Leita í fréttum mbl.is

Minningarmótiđ hefst í kvöld

Páll GunnarssonFjölmargir hafa ţegar skráđ sig til leiks á stórmóti Hróksins í Djúpavík á Ströndum, sem helgađ er minningu Páls Gunnarssonar, og fer fram helgina 20.-22. júní.

            Tefldar verđa 9 umferđir, ţrjár föstudagskvöldiđ 20. júní og sex laugardaginn 21. júní. Umhugsunartími er 20 mínútur fyrir hverja skák. Sunnudaginn 22. júní fer svo fram hrađskákmót í Trékyllisvík.

            Međal skákmeistara sem hafa skráđ sig til leiks eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen, alţjóđlegu meistararnir Stefán Kristjánsson, Arnar Gunnarsson og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir og međal annarra keppenda má nefna Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson, Guđmund Kjartansson, Elvar Guđmundsson, Ingvar Ásbjörnsson og Einar K. Einarsson.  Svo taka dönsku alţjóđlegu meistarnir Jakob Vang Glug, Esben Lund og Simon Bekker-Jesen ţátt.  

            Ţá mun vinir og félagar Páls Gunnarssonar úr Hróknum fjölmenna og segir Sigrún Baldvinsdóttir dagskrárstjóri hátíđarinnar ađ menn hafi bođađ komu sína siglandi, fljúgandi, ríđandi og akandi.

            1. verđlaun á minningarmótinu eru 100 ţúsund krónur, 2. verđlaun 50 ţúsund, 3. verđlaun 30 ţúsund, 4. verđlaun 20 ţúsund og 5. verđlaun 15 ţúsund.

            Ţá eru veitt verđlaun fyrir besta frammistöđu Strandamanna, stigalausra skákmanna og skákmanna međ minna en 2200 stig. Í hverjum flokki eru 1. verđlaun 15 ţúsund, 2. verđlaun 10 ţúsund og ný bók í 3. verđlaun.

            Ennfremur eru veitt 15 ţúsund króna verđlaun fyrir bestan árangur kvenna, heldri borgara og grunnskólabarna, auk bókavinninga. Fleiri eiga von á glađningi, en međal verđlaunagripa verđa handunnin listaverk af Ströndum.

            Ţá verđa vegleg verđlaun á hrađskákmótinu, sem haldiđ verđur í kjölfar atskákmótsins.

Páll Gunnarsson (1961-2006) tók ţátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liđsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ćttađur var af Ströndum, var einn traustasti liđsmađur Hróksins og tók virkan ţátt í skáklandnáminu á Grćnlandi. Međ mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiđra minningu ţessa góđa drengs.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíđu mótsins.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband