Leita í fréttum mbl.is

Skráning hafin í Friđriksmót Landsbankans

FÓ mót LÍ hrađskm. Ísl.2011  ese 1Skráning er hafin í Friđriksmót Landsbankans og fer hún fram hér á Skák.is. Mótiđ fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11, sunnudaginn 16. desember nk. og hefst kl. 13:00

Nánari upplýsingar má nálgast um mótiđ hér. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Ţegar keppendur hafa náđ 80 verđur lokađ fyrir skráningu en hćgt verđur ţá ađ skrá sig á biđlista. Rétt er ađ taka fram ađ stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar njóta forgangs varđandi ţátttöku.

Ef skráningarform virkar ekki á Skák.is er hćgt ađ skrá sig beint hér.

 


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - skráning hefst í kvöld

Henrik og Jón L.Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 sunnudaginn 16. desember nk.

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt. Skráning fer fram hér á Skák.is og hefst í kvöld. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst enda takmarkast ţátttaka viđ um 80 manns. Gildir ţar lögmáliđ, fyrstir koma, fyrstir fá, en ţó njóta stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar forgangs varđandi ţátttöku.

Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2) 60.000 kr.
  • 3) 50.000 kr.
  • 4) 30.000 kr.
  • 5) 20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.   Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og Halldór Grétar og Jóhann Örnefstir. 

Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák.   Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur. 

Ţetta er níunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Fyrri sigurvegarar:

  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

 


Gallerý Skák: Minningarskákkvöld um Bent Larsen

MINNINGARSKÁKKVÖLD BENT LARSENS Í GALLERÝ SKÁK  ESE.jpgEfnt verđur til sérstaks minningarskákkvölds í Gallerý Skák mánađarlega í vetur um mćta skákmenn og merka stórmeistara sem horfnir eru af sjónarsviđinu og yfir móđuna miklu.  Nánar verđur tilkynnt um ţađ fyrirfram hverjum  skákkvöldin verđa tileinkuđ hverju sinni.  Áđur hafa skákmót í Gallerýinu veriđ tefld í minningu látinna félaga og vina en nú verđur ţetta gert međ formlegri hćtti.   

Ákveđiđ hefur veriđ ađ skákvöldiđ á fimmtudaginn kemur GM  B. Larsen vs  T. Petrosian..jpgţann 6. desember verđi helgađ minningu hins eftirminnilega danska Íslandsvinar og frábćra stórmeistara Bent Larsens.  Hans verđur minnst međ nokkrum orđum í upphafi ţegar ađ búiđ er ađ para í fyrstu umferđ og stuttri ţögn.   Tendrađ verđur á kerti og gömul skákklukka sem hann notađi eitt sinn látin tifa út. 

Sérstök verđlaun honum tengd verđa  veitt af ţessu tilefni. Teflt verđur ađ venju 11 umferđa hvatskákmót međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina.  Lagt í púkk fyrir veisluföngum, kaffi og kruđerí.

Allir velkomnir óháđ aldri eđa félagsađild enda Gallerýiđ skákstofa  og listasmiđja en ekki skákklúbbur.   

Myndaalbúm um Larsen

www.galleryskak.net  


Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru komin út og eru ţau miđuđ viđ 1. desember sl. Jóhann Hjartarson (2628) er sem fyrr stigahćstur en í nćstum sćtum eru Margeir Pétursson (2589) og Hannes Hlífar Stefánsson (2581). Páll Magnússon (1657) er stigahćstur nýliđa og Dawid...

Jólapakkamót Hellis fer fram 22. desember

Jólapakkaskákmót Hellis verđur haldiđ laugardaginn 22. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíku r. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 15. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ...

Sćvar efstur á öđlingamóti

Alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason (2100) er efstur međ 5 vinninga á Vetrarmóti öđlinga ađ lokinni sjöttu og nćstsíđustu umferđ fer fram fór í kvöld. Sćvar vann ţá Júlíus Friđjónsson (2187) sem leiddi fyrir umferđina. Mikill skriđur á Sćvari sem...

Carlsen efstur í London eftir sigur á Jones - kominn í 2857 skákstig

London Chess Classic mótiđ hefur svo sannarlega stađiđ fyrir sínu. Ótrúlega fjörlega og skemmtileg taflmennska ţar sem Magnus Carlsen (2848) fer sannarlega á kostum. Carlsen vann í dag Íslandsvininn Gawain Jones (2644) í afar fjörugri skák. Međ sigrinum...

Dagur međ 1 vinninga eftir 3 umferđir í Búdapest

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2384) er međ 1 vinning eftir 3 umferđir á First Saturday-mótinu sem nú er í gangi í Búdapest. Í 2. umferđ, sem fram fór í gćr, gerđi hann jafntefli viđ ungverka stórmeistarann Zoltan Varga (2455) en í dag tapađi...

Sćbjörn sigursćll í Stangarhyl í dag

Ţađ mćttu tuttugu og fjórir heldri skákmenn til leiks í dag. Sćbjörn G. Larsen fór geyst af stađ eins og oft áđur, hann vann fyrstu ţrár skákirnar, en í fjórđu og fimmtu umferđum tapađi kappinn fyrir ţeim Gunnari Finnssyni og Haraldi Axel. Ţađ er nú ekki...

Adams byrjar vel á London Chess Classic - Jafntefli hjá Kramnik og Carlsen

Adams byrjar vel á London Chess Classic - Jafntefli hjá Kramnik og Carlsen Michael Adams (2710) byrjar vel á London Chess Classic. Hann vann Judit Polgar (2705) í 3. umferđ í gćr og hefur unniđ báđar sínar skákir. Kramnik (2795) og Carlsen (2848) gerđu...

Nýtt fréttabréf Skáksambandsins

Fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í fyrsta skipti í dag. Fréttabréfiđ mun koma út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina en sjaldnar yfir sumariđ. Fréttabréfiđ verđur sent í tölvupósti og er einnig ađgengilegt á vefnum . Međal efnis í fyrsta...

Jólaskákmót SFS og TR: Tvöfaldur sigur Rimaskóla í yngri flokki

Í gćr, 2. desember, fór hiđ árvissa Jólaskákmót Skóla-og frístundasviđs og Taflfélags Reykjavíkur fram. Ţetta skákmót var nú haldiđ í 30. sinn. Ólafur H. Ólafsson, ötull félagsmađur í Taflfélagi Reykjavíkur, fyrrum skákţjálfari og fyrrverandi formađur í...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 3. desember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun...

Carlsen vann Aronian - slćr stigamet!

Magnus Carlsen (2848), stigahćsti skákmađur heims, vann í dag Levon Aronian (2815), ţann stigahćsta. Međ sigrunum er sá norski kominn međ 2855,7 skákstig og hefur ţar međ slegiđ stigamet Kasparov, sem var 2851 skákstig. Ţó međ ţeim fyrirvara ađ stig...

Skákţćttir Morgunblađsins: Vignir Vatnar hafđi betur gegn Rússunum

Vignir Vatnar Stefánsson var eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti ungmenna, 8-18 ára, í opnum flokkum og stúlknaflokkum sem lauk í Maribor í Slóveníu um síđustu helgi. Keppendur voru um 1.600 talsins en alls komu um 3.500 manns til Slóveníu vegna...

Taflmennska Sigur-đar Eiríkssonar affarasćlust

Í dag, sunnudaginn 24. desember ađ frádregnum 22 í ađventu, stóđ Skákfélag Akureyrar, í samstarfi viđ Jóla, fyrir 15 mínútna skákmóti. Slík mót vćri illmögulegt ađ halda, ef ekki vćri fyrir svokallađar skákklukkur sem mćla tímanotkun keppenda. Ţekkt er...

CCP fćrđi Taflfélagi Reykjavíkur veglega gjöf á fjölmennri barna-og unglingaćfingu 1. des

Tölvuleikjafyrirtćkiđ CCP sem framleiđir og rekur fjölspilunarleikinn Eve online fćrđi Taflfélagi Reykjavíkur sl. laugardag, ađ gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerđ auk peningastyrks. Eldar Ástţórsson frá CCP afhenti búnađinn á fjölmennri...

London Chess Classic byrjar međ látum

London Chess Classic byrjađi fjörlega í dag. Ţegar í fyrstu umferđ unnust tvöfalt fleiri skákir en í Kónga-mótinu sem fram fór fyrir skemmstu í Rúmeníu. Carlsen, Nakamura, Kramnik og Adams unnu allir. Nakamura vann Aronian og Kramnik vann Polgar. Önnur...

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu út í dag, 1. desember. Litlar breytingar eiga sér stađ frá nóvember-listanum enda var ađeins eitt innlent mót reiknađ til stiga, Íslandsmót kvenna. Engar breytingar eiga sér stađ međal efstu manna og er ţví röđ efstu manna...

Dagur međ jafntefli í fyrstu umferđ í Búdapest

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2384) tekur ţátt í First Saturday-móti sem hófst í dag í Búdapest. Í fyrstu umferđ gerđi hann jafntefli viđ króatíska stórmeistarann Bogdan Lalic (2484). Dagur mćtir í ţremur fyrstu umferđunum öllum ţremur...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779236

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband