Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Gunnar sigrađi á Hrađkvöldi Hellis

Gunnar BjörnssonGunnar Björnsson sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 13. september sl. Gunnar fékk 6 vinninga í sjö skákum og tapađi ekki skák en gerđ tvö jafntefli viđ nćstu menn. Í öđru sćti varđ Örn Leó Jóhannsson međ 5,5 vinning og ţriđji Vigfús Ó. Vigfússon međ 4,5 vinning.  Í lokin dró svo Gunnar í happdrćttinu og  hlaut Brynjar pizzuna en Atli og Estanislao gengu út  klyfjađir grćnmeti.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  • 1.    Gunnar Björnsson                6v/7
  • 2.    Örn Leó Jóhannsson            5,5v
  • 3.    Vigfús Ó. Vigfússon              4,5v
  • 4.    Jón Úlfljótsson                      4v
  • 5.    Elsa María Kristínardóttir      4v
  • 6.    Gunnar Nikulásson               4v
  • 7.    Atli Antonsson                      4v
  • 8.    Rafn Jónsson                        3,5v
  • 9.    Kristinn Andri Kristinsson      3,5v
  • 10.  Dawid Kolka                          3v
  • 11.  Brynjar Steingrímsson           2,5v
  • 12.  Gauti Páll Jónsson                 2,5v
  • 13.  Estanislao Plantada Siurans 1v
  • 14.  Björgvin Kristbergsson          1v

Norđurlandameistarar MR

Norđurlandameistarar MRŢađ barst loks mynd af Norđurlandameisturum Menntaskólans í Reykjavík sem urđu Norđurlandameistarar annađ áriđ í röđ í Puru í Finnlandi um síđustu helgi. 

Sigurđur Páll í KR

Sigurđur Páll SteindórssonSigurđur Páll Steindórsson (2222) hefur gengiđ til liđs viđ Skákdeild KR úr Taflfélagi Reykjavíkur.  

Hinir fornu Lewis taflmenn taldir geta veriđ íslenskir

IMG 1766Eftir heimsókn Guđmundar G. Ţórarinssonar og viđrćđur hans viđ frćđimenn Breska ţjóđminjasafnsins á föstudag útiloka ţeir ekki ađ ţessir merku gripir og fornminjar geti veriđ af íslenskum uppruna. 

Í gćr var haldin málstefna um Lewis taflmennina  í Skoska ţjóđminjasafninu í Edinborg ţar sem nú stendur yfir sýning helguđ ţeim.  Ţar kynnti Guđmundur kenningu sína viđ góđar undirtektir.  Ţar var miklu lofsorđi lokiđ á íslenskar gullaldarbókmenntir hjá öđrum fyrirlesurum og sagt ađ skođa mćtti ţessa fornu taflmenn í ljósi Íslendingasagnanna,  hvort tveggja vćri ómetanlegt fyrir Norđur-Evrópska menningu.

Ţeir frćđimenn svo sem Dr. David Caldwell og Dr. Alex Woolf sem höfđu gefiđ lítiđ fyrir kenningu Guđmundar fyrirfram gáfu ţar mjög eftir og viđurkenndu ađ hann hefđi mikiđ til síns máls og ţökkuđu framlag hans til umrćđunnar um uppruna ţessara merku muna.  IMG 1711

Óhćtt er ađ segja ađ eftir ţessa fundi og kynningu sé nú almennt viđkennt međal ţeirra sem gerst ţekkja ađ eins líklegt sé ađ Lewis list- og taflgripirnir séu íslenskir ađ uppruna en ekki gerđir í Ţrándheimi eins og hingađ til hefur veriđ haldiđ fram.  Má ţví vćnta ţess ađ kynning ţeirra muni taka miđ af ţví hér eftir.

Mikil umfjöllun hefur veriđ um ţessa athyglisverđu og nýstárlegu kenningu Guđmundar í alţjóđlegum fjölmiđlum síđustu daga, svo sem í The New York Times, The Scotsman og Daily Telagraph hér í Bretlandi, fyrir málstefnuna og nú er yfirgripsmikill frétt á ChessBase.com um ţetta efni.

Í The Scotsman stađfestir talsmađur the British Museum ţađ sem fram kemur hér ađ ofan um ađ hugsanlegt sé ađ taflmennirnir séu íslenskir, enda ţótt annađ hafi hingađ til veriđ taliđ líklegra.

Ţá  eru Lewis listmunirnir sagđir vera merkustu taflmenn sögunnar og eru meira ađ segja nú taldir međal 5 mikilvćgustu fornleifa í eigu British Musemum/Breska Ţjóđminjasafnsins og kennir ţar ţó margra grasa.

Athygli vekur ađ á forsíđu leiđarvísis British Museum um taflmennina trónir mynd af "berserknum", stađgengli hróksins, sem sýnir hvađ ţessum fornu munum er gert ţar hátt undir höfđi.  Samkvćmt kenningu Guđmundar telur hannađ ţeir hafi veriđ skornir út úr rostungstönnum af Margréti hinni högu í Skálholti 1180-1200 í smiđju Páls Jónssonar biskups.

Sjá nánar á www.leit.is/lewis

Tengill á greinarnar í The Scotsman og the Telegraph ofl.

Myndaalbúm (ESE)


Salaskóli endurheimti annađ sćti eftir sigur á Dönum

NM 2010 silfur2Skáksveit Salaskóla endurheimtu annađ sćti á NM grunnskólasveita eftir góđan 3-1 sigur á Danmörku II í lokaumferđinni.  Páll Andrason og  Birkir Karl Sigurđsson unnu en Eiríkur Örn Brynjarsson og Guđmundur Kristinn Lee gerđu jafntefli.   Íslenska sveitin fékk 11,5 vinning í 20 skákum og var eina sveitin sem náđi punkti á norsku sveitina sem hafđi algjöra yfirburđi og hlaut 19 vinninga!  Birkir  fékk flesta vinninga eđa 3˝ á fjórđa borđi.

  Lokastađan:

  • 1. Noregur 19 v.
  • 2. Salaskóli 11,5 v.
  • 3. Svíţjóđ 9,5 v.
  • 4. Finnland 9 v.
  • 5. Danmörk I 6 v.
  • 6. Danmörk II 5 v.
Liđ Salaskóla:
  1. Páll Andrason (1665) 2˝ v. af 5
  2. Eiríkur Örn Brynjarsson (1585) 3 v. af 5
  3. Guđmundur Kristinn Lee (1575) 2˝ v. af 5
  4. Birkir Karl Sigurđsson (1440) 3˝ v. af 5
  5. Ómar Yamak (1000)

Liđsstjóri strákanna er Tómas Rasmus.

Danir hafa sett upp virkilega góđa heimasíđu fyrir mótiđ ţar sem ţegar má finna úrslit, myndir og skákir, međal annars.  


MR Norđurlandameistari framhaldsskóla!

Íslandsmeistarar MR 2010

Skáksveit Menntaskólans í Reykjavíkur er norđurlandameistari annađ áriđ í röđ.  Í lokaumferđinni vannst 4-0 sigur á Finnlandi II.  Sveitin fékk 10 vinninga af 12 mögulegum og fékk hálfum vinningi meira en sćnska sveitin en sigur MR á ţeirri sveit í fyrstu umferđ, 2˝-1˝, skipti sköpum.  

Lokastađan:

  1. MR 10 v. af 12
  2. Svíţjóđ 9˝ v.
  3. Finnland I 3˝ v.
  4. Finnland II 1 v.
Skáksveit MR:
  1. Sverrir Ţorgeirsson (2223) 3 v. af 3
  2. Bjarni Jens Kristinsson (2044) 2˝ v. af3
  3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1995) 1 v af 2
  4. Paul Joseph Frigge (1835) ˝ v. af 1
  5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1781) 3 v. af 3

Enginn heimasíđa er fyrir mótiđ.  Myndir frá Sverri Ţorgeirssyni vćntanlegar eftir helgi.  


NM framhaldsskólasveita: MR sigrađi finnska sveit 3˝-˝

Íslandsmeistarar MR 2010Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík vann stórsigur á annarri finnsku sveitinni 3˝-˝ vinning í 2. umferđ Norđurlandamóts framhaldsskólasveita sem fram fór í morgun í Pori í Finnlandi.  Sverrir Ţorgeirsson, Bjarni Jens Kristinsson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnu en Paul Frigge gerđi jafntefli.  MR mćtir hinni finnsku sveitinni í dag.


Skáksveit MR:

  1. Sverrir Ţorgeirsson (2223) 2 v. af 2
  2. Bjarni Jens Kristinsson (2044) 1˝ v. af 2
  3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1995) 0 v af 1.
  4. Paul Joseph Frigge (1835) ˝ v. af 1
  5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1781) 2 v. af 2

Enginn heimasíđa er fyrir mótiđ.


NM grunnskólasveita: Tap gegn Finnum

NM 2010  bestir i boltanumSkáksveit Salaskóla tapađi 1˝-2˝ fyrir finnsku sveitinni í 4. umferđ NM grunnskólasveita sem fram fór í morgun.   Páll Andrason, Eiríkur Örn Brynjarsson og Birkir Karl Sigursson gerđu jafntefli en Guđmundur Kristinn Lee tapađi.  Sveitin er í ţriđja sćti en Norđmenn hafa ţegar tryggt sér sigur á mótinu.  Sveitin mćtir Donum II í dag.

 Stađan:

  • 1. Noregur 15 v.
  • 2. Finnland 9 v.
  • 3. Salaskóli 8˝ v.
  • 4. Svíţjóđ 7˝ v.
  • 5.-6. Danmörk II og Danmörk I  4 v.
Liđ Salaskóla:
  1. Páll Andrason (1665) 1˝ v. af 4
  2. Eiríkur Örn Brynjarsson (1585) 2˝ v. af 4
  3. Guđmundur Kristinn Lee (1575) 2 v. af 4
  4. Birkir Karl Sigurđsson (1440) 2˝ v. af 4
  5. Ómar Yamak (1000)

Liđsstjóri strákanna er Tómas Rasmus.

Danir hafa sett upp virkilega góđa heimasíđu fyrir mótiđ ţar sem ţegar má finna úrslit, myndir og skákir, međal annars.  


110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010

110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14.  Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga gömul hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt.

Mótiđ er öllum opiđ.

Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12, á miđvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góđ verđlaun í bođi í öllum flokkum. Alls verđa tefldar 9 skákir í hverjum flokki.  Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna  flokknum er tefldar níu umferđir eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á heimasíđu T.R., http://taflfelag.is/

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Athygli er vakin á ţví ađ skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 25. september kl. 18.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sigurđur Dađi Sigfússon.


Dagskrá:

1. umferđ: Sunnudag 26. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 29. september kl.19.30

3. umferđ: Föstudag 1. október kl.19.30
4. umferđ: Sunnudag 3. október kl.14.00

5. umferđ: Mánudag 4. október kl.19.30
---Hlé vegna afmćlisbođs T.R. og íslandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 13. október kl.19.30
7. umferđ: Föstudag 15. október kl.19.30
8. umferđ: Sunnudag 17. október kl. 14.00
9. umferđ: Miđvikudag 20. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 180.000
2. sćti kr.   90.000
3. sćti kr.   40.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 25.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti  kr.  5.000
4. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti  kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Bćtist viđ fleiri flokkar verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.

Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjöld:

3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (3.500 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir ađra).


NM framhaldsskólasveita: MR sigrađi Svía í 1. umferđ

Íslandsmeistarar MR 2010Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík sigrađi sćnsku sveitina 2˝-1˝ vinning í fyrstu umferđ Norđurlandamóts framhaldsskólasveita sem fram fór í dag í Pori í Finnlandi.    Sverrir Ţorgeirsson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnu, Bjarni Jens Kristinsson gerđi jafntefli en Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir tapađi.  Á morgun teflir MR viđ báđar finnsku sveitirnar.

Skáksveit MR:

  1. Sverrir Ţorgeirsson (2223)
  2. Bjarni Jens Kristinsson (2044)
  3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1995)
  4. Paul Joseph Frigge (1835)
  5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1781)

Enginn heimasíđa er fyrir mótiđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8779590

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband