Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Skákmót öđlinga hefst 23. mars

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12.  Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.

Núverandi öđlingameistari er Bragi Halldórsson.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 23. mars kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 30. mars kl. 19.30
  • 3. umferđ miđvikudag 6. apríl kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 13. apríl kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 27. apríl kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 4. maí kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 11. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 18. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu.  Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ.  Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.


Úrslit í Deloitte Reykjavík Barna Blitz fara fram í dag

Skákakademía ReykjavíkurÍ úrslitunum keppa átta ungir skákmenn sem ýmist unnu sér rétt til ţátttöku á ćfingum taflfélaganna í borginni eđa hlutu bođssćti.

Keppendalistinn liggur fyrir og er ţannig:

  • Oliver Aron Jóhannesson Fjölni
  • Jóhann Arnar Finnsson Fjölni
  • Nansý Davíđsdóttir Fjölni
  • Gauti Páll Jónsson TR
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir TR
  • Vignir Vatnar Stefánsson TR
  • Dawid Kolka Helli
  • Heimir Páll Ragnarsson Helli

Tefldar verđa hrađskákir og teflt verđur eftir útsláttarfyrirkomulagi.

Skákirnar verđa sýndar á sýningartjaldi og hefjast átta manna úrslit 14:30.

Úrslitaeinvígiđ fer svo fram rétt fyrir 6. umferđ Reykjavíkurskákmótsins.

 


Fimm erlendir stórmeistarar efstir á MP Reykjavíkurskákmótinu

IMG 1610Ýmislegt óvćnt hefur gerst á MP Reykjavíkurskákmótinu og erlendir skákmenn rađa sér í efstu sćtin ađ lokinni fimmtu umferđ sem fram fór í kvöld.  Og efstir Íslendinga eru nöfn sem er ekki venjuleg á ţeim lista en međ 3,5 vinning auk stórmeistarans Henriks Danielsen, sem ekki kemur óvart ađ sjá ţarna, eru ţeir Jón Árni Halldórsson og Bjarni Sćmundsson. 

Árangur ţess síđarnefnda var einkar eftirtekarverđur í dag en fórnarlömb hans í dag voru sterkir íslenskir skákmenn ţeir Róbert Lagerman og Dagur Arngrímsson.  Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16:30.    Jón L. Árnason verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18.    

Ţeir sem eru efstir međ 4,5 vinning eru stórmeistararnir Luke McShane, Englandi, Yuriy Kuzubov, Úkraínu, sem sigrađi landa sinn Ilya Nyzhnik, Kamil Miton, Póllandi, Grikkinn Stelios Halkia, og Kaninn Robert Hess.  

Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki. Tiger Hillarp Persson (Svíţjóđ), Jon Ludvig Hammer (Noregi) og Sune Berg Hansen (Danmörku)  eru efstir í opnum flokki međ 4 vinninga en Emilia Horn og Christin Andersson (Svíţjóđ), Sheila Barth Sahl (Noregi) og Oksana Vovk (Danmörku) eru efstar í kvennaflokki međ 3 vinninga.   

Pörun sjöttu umferđar liggur fyrir og er ađgengileg á Chess-Results.  Ţá mćtast m.a.:

  • Hess - McShane
  • Kuzubov - Miton
  • Gustafsson - Halkias
  • Henrik - Milliet
  • Jón Árni - Grover
  • Bjarni - Hannes Hlífar

Helstu tenglar

 


Hiđ árlega Skák-PubQuiz fer fram í kvöld, laugardagskvöld.

Hiđ árlega Skák-PubQuiz fer fram í kvöld, laugardagskvöld.  Spurningakeppnin er sem fyrr skipulögđ af Skákakademíu Reykjavíkur, í nánu samstarfi viđ spurningahöfundinn Sigurbjörn Björnsson.

Keppnin fer fram á Hressingarskálanum - nánar tiltekiđ á dansgólfinu - og hefst klukkan 22:00.

Tveir og tveir saman í liđi og 30 spurningar. Ţađ ţarf ekki ađ skrá sig en keppendur minntir á ađ mćta međ penna.

 


Vin Open á mánudag

Í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur, heldur Skákfélag Vinjar hiđ árlega Vin - Open, mánudaginn 14. mars klukkan 13:00. Vin er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavík.

Mótiđ er einn hliđarviđburđa MP Reykjavíkurmótsins og ţátttakendur ţađan hafa fjölmennt í Vin undanfarin ár og gefiđ mótinu skemmtilegan lit.

Tefldar verđa sex umferđir og mótiđ verđur búiđ fyrir klukkan 15, jafnvel ţó kaffihlé verđi gert til ađ bústa upp orkuna.

Auk verđlaunapeninga eru bókaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk sérstakra aukaverđlauna fyrir:

  • Efsta ţátttakandann 60 ára og eldri.
  • Efsta ţátttakandann fćddan 1993 og yngri
  • Efst kvenna

 

Skákstjórn, dómgćsla  og utanumhald er í höndum Róberts Lagerman.

 

Allir velkomnir og kostar ekkert,  en endilega ađ mćta tímanlega svo mótiđ geti hafist klukkan 13:02!


Umfjöllun um MP Reykjavíkurskákmótiđ á erlendum skáksíđum

DSC 2609Fjallađ er um MP Reykjavíkurskákmótiđ á ýmsum erlendum skáksíđum.  Ţćr helstu má finna í neđangreindum vefsíđum:


EM öldungasveita 2011

Ţađ er áhugi fyrir ţví međal eldri skákmanna ađ senda íslenskt liđ á EM öldungasveita sem fram fer í Ţessalóníku í Grikklandi í maí.   Ţegar hafa fjórir skákmenn meldađ en einn vantar til viđbótar.  Skák.is hefur fengiđ póst frá Gunnari Finnlaugssyni, ţar sem hann hvetur áhugasama ađ hafa samband viđ sig.   

Ţeir sem hafa skráđ sig ţegar til leiks eru: Arnţór Sćvar Einarsson, Gunnar Finnlaugsson, Gunnar Gunnarsson og Magnús Gunnarsson.

Gunnar segir:

Mótiđ mun ađ ţessu sinn fara fram 3. til 11. maí nćstkomandi í nágrenni Thessaloniki í Grikklandi.

Ţeir skákmenn sem náđ hafa 60 ára aldri 1. janúar 2011 hafa ţátttökurétt. Fyrir skákkonur gildir 50 ár.

Á slóđinni http://gamesfestival.chessdom.com/european-senior-teams-championship-2011 má finna allar upplýsingar um mótiđ.

Ţeir sem hafa áhuga á ţátttöku eru beđnir ađ hafa samband sem fyrst viđ undirritađan á gunnarfinn@hotmail.se. Tilkynna ţarf ţátttöku sveitarinnar/sveitanna um miđjan mars. Íslandsmeistarinn frá 1966.  Ţátttakendur ţurfa ađ reikna međ ađ borga stóran hluta ferđakostnađar úr eigin vasa. Skáksambandiđ og Skákdeild KR styrkti ferđina til Dresden.

Búast má viđ góđu veđri og skemmtilegri keppni!

 


Elsa María sigrađi á fimmtudagsmóti

Vegna Reykjavíkurskákmótsins voru ţátttakendur á fimmtudagsmótinu 10. mars fćrri en venjulega eđa ađeins 8. En Elsa María Kristínardóttir, sem teflir í Reykjavíkurskákmótinu, kom viđ í Faxafeninu á heimleiđ eftir skákina í Ráđhúsinu, tók ţátt í fimmtudagsmótinu og gerđi sér lítiđ fyrir og fékk 7 vinn. af 7 mögulegum. Hún var búin ađ tryggja sér sigurinn fyrir síđustu umferđina.

 

Lokastađan:

1.       Elsa María Kristínardóttir 7 v.

2.-3. Gauti Páll Jónsson    5 v.

2.-3. Helgi Heiđar Stefánsson 5 v.

4.-5. Guđmundur Gunnlaugsson 3 v.

4.-5. Andrés Sigurđsson  3 v.

6.    Atli Andrésson  2,5 v.

7.    Björgvin Kristbergsson 2 v.

8.    Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0,5 v.   


MP Reykjavíkurskákmótiđ: Pörun 3. umferđar

IMG 1289Alls eru 32 skákmenn efstir međ fullt hús eftir 2. umferđ MP Reykjavíkurmótsins sem fram fór í kvöld.  Ţar á međal eru fjórir íslenskir skákmenn; Jón Viktor Gunnarsson (2428), Henrik Danielsen (2533), Bragi Ţorfinnsson (2417) og Ţröstur Ţórhallsson (2387).   Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16:30. Pörun 3. umferđar má finna á Chess-Results.  Jóhann Hjartarson verđur međ skákskýringar sem hefjast uppúr kl. 18.

Í 3. umferđ mćtast m.a.:

  • Hammer - Berbatov
  • Jón Viktor - Baklan
  • Bragi - Gupta
  • Hess - Ţröstur
  • Thomassen - Henrik

Helstu tenglar

 


MP Reykjavíkurskákmótiđ: Ţröstur vann Gustafsson

olafur haraldsson mp bankiFlestum skákum 2. umferđar MP Reykjavíkurskákmótsins er lokiđ.  Ţröstur Ţórhallsson (2387) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi ţriđja stigahćsta keppenda mótsins, ţýska stórmeistarann Jan Gustafsson (2647).  Ţröstur naut ţar ađstođar Ólafs Haraldssonar, framkvćmdastjóra viđskiptabankasviđs MP banka, sem lék fyrir hann fyrsta leikinn!  Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2533) og alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson (2428) og Bragi Ţorfinnsson (2417) hafa 2 vinninga eins og Ţröstur. 

Hannesi Hlífar Stefánssyni (2557) gekk ekki jafnvel og í fyrstu umferđ og tapađi fyrir hvít-rússnesku skákkonunni Önnu Sharevich (2323).  

Ýmsir íslensku skákmannanna náđu góđum úrslitum.  Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2327) gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann Gawain Jones (2578), nafni hans Gíslason (2291) gerđi jafntefli viđ indversku skákdrottninguna Harika Dronavalli (2524) og Áskell Örn Kárason (2258) gerđi jafntefli litháíska stórmeistarann Aloyzas Kveinys (2506). 

Umferđinni lýkur um 22.  

Helstu tenglar

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 8764928

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband