö íslensk lið tefla á EM skákfélaga

Margir frægir kappar taka þátt í þessu móti 62 liða. Bolvíkingar eru reiknaðir í 26. sæti en Hellismenn í 29. sæti.
Frammistaða íslensku liðanna er hvorki betri né verri en búast mátti við, töpin í 2. umferð þó óviðunandi og einnig sú staðreynd að þeir fjórir skákmenn sem tefldu í ólympíuliði Íslands í fyrra hafa eftir fjórar umferðir tapað fleiri skákum samanlagt en á öllu síðasta ólympíumóti. Stefán Kristjánsson sem teflir á 1. borði fyrir Bolvíkinga hefur verið að raða inn jafnteflum gegn stigaháum andstæðingum og bjartsýnismenn sjá fram á að hann nái 2.500 elo-stiga markinu sem hann þarf til að fá staðfestan stórmeistaratitil.
Skemmtilegasta skák okkar manna hingað til er án efa viðureign Björns Þorfinnssonar gegn Motylev í 2. umferð. Rússarnir í Tomsk 400 hafa sennilega klórað sér í kollinum yfir taflmennsku Björns í fyrstu umferð en þar var andstæðingur Björns svo vinsamlegur að sættast á jafntefli með unnið tafl. En í skákinni sem hér fer á eftir sannast hið forna rússneska máltæki, að það er hægt að kenna birni að dansa. Sporið sem Björn sté í 14. leik setti allt í bál og brand og Motylev fann enga lausn á vanda sínum.
EM taflfélaga 2011:
Björn Þorfinnsson - Alexander Motylev
Enskur leikur
1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6 10. Hb1 f6 11. d3 Rd4 12. Rxd4 exd4 13. Re4 Ba2
Traustara er 13.... Bd5 en Motylev hefur sennilega átt von á 14. Hb2 Bd5 og hrókurinn stendur ekki vel á b2.
Engu betra var 14.... Bxc5 15. bxc5 Bxb1 16. Db3+ ásamt 17. cxb6 og biskupinn á b1 fellur síðan.
15. Db3+ Kh8 16. Re6 Dd7 17. Rxf8 Hxf8 18. Bxb7 Da4?
Eftir þennan leik á svartur í miklum erfiðleikum en ekki gekk 18.... c6 vegna 19. Ba6 o.s.frv. Betra var hinsvegar 18.... Bxd3 19. exd4 c5 o.s.frv.
19. Dxb1 c6 20. Da2! Bxb4
20.... Hb8 er svarað með 21. Df7! t.d. 21.... Hxb7 22. De8+ og mátar.
21. De6 Bxa3 22. Bxc6 Db4 23. Be4! f5
Reynir að hrista upp stöðunni. Hann er engu bættari með 23.... Bxc1 24. Hxc1 o.s.frv.
24. Bxf5 Ra4 25. Bf4 Rc3 26. Be5
Hótar 27. Dh6.
26.... De7 27. Dxe7 Bxe7 28. Bg4 Bc5 29. Ha1
Eftir 29. e3! er svarta staðan vonlaus.
29.... h5!
Góður varnarleikur í tímahraki.
30. Bf3 He8 31. Bc7 He7 32. Bb8 Rxe2 33. Bxe2??
Hrikaleg fljótfærni í unninni stöðu. Eftir 33. Kg2 Bb6 (33.... g6 er svarað með 34. Ha5 Bb6 35. He5! og vinnur.) 34. Bxh5 er hvíta staðan léttunnin.
33.... Hxe2 34. Bxa7 Bxa7 35. Hxa7 Hd2 36. Ha3 Hd1+! 37. Kg2 Kh7 38. h3?
Enn var von og hér gat Björn leikið 38. h4, gefið f2-peðið og leikið hróknum til g5.
38.... g5! 39. Kf3 Hd2!
Svartur hefur teflt vörnina vel. Nú er engan vinning að finna lengur.
40. h4 g4+ 41. Kf4 Hxf2+ 42. Kg5 Hf3 43. Kxh5 Hxg3 44. Ha7+ Kg8 45. Kg6 Hf3 46. h5 g3 47. h6 Hf8 48. Hg7+
- og hér sættist Björn á skiptan hlut.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum 2. október 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 1.10.2011 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Keppnisharkan fleytti Judit Polgar áfram
André Danican Philidor (1726-1795) var einn þekktasti óperuhöfundur Frakka á sinni tíð og á gólfi þekktasta kaffihúss skáksögunnar, Café de la Regence í París, bar hann af öðrum skákmönnum. Eftir hann liggur mikið verk á sviði skákbókmennta og nafn hans tengist mörgum snjöllum endataflslausnum. Hagnýtt dæmi sem hann leysti er þegar upp kemur staða þar sem annar aðilinn hefur kóng, hrók og biskup gegn kóng og hrók. Tiltölulega einfalt er að verjast með hrókinn í næsta námunda við kónginn en stundum villast menn í hina svonefndu Philidor-stöðu". Þar liggur lausnin m.a. í dularfullum biskupsleik.
Á heimsbikarmóti FIDE sem stendur yfir þessa dagana í Khanty Manyisk í Síberíu hafa fjölmargir skákmenn sýnt frábæra takta. Þar eru fremst í flokki Vasilí Ivantsjúk og Judit Polgar. Hún hóf þátttöku sína með 2:0 sigri yfir lítt þekktum skákmanni en síðan lagði hún að velli Movsesian og Karjakin að velli. Í 4. umferð vandaðist málið, hún tapaði fyrri skákinni gegn Kúbverjanum Dominguez og varð að vinna þá seinni með svörtu. Eftir 95 leiki var Philidor-staðan" komin upp:
Dominguez - Polgar
Lausnarleikur Philidor.
97. Hg4 Hb5 98. Hg3 Bd3 99. Hg4 Hb1 100. Hg2 Hb3+ 101. Ka4 Hb5 102. Hg4 Hf5 103.Ka3 Hf1 104. Hg2 Hb1 105. Hh2 Bf5 106. Hg2 Bd3 107. Hh2 Bf1 108. Hf2
Eða 108. Ka2 Hb5 109. Ka1 He5 og engin vörn finnst við hótuninni 110. Ha5+ og 111.Bd3+ og mátar.
108. ... Bc4 109. Hf3 Bd3 110. Hf2 Hb3 111. Ka2 Hb6 112. Ka1 Hg6
og Dominguez gafst upp.
Til að útkljá þetta spennandi einvígi var fyrst gripið til at-skákar, 25 10. Enn jafnt 1:1. Aftur jafnt eftir hraðskákir 10 10. Í þeirri fyrri sleppti Judit gjörsamlega fram af sér beislinu og náði mátsókn. Hægt er að sanna að hún hafi verið með tapað tafl frá 21. - 27. leik en heppnin fylgir hörkunni.
Judit Polgar - Lenier Dominguez
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4
Ein hvassasta leiðin gegn Najdorf-afbrigðinu.
6. ... e6 7. O-O b5 8. Bb3 Be7 9. Df3 Db6 10. Be3 Db7 11. a3 O-O 12. Hae1 Bd7 13. g4 Rc6 14. g5 Re5 15. Dg2 Rh5 16. f4 Rc4 17. Bxc4 bxc4 18. f5 g6 19. Rce2 e5 20. f6 Bd8 21. Rf5!?
Þó þessi fórn standist ekki" þá kom varla nokkrum á óvart að hún skyldi grípa til hennar.
21. ... gxf5 22. Rc3 Kh8! 23. Dh3 Rf4
Á að duga til sigurs en einfaldara var 23. ... Rxf6! 24. gxf6 f4 og svartur vinnur.
24. Bxf4 exf4 25. Hxf4 Hg8 26. Hh4 Hxg5 27. Kf1 Bxf6??
Í 10 mínútna skák er erfitt að átta sig á muninum á þessum leik og 27. .. Kg8. Eftir 28. Hxh7 Bxf6 29. Rd5 Bg7! vinnur svartur.
28. Rd5 Dxb2?
Eftir 28. .. Bg7 getur hvítur leikið 29. Re7!
29. Hxh7 Kg8 30. Dh6!
Hér loks rann upp fyrir Dominguez að 30. ... Hg6 eða 30. ... Bg7 strandar á 31. Hh8+! Bxh8 32. Re7 mát!
30. ... Bd8 31. e5!
Línurof. Svartur er varnarlaus.
31. ... Hg1+ 32. Kxg1 Dd4+ 33. Kf1
- og Dominguez gafst upp.
Eftir að Dominguez jafnaði metin var gripið til tveggja hraðskáka, 5 3. Fyrst jafntefli og svo vann Judit og samanlagt því
4 ½ : 3 ½. Magnað einvígi. Eftir standa átta skákmenn af 128 sem hófu keppni: Ivantsjúk, Grischuk, Svidler, Ponomariov, Gashimov, Radjavov, Navara og Judit Polgar.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum 11. september 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 17.9.2011 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Darraðadans á afmælismóti Hellis
Meistaramót Hellis sem nú stendur yfir ber uppá 20 ára afmæli félagsins. Stofnendur þess Gunnar Björnsson og Andri Áss Grétarsson, höfðu verið miklir stólpar í félagsstarfi Taflfélags Reykjavíkur en gert lítilsháttar ágreining vegna byggingar félagsheimilis TR í Faxafeni. Á haustmánuðum 1991 hófst starfssemi Hellis og verður ekki annað sagt en að vel hafi gengið enda margir stofnfélaga sérstaklega ræktarsamir við félagið.
Á meistaramótinu í ár teflir sigurvegari síðasta árs, Hjörvar Steinn Grétarsson, og einnig sjöfaldur meistari Hellis, Björn Þorfinnsson. Þessir tveir eru stigahæstir og jafnir í efsta sæti en ýmsir kunnir meistarar sækja fast að:
1.-2. Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Þorfinnsson 5 v. (af 5) 3.-7. Páll Sigurðsson, Guðmundur Kjartansson, Bragi Halldórsson, Þorvarður Ólafsson, Einar Hjalti Jensson. 8.-10. Nökkvi Sverrisson, Oliver Jóhannesson og Unnar Þór Bachman 3½ v.
Hjörvar Steinn og Björn mætast í úrslitaskák mótsins í sjöttu umferð sem fram fer nk. mánudagskvöld.
Fyrir mótið var Guðmundur Kjartansson allt eins líklegur til að hreppa efsta sætið og í skák hans við Björn Þorfinnsson, sem hér fer á eftir, var hann með unnið tafl lengst af. Alltaf annað veifið virðist Björn Þorfinnsson finna þörf hjá sér til að ramba fram á ystu brún hengiflugsins og er hér komið rakið dæmi. Hann lét ófriðlega strax í 3. leik og hleypti svo öllu í bál og brand með fullkomlega óábyrgum 10. leik. En þegar Guðmundur virtist vera að innbyrða vinninginn uggði hann ekki að sér. Með aðferðum í ætt við sjónhverfingar náði Björn að snúa taflinu við og ná mátsókn í endatafli:
Meistaramót Hellis 2011, 4. umferð:
Guðmundur Kjartansson - Björn Þorfinnsson
Kóngspeðsleikur
1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 f5 4. exf5 Rf6 5. Rf3 d5 6. d4 exd4 7. Rxd4 De7 8. Be3 Rxd4 9. Dxd4 c5 10. Df4 g5??!
Engin þörf var á þessum fífldjarfa leik því svartur heldur vel í horfinu með 10. ... d4.
11. fxg6 hxg6 12. Bb5+ Kd8 13. Rxd5!
Svartur er glataður eftir þennan leik, 13. O-O-O vinnur einnig.
13. ... Rxd5 14. O-O-O Hh5 15. Bc4 Be6 16. Bxd5 Bxd5 17. c4 Bh6 18. Df3?
Of mikil tilslökun. 18. Hxd5+! Hxd5 19. Dxh6 He5 20. Hd1+ Kc8 21. Dxg6 vinnur létt.
18. ... Kc7 19. cxd5 Hf8 20. d6 Dxd6 21. Hxd6
Og hér var einfaldara að leika fyrst 21. Dxb7+! og síðan 22. Hxd6.
21. ... Hxf3 22. Hxg6 Bxe3 23. fxe3 Hf2 24. h4 He5 25. He1
Í svona stöðum er yfirleitt gott að ná uppskiptum á einu hrókapari. Öruggast var því 25. Hg5 Hxg5 26. hxg5 Hf3 27. g4 Hg3 28. Hh4 og hvítur á að vinna.
25. ... He4 26. Kb1 c4 27. h5 c3!? 28. b3??
Hrikalegur afleikur. Eftir 28. Hc1! Hxb2+ 29. Ka1 vinnur hvítur án vandkvæða.
28. ... Hb2+ 29. Ka1 Hh2! 30. Hc1 Hxe3 31. g4 b5!? 32. b4 a5 33. bxa5
- sjá stöðumynd -
Nú má hvítur passa sig því kóngsstaðan er orðin afar viðkvæm.
34. Hf1 Hf3! 35. Hd1
Eina vörnin fólst í 35. Hg7+ og þá ætti hvítur að ná jafntefli. En það er erfitt að sjá hugmyndina sem kemur upp eftir t.d. 35. ... Kc6 36. Hg6+ Kc5 37. Hg5+! og eftir 37. ... Kc4 kemur 38. Hgf5! o.s.frv.
35. ... Hff2!
Svartur er kominn með mátsókn!
36. Hg7+ Kc6 37. Hg6+ Kc5 38. Hg5+ Kc4!
Óvænt endalok. Hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
-------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum 4. september 2011.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 3.9.2011 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar