8.4.2013 | 17:08
Tímaritið Skák - skylduáskrift skákáhugamannsins
Tímaritið Skák 2013 kom út í febrúar. Um er að ræða mjög veglegt árstímarit þar sem farið er yfir liðið ár og fjallað um helstu viðburði eins og Reykjavíkurskákmótið, Skákþing Íslands og Íslandsmót skákfélaga.
Óhætt er að segja að blaðið hafi fengið góðar viðtökur skákáhugamanna.
Boðið er upp á áskirft á blaðinu á 3.000 kr. og geta áhugasamir skráð fyrir blaðinu hér.
Meðal efnis má nefna stórmerkileg viðtöl við Friðrik Ólafsson og Þröst Þórhallsson, ítarlegar greinar um ólympíuskákmótið og Íslandsmótið í skák.
Skylduáskrift skákáhugamannsins!
Allir skákáhugamenn eru hvattir til að gerast áskrifendur að þessu glæsilega blaði og stuðla að því að því íslensk skáksaga varðveitist. Verð á blaðinu er 3.000 kr. Hægt er að fá blaðið frá í fyrra sent einnig greiði menn til viðbótar 500 kr.7.4.2013 | 21:15
Skákþáttur Morgunblaðsins: Gelfand kom Magnúsi Carlsen til hjálpar

Samkvæmt tölfræði sem Jeff Sonas vann eru nú um 75% líkur á því að Magnús vinni mótið og 21% líkur á því að Aronjan vinni. Möguleikar þess síðarnefnda eru þó enn góðir. Verði hann í efsta sæti ásamt Magnúsi þá telst sá sigurvegari sem unnið hefur fleiri skákir. Magnús getur þ.a.l. ekki siglt fleyi sínu í jafnteflishöfn í lokaumferðunum en hann hefur hvítt í þrem skákum af fimm. Elstu keppendurnir í London, Gelfand og Ivantsjúk, hafa náð sér á strik eftir slaka byrjun. Gelfand vann Radjabov í 8. umferð og í næstu umferð gerði hann Magnúsi mikinn greiða er hann lagði Aronjan:
Boris Gelfand - Levon Aronjan
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7
Þessi leikur hefur aftur tekið yfir sem vinsælasta svarið við Bf4-leiðinni. Á Ol í Novi Sad 1990 í viðureign Sovétríkjanna gegn Íslandi - þeirri síðustu sem Sovétríkin háðu á Ólympíumóti - lék Gelfand 7. Dc2 gegn undirrituðum en velur nú aðra leið.
7. Be2 c6 8. O-O Rh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Rhf6 12. h3 Rxe5 13. Rxe5 Rd7 14. f4 Rxe5 15. fxe5 Bg5 16. Dd2 Bd7 17. Hac1 Hc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Hc7 21. Re2!
Vandamál svarts snúast um það hversu þröng staða hans og peðastaða hans er ekki góð með tilliti til endatafls.
21. ... Bh5 22. Rf4 Bxf4 23. exf4 Hd7 24. De3!?
Hann gat lokað taflinu með 24. c5 og opnað síðan línur á drottningarvæng.
24. ... dxc4 25. Bxc4 Hxd4?
Hæpin ákvörðun Sjálfsagt var 24. ... He8 þó hvítur eigi góða möguleika með 25. d5! exd5 26. Bd3 d4 27. Dd2.
26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Dd6 29. Hfe1 He8 30. e7 Bf7 31. Hc5 g6 32. Bg4 h5?
Aronjan hefur stundum áður gert sig sekan um að reyna að notfæra sér tímahrak andstæðingsins. Þetta gerir aðeins illt verra og Gelfand lætur tækifærið sér ekki úr greipum ganga. Mun betra var 32. ... Hd3, t.d. 33. De5+ Dxe5 34. Hexe5 a6 og síðan - Kg7 og Kf6 við tækifæri.
33. f5!
Með hugmyndinni 33. .... hxg4 34. Dh6+ Kg8 35. fxg6 Bxg6 35. Hg5 og vinnur.
33. ... Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5
Einfaldara og betra var 35. Hxh5!; eftir 35. ... Bxh5 36. Bxh5 er svartur bjargarlaus.
35. .... Hd3 36. De5+ Dxe5 37. Hcxe5 Bxh5 38. Hxh5 Hxa3 39. Hf5!
Snjall leikur sem heldur opnum möguleikum á matsókn með tveim hrókum.
39. ... Hd3 40. He4 Hd7 41. Hg4+ Kh6 42. Hf6+ Kh7
42. ... Kh5 virtist kom til greina en eftir 43. Hfg6! Hdxe7 kemur 44. H4g5+ Kh4 45. g3+! Kxh3 46. Hh6 mát.
43. Hf7+ Kh6 44. Hgg7 Hd1 45. Kh2 Hf1 46. Hh7+ Kg6 47. Hhg7+ Kh6 48. Hh7+ Kg6 49. Hfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Hg4 Kf5 52. Kg3 He1 53. Hf4+ Ke6 54. h5!
Einfaldast þar sem frípeð hvíts eru komin lengra.
54. ... Hxe7 55. Hxe7 Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Hh1 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Hf5+
- og Aronjan gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. apríl 2013.
| Boris Gelfand - Levon Aronian (PGN) 1. d4 Nf6 2. c4 e6 3. Nf3 d5 4. Nc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Nbd7 7. Be2 c6 8. O-O Nh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Nhf6 12. h3 Nxe5 13. Nxe5 Nd7 14. f4 Nxe5 15. fxe5 Bg5 16. Qd2 Bd7 17. Rac1 Rc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Rc7 21. Ne2 Bh5 22. Nf4 Bxf4 23. exf4 Rd7 24. Qe3 dxc4 25. Bxc4 Rxd4 26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Qd6 29. Rfe1 Re8 30. e7 Bf7 31. Rc5 g6 32. Bg4 h5 33. f5 Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5 Rd3 36. Qe5+ Qxe5 37. Rcxe5 Bxh5 38. Rxh5 Rxa3 39. Rf5 Rd3 40. Re4 Rd7 41. Rg4+ Kh6 42. Rf6+ Kh7 43. Rf7+ Kh6 44. Rgg7 Rd1+ 45. Kh2 Rf1 46. Rh7+ Kg6 47. Rhg7+ Kh6 48. Rh7+ Kg6 49. Rfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Rg4 Kf5 52. Kg3 Re1 53. Rf4+ Ke6 54. h5 Rxe7 55. Rxe7+ Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Rh1+ 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Rf5+ 1-0 |
7.4.2013 | 21:00
Guðmundur og Dagur tefla í Búdpesti
Alþjóðlegu meistararnir Dagur Arngrímsson (2392) og Guðmundur Kjartansson (2443) eru meðal keppenda á First Saturday-mótinu sem hófst í gær í Búdapest. Dagur teflir í SM-flokki og Guðmundur í AM-flokki. Guðmundur hefur unnið báðar sínar skákir en Dagur tapaði í fyrstu umferð en vann í þeirri annarri.
Fórnarlömb Guðmundar eru Ungverjinn Vilmos Balint (2212) og slóvenski FIDE-meistarinn Domen Krumpacnik (2338).
Dagur tapaði fyrir makedónska stórmeistaranum Dragan Kosic (2512) í fyrstu umferð en vann ungverska FIDE-meistarann Gergely Kantor (2331) í annarri umferð.
Meðalstigin í flokki Dags eru 2412 skákstig. Guðmundur er nr. 6 í stigaröð 10 keppenda. Meðalstigin í flokki flokki Guðmundar eru 2299 skákstig er hann næststigahæstur 12 keppenda.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2013 | 19:09
Klukkufjöltefli Helga Ólafssonar - Karl Egill vann stórmeistarann!
7.4.2013 | 19:02
Skólaskákmóti Kópavogs lýkur á morgun
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2013 | 22:02
Daði Örn Jónsson alþjóðlegur meistari í bréfskák
5.4.2013 | 10:01
Bréfskák: Yfirburðasigur gegn Hollendingum
4.4.2013 | 00:16
Þorvarður Fannar með fullt hús á öðlingamóti
2.4.2013 | 19:10
Páskamót Riddarans: Jón Þ. Þór vann yfirburðasigur
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2013 | 14:49
Íslandsmót barnaskólasveita fer fram dagana 13.-14. apríl
2.4.2013 | 11:47
Úrslit Páskamóta á Akureyri - Jón Kristinn og Andri Freyr sigursælir
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2013 | 11:46
Skólaskákmót Kópavogs fer fram á föstudag
1.4.2013 | 18:26
Carlsen mætir Anand í heimsmeistaraeinvígi eftir ótrúlega lokaumferð
1.4.2013 | 16:00
Arnar og Helgi Áss sigruðu á páskamóti Nóa-Siríusar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2013 | 08:47
Skákskýringar frá áskorendaeinvíginu í beinni frá Faxafeni
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2013 | 21:13
Carlsen jafn Kramnik að vinningum eftir seiglusigur gegn Radjabov
Spil og leikir | Breytt 25.3.2013 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2013 | 19:36
Ný alþjóðleg skákstig
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2013 | 18:07
Davor Palo skákmeistari Danmerkur
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 8779085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar