Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Alţjóđlegt skákmót Hellis

Taflfélagiđ Hellir stendur fyrir alţjóđlegu skákmót dagana 16.-22. júlí í húsnćđi Skákskólans.  Ţátt taka 10 skákmenn.  Til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţarf 6˝ vinning.

Keppendalisti:

 

No. NameFEDRtg
1GMLazarev Vladimir FRA2491
2FMThorfinnsson Bjorn ISL2417
3FMUlfarsson Magnus Orn ISL2403
4GMWesterinen Heikki M J FIN2357
5FMLagerman Robert ISL2352
6FMSigfusson Sigurdur ISL2324
7 Gretarsson Hjorvar Steinn ISL2291
8 Salama Omar EGY2206
9 Misiuga Andrzej POL2180
10 Kristjansson Atli Freyr ISL2063

Dagskrá mótsins:

 

UmferđDags.VikudagurTími
116.júlmiđvikudagur17:30
217.júlfimmtudagur17:30
318.júlföstudagur17:30
419.júllaugardagur11:00
519.júllaugardagur17:30
620.júlsunnudagur11:00
720.júlsunnudagur17:30
821.júlmánudagur17:30
922.júlţriđjudagur17:30

 


Allar skákir Bođsmótsins

Allar skákir Bođsmóts TR eru nú ađgengilegar og fylgja međ sem viđhengi.  Ţađ var Ţórir Benediktsson sem sá um innsláttinn.


Ingvar og Guđmundur í 3.-5. sćti

Ingvar Ţór Jóhannesson (2344) og Guđmundur Kjartansson (2321) urđu í 3.-5. sćti međ 6 vinningaá Bođsmóti TR sem lauk í dag.  Ţeir voru ađeins hálfum vinningi frá áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.  Danski alţjóđlegi meistarinn Jakob Vang Glud (2456) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7 vinninga.  Vert er ađ benda á góđa frammistöđu hins unga og efnilega skákmanns Dađa Ómarssonar (2027) sem hlaut 3˝ vinning og hćkkar um 29 stig eftir jafntefli viđ Björn Ţorfinnsson (2417) í lokaumferđinni.  


Úrslit níundu umferđar:

 

Thorsteinsson Bjorn ˝ - ˝ Nieves Kamalakanta Ivan 
Leosson Torfi 0 - 1IMLund Esben 
Bekker-Jensen Simon ˝ - ˝FMKjartansson Gudmundur 
Johannesson Ingvar Thor ˝ - ˝IMGlud Jakob Vang 
Omarsson Dadi ˝ - ˝FMThorfinnsson Bjorn 


Lokastađan:

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1IMGlud Jakob Vang DEN2456 7,0 24956,1
2IMBekker-Jensen Simon DEN2392 6,5 24488,1
3FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir6,0 241213,4
4FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR6,0 241517,9
 IMLund Esben DEN2420 6,0 24040,0
6FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir5,0 2322-14,6
7 Omarsson Dadi ISL2027TR3,5 224328,6
8 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR2,5 2138-10,9
9 Leosson Torfi ISL2137TR1,5 2037-16,2
10 Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 1,0 1950-39,5


Skákstjórn var í höndum Ólafs S. Ásgrímssonar.  


Ingvar og Guđmundur í 3.-4. sćti

Ingvar ŢórFIDE-meistararnir Ingvar Ţór Jóhannesson (2344) og Guđmundur Kjartansson (2321) eru í 3.-4. sćti međ 5˝ vinning ađ lokinni áttundu og nćstsíđustu umferđ Bođsmóts TR sem fram fór í kvöld.  Ingvar sigrađi Björn Ţorfinnsson (2417).  Báđir ţurfa ţeir sigur í lokaumferđinni til ađ tryggja sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli en ţađ verđur erfitt ţví ţeir tefla viđ efstu menn mótsins!

Úrslit áttundu umferđar:

 

Nieves Kamalakanta Ivan 0 - 1 Omarsson Dadi 
Thorfinnsson Bjorn 0 - 1FMJohannesson Ingvar Thor 
Glud Jakob Vang 1 - 0IMBekker-Jensen Simon 
Kjartansson Gudmundur ˝ - ˝ Leosson Torfi 
Lund Esben ˝ - ˝ Thorsteinsson Bjorn 

 

Stađan:

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1IMGlud Jakob Vang DEN2456 6,5 25177,6
2IMBekker-Jensen Simon DEN2392 6,0 24709,1
3FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir5,5 240711,1
4FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR5,5 241816,4
5IMLund Esben DEN2420 5,0 2392-2,4
6FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir4,5 2354-8,7
7 Omarsson Dadi ISL2027TR3,0 222422,8
8 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR2,0 2121-11,7
9 Leosson Torfi ISL2137TR1,5 2046-13,8
10 Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 0,5 1870-38,7

 

Níunda og síđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17:30.  Ţá mćtast m.a.: Ingvar - Glud og Bekker-Jensen - Guđmundur. Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.


Henrik sigrađi í Kaffi Norđurfirđi

Róbert veitir Henriki verđlaunStórmeistarinn Henrik Danielsen sigrađi á hrađskákmóti Hróksins í Kaffi Norđurfirđi á ţriđja og síđasta degi skákhátíđar í Árneshreppi. 

34 keppendur mćttu til leiks í Kaffi Norđurfirđi, nýjum veitingastađ í Árneshreppi sem opnađi 17. júní. Henrik, sem var stigahćstur, leyfđi ađeins eitt jafntefli; gegn alţjóđameistaranum Arnari Gunnarssyni. Einar Valdimarsson deildi 2.-3. sćti međ Arnari og er ţađ skemmtilegur árangur hjá ţeim harđsnúna skákmanni.

Henrik hlaut peningaverđlaun fyrir sigurinn og hina glćsilegu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Hestar, sem er nýkomin út hjá Forlaginu.

Vel fór um keppendur í Kaffi Norđurfirđi, enda ilmandi vöfflur og fleira góđgćti á bođstólum. Stađarhaldarar, Edda Hafsteinsdóttir og Guđlaugur Ágústsson, fengu taflsett ađ gjöf í tilefni af opnun stađarins og ţví geta skákmenn jafnan tekiđ eina bröndótta ţegar leiđin um Strandir.

Og ţađ verđur áreiđanlega fyrr en síđar: Skákhátíđin í Árneshreppi 2008 lukkađist frábćrlega, og ţegar hefur veriđ ákveđiđ ađ endurtaka leikinn á nćsta ári.

Lokastađan í hrađskákmóti Hróksins í Kaffi Norđurfirđi:

1. sćti: Henrik Danielsen 5,5 vinningar 2.-3. sćti: Arnar Gunnarsson, Einar Valdimarsson 5 vinninga 4.-10. sćti: Páll Sigurđsson, Svanberg Pálsson, Nökkvi Sverrisson, Einar K. Einarsson, Ingţór Stefánsson, Kjartan Guđmundsson, Pétur Atli Lárusson 4 vinninga 11.-12. sćti: Sigurđur Sverrisson, Eiríkur Björnsson 3,5 vinning 13.-22. sćti: Hrannar Jónsson, Halldór Blöndal, Sverrir Unnarsson, Pétur Blöndal, Kormákur Bragason, Hreinn Ágústsson, Gunnar Nikulásson, Ćgir Ingólfsson, Lilja Grétarsdóttir, Arnar Valgeirsson 3 vinninga  23.-24. sćti: Paulus Napatoq, Róbert Ingólfsson 2,5 vinning 25.-29. sćti: Ingólfur Benediktsson, Kristján Albertsson, Guđmundur R. Guđmundsson, Sóley Pálsdóttir, Björn Torfason 2 vinninga 30.-32. Júlíana Guđlaugsdóttir, Guđmundur Jónsson, Andri Thorstensen 1,5 vinning 33.-34. sćti: Númi Ingólfsson, Ásta Ingólfsdóttir 1 vinning.


Guđmundur í ţriđja sćti

GuđmundurFIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2321) er í ţriđja sćti međ 5 vinninga á Bođsmóti TR eftir sigur á Birni Ţorsteinssyni (2192) í sjöundu umferđ sem fram fór í kvöld.  Björn Ţorfinnsson (2417) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2344) eru í 4.-6. sćti međ 4,5 vinning.  Efstur međ 6 vinninga er danski alţjóđlegi meistarinn Simon Bekker-Jensen (2392) eftir jafntefli viđ Björn. 

Skákir 1.-6. umferđar fylgja međ fréttinni sem viđhengi.  Ţađ var Ţórir Benediktsson sem sló ţćr inn.

Úrslit sjöundu umferđar:

Lund Esben 1 - 0 Nieves Kamalakanta Ivan 
Thorsteinsson Bjorn 0 - 1FMKjartansson Gudmundur 
Leosson Torfi 0 - 1IMGlud Jakob Vang 
Bekker-Jensen Simon ˝ - ˝FMThorfinnsson Bjorn 
Johannesson Ingvar Thor ˝ - ˝ Omarsson Dadi 

 

Stađan:

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1IMBekker-Jensen Simon DEN2392 6,0 256113,2
2IMGlud Jakob Vang DEN2456 5,5 24783,5
3FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR5,0 245520,0
4IMLund Esben DEN2420 4,5 24142,0
5FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir4,5 24080,3
6FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir4,5 23472,1
7 Omarsson Dadi ISL2027TR2,0 216511,4
8 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR1,5 2069-16,0
9 Leosson Torfi ISL2137TR1,0 1984-17,4
10 Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 0,5 1933-27,3

 

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17:30. Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.


Helgi Ólafsson sigrađi međ glćsibrag á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík

Helgi og Espen Lund Helgi Ólafsson stórmeistari sigrađi međ glćsibrag á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík nú um helgina. Helgi tapađi ekki skák og hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum.  

Björn Ţorfinnsson var í öđru sćti međ 7 vinninga og í 3.-5. sćti urđu Arnar E. Gunnarsson, Simon Bekker-Jensen og Henrik Danielsen međ 6,5 vinning.

Mótiđ var haldiđ í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík og var einstaklega skemmtilegt. Keppendur voru 53 og komu úr öllum áttum, börn og byrjendur, stórmeistarar og stórbćndur.

Veitt voru verđlaun í fjölmörgum flokkum og varđ Einar K. Einarsson efstur skákmanna međ minna en 2200 stig. Björn Torfason bóndi á Melum varđ efstur í 2 flokkum, heimamanna og stigalausra skákmanna.

Svanberg Pálsson var efstur barna á grunnskólaaldri, annar var Nökkvi Sverrisson og ţriđja Emma Kamilla Finnbogadóttir.

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir varđ efst kvenna. Hún gaf verđlaunafé sitt í söfnun til styrktar Guđmundi Ţorsteinssyni á Finnbogastöđum, sem missti hús sitt í stórbruna í byrjun vikunnar. Ađrir verđlaunahafar gáfu líka í söfnunina.

Heiđursgestur mótsins var grćnlenski pilturinn Paulus Napatoq. Hann er 16 ára, hefur veriđ blindur frá fćđingu og býr í afskekktasta ţorpi Grćnlands. Hann tefldi 5 skákir á mótinu í Djúpavík og fékk 3,5 vinning.

Á morgun, sunnudag, verđur hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi, nýju kaffihúsi Árneshrepps sem opnađi á ţjóđhátíđardaginn. Mótiđ hefst kl. 12 og er öllum opiđ.

Myndin: Helgi Ólafsson var allan tímann uppi á sviđi í síldarverksmiđjunni í Djúpavík. Hér teflir hann viđ danska alţjóđameistarann Espen Lund. Helgi vann.

Minningarmót Páls Gunnarssonar, lokastađa 1: Helgi Ólafsson, 8 vinninga 2: Björn Ţorfinnsson, 7 vinninga 3-5: Arnar Gunnarsson, Simon Bekker-Jensen, Henrik Danielsen, 6,5 vinning 6-8: Espen Lund, Guđmundur Kjartansson, Einar K. Einarsson 6 vinninga 9-11: Magnús Gíslason, Hrannar Jónsson, Svanberg Már Pálsson 5,5 vinning 12-20: Róbert Harđarson, Jakob Fang Glud, Grímur Grímsson, Pétur Atli Lárusson, Hilmar Ţorsteinsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Birgir Berndsen, Kjartan Guđmundsson, Páll Sigurđsson 5 vinninga 21-26: Eiríkur Björnsson, Sigurđur Sverrisson, Sverrir Unnarsson, Ingţór Stefánsson, Björn Torfason, Gunnar Nikulásson 4,5 vinning o.s.frv.


Minningarmótiđ hefst í kvöld

Páll GunnarssonFjölmargir hafa ţegar skráđ sig til leiks á stórmóti Hróksins í Djúpavík á Ströndum, sem helgađ er minningu Páls Gunnarssonar, og fer fram helgina 20.-22. júní.

            Tefldar verđa 9 umferđir, ţrjár föstudagskvöldiđ 20. júní og sex laugardaginn 21. júní. Umhugsunartími er 20 mínútur fyrir hverja skák. Sunnudaginn 22. júní fer svo fram hrađskákmót í Trékyllisvík.

            Međal skákmeistara sem hafa skráđ sig til leiks eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen, alţjóđlegu meistararnir Stefán Kristjánsson, Arnar Gunnarsson og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir og međal annarra keppenda má nefna Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson, Guđmund Kjartansson, Elvar Guđmundsson, Ingvar Ásbjörnsson og Einar K. Einarsson.  Svo taka dönsku alţjóđlegu meistarnir Jakob Vang Glug, Esben Lund og Simon Bekker-Jesen ţátt.  

            Ţá mun vinir og félagar Páls Gunnarssonar úr Hróknum fjölmenna og segir Sigrún Baldvinsdóttir dagskrárstjóri hátíđarinnar ađ menn hafi bođađ komu sína siglandi, fljúgandi, ríđandi og akandi.

            1. verđlaun á minningarmótinu eru 100 ţúsund krónur, 2. verđlaun 50 ţúsund, 3. verđlaun 30 ţúsund, 4. verđlaun 20 ţúsund og 5. verđlaun 15 ţúsund.

            Ţá eru veitt verđlaun fyrir besta frammistöđu Strandamanna, stigalausra skákmanna og skákmanna međ minna en 2200 stig. Í hverjum flokki eru 1. verđlaun 15 ţúsund, 2. verđlaun 10 ţúsund og ný bók í 3. verđlaun.

            Ennfremur eru veitt 15 ţúsund króna verđlaun fyrir bestan árangur kvenna, heldri borgara og grunnskólabarna, auk bókavinninga. Fleiri eiga von á glađningi, en međal verđlaunagripa verđa handunnin listaverk af Ströndum.

            Ţá verđa vegleg verđlaun á hrađskákmótinu, sem haldiđ verđur í kjölfar atskákmótsins.

Páll Gunnarsson (1961-2006) tók ţátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liđsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ćttađur var af Ströndum, var einn traustasti liđsmađur Hróksins og tók virkan ţátt í skáklandnáminu á Grćnlandi. Međ mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiđra minningu ţessa góđa drengs.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíđu mótsins.   


Guđmundur, Ingvar og Björn í 3.-5. sćti

Guđmundur og Björn Ţorfinnsson

FIDE-meistararnir Guđmundur Kjartansson (2321), Ingvar Ţór Jóhannesson (2344) og Björn Ţorfinnsson (2417) unnu allir sínar skákir í sjöttu umferđ Bođsmóts TR sem fram fór í dag.  Guđmundur sigrađi danska alţjóđlega meistarann Esben Lund (2420).  Ţremenningarnir eru nú í 3.-5. sćti međ 4 vinninga.  Simon Bekker-Jensen (2392) er efstur međ 5˝ vinning.   

Úrslit sjöttu umferđar:

 

Nieves Kamalakanta Ivan 0 - 1FMJohannesson Ingvar Thor 
Omarsson Dadi 0 - 1IMBekker-Jensen Simon 
Thorfinnsson Bjorn 1 - 0 Leosson Torfi 
Glud Jakob Vang 1 - 0 Thorsteinsson Bjorn 
Kjartansson Gudmundur 1 - 0IMLund Esben 

 

Stađan: 

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. rtg+/-
1IMBekker-Jensen Simon DEN2392 5,5 12,9
2IMGlud Jakob Vang DEN2456 4,5 2,2
3FMKjartansson Gudmundur ISL2321TR4,0 15,0
4FMJohannesson Ingvar Thor ISL2344Hellir4,0 7,7
5FMThorfinnsson Bjorn ISL2417Hellir4,0 0,8
6IMLund Esben DEN2420 3,5 -1,8
7 Thorsteinsson Bjorn ISL2192TR1,5 -11,1
8 Omarsson Dadi ISL2027TR1,5 5,8
9 Leosson Torfi ISL2137TR1,0 -15,4
10 Nieves Kamalakanta Ivan PUR2225 0,5 -23,5

 

Sjöunda umferđ fer fram á sunnudaginn og hefst kl. 19.  Teflt er í húsnćđi TR, Faxafeni 12.

 

Sverrir Norđfjörđ látinn

Sverrir NorđfjörđSkákmeistarinn Sverrir Norđfjörđ er látinn en hann lést á 67 ára afmćlisdag sinn, ţjóđhátíđardaginn 17. júní.

Sverrir hefur veriđ ţekktur sem ákaflega litríkur skákmađur og minnast hans margir skákmenn fyrir fjörlegar skákir hans.   

Međal annars má lesa minningar skákmanna um hann í ţrćđi á Skákhorninu. Ţess má geta ađ Sverrir er einn örfárra Íslendinga sem náđi punkti gegn Fischer en hann sigrađi hann í fjöltefli í Kaupmannahöfn áriđ 1962.   Skákina má finna í athugasemd međ fćrslunni.  

Ritstjóri Skák.is vottar ađstandendum Sverris samúđ sína.  

Međfylgjandi mynd af Sverri var tekin á öđlingamótinu, sem fram fór í vor, síđasta mótinu sem hann tefldi í.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 8779861

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband