Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Sverrir Norđfjörđ látinn

Sverrir NorđfjörđSkákmeistarinn Sverrir Norđfjörđ er látinn en hann lést á 67 ára afmćlisdag sinn, ţjóđhátíđardaginn 17. júní.

Sverrir hefur veriđ ţekktur sem ákaflega litríkur skákmađur og minnast hans margir skákmenn fyrir fjörlegar skákir hans.   

Međal annars má lesa minningar skákmanna um hann í ţrćđi á Skákhorninu. Ţess má geta ađ Sverrir er einn örfárra Íslendinga sem náđi punkti gegn Fischer en hann sigrađi hann í fjöltefli í Kaupmannahöfn áriđ 1962.   Skákina má finna í athugasemd međ fćrslunni.  

Ritstjóri Skák.is vottar ađstandendum Sverris samúđ sína.  

Međfylgjandi mynd af Sverri var tekin á öđlingamótinu, sem fram fór í vor, síđasta mótinu sem hann tefldi í.  


Danskir dagar á Bođsmóti TR

Bekker JensenŢrír danskir alţjóđlegir meistarar eru í ţremur efstur sćtum Bođsmóts TR ađ lokinni fimmtu umferđ semf ram fór í dag.  Ţeirra efstur er Simon Bekker-Jensen (2392).  FIDE-meistararnir Ingvar Ţór Jóhannesson (2344), Björn Ţorfinnsson (2417) og Guđmundur Kjartansson (2321) eru í 4.-6. sćti međ 3 vinninga.  

Úrslit fimmtu umferđar:

Kjartansson Gudmundur 1 - 0 Nieves Kamalakanta Ivan 
Lund Esben 1 - 0IMGlud Jakob Vang 
Thorsteinsson Bjorn 0 - 1FMThorfinnsson Bjorn 
Leosson Torfi ˝ - ˝ Omarsson Dadi 
Bekker-Jensen Simon 1 - 0FMJohannesson Ingvar Thor 

Stađan:

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1IMBekker-Jensen Simon DEN2392 4,5 263011,8
2IMLund Esben DEN2420 3,5 24767,8
3IMGlud Jakob Vang DEN2456 3,5 24310,4
4FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir3,0 23642,5
5FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir3,0 2395-1,6
6FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR3,0 23665,4
7 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR1,5 2114-8,4
8 Omarsson Dadi ISL2027TR1,5 21567,5
9 Leosson Torfi ISL2137TR1,0 1996-13,1
10 Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 0,5 1979-18,5

 

Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17:30.  Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.

 
 

Danskir meistarar á Ströndum

Ţrír danskir alţjóđameistarar mćta til leiks á Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Ţetta eru ţeir Jakob Vang Glud (2456 Elo-stig), Espen Lund (2420) og Simon Bekker-Jensen (2392).

Ţeir eru međal keppenda á alţjóđlegu skákmóti sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir, en hlé er gert á mótinu svo danska tríóiđ geti teflt í Djúpavík.

Alls eru hátt í 50 keppendur búnir ađ skrá sig. Heimamenn í Árneshreppi tefla fram vaskri sveit á mótinu. Ţegar eru skráđ til leiks Ingólfur Benediktsson, Róbert Ingólfsson og Númi Ingólfsson frá Melum, Björn Torfason, Árný Björnsdóttir og Kristján Albertsson frá Melum, Guđmundur Ţorsteinsson frá Finnbogastöđum og Guđmundur Jónsson frá Stóru-Ávík, og má gera ráđ fyrir fleiri skráningum nú á lokasprettinum.


Gott veđur á Ströndum um helgina.

Oddný og GuđmundurGóđu veđri er spáđ á Ströndum nú um helgina, sól og hćgum vindi. Og ţađ ćtti ađ fara vel um skákmenn í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, ţar sem Minningarmót Páls Gunnarssonar verđur haldiđ.

Međal meistara sem skráđir eru til leiks eru Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen, Arnar Gunnarsson, Björn Ţorfinnsson og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir

Mótiđ er öllum opiđ, byrjendum jafnt sem meisturum, bćndum og borgarbörnum. Enn er hćgt ađ fá gistingu í Norđurfirđi, en ţar verđur einmitt hrađskákmót á sunnudaginn.

Allar upplýsingar er ađ finna hérna.

Myndin var tekin 17. júní, ţegar nýr veitingastađur, Kaffi Norđurfjörđur, var vígđur međ pompi og prakt. Oddný Ţórđardóttir, oddviti Árneshrepps, rćđir viđ Guđmund Ţorsteinsson bónda á Finnbogastöđum, sem missti hús sitt og innbú í stórbruna daginn áđur.

Guđmundur er einn af betri skákmönnum Árneshrepps, og hefur tekiđ skađa sínum einsog sönnum skákmanni sćmir: Ekki tjóar ađ fást um ţađ sem orđiđ er, heldur ţarf ađ finna besta leikinn í stöđunni -- og tefla svo til sigurs.

FinnbogastađirTil marks um ţađ blakti islenski fáninn blakti tignarlega viđ Finnbogastađi á ţjóđhátíđardaginn. Enn rauk úr rústum íbúđarhússins en fáninn var til merkis um ađ endurreisnin á Finnbogastöđum er hafin.

Minnt er á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guđmundi Ţorsteinssyni á Finnbogastöđum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509

Heimasíđa minningarmótsins


Ingvar, Björn og Guđmundur í 3.-5. sćti

Guđmundur og Björn ŢorfinnssonFIDE-meistarnir Ingvar Ţór Jóhannesson (2344), Björn Ţorfinnsson (2417) og Guđmundur Kjartansson (2321) eru í 3.-5. sćti međ 2 vinninga ađ lokinni ţriđju umferđ Bođsmóts TR sem fram fór í dag.   

Rétt er ađ minna á könnun um sigurvegara hér á vinstri hluta síđunnar.   Komiđ er myndaalbúm frá mótinu.     

 

Úrslit 3. umferđar:
 

IMGlud Jakob Vang 1 - 0 Nieves Kamalakanta Ivan 
FMKjartansson Gudmundur ˝ - ˝FMThorfinnsson Bjorn 
IMLund Esben 1 - 0 Omarsson Dadi 
 Thorsteinsson Bjorn ˝ - ˝FMJohannesson Ingvar Thor 
 Leosson Torfi 0 - 1IMBekker-Jensen Simon 


Stađan:

 

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1IMBekker-Jensen Simon DEN2392 2,5 25234,7
2IMGlud Jakob Vang DEN2456 2,5 24962,7
3FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir2,0 24365,6
4FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir2,0 24592,5
5FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR2,0 23884,7
6 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR1,5 22915,7
7IMLund Esben DEN2420 1,5 2254-7,9
8 Leosson Torfi ISL2137TR0,5 1997-7,3
  Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 0,5 2064-8,7
10 Omarsson Dadi ISL2027TR0,0 1722-5,6

Fjórđa umferđ hófst núna kl. 17:30.   Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.
 
 

Minningarmót í Djúpuvík hefst á föstudag

Páll GunnarssonFjölmargir hafa ţegar skráđ sig til leiks á stórmóti Hróksins í Djúpavík á Ströndum, sem helgađ er minningu Páls Gunnarssonar, og fer fram helgina 20.-22. júní. Mótiđ er öllum opiđ og eru vegleg verđlaun í mörgum flokkum.

            Tefldar verđa 9 umferđir, ţrjár föstudagskvöldiđ 20. júní og sex laugardaginn 21. júní. Umhugsunartími er 20 mínútur fyrir hverja skák. Sunnudaginn 22. júní fer svo fram hrađskákmót í Trékyllisvík.

            Međal skákmeistara sem ţegar hafa skráđ sig til leiks eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen, alţjóđlegu meistararnir Stefán Kristjánsson, Arnar Gunnarsson og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir og međal annarra keppenda má nefna Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson, Guđmund Kjartansson, Elvar Guđmundsson, Ingvar Ásbjörnsson og síđast en ekki síst Einar K. Einarsson

            Ţá mun vinir og félagar Páls Gunnarssonar úr Hróknum fjölmenna og segir Sigrún Baldvinsdóttir dagskrárstjóri hátíđarinnar ađ menn hafi bođađ komu sína siglandi, fljúgandi, ríđandi og akandi.

            1. verđlaun á minningarmótinu eru 100 ţúsund krónur, 2. verđlaun 50 ţúsund, 3. verđlaun 30 ţúsund, 4. verđlaun 20 ţúsund og 5. verđlaun 15 ţúsund.

            Ţá eru veitt verđlaun fyrir besta frammistöđu Strandamanna, stigalausra skákmanna og skákmanna međ minna en 2200 stig. Í hverjum flokki eru 1. verđlaun 15 ţúsund, 2. verđlaun 10 ţúsund og ný bók í 3. verđlaun.

            Ennfremur eru veitt 15 ţúsund króna verđlaun fyrir bestan árangur kvenna, heldri borgara og grunnskólabarna, auk bókavinninga. Fleiri eiga von á glađningi, en međal verđlaunagripa verđa handunnin listaverk af Ströndum.

            Ţá verđa vegleg verđlaun á hrađskákmótinu, sem haldiđ verđur í kjölfar atskákmótsins.

            Skákmenn á öllum aldri eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst til ţátttöku hjá Róbert Harđarsyni (chesslion@hotmail.com) eđa hjá Sigrúnu Baldvinsdóttur í (sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is, sími 698-7307) og mun hún m.a. hjálpa fólki viđ ađ finna gistingu og veita upplýsingar um hátíđina ađ öđru leyti.

Gistingu er hćgt ađ fá í Hótel Djúpavík og víđar í Árneshreppi, auk ţess sem tjaldstćđi er í Trékyllisvík og Norđurfirđi. Gestir í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi, eiga í vćndum ađ kynnast stórbrotinni náttúru og sögu viđ ysta haf.

Páll Gunnarsson (1961-2006) tók ţátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liđsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ćttađur var af Ströndum, var einn traustasti liđsmađur Hróksins og tók virkan ţátt í skáklandnáminu á Grćnlandi. Međ mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiđra minningu ţessa góđa drengs.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíđu mótsins.   


Björn forseti, Ingvar og Guđmundur í 1.-5. sćti á Bođsmóti TR

Ingvar ŢórFIDE-meistararnir Björn Ţorfinnsson (2417), Ingvar Ţór Jóhannesson (2344) og Guđmundur Kjartansson (2321) eru í 1.-5. sćti ásamt dönsku alţjóđlegu meisturunum Simon Bekker-Jensen og Jakob Vang Glud (2456) međ 1,5 vinning ađ lokinni 2. umferđ Bođsmóts TR sem fram fór í kvöld. Ingvar sigrađi danska alţjóđlega meistarann Esben Lund (2420).

 

 

Úrslit 2. umferđar:
 

 Nieves Kamalakanta Ivan ˝ - ˝ Leosson Torfi 
IMBekker-Jensen Simon 1 - 0 Thorsteinsson Bjorn 
FMJohannesson Ingvar Thor 1 - 0IMLund Esben 
 Omarsson Dadi 0 - 1FMKjartansson Gudmundur 
FMThorfinnsson Bjorn ˝ - ˝IMGlud Jakob Vang 


Stađan:

 

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. rtg+/-
1FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir1,5 4,5
 IMBekker-Jensen Simon DEN2392 1,5 2,8
 FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir1,5 8,6
4IMGlud Jakob Vang DEN2456 1,5 0,6
 FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR1,5 2,7
6 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR1,0 2,7
7IMLund Esben DEN2420 0,5 -9,6
8 Leosson Torfi ISL2137TR0,5 -4,5
  Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 0,5 -5,6
10 Omarsson Dadi ISL2027TR0,0 -3,9

 

Á morgun eru tefdar tvćr umferđir.  Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síđari kl. 17:30.  Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.
 
 

Birnir byrja býsna vel á Bođsmóti TR

Björn ŢorsteinssonNafnarnir Björn Ţorfinnsson (2417) og Björn Ţorsteinsson (2192) byrja vel á alţjóđlegu Bođsmóti TR, sem hófst í kvöld.  Sá yngri (Ţorfinnsson) sigrađi Ivan Nieves Kamalakanta (2225) og sá eldri (Ţorsteinsson) lagđi Torfa Leósson ađ velli.

 

 

Úrslit fyrstu umferđar:
 

FMThorfinnsson Bjorn 1 - 0 Nieves Kamalakanta Ivan 
IMGlud Jakob Vang 1 - 0 Omarsson Dadi 
FMKjartansson Gudmundur ˝ - ˝FMJohannesson Ingvar Thor 
IMLund Esben ˝ - ˝IMBekker-Jensen Simon 
 Thorsteinsson Bjorn 1 - 0 Leosson Torfi 

 

Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17:30.  Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.

 
 

Carlsen međ 2 vinninga forskot - vantar ađeins 3 stig í toppsćti stigalistans

Nisipenu og CarlsenNorski undradrengurinn Magnus Carlsen (2765) hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í sjöundu umferđ Aerosvits-mótsins sem fram fór í Úkraínu í dag.  Fórnarlamb dagsins var rúmenski stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2684).  Carlsen hefur 6 vinninga og tveggja vinninga forskot á Úkraínumennina Sergey Karjakin (2732), Andrei Volokitin (2684) og Pavel Eljanov (2687).  Carlsen vantar nú ađeins um 3 stig til viđbótar til ađ ná efsta sćti skákstigalistans af Anand.  

Úrslit sjöundu umferđar:

Jakovenko, Dmitry1 - 0 Van Wely, Loek
Onischuk, Alexander 0 - 1Eljanov, Pavel
Nisipeanu, Liviu-Dieter 0 - 1Carlsen, Magnus
Alekseev, Evgeny˝ - ˝Shirov, Alexei
Volokitin, Andrei˝ - ˝Svidler, Peter
Karjakin, Sergey˝ - ˝Ivanchuk, Vassily

Stađan:

1. Magnus Carlsen 2765  6 v.
2.-4.Sergey Karjakin 2732, Andrei Volokitin 2684 Pavel Eljanov 2687 4 v.
5.-8. Alexei Shirov 2740, Dmitry Jakovenko 2711, L, Peter Svidler 2746 og Vassily Ivanchuk 2740 3˝ v.
9-10. Liviu-Dieter Nisipeanu 2684 og Evgeny Alekseev 2711 2˝ v.
11-12. Alexander Onischuk 2664 og Loek Van Wely 2676 2 v.

Aerosvit-mótiđ 


Ţorsteinn í Taflfélag Vestmannaeyja

Ţorsteinn ŢorsteinssonFIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2290) hefur ásamt syni Aroni Ellerti gengiđ til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja. 

Ţorsteinn hefur lengst af veriđ í herbúđum Taflfélags Reykjavíkur.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 53
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8779776

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband