Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Íslandsmót kvenna - b-flokkur

Skáksamband ÍslandsÍslandsmót kvenna 2007 – B flokkur mun fara fram dagana 28. ágúst – 7. september nk.  Teflt verđur í Faxafeni 12, Reykjavík.

 

Fyrirkomulag:   

Tefldar verđa 7 umferđir (gćti breyst eftir fjölda ţátttakenda), 60 mín. + 30 sek. á leik.

Umferđatafla:       

  • Ţriđjud. 28. ágúst    kl. 18.00    1. umferđ
  • Miđvikud. 29. ágúst    kl. 18.00    2. umferđ                   
  • Fimmtud. 30. ág.    kl. 18.00    3. umferđ
  • Föstud. 31. ágúst            Frídagur
  • Laugard. 1. sept.    kl. 14.00    4. umferđ
  • Sunnud. 2. sept.    kl. 14.00    5. umferđ
  • Mánud. 3. sept.    kl. 18.00    Frídagur
  • Ţriđjud. 4. sept.    kl. 18.00    6. umferđ
  • Miđvikud. 5. sept.    kl. 18.00    7. umferđ


Öllum stúlkum/konum er heimil ţátttaka.  Sigurvegari mótsins vinnur sér rétt til setu í A-flokki ađ ári.  Ţátttaka tilkynnist fyrir 27. ágúst í síma 568 9141 eđa međ tölvupósti- siks@simnet.is


Borgarskákmótiđ fer fram á morgun

Ráđhús ReykjavíkurBorgarskákmótiđ fer fram fimmtudaginn 16. ágúst, og hefst ţađ kl. 15:00.  Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagiđ Hellir, ađ mótinu, sem og síđustu ár.  Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví.   Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fer fram á netinu á heimasíđu Hellis.   Einnig er hćgt ađ skrá sig í netfanginu hellir@hellir.com eđa í síma 866 0116.   Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.    Ţegar hafa margir af sterkustu skákmönnum landsins skráđ sig til leiks. 

Ţetta er í 22. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs.  Í fyrra sigrađi Arnar E. Gunnarsson, alţjóđlegur meistari, í ţriđja sinn, sem ţá tefldi fyrir Menntasjóđ Reykjavíkur.  Athyglisvert er ađ allir ţeir sem hafa sigrađ á mótinu frá upphaf eru nú ýmist stórmeistarar eđa alţjóđlegir meistarar.Borgarskákmótiđ

Verđlaun:

  1. 15.000 kr.
  2. 10.000 kr.
  3.   5.000 kr. 

Sigurvegarar frá upphafi:

  • ·         1986: Íslenska álfélagiđ (Helgi Ólafsson)
  • ·         1987: Hótel Loftleiđir (Jón L. Árnason
  • ·         1988: Bílaborg (Karl Ţorsteins)
  • ·         1989: VISA-Ísland (Ţröstur Ţórhallsson)
  • ·         1990: Íslenskir ađalverktakar (Ţröstur Ţórhallsson)
  • ·         1991: Nesti (Haukar Angantýsson)
  • ·         1992: Eimskip (Helgi Áss Grétarsson)
  • ·         1993: Dagvist barna (Héđinn Steingrímsson)
  • ·         1994: Sveinsbakarí (Helgi Áss Grétarsson)
  • ·         1995: Búnađarbanki Íslands (Margeir Pétursson)
  • ·         1996: Íslenskir ađalverktakar (Hannes Hlífar Stefánsson)
  • ·         1997: Gras efnavörur (Arnar E. Gunnarsson)
  • ·         1998: Hrói Höttur (Jón Garđar Viđarsson)
  • ·         1999: MP verđbréf (Margeir Pétursson)
  • ·         2000: Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar (Helgi Ólafsson)
  • ·         2001: Verkfrćđistofan Afl (Hannes Hlífar Stefánsson)
  • ·         2002: Hlöllabátar (Hannes Hlífar Stefánsson)
  • ·         2003: NASA (Helgi Ólafsson)
  • ·         2004: SPRON (Jón Viktor Gunnarsson)
  • ·         2005: RST-Net (Arnar E. Gunnarsson)
  • ·         2006: Menntasviđ Reykjavíkurborgar (Arnar E. Gunnarsson)
  •      2007: ?????

Landsdystur: Fćreyingar lagđir ađ velli

Íslendingar, nánar tiltekiđ norđanmenn og austanmenn, lögđu Fćreyinga ađ velli í landskeppni sem fram fór um helgina.  Teflt var á Reyđarfirđi 11. og 12. ágúst. Landskeppnin hefur veriđ háđ međ
ţessu sniđi síđan 1978, yfirleitt teflt annađhvort ár, til skiptis á Íslandi og í Fćreyjum. Í ţetta sinn sigruđu Íslendingar örugglega 7-3 í fyrri umferđ g 6,5-3,5 í ţeirri síđar, eđa 13,5-6,5 í heildina.

Úrslit: 

Fyrri umferđ: 

1 Áskell Örn Kárason 2235 Martin Poulsen 2327 1-0
2 Halldór Brynjar Halldórsson 2190 Hans K. Simonsen 2231 1-0
3 Gylfi Ţórhallsson 2140 Finnbjřrn Vang 2086 1-0
4 Björn Ívar Karlsson 2105 Martin Brekká 2025 1-0
5 Stefán Bergsson 2030 Sjúrđur Thorsteinsson 1996 0-1
6 Viđar Jónsson 1910 Andreas Andreasen 1837 ˝-˝
7 Sigurđur Eiríksson 1840 Gunnar Joensen 1754 1-0
8 Jóhann Ţorsteinsson (1835) Esbern Christiansen 1745 ˝-˝
9 Bjarni Jens Kristinsson 1655 Herborg Hansen 1485 0-1
10 Albert Ó. Geirsson - Vagn Heldarskarđ 1392 1-0

Međaltal stiga 9 manna: 1993,5 Međaltal stiga: 1887,8 .
Úrslit fyrri umferđar Ísland - Fćreyjar: 7-3

Síđari umferđ:

Borđ Keppendur Stig Keppendur Stig Úrslit
1 Áskell Örn Kárason 2235 Martin Poulsen 2327 ˝-˝
2 Halldór Brynjar Halldórsson 2190 Hans K. Simonsen 2231 ˝-˝
3 Gylfi Ţórhallsson 2140 Finnbjřrn Vang 2086 ˝-˝
4 Björn Ívar Karlsson 2105 Martin Brekká 2025 1-0
5 Stefán Bergsson 2030 Sjúrđur Thorsteinsson 1996 1-0
6 Viđar Jónsson 1910 Andreas Andreasen 1837 1-0
7 Sverrir Gestsson 1845 Gunnar Joensen 1754 0-1
8 Sigurđur Eiríksson 1840 Esbern Christiansen 1745 0-1
9 Bjarni Jens Kristinsson 1655 Herborg Hansen 1485 1-0
10 Rúnar Hilmarsson (1635) Vagn Heldarskarđ 1392 1-0

Međaltal stiga: 1958,5 Međaltal stiga: 1887,8 .
. Úrslit síđari umferđar: Ísland - Fćreyjar: 6˝-3˝
. Heildarúrslit: Ísland - Fćreyjar: 13˝-6˝

Sjá nánar:


Vinnslustöđvarmótiđ í Eyjum

Helgina 24.–26. ágúst n.k. fer fram Vinnslustöđvarmótiđ í Vestmannaeyjum á vegum Taflfélags Vestmannaeyja.  Mótiđ er 5 umferđir,  sú fyrsta á föstudagskvöldinu kl. 19:00, ţrjár á laugardag og síđasta umferđ á sunnudag kl. 10:00. 

Tími á skák er 1 klst. og ađ auki 15 sek fyrir hvern leik.  Mótiđ er opiđ öllum, verđlaun eru kr. 20.000 fyrir efsta sćti en ađ auki 5.000 fyrir efsta sćti  16 ára og yngri.

Ţátttöku bera ađ tilkynna fyrir 21. ágúst kl. 19:00 á netfangiđ kgauti@simnet.is.


Garđbćingar lögđu Kátu biskupna

Taflfélag Garđabćjar vann öruggan sigur á komu á Kátu Biskupunum í 1. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga, á A Hansen Hafnarfirđi, sem er heimavöllur biskupanna, í gćrkveldi. TG-ingar  byrjuđu á 6-0 sigri og eftir ţađ var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Stađan í Hálfleik var 32-4 og lokastađan 61-11. Seinni hálfleikurinn fór ţví 29-7 fyrir TG.  Leifur Ingi var bestur gestanna, fékk fullt hús, en Kjartan Guđmundsson var bestur biskupa, fékk 7 vinninga.  

Einstaklingsúrslit:

TG:
Leifur Ingi Vilmundarson 12 af 12.
Jón Ţór Bergţórsson 11. v.
Björn Jónsson 11 v.
Páll Sigurđsson 10 v.
Sigurjón Haraldsson 9 v.
Svanberg Már Pálsson 8 v.

Kátu Biskuparnir:
Kjartan Guđmundsson 7 v.
Marteinn 2 v.
Dađi 2 v.
Ron, Oddbergur, Ingimar og Ţórđur 0 v.

Garđbćingar mćta Taflfélagi Reykjavíkur í 2. umferđ.    


Ţrettán liđ taka ţátt í Hrađskákkeppni taflfélaga

Alls taka 13 liđ ţátt í Hrađskákkeppni taflfélaga og er um ađ rćđa metjöfnun í ţátttöku.  Í morgun, var dregiđ hvađa liđ mćtast liđ mćtast í 1. og 2. umferđ en drátturinn fór fram í höfuđstöđvum Landsbankans í umsjón Ólafs Ásgrímssonar.   Fyrstu umferđ á ađ vera lokiđ ţann 20. ágúst og 2. umferđ á ađ vera lokiđ 31. ágúst.

1. umferđ (fyrrnefnda liđiđ á heimaleik):

  • ·         Kátu biskuparnir – Taflfélag Garđabćjar
  • ·         Taflfélag Akraness – Skákfélag Akureyrar
  • ·         Skákdeild KR – Skáksamband Austurlands
  • ·         Skákfélag Reykjanesbćjar – Skákdeild Fjölnis
  • ·         Skákfélag Selfoss og nágrennis – Taflfélag Bolungarvíkur

Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagiđ Hellir og Skákdeild Hauka komast beint í 2. umferđ.

2. umferđ (fyrrnefnda liđiđ á heimaleik):

  • ·         Taflfélagiđ Hellir – Skákdeild KR/Skáksamband Austurlands
  • ·         Kátu biskuparnir/Taflfélag Garđabćjar – Taflfélag Reykjavíkur
  • ·         Skákdeild Hauka – Skákfélag Selfoss og nágrennis/Taflfélag Bolungarvíkur
  • ·         Taflfélag Akraness/Skákfélag Akureyrar – Skákfélag Reykjanesbćjar/Skákdeild Fjölnis

Hrađskákkeppni taflfélag hefur fariđ fram síđan 1995 og hefur veriđ í umsjón Taflfélagsins Hellis frá upphafi.  Núverandi meistari er Taflfélag Reykjavíkur en Hellismenn hafa veriđ sigursćlastir í keppninni og unniđ hana alls 6 sinnum, TR-ingar hafa unniđ fjórum sinnum en Skákfélag  Hafnarfjarđar og Hrókurinn sigruđu einu sinni hvort félag.

Fylgst verđur međ gangi máli á Skák.is og á heimasíđu Hellis.


Hrađskákkeppni taflfélaga ađ hefjast - skráningarfrestur ađ renna út

Hrađskákkeppni taflfélaga mun hefjast ađ lokinni verslunarmannahelgi en skráningarfrestur rennur út á morgun 7. ágúst.   Átta félög hafa skráđ sig til leiks og eru áhugasöm félög hvött til ađ skrá sig eigi síđar en á morgun ţriđjudag en dregiđ verđur í 1. umferđ á miđvikudagsmorgun. 

Eftirfarandi átta félög hafa skráđ sig til leiks:

  • Taflfélagiđ Hellir
  • Taflfélag Garđabćjar
  • Skákdeild KR
  • Skáksamband Austurlands
  • Skákdeild Hauka
  • Taflfélag Reykjavíkur
  • Skákfélag Akureyrar
  • Skákfélag Reykjanesbćjar

Enn vantar fastagesti eins og Taflfélag Vestmannaeyja, Skákdeild Fjölnis, Taflfélag Bolungarvíkur og  Taflfélag Akraness.

Einnig ađ hvetja ţau félög sem ekki hafa tekiđ áđur ţátt til ađ vera međ eins og t.d. Kátu biskupana.  Lítiđ mál ađ taka ţátt enda útsláttarkeppni og sex skákmenn í hverri viđureign.  

Dagskráin er sem hér segir:

1. umferđ (U.ţ.b. 12 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ um 20. ágúst
2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 31. ágúst
3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 10. september.
4. umferđ (úrslit): Skuli vera lokiđ 20. september.   

Forráđamenn taflfélag eru hvattir til ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is eđa símleiđis 820 6533 fyrir miđnćtti miđvikudaginn 7. ágúst.

Reglugerđ mótsins er sem hér segir:

1. Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.

2. Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.

3. Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.

4. Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.

5. Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar.

6. Keppnin fer fram á Stór-Reykjavíkursvćđinu.   Heimavöllur liđa verđur ađ vera innan 100 km. radíus frá Reykjavík nema ađ bćđi félög samţykki annađ.

7. Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.

8. Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.

9. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.

10. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.com, sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is

11. Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd hennar


Elsa María og Tinna Kristín efstar á unglingalandsmótinu á Höfn

Tinna Kristín Finnbogadóttir, UMSB, og Elsa María Ţorfinnsdóttir, ÍBR (Hellir) sigruđu í skákkeppni á 10. unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirđi, sem fram fór í Nýheimum, menningar-og frćđslumiđstöđ stađarins í dag.

Alls tóku 17 börn og unglingar ţátt í mótinu og tefldar voru 7 umferđir. Keppnin var jöfn og spennandi allt frá upphafi til enda.

Tinna og Elsa fengu sex vinninga og fast á hćla ţeirra komu ţau Páll Andrason UMSK og Sigríđur Björg Helgadóttir Umf. Fjölni međ 5 vinninga. Umsjón međ mótinu hafđi skákdeild Fjölnis og skákstjóri var Helgi Árnason. Davíđ Kjartansson skákmeistari úr Fjölni mun tefla fjöltefli á landsmótinu í stóra tjaldinu á mótsvćđinu.

Lokastađa efstu manna:


1-2        Tinna Kristín Finnbogadóttir       UMSB               6  vinningar
             Elsa María Ţorfinnsdóttir          ÍBR
 
3-4        Sigríđur Björg Helgadóttir           Fjölni                5  vinningar
            Páll Andrason                           UMSK         
 
5-9        Davíđ Ţór Jónsson                    UMSK               4 vinningar
            Auđur Eiđsdóttir                        UMSB
            Emil Sigurđsson                        HSK
            Hulda Rún Finnbogadóttir          UMSB
            Einar Bjarni Björnsson               USAH

Heimasíđa unglingalandsmótsins


Skák.is á nýjum stađ!

Skákvefurinn Skák.hefur nú flutt sig um set og verđur framvegis á blogghluta Morgunblađsvefjarins, mbl.is. Vefurinn verđur sem fyrr á slóđinni skak.is en mun frá og međ breytingunni áframsendast á slóđina skak.blog.is.

Á Skák.is hefur megináherslan veriđ lögđ á innlendar skákfréttir og fylgst glögglega međ íslenskum skákmönnum ţegar ţeir hafa teflt á erlendri grundu. Einnig hefur veriđ fylgst međ stćrri erlendum viđburđum.

Ritstjóri vefjarins er Gunnar Björnsson en hann hefur ritstjóri frá upphafi, nánar tiltekiđ frá 1. apríl 2000. Vefurinn er nú rekinn af Skáksambandi Íslands en var upphaflega hluti af Strikinu.  

Ţann 5. ágúst nk. hefst í Singapore ólympíuskákmót 16 ára og yngri ţar sem Ísland mun taka ţátt í fyrsta skipti 10 ár en mótiđ mun standa til 11. ágúst.  Torfi Leósson fararstjóri krakkanna mun blogga reglulega frá skákstađ á vefinn.       


Rétt er ađ benda á eftirfarandi á vinstri hluta heimasíđunnar:

  • Myndaalbúm: Hér verđa myndasöfn frá ýmsum viđburđum.  Fyrsta myndaalbúmiđ verđur frá Singapore ţar sem Torfi Leósson ćtlar ađ senda myndir frá mótinu.
  • Fćrsluflokkar: Allar fréttir fara í „spil og leikir“ en auk ţess verđa fréttir sundurliđađar enn frekar lesendum til hćgđarauka.
  • Tenglarnir: Hér verđa tenglar yfir viđburđi sem eru í gangi hverju sinni.  Ţessi tenglar verđa síbreytilegir en ađrir tenglar munu ekki breytast mikiđ. 

Morgunblađiđ og Skák.is vćnta góđs af samvinnu ţessara miđla. Leit.is er ţökkuđ góđ samvinna síđustu mánuđi.  

Ritstjóri vonar ađ skák- og skákáhugamenn muni koma til međ ađ kunna vel viđ gamlan vef á nýjum stađ! 


Unglingalandsmót UMFÍ

Tíunda unglingalandsmót UMFÍ verđur haldiđ á Höfn í Hornarfirđi um verslunarmannahelgina. Keppt er í tíu íţróttagreinum og er skákin ţar á međal. Skákkeppnin fer fram laugardaginn 4. ágúst frá kl. 10.00 - 15.00. Verđlaunahafar í hverjum flokki fá verđlaunapeninga og allir keppendur fá keppnisgögn og ýmsan varning.

Keppt er í fjórum flokkum; 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17-18 ára. Einnig verđur bođiđ upp á fjöltefli kl. 17:00 á laugardegi. Á undanförnum landsmótum UMFÍ hafa margir af okkar efnilegustu skákmönn veriđ ţátttakendur og keppnin  veriđ spennandi og skemmtileg.

Skákdeild Umf. Fjölnis mun hafa umsjón međ skákkeppninni á landsmótinu en allar frekari upplýsingar er ađ finna á heimasíđu mótsins.

Heimasíđa unglingalandsmótsins 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8779175

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband