Leita í fréttum mbl.is

Skákir úr Vetrarmóti öđlinga

Ţórir Benediktsson hefur slegiđ inn skákir úr 1.-6. umferđ Vetrarmóts öđlinga sem nú í fullum gangi. Sćvar Bjarnason leiđir međ 5 vinninga en lokaumferđin fer fram á miđvikudag.

Stöđu mótsins má finna hér. Röđun sjöundu og síđustu umferđar, sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.

Í lokaumferđinni mćtast međal annars: Halldór Pálsson - Sćvar Bjarnason, Júlíus Friđjónsson - Gylfi Ţórhallsson og Jóhann Ragnarsson (2081) - Júlíus Friđjónsson



Frábćr skákheimsókn til Grćnlands: Skákgyđjan hefur numiđ land í Nuuk

IMG_4255,,Skák er svo kúl!" sagđi grćnlensk grunnskólastúlka, eftir ađ hafa fengiđ ađ kynnast undraheimi taflistarinnar. Liđsmenn Hróksins, Henrik Danielsen og Hrafn Jökulsson, heimsóttu Nuuk, höfuđstađ Grćnlands, fóru í nokkra grunnskóla, leituđu uppi skákklúbb heimamanna, voru bođnir í fjölsmiđju fyrir unglinga og hittu borgarstjórann.

IMG_4057Ferđin var í alla stóđi stórkostleg og Henrik sýndi enn og aftur hversu vel hann nćr til krakka -- hvort sem ţeir eru í Grćnlandi, Íslandi, Fćreyjum, Danmörku eđa Afríku.

IMG_4101Heimamenn tóku liđsmönnum Hróksins tveim höndum. Hjónin Benedikte og Guđmundur Ţorsteinsson höfđu skipulagt heimsóknina, en Benedikte var einmitt manneskjan sem átti allan heiđur af skipulagningu sögufrćgu heimsóknarinnar til Suđur-Grćnlands 2003, ţegar skáklandnámiđ hófst hjá okkar góđu nágrönnum og vinum.

IMG_4117Skólastjórnendur og kennarar í Nuuk voru ánćgđir međ heimsóknir hinna íslensku sendibođa, og bćjarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, tók afar vel í hugmyndir um ađ öll börn í Nuuk fengju ađ kynnast skákíţóttinni. Bćjarstjórinn hafđi líka heyrt af jákvćđum áhrifum skákkunnáttu á námsárangur og félagslega fćrni barna, og hét fullum stuđningi viđ áframhaldandi skáklandnám.

Grćnlandsskák 422Draumur Hróksmanna er ađ skipuleggja stórt alţjóđlegt atskákmót í Nuuk á nćsta ári, í minningu Jonathans Motzfeldts, hins  mikla landsföđur  leiđtoga Grćnlendinga, sem einmitt tók ţátt í fyrsta mótinu í Qaqortoq 2003, ásamt kempum á borđ viđ Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Sćvar Bjarnason, Ivan Sokolov, Reginu Pokorna, Predrag Nikolic, Róbert Lagerman, Stefán Kristjánjsson, Tomas Oral, Nick de Firmian -- og ótal íslenska og grćnlenska skákáhugamenn.

IMG_4122Síđasta áratuginn hafa Hróksliđar einbeitt sér ađ starfinu á Austur-Grćnlandi og haldiđ ótal skákhátíđir í Tasiilaq og litlu ţorpunum ţar um kring, auk ţess ađ fara um hverja páska til  Ittoqqortoormiit, sem er trúlega einangrađasta ţorp á norđurhveli.

Drifkrafturinn á bak viđ landnám íslenskra skákmanna á Grćnlandi eru einkunnarorđ FIDE, alţjóđasambands skákmanna: Viđ erum ein fjölskylda.

IMG_4109Viđ trúum ţví líka ađ grannţjóđirnar í norđri eigi ađ hafa sem mesta samvinnu, og besta leiđin til ţess er vitaskuld ađ ná til ungu kynslóđarinnar.

Ţađ er ekki sjálfsagt ađ fara til Grćnlands á jólaföstunni og fćra gleđi skákarinnar til okkar góđu granna. Henrik Danielsen sýndi enn einu sinni ađ hann er alltaf tilbúinn ađ leggja sitt af mörkum. Verkfrćđifyrirtćkiđ Mannvit hjálpađi okkur mikiđ, sem og okkar góđu vinir hjá Flugfélagi Íslands. Forlagiđ, Henson, Sögur útgáfa og Nói Sírus gerđu okkur kleift ađ fćra börnunum margar góđar gjafir. Skáksambandiđ, Skákakademían og Skákfélag Vinjar létu taflbúnađ af mörkum -- svo nú er hćgt ađ tefla á mörgum borđum í Nuuk.

IMG_4262Nú er bara nćsta mál á dagskrá: Ađ fá sem flesta íslenska skákáhugamenn til ađ taka ţátt í Minningarmóti Jonathans Motzfeldts í Nuuk 2013.

Í millitíđinni gćti ég vel trúađ ţví ađ Arnar Valgeirsson og fleiri góđir vinir skipuleggi enn eina skákhátíđ á 70. breiddargráđu, ţví börnin í Ittoqqortoormiit vilja sína skák um páskana og engar refjar.

Djúpar ţakkir til allra sem hjálpuđu viđ ađ gera ţetta ćvintýri ađ veruleika!

 

Myndir frá Nuuk  HJ

Enn fleiri skemmtilegar myndir frá Nuuk

Facebook-síđan: Skák á Grćnlandi


Fjögur jafntefli í London

Öllum skákum sjöundu umferđar London Chess Classic lauk međ jafntefli í kvöld. Ţar á međal gerđi Carlsen (2848) jafntefli viđ Nakamura (2760). Carlsen, sem hefur 5 stiga forystu á Kramnik (2795), situr yfir á morgun.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast međal Kramnik-Jones og Aronian-Adams.

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.

Birkir Karl Sigurđsson (1725) gerđi sitt sjötta jafntefli í átta skákum í opna flokknum. Hann hefur 3 vinninga en hefur teflt upp fyrir sig allt mótiđ.

Úrslit 7. umferđar:

Gawain Jones

˝-˝

Levon Aronian

 

Mickey Adams

˝-˝

Luke McShane

 

Judit Polgar

˝-˝

Vishy Anand

 

Hikaru Nakamura

˝-˝

Magnus Carlsen

 

 

Stađan:
  • 1. Carlsen (2848) 17/7
  • 2. Kramnik (2795) 12/6
  • 3. Adams (2710) 11/6
  • 4. Nakamura (2760) 9/6
  • 5. Anand (2775) 7/6
  • 6. Aronian (2815) 6/6
  • 7. McShane (2713) 5/6
  • 8. Jones (2644) 3/7
  • 9. Polgar (2705) 2/6

Friđrik tapađi fyrir Evrópumeistaranum í dag

Friđrik Ólafsson (2419), sem teflir nú í keppni heldri skákmanna gegn skákkonunum tapađi fyrir Evrópumeistara kvenna og einum ólympíumeistara Rússa Valentina Gunina (2514) í fyrstu umferđ, sem fram fór í dag í Podebredy í Tékklandi í dag. Heldri...

Jólahrađskákmót Ćsa

Ćsir halda sitt Jólahrađskákmót ţriđjudaginn 11. desember og hefst ţađ kl. 13. Mótstađur er Stangarhylur 4. Tefldar verđa níu umferđir međ 7 mín. umh.t. Ţrír efstu fá verđlaunapeninga. Síđan verđur dregiđ í nokkurskonar happdrćtti, ţar sem allir...

Friđrik teflir viđ Evrópumeistara kvenna í dag - bein útsending ađ hefjast

Í dag í Podebredy í Tékklandi hefst skákmót ţar sem heldri skákmenn mćta skákkonum. Í liđi heldri skákmanna er sjálfur Friđrik Ólafsson, sem ţessa dagana, virđist tefla meira en flestir innlendir kollegar hans í stórmeistarastétt ţrátt fyrir ađ verđa 78...

MAGNUS CARLSEN

Judit Polgar (2705) var lítil hindrun fyrir Magnus Carlsen (2848) í sjöttu umferđ London Chess Classis sem fram fór í gćr. Magnus heldur ţví áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Hann hefur nú 16 stig (5,5 vinning) og er langefstur. Sem fyrr hćkkar hann á...

Fjölmenn Fjölnisćfing eftir flottan árangur á jólaskákmóti SFS og TR

Eftir frábćra frammistöđu Grafarvogskrakka á jólaskákmóti SFS og TR um síđustu helgi, ţar sem sveitir Rimaskóla og Kelduskóla urđur í 4 af 5 efstu sćtum mótsins, ţá var ţađ viđbúiđ ađ fjölmennt yrđi á nćstu ćfingu skákdeildarinnar. Sú varđ raunin ţví ađ...

Elsa María sigrađi á hrađkvöldi hjá Helli

Hrađkvöldi Hellis sem fram fór 3. desember sl var jafnt og spennandi eins og ţađ nćsta á undan. Í ţetta sinn voru ţađ Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem voru í ađalhlutverkum. Ţćr enduđu efstar og jafnar međ 6v og ţurfti...

Forgjafarmót á morgun sunnudag hjá SA

Enn brydda Skákfélagsmenn upp á nýjungum og vona ađ í hjarta sínu ađ ţađ veki áhuga ţeirra sem hafa gaman af manntafli. Nú á sunnudag verđur efnt til forgjafarmóts međ ţeim hćtti ađ forgjöfin gefst á klukkunni (áhald sem var samviskusamlega kynnt hér...

Gallerý Skák: Teflt í anda Larsen

Friđsöm átaka taflmennska einkenndi Minningarskákvöldiđ um hinn gođsagnakennda skákmeistara og Íslandsvin BENT LARSEN , sem fram fór í Gallerý Skák í gćrkvöldi međ nokkrum hátíđarblć. Hins fallna meistara var minnst í upphafi mótsins, höfđ stutt ţögn,...

Teflt yfir sundin blá

Hiđ árlega jólaskákmót Geđsviđs Landspítala Háskóla sjúkrahús og Athvarfa Rauđa Krossins í Reykjavík var haldiđ ţriđjudaginn 4,des. sl. í samkomuhúsi Kleppspítalans. Mćttar til leiks voru fjórar ţriggja manna sveitir ásamt varamönnum. Tefld var tvöföld...

Friđriksmót Landsbankans - 80 sćti fylltust á ađeins 14 tímum

80 sćti á Friđriksmóti Landsbankans voru ekki lengi ađ klárast en ţau fóru á ađeins 14 klukkustundum. Hćgt er ţó ađ skrá sig á biđlista á mótiđ hér á Skák.is. Međal skráđra keppenda má nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson (2592), Helga Ólafsson (2547),...

Bréfskák: Jafntefli viđ Englendinga

Ísland gerđi jafntefli viđ Englendinga í landskeppni í bréfskák sem lauk nýlega. Lokaúrslitin urđu 15-15. Lengi vel leit út fyrir sigur Íslands, en Englendingar eru harđir í horn ađ taka í bréfskákinni. Ţeir náđu góđum lokaspretti, minnkuđu smám saman...

Jólaskákmót SFS og TR 2012 - Rimaskóli sigrađi í eldri flokki

Mánudaginn 3. desember kl. 17 fór Jólaskákmót Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur (SFS) og Taflfélags Reykjavíkur í eldri flokki fram. Skákmótiđ var fyrir nemendur úr 8.- 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í ţessum skákmótum, Jólaskákmótum SFS og...

Páll skákmeistari Garđbćjar

Skákţingi Garđabćjar lauk í gćrkvöldi. Skákmeistari Garđabćjar 2012 er Páll Sigurđsson sem vann einvígi gegn Bjarnsteini Ţórssyni 2-0. Öruggur sigurvegari mótsins var hins vegar Einar Hjalti Jensson og í 2. sćti varđ Kjartan Maack. B-flokknum lauk í gćr...

Fréttaskeyti Skákakademíunnar

Nýtt fréttaskeyti Skákakademíunnar er komiđ út. Međal efnis er: Maraţoniđ: Yfir milljón safnađist Jólamót TR og SFS: Rimaskóli međ gullin - frábćr umgjörđ hjá Taflfélagi Reykjavíkur og SFS Kennsluađstađa fyrir skákkennslu Alţjóđlegt mót vikunnar: Opna...

Carlsen vinnur enn í London

Magnus Carlsen (2848) heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á London Chess Classic. Í fimmtu umferđ, sem fram fór í kvöld, vann hann Michael Adams (2710). Carlsen hefur nú hlotiđ 13 stig í 5 umferđ (hefur 4,5 vinning) skákum og er efstur. Vladimir...

Óskar Víkingur sigrađi međ fullu húsi

Óskar Víkingur Davíđsson vann b-flokk Skákţings Garđabćjar sem lauk í kvöld. Óskar vann allar sjö skákir sínar. Annar varđ Bjarni Ţór Guđmundsson sem hlaut 6 vinninga og ţriđji varđ Brynjar Bjarkason međ 5 vinninga. Öll úrslit b-flokksins má á nálgast á...

Dagur vann Baga í 5. umferđ

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2384) vann ungverska FIDE-meistarann Baga Mate (2364) í 5. umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Dagur hefur 2,5 vinning og er í 4.-7. sćti. Tíu skákmenn taka ţátt og eru međalstig 2426 skákstig. Dagur...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband