Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Unglingaskák

Jóhanna Björg og Hrund Íslandsmeistarar stúlkna

Jóhanna Björg JóhannsdóttirJóhanna Björg Jóhannsdóttir varđ í dag Íslandsmeistara stúlkna í eldri flokki (fćddar 1993-95) og Hrund Hauksdóttir í yngri flokki (1996 og síđar).  Mótiđ fór fram í Salaskóla.

 

 

 

Röđ efstu stúlkna í eldri flokki (1993-95):

  1. Jóhanna B Jóhannsdóttir 8 v. af 8
  2. Unnur Ýr Ólafsdóttir
  3. Gunnhildur Ásmundsdóttir

Jóhanna fékk verđlaun efst fćdd 1993 og Unnur 1995.

Röđ efstu stúlkna í eldri flokki (1996 og síđar):
  1. Hrund Hauksdóttir 7 v. af 8
  2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 6 v.
  3. Ásta Sóley Júlíusdóttir 5 v.

Einnig fengu 5 vinninga Sonja María Friđriksdóttir, Sóley Lind Pálsdóttir og Veronkia Steinunn Magnúsdóttir.Hrund.jpg

 

Aldursverđlaun:


  • Efst fćdd 2000 Sólrún Elín Freygarđsdóttir TR
  • Efst fćdd 1999 Hildur Berglind Jóhannsdóttir Helli
  • Efst fćdd 1998 Ásta Sóley Júlíusdóttir
  • Efst Fćdd 1997 Erna María Svavarsdóttir
  • Efst fćdd 1996 Hrund Hauksdóttir
Síđan voru 2 stúlkur sem unnu til námskeiđs í Skákskóla íslands.

Chess-Results

Tinna Kristín og Sigríđur Björg í 2. og 3. sćti á Noregsmóti stúlkna

IMG 1951Stúlknameistaramótinu í skák er lokiđ en ţađ var haldiđ í Frosta í Noregi dagana 6.- 8. febrúar.  Ţeim Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Sigríđi Björgu Helgadóttir var bođiđ ađ  tefla í elsta flokki og ţćr stóđu sig mjög vel á mótinu. Tinna Kristín varđ í 2. sćti međ 4 vinninga af 6 og Sigríđur Björg í 3. sćti međ 3,5 vinninga.

Í nćstsíđustu umferđinni unnu ţćr báđar sína andstćđinga og gerđu svo innbyrđis jafntefli í síđustu umferđinni. Ţađ var Katarine Tjölsen sem varđ Noregsmeistari ţriđja áriđ í röđ. Hún vann allar sínar skakir nokkuđ örugglega.

Noregsmót stúlkna


Salaskóli sigrađi á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki

Alls mćttu 10 sveitir til leiks sem er nýtt ţátttökumet og má međ sanni segja ađ hart hafi veriđ barist en gleđin aldrei langt undan. Lengst ađ komnar voru stúlkurnar í Grunnskóla Vestmannaeyja en skólinn sendi tvćr öflugar sveitir til leiks sem er ađdáunarvert framtak.

Upphaflega átti ađ tefla sjö umferđir međ 15 mínúnta umhugsunartíma en í ljósi ţátttökunnar var ákveđiđ ađ tefla níu umferđir, allir viđ alla, og stytta umhugsunartímann í 10 mínútur.

Spennan var mikil undir lokin og í síđustu umferđ mćttust tvćr efstu sveitirnar, Salaskóli A-sveit sem var međ 29 vinninga og Hjallaskóli A-sveit sem var međ 28,5 vinninga. Ţar ađ auki mćttust Rimaskóli A-sveit, sem var í ţriđja sćti međ 26 vinninga og Grunnskóli Vestmannaeyja, sem var í fjórđa sćti međ 24 vinninga, innbyrđis í síđustu umferđ.

Eftir harđa baráttu tókst Salaskóla ađ innbyrđa sigur međ minnsta mun, 2,5 - 1,5 og tryggja sér ţar međ sigurinn í mótinu en Hjallaskóli varđ ađ sćtta sig viđ silfriđ. Rimaskóli hafđi svo betur í baráttunni um bronsiđ og vann Grunnskóla Vestmannaeyja 3-1.

Sigur Salaskóla var verđskuldađur međ hinar öflugu systur, Jóhönnu Björg og Hildi Berglindi í broddi fylkingar.  Ţađ var virkilega ánćgjulegt ađ sjá hvađ efstu sveitirnar voru jafnar í getu enda skilađi ţađ sér í afar skemmtilegu og spennandi móti, ein skák til eđa frá hefđi getađ kolvarpađ lokaröđ efstu sveita.  Ţađ er ţví ástćđa til bjartsýni varđandi framtíđ ţessa móts - ţađ á eftir ađ vaxa og dafna.

Röđ efstu sveita:

1.       Salaskóli A-sveit - 31,5 vinningar

2.       Hjallaskóli A-sveit - 30 vinningar

3.       Rimaskóli A-sveit - 29 vinningar

4.       Grunnskóli Vestmannaeyja A-sveit - 25 vinningar

5.       Hólabrekkuskóli - 18 vinningar

6-8. Salaskóli b-sveit, Grunnskóli Vestmannaeyja b-sveit og Rimaskóli b-sveit

9. Hjallaskóli b-sveit

10. Salaskóli c-sveit

 

Skáksveit Salaskóla:

1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir
3. borđ Guđbjörg Lilja Svavarsdóttir
4. borđ Erna María Svavarsdóttir

 

 

Borđaverđlaun:

1.borđ: Hrund Hauksdóttir, Rimaskóla A - 9 vinningar af 9.

2.borđ: Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Salaskóla A - 8,5 vinningar.

                Ásta Sóley Júlíusdóttir, Hjallaskóli A - 8,5 vinningar.

3.borđ: Arna Ţyrí Ólafsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja A - 8,5 vinningar.

4.borđ: Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Rimaskóla A - 9 vinningar.


Íslandsmót stúlkna fer fram í dag

Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 8. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi og hefst kl. 13.00.

Teflt verđur í tveimur flokkum:

  • Fćddar 1993-1995
  • Fćddar 1996 og síđar.

Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Veitt verđa verđlaun í hverjum aldursflokki.


Tinna Kristín í 2.-5. sćti

Tinna KristínAđ loknum 4 umferđum er Sigríđur Björg međ 2 vinninga og Tinna Kristín 2,5. á Noregsmóti stúlkna sem fram fer í Frosta í Noregi.  Í 2. umferđ mćtti Sigríđur Björg hinni sterku Katrine Toljsen (2090) og tapađi, vann síđan Raksha Rathan og tapađi í 4. umferđ fyrir Herborg Hansen (1842).

Í 2. umferđ vann Tinna Kjerst S. Holmaas í 19 leikjum, í 3. umferđ vann hún Anita Bratbak og í 4 umferđ tapađi hún fyrir Katrine Toljsen.

Ţegar 2 umferđir eru eftir er Katrine Toljsen efst međ 4 vinninga. Herborg Hansen, Tinna Kristín, Evy Fćrevaag og Elise Forso međ 2,5 og Sigríđur og Anita Bratbak međ 2. Ađrar eru međ minna.

Í 5. umferđ hefur Sigríđur Björg hvítt á móti Evy Fćrevaag og Tinna Kristín hefur svart á móti Herborgu Hansen.

Noregsmót stúlkna


Sigríđur Björg vann í fyrstu umferđ norska stúlknaskákmótsins

Ţćr Sigríđur Björg Helgadóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir taka ţátt í norska stúlknameistaramótinu nú um helgina. Mótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í smábćnum Frosta í Ţrćndarlögum á söguslóđum Íslendinga-og konungasagna. Stúlkurnar tefla í elsta flokki, "ungdom"  (1983-1992) Í fyrstu umferđinni vann Sigríđur Björg Elise Forsĺ (1746) og Tinna Kristín gerđi jafntefli viđ Raksha Rankha. Teflt  er í grunnskólanum í Frosta og á morgun verđur strangur dagur ţar sem tefldar verđa ţrjár umferđir ţann daginn.

Noregsmót stúlkna


Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur fer fram í dag

Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 7. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 14.00 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi.  Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti:  siks@simnet.is


Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 7. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 14.00 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi.  Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti:  siks@simnet.is


Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppn

Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 8. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi og hefst kl. 13.00.

Teflt verđur í tveimur flokkum:

  • Fćddar 1993-1995
  • Fćddar 1996 og síđar.

Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Veitt verđa verđlaun í hverjum aldursflokki.


Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 7. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 14.00 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi.  Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti:  siks@simnet.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8778580

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband