Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Önnur umferđ MP Reykjavíkurmótsins hefst kl. 16:30 í Ráđhúsinu

IMG 3467Önnur umferđ MP Reykjavíkurmótsins fer fram í dag og hefst kl. 16:30 og ţá verđa margar hörkuviđureignir.   Helgi Ólafsson verđur međ skákskýringar sem hefjast uppúr kl.  18.

Í 2. umferđ mćtast m.a.:

  • Ţröstur - Gustafsson
  • Dagur - Hammer
  • Hansen - Ingvar Ţór
  • Jones - Guđmundur Kja
  • Sharevich - Hannes
  • Henrik - Kovachev

Helstu tenglar

 


Íslandsmót grunnskólasveita

Íslandsmót grunnskólasveita 2011 fer fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, Reykjavík dagana  19. og 20. mars nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna).  Keppendur skulu vera fćddir 1995 eđa síđar.

 

Dagskrá:                    

  • Laugardagur 19. mars kl. 13.00 1., 2., 3., 4. og 5. umf.
  • Sunnudagur 20. mars kl. 11.00 6., 7., 8. og 9. umf.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer á Íslandi í september nćstkomandi.  

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is.   Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 17. mars.

Ath.:  Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


MP Reykjavíkurskákmótiđ hófst í dag - Hannes Hlífar vann í 10 leikjum!

MP Reykjavíkurskákmótiđ hófst í dag í Ráđhúsi Reykjavíkur.  166 skákmenn taka ţátt frá 30 löndum og ţar af eru 29 sem bera stórmeistaratign.  Úrslitin í dag hafa almennt eftir bókinni ţađ er hinir stigahćrri unnu hina stigalćgri enda styrkleikamunurinn mikill í fyrstu umferđ.   Af hinum 166 keppendum eru 67 íslenskir og 99 erlendir.   Sigurvegari síđustu 3ja Reykjavíkurskákmóta, Hannes Hlífar Stefánsson, byrjađi vel og vann sína skák í ađeins 10 leikjum!

Mótiđ í ár er margţćtt en ţađ er jafnframt minningarmót um Inga R. Jóhannsson, skákmeistara, auk ţess ađ vera bćđi Norđurlandamót í opnum flokki sem og kvennaflokki.

Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formađur ÍTR, setti mótiđ og lék fyrsta leik ţess fyrir enska stórmeistarann Luke McShane gegn norsku skákkonunni Sheila Barth Sahl og sitja ţau enn ađ tafli en um 10 skákum er enn ólokiđ.  

Ungstirnin setja svip sitt á mótiđ en yngsti stórmeistari heims, hinn 14 ára Úkraínumađur Ilya Nyzhnik er međal keppenda sem og jafnaldri hans Kiprian Berbatov, sem er náfrćndi fótboltamanns úr Manjú.

Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16:30.   Ţá hefjast einnig skákskýringar Jóhanns Hjartarsonar og hefjast um kl. 19.   

Ađalstyrktarađilar mótsins eru MP banki og Deloitte.  

Heimasíđa mótsins er Chess.is og ţar er t.d. hćgt ađ nálgast átta af helstu viđureignum hverrar umferđar í beinni útsendingu.  

Áhorfendur er hvattir til ađ fjölmenna á skákstađ.


MP Reykjavíkurskákmótiđ í erlendum skákfjölmiđlum

MP Reykjavíkurskákmótiđ vekur mikla athygli erlendis á ChessBase er komin skemmtileg frétt um MP Reykjavíkurskákmótiđ og Íslandsmót skákfélaga.  Chessdom ćtlar svo ađ vera međ beinar útsendingar á vef sínum međ tölvuskýringum.  

Skák.is mun reyna ađ fylgjast međ erlendum skákfréttum frá MP Reykjavíkurskákmótinu.  Skákáhugamenn eru hvattir til ađ fjölmenna á í Ráđhúsiđ kl. 16 í dag en ţá er mótiđ sett.  

 


SA-pistill

Enn fjölgar pistlum um Íslandsmót skákfélaga.  Áskell Örn Kárason, formađur Skákfélags Akureyrar, hefur skrifađ einn slíkan sem finna má á heimasíđu SA.   

Ritstjóri mun safna saman pistlum á einum stađ og birta fréttir ţegar fleiri pistlar liggja fyrir en a.m.k. pistill frá KR-ingum er vćntanlegur í hús.   


Valdimar og Ţorsteinn efstir í Ásgarđi í dag

Ţađ var frekar fámennt og góđmennt í Ásgarđi í dag. Kannski hefur snjórinn haft einhver áhrif og svo getur veriđ ađ sumir eldri skákmenn hafi veriđ ţreyttir eftir íslandsmót skákfélaga sem lauk á laugardag en ţar voru margir eldri borgarar ađ berjast á hvítum reitum og svörtum.

Valdimar Ásmundsson og Ţorsteinn Guđlaugsson urđu efstir og jafnir međ 7.5 vinning af 9 mögulegum og Ásgeir Sigurđsson náđi  ţriđja sćti međ 6.5vinning.

Heildarúrslit:

  • 1-2            Valdimar ásmundsson                     7.5 vinninga
  •                  Ţorsteinn Guđlaugsson                      -
  • 3               Ásgeir Sigurđsson                           6.5      -
  • 4-5            Birgir Ólafsson                                5.5      -
  •                  Gísli Sigurhansson                            -
  • 6-7            Hermann Hjartarson                        5         -
  •                  Baldur Garđarsson                           -
  • 8-9            Jón Víglundson                                4.5      -
  •                  Birgir Sigurđsson                              -
  • 10-12        Eiđur Á Gunnarsson                          4         -
  •                  Finnur Kr Finnsson                           -
  •                  Jónas Ástráđsson                             -
  • 13              Halldór Skaftason                            3.5         -
  • 14              Friđrik Sófusson                              3          -
  • 15              Sćmundur Kjartansson                   2           -
  • 16              Hrafnkell Guđjónsson                      0            -

Hress Hess

img_1260.jpgHinum unga bandaríska stórmeistara Robert Hess var vel fagnađ ţegar hann heimsótti Frostaskjóliđ í gćrkvöldi og tók ţátt í hrađskákmóti KR-klúbbsins, sem ţar fer fram öll mánudagsmót áriđ um kring.

Ţátttakendur voru 28 og tefldar 13 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma eins og venjulega.

Eins og viđ mátti búast fór Hess međ sigur af hólmi međ fullu húsi og var býsna hress međ árangur sinn.  Gunnar Gunnarsson var í öđru sćti međ 11.5 v. og Jón G. Friđjónsson ţriđji međ 9.5, annars dreifust vinningarnir nokkuđ jafnt eftir ţađ, nema hjá ţeim sem áttu slćman dag.


Gođa- og Eyja pistlar

Jón Ţorvaldsson og Hermann Ađalsteinsson liđsstjórar a- og b-liđa Gođans hafa skrifađ pistla um Gođmagnađa framgöngu félaganna á heimasíđu félagsins.   Ţorsteinn Ţorsteinsson, liđsstjóri Taflfélags Vestmannaeyja hefur einnig skrifađ pistil um árangur Eyjapeyja.  

Ritstjóri mun safna saman pistlum á einum stađ og birta fréttir ţegar fleiri pistlar liggja fyrir.


Teflir 10 skákir í einu blindandi - í dag kl. 16:30 í MP banka

Evgenij MiroshnichenkoMP Reykjavíkurskákmótiđ mun fara fram dagana 9.-16. Mars. Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur og munu um 170 keppendur frá 30 löndum tefla í mótinu.  Međfram sjálfu mótinu munu verđa haldnir nokkrir skemmtilegir skákviđburđir.

Fyrsti viđburđurinn og ef til vill sá merkilegasti verđur ţegar Úkraínumađurinn  Evgenij Miroshnichenko mun reyna ađ tefla viđ 10 skákmenn í einu og ţađ blindandi! Ţađ verđur fjölbreyttur hópur skákmanna og kvenna sem mun tefla viđ ÚkraínuIMG 1159manninn. Fyrst skal nefna hinu ungu skákkrakka Vigni Vatnar Stefánsson, Nansý Davíđsdóttir og Mykael Krawchuk. Vignir og Nansý hafa vakiđ mikla athygli ađ undanförnu fyrir sigra sína viđ skákborđiđ og Mykael stendur ţeim ekki langt ađ baki og er jafnframt ćttađur frá Úkraínu. 

Íslendingar eiga margar glćsilegar skákdrottningar og fulltrúar kvennalandsliđsins munu reyna ađ máta ofurstórmeistarann. Margt er líkt međ skák og stjórnmálum; Guđfríđur Lilja, Halldór Blöndal og Óttarr Proppé verđa fulltrúar pólitíkusa en í ţeirra röđum hafa margoft leynst sterkir skákmenn.

Hermann GunnarssonSíđastan en langt frá ţví ađ vera sístan skal nefna hinn ţekkta skákskýranda og gleđipinna Hermann nokkurn Gunnarsson en Hemmi er býsn sterkur skákmađur og fróđlegt ađ fylgjast međ hvort honum takist ađ leggja stórmeistarann ađ velli.

Fjöltefliđ fer fram í MP-banka Ármúla 13a - ţriđjudaginn 8. mars kl. 16:30 til ca. 19:00, degi áđur en Reykjavík-Open hefst.

Allir eru velkomnir til ađ horfa á fjöltefliđ og er ađgangur ókeypis.  

 


 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 8764615

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband