Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
28.9.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Shirov orđinn leiđur á landanum
Í 2. umferđ Evrópumóts taflfélaga í Bilbao á Spáni ţar sem skákfélagiđ Huginn sendir býsna sterka sveit til leiks gerđist ţađ sem lettneski stórmeistarinn Alexei Shirov gat ađeins hafa séđ fyrir í sínum verstu martröđum - hann tapađi fyrir íslenskum skákmanni í annađ sinn á stuttum tíma. Haustiđ 2011 tókst Hjörvari Steini Grétarssyni ađ leggja kappann á 2. borđi í viđureign Íslands og Spánar á Evrópumóti landsliđa í Porto Carras í Grikklandi. Einar Hjalti Jensson sem teflir á 4. borđi fyrir Hugin er ekki neins hátt skrifađur og Hjörvar á sínum tíma en hefur engu ađ síđur náđ góđum árangri viđ skákborđiđ undanfarin ár. Hann er sterkur frćđilega og hefur getiđ sér gott orđ fyrir ađ ađstođa menn viđ krefjandi verkefni. Ţröstur Ţórhallsson sem teflir á 3. borđi fyrir Hugin ţakkađi Einari alveg sérstaklega fyrir hjálpina viđ Íslandsmótiđ 2012.
Og Shirov er enginn aukvisi á skáksviđinu ţó ađ hann tefli á 4. borđi fyrir rússnesku sveitina Malakhite sem hefur innan sinna rađa kappa á borđ viđ Grischuk, Karjakin og Leko. Shirov sá aldrei til sólar í viđureigninni sem hér fylgir. Hann hefur kannski reiknađ međ ađ Einar Hjalti yrđi auđveld bráđ, hirti ekki um varnir sínar á drottningarvćng, en eftir ađ Einar náđi frumkvćđinu sleppti hann aldrei takinu og vann sannfćrandi sigur:
EM 2014; 2. umferđ:
Einar Hjalti Jensson - Alexei Shirov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+
Afbrigđi sem kennt er viđ Rossolimo. Einar Hjalti hefur ekki hug á ađ ţrćđa refilstigu opnu Sikileyjarvarnarinnar međ 3. d4.
3. ... Rc6 4. Rc3
Annar sjaldséđur leikur, 4. O-O eđa 4. c3 er mun algengari.
4. ... e5 5. d3 Rf6 6. h3 Be7 7. O-O O-O 8. Bc4 Be6 9. Bg5 Rd7 10. Bxe7 Dxe7 11. Rd5 Bxd5 12. Bxd5 Rb6 13. c3 Rxd5 14. exd5 Rb8 15. Db3 b6
Ţessi leikur er ekki slćmur einn sér en sennilega hefur Shirov óskađ sér ţess síđar ađ geta tekiđ hann aftur. Veikleikinn sem myndast á c6-reitnum á eftir ađ reynast afdrifaríkur. Hann gat leikiđ 15. ... Rd7 en verđur ţá sennilega ađ sćtta sig viđ jafntefli međ ţráleik: 16. Dxb7 Hab8 17. Dxa7 Ha8 18. Db7 Hfb8 19. Dc6 Hc8 20. Db7 Hcb8 o.s.frv.
16. Hae1 Rd7 17. Rd2 f5 18. f4 Df6?
Svartur virđist ekki hafa miklar áhyggjur af áđurnefndum veikleika á c6 ella hefđi hann leikiđ Hac8 og haft hrókinn á c7.
19. Da4 Hf7 20. Rc4!
Skyndilega er svarta stađan allt ađ ţví óverjandi vegna hótunarinnar 21. Dc6.
20. ... Hd8 21. Dc6 exf4
Shirov hefur áreiđanlega vonast eftir 22 Rxd6?? sem hćgt er ađ svara međ 22. ... Rb8! t.d. 23. He8+ Hf8 24. Hxf8+ Kxf8 og vinnur mann. En Einar finnur öflugan leik.
22. He6! Dg5 23. Rxd6 Hff8 24. Rc4
Víkur fyrir d-peđinu. Einar gefur engin fćri á sér.
24. ... Dg3 25. Hf3 Dh4 26. d6 Rf6 27. He7 Hc8 28. Db7 Hb8 29. Dxa7 b5 30. Re5 Ha8 31. Db7 Hxa2 32. Hxg7+
Ţađ er ekki fyrr en nú sem hvítur hirđir g7-peđiđ. Takiđ eftir ađ hrókurinn á g7 valdar g2- peđiđ og ţ.a.l. kóngsstöđuna.
32. ... Kh8 33. Hf1 Dh5 34. De7 Haa8 35. Hf7 Hxf7 36. Rxf7+ Kg8 37. Dxf6 Dxf7 38. Dg5+ Dg6 39. De7 He8 40. Dc7 He2
Svartur virđist vera ađ fá eitthvert mótspil en Einar er fljótur ađ bćgja hćttunni frá.
41. Dc8+ Kg7 42. Db7+ Kh6 43. Df3! Hd2 44. d7 Dg5 45. Dd5 f3 46. Dxf3 b4 47. h4!
- Góđur lokahnykkur. Ef nú 47. ... Dxh4 ţá kemur 48. De3+ o.s.frv.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 20. september 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 21.9.2014 kl. 12:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Caruana og Vancura-stađan

1. Caruana 8 ˝ v. (af 10) 2. Magnús Carlsen 5 ˝ v. 3. Topalov 5 v. 4. - 5. Aronjan og Vachier-Lagrave 4 v. 6. Nakamura 3 v.
Caruana gerđi jafntefli í ţrem síđustu skákum sínum en sigur hans hefđi getađ orđiđ enn stćrri; hann var nálćgt ţví ađ leggja Magnús í 8. umferđ og átti unniđ tafl gegn Nakamura í 9. umferđ:
Caruana- Nakamura
Ítalinn lék nú 40. Bf2 og eftir 40. ... Re7+ 41. Ke4 Ha4 náđi Nakamura jafntefli međ miklu harđfylgi. Vinningleiđin er einföld:
40. Hxg6+! hxg6 41. e6. Eftir 41. ... Kh7 42. g6+ Kg7 43. Bf6+ Kh6 44. Be5 er svartur varnarlaus, m.a. gagnvart hótuninni 45. Kf6 og 46. Kf7.
Í ţessari sömu umferđ kom fyrir ţekkt jafnteflisleiđ sem einn af gömlu meisturunum" hafđi bent á. Ţetta var í viđureign Magnúsar Carlsen og Aronjan. En fyrst smá forleikur: Í 8-landa keppninni í Ósló 1983 vakti Guđmundur Sigurjónsson athygli mína á ţessari stöđu:
Sjá stöđumynd 2
Heim - Borik
V-Ţjóđverjinn Borik tapađi ţessu tafli međ svörtu fyrir Norđmanninum. Hann gat ekki fundiđ ađra leiđ en ţá ađ leika hróknum eftir a-línunni og vonast eftir ţví ađ hvítur léki peđi sínu til a7. En jafnteflisleiđin er einföld:
49. ... Hg4+ 50. Kf2 Hf4+ 51. Ke3 Hf6! Um leiđ og hvíti kóngurinn valdar a6-peđiđ skákar svartur látlaust eftir f-línunni og heldur jöfnu.
Carlsen- Aronjan
Endatöfl međ kantpeđ lúta sínum sérstöku lögmálum. Magnús hefđi getađ komiđ í veg fyrir ţá jafnteflisleiđ sem Aronjan fann. Ţessi stađa er örlítiđ flóknari en sú ađ ofan en í grunninn eins; peđin á h-línunni skipta ekki neinu sérstöku máli, svartur verđur einungis ađ gćta ţess ađ eyđa ekki tíma í ađ eltast viđ ţau. Aronjan ţekkti Vancura-stöđuna" og lék:
47. ... Hb5! 48. Kxc3 Hf5!
Ţađ ruglađi ýmsa ţá sem fylgdust međ ţessari skák ađ tölvuforritin mátu stöđuna á ţann veg ađ hvítur stćđi til vinnings. Magnús tefldi fram í 84. leik áđur en hann sćttist á jafntefli. Fyrstu leikirnir gefa vísbendingu um jafnteflisleiđina: 49. Ha8 Hb5 50. Kc4 Hf5 51. Kb4 Hf4+! 52. Kc5 Hf5+ 53. Kd4 Hb5 - og aftur hófst sama hringekjan. Ađ lokum stóđu kóngarnir tveir einir eftir á borđinu.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 13. september 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 16.9.2014 kl. 14:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Einstćđ sigurganga Fabiano Caruana

Ef taka á önnur dćmi úr skáksögunni ber ađ rifja upp Linares-mótiđ 1994 ţegar Anatolí Karpov vann sex fyrstu skákir sínar og ţessi sigurganga leiđir einnig hugann ađ ýmsum 100% afrekum Bobby Fischers í mótum og einvígjum og geta má ţess ađ Viktor Kortsnoj vann átta fyrstu skákir sínar í Wijk aan Zee 1968. Ţađ mót nálgast ekki ţá styrkleikagráđu sem um rćđir í Saint Louis.
Ekki er nema von ađ andstćđingar Ítalans: heimsmeistarinn Magnús Carlsen, Levon Aronjan, Venselin Topalov, Vachier-Lagrave og Hikaru Nakamura hafi virst ráđvilltir á svip ţar sem ţeir sátu viđ tafliđ í hinni hátimbruđu frćgđarhöll skákarinnar í Saint Louis. Hún stendur ekki langt frá Mississippi-fljótinu sem ekki hefur náđ ađ hrífa međ sér ţau vandamál sem Magnús Carlsen stendur frammi fyrir ţessa dagana varđandi heimsmeistaraeinvígiđ viđ Anand sem sett hefur veriđ á 7. nóvember nk. FIDE gaf Magnúsi viku frest til viđbótar til ađ ákveđa sig en ađstandendur Magnúsar hafa ekkert gefiđ upp um lyktir ţessa máls.
Hvađ varđar sigurvegarann í Saint Louis liggur fyrir ađ bókstaflega allt hefur falliđ međ honum en ţví verđur ekki á móti mćlt ađ sigrar hans hafa veriđ sannfćrandi og áreynslulausir. Hann mćtir Nakamura og Aronjan í lokaumferđunum en mótinu lykur á morgun, sunnudag:
Saint Louis; 6. umferđ:
Fabiano Caruana - Venselin Topalov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. 0-0 Rf6 9. He1 Be7 10. e5 Rd7 11. Dg4 Kf8 12. Ra4!
Svartur gat ekki hrókađ stutt vegna leik 12. Bh6 o.s.frv. En til viđbótar viđ áćtlanir um kóngssókn nćr hvítur líka ađ ţenja út áhrifasvćđi sitt á drottningarvćng.
12.... Da5 13. He2 h5 14. Df4 g5 15. Bd2 Dc7 16. Dg3 h4 17. Dg4 Hg8?
Eftir ţennan leik ver ađ halla undan fćri hjá Topalov. Ekki gekk 17.... Rxe5 vegna 18. Hxe5! Dxe5 19. Bc3. Hann gat hinsvegar leikiđ leikiđ 17.... h3! og á ţá ágćtis fćri ţar sem eftir 18. g3 má nú svara 18. ... Rxe5 ţar sem 19. Hxe5 Dxe5 20. Bc3 strandar á 20.... d4! t.d. 21. Bxd4 Dd5 sem hótar máti á g2.
18. Hae1 c5 19. c4 dxc4 20. Bxc4 Bb7 21. h3 Hd8 22. Bc3 Rb8 23. He3 Rc6?
Ţađ er eins og Caruana hafi beđiđ eftir ţessum slaka leik. Hann varđ ađ reyna 23.... Bd5.
Leikurinn 25.... Kg7 sem Topalov virđist hafa stólađ dugar skammt, hvítur vinnur skjótlega međ 26. Dh5! Hdf8 27. Hf6! o.s.frv.
26. Dxe6 Hg7 27. Dh6 Rd4 28. e6!
Annar magnađur leikur, peđiđ heldur svarta kónginum í herkví.
28.... Rxf3 29. gxf3 Bf8 30. Dh5+ Ke7 31. Bxg7
- og Topalov gafst upp. Eftir 31.... Bxg7 kemur 32. Df7+ Ld6 33. e7! og vinnur létt.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 6. september 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 8.9.2014 kl. 16:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraeinvígi í uppnámi
Aftur ađ hinni skáklegu hnignun Rússanna. Hafi ţeir einhvern tíma gert sér vonir um ađ Kramnik myndi ná ađ leysa Kasparov af hólmi sem leiđtogi innan liđsins hafa ţćr vonir algerlega brugđist. Kramnik, sem tefldi á 1. borđi, tapađi tveimur skákum í Tromsö og báđum á fremur niđurlćgjandi hátt. Í sögulegu samhengi má rifja upp ţá stađreynd ađ fyrstaborđsmađur Sovétmanna tapađi yfirleitt ekki skák á ólympíumóti og fyrir kom ađ liđiđ ţeirra tapađi ekki einni einustu skák á ţeim vettvangi. FIDE-heimsmeistarinn frá 2004 leikur Kramnik grátt í 6. umferđ:
Rustam Kazimdzanov - Vladimir Kramnik
Drottningarbragđ
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Rbd7 5. Bf4 dxc4 6. e3 Bd6
Linkulegur leikur. Hvassara er 6.... Rd5 sbr. skák Portisch og Roberts Byrnes frá millisvćđamótinu í Biel 1976.
7. Bxd6 cxd6 8. Bxc4 a6 9. a4 d5 10. Bd3 b6 11. 0-0 0-0 12. Db3 De7 13. Hac1 Bb7 14. Hc2 Hfc8 15. Hfc1 Dd6 16. Re5!
Snarplega leikiđ og svartur gerir best í ţví ađ láta riddarann standa á e5.
16.... Rxe5 17. dxe5 Dxe5 18. Dxb6 Hcb8 19. Re2 Rd7 20. Dd4 Dd6 21. f4 e5 22. fxe5 Rxe5 23. Df4 De7?
Tapleikurinn. Hann gat jafnađ tafliđ međ 23.... Hc8 en varla áttađ sig á ađ eftir 24. Df5 kemur 24.... g6! 25. Hxc8+ Bxc8 26. Hxc8+ Kg7! og má ţá vel viđ una.
24. Hc7! De8 25. Bf5 Rc4 26. Bd7 Df8
26.... Dxe3 stođar lítt: 27. Dxe3 Rxe3 28. Rd4! og vinnur.
27. b3 Rb6 28. Bf5 d4
Reynir ađ losa um sig en nú kemur ţrumuleikur.
Eđa 29.... Dxf7 30. Bxh7+ Kf8 31. Dd6+ De7 32. Hf1+ o.s.frv.
30. Bxh7+
- og Kramnik gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 30.... Ke7 31. De5+ Kd8 32. Dc7+ Ke8 33. Bg6+ og mát í nćsta leik.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 30. ágúst 2014.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 1.9.2014 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Kínverjar ólympíumeistarar í fyrsta sinn
Kínverjar hlutu 19 stig og 31˝ vinning. Í 2. sćti komu Ungverjar og Indverjar náđu 3. sćti. Bćđi liđin hlut 17 stig. Íslenska liđiđ í opna flokknum hafnađi í 39. sćti en stórt tap í síđustu umferđ fyrir Egyptum setti okkur niđur um 12 sćti. Frammistađa liđsins var ţrátt fyrir allt nokkuđ góđ en lokaúrslitin vissulega vonbrigđi.
Íslenska kvennaliđiđ hafnađi í 55. sćti í sínum flokki og er sveitin á svipuđum slóđum og í Istanbul fyrir tveimur árum. Í kvennaflokknum sigruđu Rússar örugglega.
Ţađ bar til tíđinda rétt áđur en lokaumferđin hófst ađ Judit Polgar lýsti ţví yfir ađ hún vćri hćtt taflmennsku. Ţá féll ţađ í grýttan jarđveg hjá mörgum er heimsmeistarinn Magnús Carlsen yfirgaf Tromsö og hélt heim á leiđ eftir tap í 10. umferđ.
Viđ höfum náđ ađ rifja ţađ upp hérna í Tromsö, greinarhöfundur og Jón L. Árnason, liđsstjóri Íslands í opna flokknum, ađ nú eru 36 ár síđan viđ tefldum fyrst saman á Ólympíumóti - í Argentínu 1978. Ţeir eru teljandi á fingrum annarrar handar skákmennirnir hér sem sátu ađ tafli í stúkunni á Leikvangi minnisvarđanna" í Buenos Aires ţá en ţar hafđi fyrr um áriđ fariđ fram úrslitaleikur HM í knattspyrnu. Sumir ţessara eru liđsstjórar nú, t.d. Zoltan Ribli og Ulf Anderson og svo auđvitađ Jón L. Manngangurinn hefur svo sem ekkert breyst en samt finnst okkur eins og skáklistin nái alltaf ađ endurnýja sig. Ţađ sem breytist hinsvegar ekki er ađ menn eru alltaf ađ leika af sér. Hér hafa gengiđ um gólf nćr allir bestu skákmenn og hrist fram úr erminni afleiki eins og enginn vćri morgundagurinn. Dćmi:
Ol, Tromsö, 5. umferđ:
Perunovic - Radjabov
Radjabov er einn besti skákmađur Azera. Á ferlinum hefur hann unniđ Kasparov og hefur lengi veriđ talinn heimsmeistaraefni. En í ţessari stöđu lék hann ...
( Ţessi leikur er svo slakur ađ undrum sćtir. Hvítur getur leikiđ 23. Dxf7+ Kxf7 24. Rxe5 og 25. Rxc6 međ auđunninni stöđu. Annar sterkur leikur er 23. Rxe5 og jafnvel 23. Rh8. Serbinn Perunovic valdi hinsvegar öruggasta leikinn
23. Rxe7+ Hexe7 24. Dxc5
Og međ manni yfir vann hann létt í 32. leikjum.
Íslenska liđiđ í opna flokknum hefur ekki alltaf veriđ ađ finna bestu leikina eins og dćmin sann. Viđ hefđum unniđ Tyrki í nćstsíđustu umferđ ef Hjörvar Steinn hefđi hitt á rétta leikinn í ţessari stöđu:
10. umferđ:
Esen - Hjörvar
Hjörvar hafi réttilega fórnađ skiptamun og sá fram á ađ fá tvö peđ og gott spil. Esen lék síđast 24. Hc1-c2 en 24. h3 var nauđsynlegt. Hjörvar lék lék nú...
Sjáir ţú góđan leik sittu ţá ađeins lengur á höndunum. Ţađ er kannski einhver betri í bođi," sagđi Ingvar Ásmundsson stundum. Svartur átti 24. ... Dxe5! Og hvítur gćti gefist upp, t.d. 25. Hec1 Dxh2+ 26. Kf1 Dh1+ 27. Ke2 He8+ 28. Kd3 Re5+29. Kd2 Dh4 og vinnur létt.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 16. ágúst 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 17.8.2014 kl. 16:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarataktar í Tromsö
Kvennasveitin hefur hlotiđ 11 ˝ vinning úr skákum sem er nokkuđ eftir bókinni. Sjö ţjóđir eru međ 9 stig en í efsta sćti á stigum er sveit Aserbaídsjan. Í kvennaflokknum leiđa Kínverjar međ 10 stig.
Norska sjónvarpiđ hefur veriđ međ beinar útsendingar alla keppnisdagana og beinist athyglin mest ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Honum hefur veriđ fylgt hvert fótmál eftir sigurinn í heimsmeistaraeinvíginu sl. haust og skákir hans frá ýmsum mótum sem hann hefur tekiđ ţátt í eftir Indlandseinvígiđ oft í beinni á norsku sjónvarpsstöđvunum. Ungur landi hans, Frode Urkedal, sem teflir fyrir Noreg 2, stal ţó senunni er hann lagđi Vasilí Ivantsjúk ađ velli í 2. umferđ. Tapiđ virđist hafa slegiđ Ivantsjúk út af laginu en hann tapađi aftur í fimmtu umferđ og er nú vart mönnum sinnandi.
Opni flokkurinn er fyrir bćđi kynin en ađeins fjórar konur tefla á ţeim vettvangi. Judit Polgar er ađ venju farsćl og hefur unniđ allar skákir sínar hingađ til fyrir ungversku sveitina.
Ađstćđur eru ađ mörgu leyti góđar í Tromsö og flestir virđast vera búnir ađ gleyma ţeirri óvissu sem ríkti áđur en mótiđ hófst. Öryggisgćsla er afar ströng.
Aftur ađ Magnús Carlsen. Eftir dauft jafntefli i fyrstu umferđ gegn Finnanum Tomi Nyback vann hann nćstu skák án ţess ađ sýna mikiđ en í fjórđu umferđ komu loks heimsmeistaratilţrif. Pólverjinn Wojtaszek er geysiöflugur skákmađur og er vel heima í flóknum byrjanaafbrigđum. En eins og stundum áđur vék Magnús frá alfaraleiđum, fór í smiđju til Spasskí ţegar hann valdi lokađa afbrigđiđ gegn Sikileyjarvörn og vann međ tilţrifum:
Magnús Carlsen - Radoslaw Wojtaszek
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. d3 Bg7 6. Be3
Spasskí tefldi lokađa afbrigđiđ yfirleitt međ ţví ađ leika 6. f4 strax.
6. ... e5 7. Rh3 Rge7 8. f4 Rd4 9. O-O O-O 10. Dd2 Bd7 11. Rd1 Dc8 12. Rdf2!?
Fram ađ ţessu hefur ţetta allt veriđ eftir bókinni en ţessi leikur er óvenjulegur.
12. ... Rdc6 13. c3 b5 14. fxe5 Rxe5 15. Bh6 R7c6 16. Bxg7 Kxg7 17. Rf4 Dd8 18. Had1 Hc8 19. De2!
Eftir rólega byrjun ţar sem leikir svörtu drottningarinnar hafa kannski orkađ tvímćlis finnur Magnús góđa áćtlun. Bein hótun er nú 20. d4.
19. ... h5 20. d4 cxd4 21. cxd4 Rg4 22. h3 Rxf2 23. Dxf2 Re7 24. Hd3!
Beinir spjótum ađ f7-peđinu.
24. ... b4 25. Hf3 De8?
Slakur varnarleikur. Hann gat haldiđ í horfinu međ 25. ... Kg8.
26. g4!?
Blćs til sóknar. Annar góđur leikur var 26. d5!
26. ... hxg4 27. hxg4 Bb5 28. He1 Dd8 29. g5! Db6 30. Bh3 Hcd8
Bćtir biskupinum í sóknina.
31. ... Be8 32. Rd5 Rxd5 33. Bxd5
og Pólverjinn gafst upp. Ađalhótun svarts er 34. Hh3 og 35. Df6+. Svartur á engan nothćfan leik, t.d. 33. ... De7 34. Hh4 f6 35. Hh7+! Kxh7 36. Dh4+ og 37. Dh6 mát. Glćsileg skák tefld í sönnum heimsmeistarastíl.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 9. ágúst 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 13.8.2014 kl. 18:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíuskákmótiđ í Tromsö hefst í dag

Íslendingar tóku fyrst ţátt í Ólympíuskákmótinu í Hamborg áriđ áriđ og í ár eru 75 ár síđan Íslendingar unnu Copa Argentina, b-riđilinn á Ólympíumótinu í Buenos Aires. Jón Guđmundsson vann ellefu skákir í röđ, ţar af allar skákir sínar í úrslitakeppninni, tíu talsins.
Úrslit allra Ólympíumótanna og skákir má finna á frábćrum vef olimpbase.com. Á vefnum kemur í ljós ađ einungis 26 ţjóđir tóku ţátt í mótinu í Argentínu en Englendingar drógu liđ sitt úr mótinu í miđjum klíđum ţegar heimsstyrjöldin síđari braust út 1. september 1939. Liđsmenn ţýsk-austurríska liđsins sem vann keppnina urđu allir eftir í Argentínu.
Fyrir nokkru var kerfi Ólympíumótanna breytt ţannig ađ nú skiptir vinningatalan minna máli, en í ţessu ellefu umferđa kapphlaupi skipta úrslit einstakra viđureigna höfuđmáli, 2 stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Skiptar skođanir er um ágćti ţessa fyrirkomulags. Vinningarnir gilda ađ einhverju leyti verđi ţjóđir jafnar ađ stigum en afar lítill munur er oft á stigum efstu ţjóđa sem sést vel á úrslitum opna flokksins á síđasta Ólympíumóti ţar sem Armenar fengu 19 stig eins og Rússar en afar flókiđ kerfi setti Armena í 1. sćti. Bandaríkjamenn lentu í 5. sćti međ 17 stig og fleiri vinninga en Kína sem varđ í 4. sćti. Ísland hlaut 13 stig og fékk fleiri vinninga en flestar ţjóđirnar í 34.-51. sćti. Á fjórum síđustu Ólympíumótum hafa Armenar unniđ ólympíugull ţrisvar. Ţeir tefla fram einum besta skákmanni heims á 1. borđi, Levon Aronjan, en sú er ekki eina ástćđan fyrir velgengni ţeirra heldur fyrst og fremst frábćr liđsandi. Skákmađur sem fáir ţekkja, Gabriel Sargissjan, heldur sveitinni oft á floti međ miklum baráttukrafti.
Tilkynnt hefur veriđ um skipan liđa á Ólympíumótinu í Tromsö en Vladimir Kramnik er á 1. borđi fyrir Rússa sem eiga sterkustu sveit mótsins hvađ stig varđar, Moissenko teflir á 1. borđi fyrir Úkraínu en ţar er Ivantsjúk á 3. borđi og Ponomariov á 2. borđi, Frakkar tefla fram Vachier-Lagrave á 1. borđi, Nakamura er á 1. borđi Bandaríkjamanna, í ungverska liđinu er Zoltan Almasi á 1. borđi en Leko og Judit Polgar á ţriđja og fjórđa borđi.
Í ađdraganda ţessa móts hafa ţeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson lokiđ ţátttöku á alţjóđlegum mótum. Hannes tefldi í efsta flokki skákhátíđarinnar í Pardubice í Tékklandi, hlaut 6 ˝ vinning af 9 mögulegum og varđ í 5.-15. sćti. Stóru tíđindin frá Pardubice í ţví móti voru frammistađa brćđranna Björns Hólm og Bárđar Arnar Birkissona en sá fyrrnefndi gerđi sér lítiđ fyrir og vann B-flokkinn, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum og Bárđur kom í humátt á eftir, hlaut 7 ˝ vinning og varđ í 2.- 4. sćti.
Hjörvar Steinn Grétarsson var á svipuđu róli og Hannes á alţjóđlegu móti í Andorra. Hann hlaut 7 vinninga af níu mögulegum og varđ í 2.-6. sćti en sigurvegari var Julia Granda frá Perú sem mun tefla á nćsta Reykjavíkurskákmóti.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 2. ágúst 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 3.8.2014 kl. 09:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Liđtćkur liđsstjóri

Skáklistin verđur vonandi í ađalhlutverki. Ţeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson sem skipa 1. og 2. borđ íslensku sveitarinnar í Tromsö hafa veriđ ađ undirbúa sig međ taflmennsku á mótum í Andorra og Tékklandi. Eftir fimm umferđir í Andorra hefur Hjörvar Steinn hlotiđ 4 ˝ vinning og er í toppbaráttunni. Hannes Hlífar er međal keppenda á opna tékkneska meistaramótinu í Pardubice og er međ 4 vinninga af 6 mögulegum. Systkinin Björn Hólm, Bárđur Örn og Freyja Birkisdóttir gerđu sér einnig ferđ til Tékklands og tefla í neđri styrkeikaflokki og hafa stađiđ sig frábćrlega vel, Björn og Bárđur voru báđir međ 5 vinninga af sex mögulegum.
Athyglin ađ íslenska liđinu sem teflir á Ólympíumótinu hefur ekki síst beinst ađ liđsstjóranum Jóni L. Árnasyni sem fékk bođ um starfiđ sl. vor og sló til. Hann var síđast liđsmađur Íslands á Ólympíumótinu í Moskvu fyrir 20 árum og hafđi ţá teflt á níu Ólympíumótum ţví ađ hann kom fyrst í liđiđ í Buenos Aires áriđ 1978.
Jón var alltaf góđur liđsmađur og vann marga mikilvćga sigra og í baráttu sem viđ háđum reglulega viđ Sovétríkin hélt hann alltaf sínum hlut. Sennilega hafa Englendingar hugsađ honum ţegjandi ţörfina ţegar hann lagđi međ tilţrifum John Nunn og síđan Michael Adams á mótunum 1990 og ´92. Jón var ekki búinn ađ gleyma óförunum í Dubai 1986. Ţar náđi hann reyndar ađ jafna gamla reikninga viđ eitt mesta efni sem komiđ hafđi fram í Indónesíu. Ekki er úr vegi ađ virđa fyrir sér takta liđsstjórans frá ţví móti:
OL í Dubai 1986:
Jón L. Árnason - Utut Adianto (Indónesíu)
Caro - Kann
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. f4
Sjaldséđ afbrigđi en gott til síns brúks.
7.... e6 8. Rf3 Bd6
Lítil reynsla var komin á leiđ Jóns ţegar skákin var tefld en 8.... Rd7 virđist traustara.
9. Re5 Bxe5 10. fxe5 Re7 11. h5 Bh7 12. c3 c5 13. Dg4 Hg8 14. Bc4 cxd4 15. O-O!
Teflt í gömlum og góđum gambít-stíl. Svartur ţarf nú ađ reikna međ hótuninni -Hxf7.
15. ... Dc7 16. b3! dxc3 17. Ba3 Rbc6
Houdini" leggur til 17.... c2 og telur ađ svartur geti haldiđ í horfinu. En nú kemur fórn sem Jón hafđi undirbúiđ svo vel.
18. Hxf7! Dxe5
Eđa 18.... Kxf7 19. Dxe6+ Ke8 20. Df7+ Kd8 21. Hd1+ Kc8 22. De6+ Kb8 23. Hd7 og vinnur.
19. Bxe6 c2 20. Haf1 Bd3 21. Bd7+ Kd8 22. Bxc6!
- og Adianto gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 26. júlí 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 27.7.2014 kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Slagkrafturinn skiptir höfuđmáli

Caruana - Ponomariov
Stađan kom upp á stórmótinu í Dortmund. Ţar hefur Caruana örugga forystu ađ loknum fimm umferđum. Úkraínumađurinn Ponomarinv var búinn ađ berjast viđ ađ halda jafnvćgi alla skákina en ţá kom "rothöggiđ":
39. He7!! Dxe7 40. Ba6! Kxa6 41. Da8 mát.
Til eru ţeir sem setja samasemmerki milli ţankagangs skákmanna og ţeirra sem velja sér ţađ hlutskipti ađ berjast í hnefaleikahringnum. Í Bardaganum" eftir Norman Mailer, bók sem fjallar um ţungavigtarbardaga Mohammeds Ali og Georges Foremans í Zaire í Afríku haustiđ 1974, víkur höfundur ađ einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Í áttundu lotu kom Ali úr köđlunum og veitti Foreman rothöggiđ frćga; af fagurfrćđilegum" ástćđum hreyfđi hann ekkert viđ mótherjanum ţegar hann féll í gólfiđ, en ţannig lýsti Norman Mailer lokasekúndubrotum bardagans. Sérfrćđingar á borđ viđ Ómar Ragnarsson hafa haldiđ ţví fram ađ á ţví augnabliki bardagans hafi rotarinn" Foreman í raun og veru stađiđ á brauđfótum en ţađ fór sennilega framhjá meginţorra áhorfenda.
Skákleg rothögg" komu fyrir vissulega fyrir í einvígi Spasskís og Fischers:
5. einvígisskák:
Spasskí - Fischer
Spasskí hafđi ekki teflt byrjunina vel og frumvćđiđ var greinlega hjá Fischer. Í 27. leik hörfađi Spasskí međ drottninguna, 27. Dd3-c2, en nauđsynlegt var ađ leika henni til b1. Svariđ kom á svipstundu:
- og Spasskí lagđi niđur vopnin. Eftir 28. Dxa4 Dxe4 hótar svartur máti á e1 og g2. Fischer jafnađi metin í einvíginu međ ţessum sigri en afleikur á borđ viđ 27. Dc2 hafđi ekki sést í skákum Spasskís í einvígjum og sjálfstraustiđ beiđ hnekki.
Heimsmeistaraeinvígi Kortsnojs og Karpovs í Baguio á Filippseyjum haustiđ 1978 stóđ í meira en ţrjá mánuđi. Mikil undiralda, spenna, hótanir, dulsálfrćđingar, klögumál og kalt stríđ. Tímahrak Kortsnojs var dýrt í ţessari stöđu.
17. einvígisskák:
Kortsnoj - Karpov
Hvítur getur loftađ út og haldiđ jafntefli međ 39. g3 en Kortsnoj valdi ađ hindra mát í borđinu og lék :
...og riddarameistarinn Karpov var ekki seinn á sér:
39.... Rf3+!
- og Kortsnoj kastađi inn handklćđinu". Eftir 40. gxf3 kemur 40 ... Hg6+ 41. Kh1 Rf2 mát!
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 19. júlí 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 21.7.2014 kl. 21:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Hitađ upp fyrir ólympíumótiđ í Tromsö

Kvennaliđiđ er eins skipađ skipađ og í Istanbúl: Lenka Ptacnikova, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir munu tefla fyrir Íslands hönd. Liđsstjóri er Ingvar Jóhannesson.
Fimm sterkustu ţjóđirnar í opna flokknum eru Rússar, Úkraínumenn, Frakkar, Ungverjar og Bandaríkjamenn.
Mikil athygli beinist ađ norsku sveitinni sem skartar heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen á 1. borđi. Ađrir í sveitinni eru Simen Agdestein, Jon Ludwig Hammer, Leif Erlend Johannessen og Kjetil Lie. Sveitin er í 15. sćti í styrkleikaröđinni. Nćr allir bestu skákmenn og -konur heims taka ţátt í ţessu móti.
Tromsö er jafnframt vettvangur kosningar til forseta FIDE en Garrí Kasparov sćkir hart ađ Kirsan Iljumzhinov sem setiđ hefur í tćplega 20 ár. Stađan mun vera tvísýn en Kasparov nýtur stuđnings allra Norđurlandaţjóđanna.
Undanfariđ hafa fjölmörg skákmót veriđ haldin víđa sem varđa beint val á landsliđum líkt og Skákţing Íslands í vor. Ţess utan hafa menn og konur veriđ ađ undirbúa sig hver í sínu horni. Okkar öflugasta skákkona; Lenka Ptacnikova, situr ţessa dagana ađ tafli í Plovdiv í Búlgaríu á Evrópumóti kvenna. Eftir fimm umferđir er hún í námunda viđ toppinn međ ţrjá vinninga. Keppendur eru 116 talsins. Taflmennska hefur veriđ frískleg sbr. eftirfarandi sigur í 3. umferđ:
Lenka Ptacnikova - Svetla Jordanova (Búlgaríu)
Enskur leikur
1. c4 Rf6 2. g3 c5 3. Bg2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rc7 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 e5 8. b3 Be7 9. Bb2 0-0 10. Re1 Bd7 11. Rd3 f6 12. f4 exf4 13. Rxf4 Kh8 14. e3 De8 15. Hc1 Hd8 16. Re4 b6 17. g4!?
Ţessu peđi er faliđ stórt hlutverk eftir byrjun sem telja má hefđbundna.
17.... Re6 18. Rd5 Re5 19. g5 Rd3 20. gxf6 Rxb2 21. Dc2!
21. fxe7 er freistandi en gengur ekki einfaldlega vegna 21.... Rxd1 og ţegar allt verđur taliđ hefur svartur hagnast á ţeim vopnaviđskiptum.
21.... Bb5 22. fxe7 Hxf1+ 23. Bxf1 Hxd5 24. Bxb5 Dxb5 25. Dxb2 De8 26. b4!
Á međan svartur er enn ađ kljást viđ e7-peđiđ er rétti tíminn ađ opna línur á drottningarvćng.
26.... Dxe7 27. bxc5
Svartur getur haldiđ í horfinu međ ţví ađ leika 27.... bx45 eđa 27.... Rxc5. En vegna ţess hversu liđfár hvítur er á kóngsvćng rćr búlgarska stúlkan á önnur miđ.
27.... Rg5?
Krókur á móti bragđi. Nú strandar 28.... Rxe4 á 29. Hc8+ Hd8 30. De5! međ vinningsstöđu.
28.... Rh3+ 29. Kf1 Hf5+ 30. Ke2 axb6 31. Hc8+ Hf8 32. De5! Rg1+ 33. Kd1 Df7 34. Hxf8+ Dxf8 35. Rd6 Df3+ 36. Kc2 Dc6+ 37. Dc3 Da4+ 38. Db3 Dc6+ 39. Dc4 Dxc4+
Fćr ekki lengur forđast drottningaruppskiptin sem tryggja sigur Lenku.
40. Rxc4 Rf3 41. Rxb6 Kg8 42. a4!
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 12. júlí 2014
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 8780632
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar