Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Unglingaskák

Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 8. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi og hefst kl. 13.00.

Teflt verđur í tveimur flokkum:

  • Fćddar 1993-1995
  • Fćddar 1996 og síđar.

Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Veitt verđa verđlaun í hverjum aldursflokki.


Akureyrarmótiđ í yngr flokkum hefst í dag

Akureyrarmótiđ í yngri flokkum hefst á mánudaginn 2. febrúar kl. 16.30 í Íţróttahöllinni og verđur framhaldiđ miđvikudaginn 4. febrúar. Veitt verđa ţrenn verđlaun í barnaflokki, 9 ára og yngri, drengjaflokki 12 ára og yngri, unglingaflokki 15 ára og yngri og stúlknaflokki.

Tímamörk: 15 mínútur á keppenda.Q


Björn og Davíđ kenna skák á Húsavík

Björn Ţorfinnsson forseti skáksambands Íslands mćtti galvaskur í Borgarhólsskóla á Húsavík kl 10:00 í morgun.  Björn forseti fór og leit inn í valda bekki í skólanum ásamt Halldóri Valdimarssyni skólastjóra Borgarhólsskóla og Hermanni formanni skákfélagins Gođans.

Hann fćrđi öllum nemendum í 3. bekk bókina Skák og mát ađ gjöf frá skáksambandinu og síđan var efnt til fjölteflis viđ alla ţá nemendur sem vildu.  30 krakkar mćttu í fjöltefliđ og vann Björn sigur í öllum skákunum nema ađ Benedikt Ţór Jóhannsson gerđi jafntefli viđ Björn.  Fram ađ ţessu hafđi Björn unniđ síđustu 230 skákir í ţeim skólum sem hann hefur heimsótt ađ undanförnu.

Eftir hádegi var svo efnt til skákkennslu í sal Framsýnar-stéttarfélags og ţangađ mćttu 30 krakkar frá Húsavík, Mývatnssveit og úr Reykjadal. Nú var Davíđ Kjartansson einnig mćttur og skiptust ţeir á ađ kenna nemendum fram til 17:30.

Um kvöldiđ var svo efnt til fjöltefliđ fyrir fullorđna í Borgarhólsskóla, ţar sem allir sem vildu gátu reynt sig viđ Björn. Ekki var mćtingin eftir vćntingum í fjöltefliđ ţví ađeins 11 öttu kappi viđ Björn. Davíđ Kjartansson vann Björn og Smári Sigurđsson gerđi jafntefli viđ Björn. Ađrar skákir vann Björn.

Á morgun verđur kennslu framhaldiđ kl 10:00 og kl 13:00 verđur skákmót fyrir börn og unglinga í sal Framsýnar-stéttarfélags. Myndir frá heimsókninni má sjá hér í myndaalbúmi á heimasíđu Gođans.

Heimasíđa Gođans


Akureyrarmótiđ í yngri flokkum

Akureyrarmótiđ í yngri flokkum hefst á mánudaginn 2. febrúar kl. 16.30 í Íţróttahöllinni og verđur framhaldiđ miđvikudaginn 4. febrúar. Veitt verđa ţrenn verđlaun í barnaflokki, 9 ára og yngri, drengjaflokki 12 ára og yngri, unglingaflokki 15 ára og yngri og stúlknaflokki.

Tímamörk: 15 mínútur á keppenda.


Glerárskóli sigrađi í sveitakeppni barnaskóla á Akureyri

GlerárskóliA-sveit Glerárskóla sigrađi međ yfirburđum í sveitakeppni barnaskóla sveita á Akureyri og nágrenni, hlaut 14,5 vinning af 16. Alls voru fimm sveitir međ og voru tímamörk 10 mínútur á keppenda.

 

 

Lokastađan:

 1. Glerárskóli  a  14,5 v. af 16. 
 2. Glerárskóli  b     8,5 
 3.  Lundarskóli   6,5 
 4.  Glerárskóli  c    6 
 5. Valsárskóli   4,5 
   
   
   
Keppnin fór fram sl. miđvikudag.  Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem Glerárskóli vinnur ţessi keppni og hefur ţar međ farandbikar sem hefur veriđ keppt um til eignar.

Heimsókn skákskóla Íslands og verkefnisins "Skák í skólana" til Húsavíkur

Davíđ Kjartansson og Björn Ţorfinnsson fara í heimsókn til Húsavíkur á vegum Skákskóla Íslands og Skáksambands Íslands dagana 30.-31. janúar.  Dagskrá ţeirra félaganna er sem hér segir:

Föstudaginn 30. janúar.

Kl 10:00 Davíđ og Björn koma í Borgarhólsskóla og afhenda bókina Skák og Mát til allra nemenda í 3. bekk í Borgahólsskóla. Einnig munu ţeir kíkja inn í nokkra ađra bekki í skólanum.

Kl 12:00.  Formleg afhending styrksins vegna verkefnisins "Skák í skólana" til Borgarhólsskóla.

Kl 13:00. Fjöltefli fyrir alla nemendur í Borgarhólsskóla, sem áhuga hafa, viđ FIDE meistarann  Davíđ Kjartansson.  Fjöltefliđ fer fram í stofu 6. í Borgarhólsskóla.Kl 15:00. Skákkennsla á vegum Skákskóla Íslands og skákfélagsins Gođans í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26. Kennslan er ćtluđ öllum börnum í Ţingeyjarsýslu sem áhuga hafa á skák.  Kennslunni lýkur kl 17:30. 

Kl 20:30. Fjöltefli fyrir fullorđna viđ alţjóđlega meistarann Björn Ţorfinnsson forseta skáksambands Íslands í stofu 6. í Borgarhólsskóla.                     

                            

Laugardagur 31. janúar.

Kl 10:00 : Áframhaldandi skákkennsla í sal Framsýnar-stéttarfélags.

Kl 12:00 :  Pizzu-hlađborđ fyrir ţátttakendur á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík.                

Kl 13:00 Skákmót Skákskóla Íslands fyrir börn og unglinga.Vegleg verđlaun í formi skákbókavinninga.

Fjöltefliđ og skáknámskeiđiđ er ókeypis, en pizzu-hlađborđiđ kostar 1100 krónur fyrir 9 ára og yngri og 1400 krónur fyrir 10 ára og eldri.

Heimasíđa Gođans


NM barnaskólasveita í Eyjum í haust?

Nú er allt útlit fyrir ađ Norđurlandamót barnaskólasveita fari fram í Vestmannaeyjum í september 2009.

Skáksamband Íslands hefur samţykkt beiđni TV í ţessa veru, en ţó eru enn ákveđin skilyrđi sem ţarf ađ uppfylla til ţess ađ endanleg ákvörđun verđi tekin.  Ţau atriđi verđa ţó ljós í marsmánuđi.

Ef mótiđ verđur haldiđ í Eyjum, ţá er ţađ tvímćlalaust mikil lyftistöng fyrir skáklífiđ í Vestmannaeyjum og rétt ađ Grunnskólinn, Taflfélagiđ og bćjaryfirvöld taki höndum saman međ ađ gera mótiđ sem eftirminnilegast.

Í ţessu sambandi má ekki gleyma ţví ađ síđustu tvö ár hafa sveitir frá Vestmannaeyjum tekiđ ţátt í ţessu móti, fyrst í Svíţjóđ og síđan á Álandseyjum, svo ţađ ćtti engum ađ koma á óvart ađ vel hafi veriđ tekiđ í beiđni TV.


Jón Kristinn Ţorgeirsson Íslandsmeistari barna

IMG 1745Jón Kristinn Ţorgeirsson frá Akureyri er Íslandsmeistari barna í skák 2009. Hann sigrađi í úrslitamóti ţriggja efstu á mótinu sem öll urđu jöfn ađ vinningum eftir hörkuspennandi og fjölmennt Íslandsmót í ţessum yngsta flokki. Í öđru sćti varđ Oliver Aron Jóhannesson úr Rimaskóla og Karen Eva Kristjánsdóttir í Hjallaskóla varđ í ţriđja sćti auk ţess sem hún vann titilinn Íslandsmeistari telpna 2009.


Ţeir Jón Kristinn og Oliver Aron unnu sér sćti á Norđurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Fćreyjum dagana 12. - 14. febrúar.

Nokkrar myndir frá mótinu má finna í myndaalbúmi mótsins.  Forráđamenn félaganna og foreldrar sem tóku myndir eru hvattir til ađ senda myndir í netfangiđ gunnibj@simnet.is. Ţegar hefur Taflfélag Vestmannaeyja sent myndir.   

Myndaalbúm mótsins


Íslandsmót barna fer fram í dag

Íslandsmót barna í skák 2009 verđur haldiđ laugardaginn 10. janúar nk.  Öll börn 10 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar) geta veriđ međ á mótinu.  Tefldar verđa 8 umferđir, umhugsunartími 15. mín. á skák fyrir hvern keppenda. 

Mótiđ verđur haldiđ í  Faxafeni 12 og hefst kl. 13.00.  Skráning:  siks@simnet.is - sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga. Ţátttökugjöld eru kr. 500.-

Veglegur bikar er fyrir sigurvegara mótsins og verđlaun veitt fyrir ţrjú efstu sćtin.  Sérstök verđlaun verđa veitt ţrem efstu stúlkunum í mótinu (ef a.m.k. 10 stúlkur taka ţátt) og hlýtur sú efsta titilinn "Íslandsmeistari telpna 2009."  Einnig verđur sigurvegurum í  hverjum aldursflokki fćdd 1999 og síđar veitt sérstök verđlaun. 

Mótiđ er einnig úrtökumót vegna Norđurlandamóts í skólaskák - einstaklingskeppni 2009 sem fram fer í Fćreyjum dagana 12. - 15. febrúar nk. og gefur tvö sćti á ţví móti.


Áramótanámskeiđ Skákskóla Íslands á Akureyri

Afráđiđ hefur veriđ ađ hefđbundiđ áramóta-námskeiđ Skákskóla Íslands fari fram á Akureyri dagana 16. - 18. janúar nk. Miđast námskeiđshaldiđ viđ ţarfir drengja og stúlkna á Norđurlandi. Ţađ er haldiđ í samstarfi viđ Skákfélag Akureyrar í húsakynnum félagsins.

Barna- og unglinganámskeiđiđ verđur međ hefđbundnum hćtti. Ţađ hefst laugardaginn 17. janúar kl. 11 stundvíslega og stendur til kl. 16 međ matarhléi kl. 12 og kaffihléi um kl. 15. Sunnudaginn 18. janúar hefst námskeiđiđ kl. 10 og stendur međ stuttum hléum til kl. 16.

Ađalkennari verđur Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Ţar sem listi yfir vćntanlega ţátttakendur liggur ekki fyrir sendum viđ ţér ramma yfir dagskrá námskeiđsins. Gert er ráđ fyrir skiptingu eftir aldri en gera má ráđ fyrir ađ styrkleiki ţátttakenda ráđist af einhverju leyti af aldri ţeirra.

Föstudagur 16. janúar

Kl. 20 - 22. Ćfing fyrir bestu ungu skákmenn Akureyringa

Laugardagur 17. janúar:

Kl. 11-12. Kennsla.

Kl. 12- 13. Hádegisverđur fyrir alla ţátttakendur.

Kl. 13 - 15. Kennsla.

Kl. 15 - 15.30. Kaffitími.

Kl. 15.30 - 16.30. Skákmót beggja flokka.

Kl. 17. - 19. Ćfing fyrir bestu ungu skákmenn Akureyringa

Sunnudagur 18. janúar.

Kl. 10-12. Kennsla.

Kl. 12 - 13. Hádegisverđur fyrir alla ţátttakendur

Kl. 13 - 15. Kennsla

Kl. 15-15. 30. Kaffitími.

Kl. 15.3-16.30. Skákmót og verđlaunaafhending.

Kl 20 - 23. Klukkufjöltefli viđ bestu skákmenn Norđlendinga. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 182
  • Frá upphafi: 8778591

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband