Leita í fréttum mbl.is

Tímaritið Skák - skylduáskrift skákáhugamannsins

Tímaritið Skák 2013Tímaritið Skák 2013 kom út í febrúar. Um er að ræða mjög veglegt árstímarit þar sem farið er yfir liðið ár og fjallað um helstu viðburði eins og Reykjavíkurskákmótið, Skákþing Íslands og Íslandsmót skákfélaga.

Óhætt er að segja að blaðið hafi fengið góðar viðtökur skákáhugamanna.

Boðið er upp á áskirft á blaðinu á 3.000 kr. og geta áhugasamir skráð fyrir blaðinu hér.

Meðal efnis má nefna stórmerkileg viðtöl við Friðrik Ólafsson og Þröst Þórhallsson, ítarlegar greinar um ólympíuskákmótið og Íslandsmótið í skák.

Skylduáskrift skákáhugamannsins!

Allir skákáhugamenn eru hvattir til að gerast áskrifendur að þessu glæsilega blaði og stuðla að því að því íslensk skáksaga varðveitist. Verð á blaðinu er 3.000 kr. Hægt er að fá blaðið frá í fyrra sent einnig greiði menn til viðbótar 500 kr.

Skákþáttur Morgunblaðsins: Gelfand kom Magnúsi Carlsen til hjálpar

Aronian - GelfandHagur Magnúsar Carlsen á áskorendamótinu í London vænkaðist talsvert í 9. umferð þegar helsti keppinautur hans, Armeninn Levon Aronjan tapaði fyrir Boris Gelfand; í sömu umferð lenti Magnús í miklum erfileikum gegn Vladimir Kramnik en tókst að halda jafntefli og hefur ½ vinnings forskot þegar þetta er ritað. Staðan: 1. Carlsen 6 v. ( af 9 ) 2. Aronjan 5 ½ v. 3. Kramnik 5 v. 4. - 5. Gelfand og Grischuk 4 ½ v. 6. Svidler 4 v. 7. Ivantsjúk 3 ½ v. 8.Radjabov 3 v.

Samkvæmt tölfræði sem Jeff Sonas vann eru nú um 75% líkur á því að Magnús vinni mótið og 21% líkur á því að Aronjan vinni. Möguleikar þess síðarnefnda eru þó enn góðir. Verði hann í efsta sæti ásamt Magnúsi þá telst sá sigurvegari sem unnið hefur fleiri skákir. Magnús getur þ.a.l. ekki siglt fleyi sínu í jafnteflishöfn í lokaumferðunum en hann hefur hvítt í þrem skákum af fimm. Elstu keppendurnir í London, Gelfand og Ivantsjúk, hafa náð sér á strik eftir slaka byrjun. Gelfand vann Radjabov í 8. umferð og í næstu umferð gerði hann Magnúsi mikinn greiða er hann lagði Aronjan:

Boris Gelfand - Levon Aronjan

Drottningarbragð

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7

Þessi leikur hefur aftur tekið yfir sem vinsælasta svarið við Bf4-leiðinni. Á Ol í Novi Sad 1990 í viðureign Sovétríkjanna gegn Íslandi - þeirri síðustu sem Sovétríkin háðu á Ólympíumóti - lék Gelfand 7. Dc2 gegn undirrituðum en velur nú aðra leið.

7. Be2 c6 8. O-O Rh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Rhf6 12. h3 Rxe5 13. Rxe5 Rd7 14. f4 Rxe5 15. fxe5 Bg5 16. Dd2 Bd7 17. Hac1 Hc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Hc7 21. Re2!

Vandamál svarts snúast um það hversu þröng staða hans og peðastaða hans er ekki góð með tilliti til endatafls.

21. ... Bh5 22. Rf4 Bxf4 23. exf4 Hd7 24. De3!?

Hann gat lokað taflinu með 24. c5 og opnað síðan línur á drottningarvæng.

24. ... dxc4 25. Bxc4 Hxd4?

Hæpin ákvörðun Sjálfsagt var 24. ... He8 þó hvítur eigi góða möguleika með 25. d5! exd5 26. Bd3 d4 27. Dd2.

26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Dd6 29. Hfe1 He8 30. e7 Bf7 31. Hc5 g6 32. Bg4 h5?

Aronjan hefur stundum áður gert sig sekan um að reyna að notfæra sér tímahrak andstæðingsins. Þetta gerir aðeins illt verra og Gelfand lætur tækifærið sér ekki úr greipum ganga. Mun betra var 32. ... Hd3, t.d. 33. De5+ Dxe5 34. Hexe5 a6 og síðan - Kg7 og Kf6 við tækifæri.

33. f5!

Með hugmyndinni 33. .... hxg4 34. Dh6+ Kg8 35. fxg6 Bxg6 35. Hg5 og vinnur.

33. ... Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5

Einfaldara og betra var 35. Hxh5!; eftir 35. ... Bxh5 36. Bxh5 er svartur bjargarlaus.

35. .... Hd3 36. De5+ Dxe5 37. Hcxe5 Bxh5 38. Hxh5 Hxa3 39. Hf5!

Snjall leikur sem heldur opnum möguleikum á matsókn með tveim hrókum.

39. ... Hd3 40. He4 Hd7 41. Hg4+ Kh6 42. Hf6+ Kh7

42. ... Kh5 virtist kom til greina en eftir 43. Hfg6! Hdxe7 kemur 44. H4g5+ Kh4 45. g3+! Kxh3 46. Hh6 mát.

43. Hf7+ Kh6 44. Hgg7 Hd1 45. Kh2 Hf1 46. Hh7+ Kg6 47. Hhg7+ Kh6 48. Hh7+ Kg6 49. Hfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Hg4 Kf5 52. Kg3 He1 53. Hf4+ Ke6 54. h5!

Einfaldast þar sem frípeð hvíts eru komin lengra.

54. ... Hxe7 55. Hxe7 Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Hh1 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Hf5+

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. apríl 2013.

Skákþættir Morgunblaðsins


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Boris Gelfand - Levon Aronian
? - ?
World Championship Candidates, 2013.03.25

Boris Gelfand - Levon Aronian (PGN)

1. d4 Nf6 2. c4 e6 3. Nf3 d5 4. Nc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Nbd7 7. Be2 c6 8. O-O Nh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Nhf6 12. h3 Nxe5 13. Nxe5 Nd7 14. f4 Nxe5 15. fxe5 Bg5 16. Qd2 Bd7 17. Rac1 Rc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Rc7 21. Ne2 Bh5 22. Nf4 Bxf4 23. exf4 Rd7 24. Qe3 dxc4 25. Bxc4 Rxd4 26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Qd6 29. Rfe1 Re8 30. e7 Bf7 31. Rc5 g6 32. Bg4 h5 33. f5 Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5 Rd3 36. Qe5+ Qxe5 37. Rcxe5 Bxh5 38. Rxh5 Rxa3 39. Rf5 Rd3 40. Re4 Rd7 41. Rg4+ Kh6 42. Rf6+ Kh7 43. Rf7+ Kh6 44. Rgg7 Rd1+ 45. Kh2 Rf1 46. Rh7+ Kg6 47. Rhg7+ Kh6 48. Rh7+ Kg6 49. Rfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Rg4 Kf5 52. Kg3 Re1 53. Rf4+ Ke6 54. h5 Rxe7 55. Rxe7+ Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Rh1+ 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Rf5+ 1-0

Guðmundur og Dagur tefla í Búdpesti

Guðmundur KjartanssonAlþjóðlegu meistararnir Dagur Arngrímsson (2392) og Guðmundur Kjartansson (2443) eru meðal keppenda á First Saturday-mótinu sem hófst í gær í Búdapest. Dagur teflir í SM-flokki og Guðmundur í AM-flokki. Guðmundur hefur unnið báðar sínar skákir en Dagur tapaði í fyrstu umferð en vann í þeirri annarri.

Fórnarlömb Guðmundar eru Ungverjinn Vilmos Balint (2212) og slóvenski FIDE-meistarinn Domen Krumpacnik (2338).

Dagur tapaði fyrir makedónska stórmeistaranum Dragan Kosic (2512) í fyrstu umferð en vann ungverska FIDE-meistarann Gergely Kantor (2331) í annarri umferð.

Meðalstigin í flokki Dags eru 2412 skákstig. Guðmundur er nr. 6 í stigaröð 10 keppenda. Meðalstigin í flokki flokki Guðmundar eru 2299 skákstig er hann næststigahæstur 12 keppenda.

 


Klukkufjöltefli Helga Ólafssonar - Karl Egill vann stórmeistarann!

Það er sama hvert litið er, allsstaðar eru Framsóknarmenn að slá í gegn. Eins og venja er lauk Helgi Ólafsson stórmeistari Akureyrarheimsókn sinni með klukkufjöltefli við félagsmenn. Helgi tefldi við 10 andstæðinga með tímamörkunum 90:30. Urðu margar...

Skólaskákmóti Kópavogs lýkur á morgun

Skólaskákmóti Kópavogs lýkur á morgun en þá fer fram keppni 3. og 4. bekks. Hinir flokkarnir voru tefldir á föstudaginn en þá fór fram keppni 1.-2. bekks, 5.-7. bekk og 8.-10. bekks. Mótið á morgun fer fram kl. 8:30. Keppnin fer fram í Álfhólsskóla,...

Daði Örn Jónsson alþjóðlegur meistari í bréfskák

Daði Örn Jónsson verður útnefndur alþjóðlegur meistari í bréfskák á næsta þingi alþjóðlega Bréfskáksambandsins (ICCF). Daði er 12. Íslendingurinn sem hlýtur þennan titil. Ekki er langt síðan Daði byrjaði að tefla bréfskák þannig að frami hans er óvenju...

Myndskreyttar mótstöflur vikunnar - Úrslitin í KR, Riddaranum og Gallerý Skák

Sagt er að ein mynd segi stundum meira en þúsund orð. Því er kannski ekki úr vegi, til að spara tíma og svala forvitni lesenda skáksíðunnar, að birta úrslit í fastamótum vikunnar hjá "Þríeykinu", samstarfsklúbbunum þremur: Sd.KR-RIDDARANUM-GALLERÝINU, þó...

Bréfskák: Yfirburðasigur gegn Hollendingum

Nýlega lauk landskeppni í bréfskák milli Íslands og Hollands. Íslenska liðið vann yfirburðasigur, hlaut 18½ vinning gegn 11½ vinningi Hollendinga. Keppnin hófst í maí 2011 og teflt var á 15 borðum. Hver keppandi tefldi tvær skákir við andstæðing sinn,...

Þorvarður Fannar með fullt hús á öðlingamóti

Þorvarður Fannar Ólafsson (2225) er efstur með fullt hús að lokinni þriðju umferð skákmóts öðlinga sem fram fór í kvöld. Þorvarður vann Jóhann H. Ragnarsson (2066). Fimm skákmenn eru næstir með 2,5 vinning. Það eru þeir; Þór Valtýsson (2040), Sigurður...

Páskamót Riddarans: Jón Þ. Þór vann yfirburðasigur

Það er víðar en í Vesturbænum, Mjóddinni, Skeifunni, og Akureyri sem teflt hefur verið um gómsæt Páskaegg undanfarið þó flestir mæti bara til að tefla sér til gamans og yndisauka, Stíga nokkur létt og hnitmiðuð dansspor á skákborðinu eins og komist var...

Íslandsmót barnaskólasveita fer fram dagana 13.-14. apríl

Mótið er fyrir nemendur á barnaskólaaldri, 1.-7. bekk. Fjórir skákmenn eru í hverri sveit, hægt er að vera með allt að þrjá varamenn í hverri sveit. Teflt verður í Rimaskóla, Grafarvogi. Tefldar verða níu umferðir, fimm á laugardegi og fjórar á...

Úrslit Páskamóta á Akureyri - Jón Kristinn og Andri Freyr sigursælir

Eins og hér hefur verið ítrekað var teflt víðar en í London um páskana, m.a. hér á Akureyri. Upphitun fyrir páskasyrpuna hóft þegar fimmtudagskvöldið 21. mars þegar 7. rispan í TM-mótaröðinni var tekin. Þar urðu úrslitin eftirfarandi: Jón Kristinn...

Skólaskákmót Kópavogs fer fram á föstudag

Skólaskákmót Kópavogs í einstaklingsflokki fyrir grunnskólanemendur verður haldið föstudaginn 5. apríl nk. í Álfhólsskóla. Mótið hefst kl 13:00 og því lýkur um 16:00. Keppt er í fjórum flokkum: 1. flokkur 1.-2. bekkur 2. flokkur 3.-4. bekkur 3. flokkur...

Carlsen mætir Anand í heimsmeistaraeinvígi eftir ótrúlega lokaumferð

Magnus Carlsen (2872) hefur tryggt sér rétt til að mæta Vishy Anand (2783) í heimsmeistaraeinvígi. Það er ljóst eftir ótrúlega lokaumferð á áskorendamótinu í London í dag. Carlsen og Kramnik (2810) voru jafnir fyrir umferðina og það var ljóst að...

Arnar og Helgi Áss sigruðu á páskamóti Nóa-Siríusar

Það sveif léttur en hátíðlegur andi yfir páskahraðskákmóti Goðans Máta sunnan heiða sem haldið var miðvikudaginn 27. mars. Mótið var kennt við hið ágæta fyrirtæki Nóa-Siríus sem lagði keppendum til verðlaun, páskaegg að sjálfsögðu. Svo skemmtilega var um...

Skákskýringar frá áskorendaeinvíginu í beinni frá Faxafeni

Lokaumferð áskorerendamótsins fer fram í dag. Sjaldan hefur spennan verið meiri en Carlsen (2872) og Kramnik (2801) eru jafnir og efstir. Carlsen mætir Svidler (2747) í dag með hvítu en Kramnik mætir hinum óútreiknanlega Ivanchuk (2757) með svörtu....

Carlsen jafn Kramnik að vinningum eftir seiglusigur gegn Radjabov

Magnus Carlsen (2872) vann mikill seiglusigur á Radjabov (2793) í þrettándu og næstsíðustu umferð áskorendamótsins í London sem fram fór í dag í London. Kramnik (2810) gerði hins vegar jafntefli við Gelfand (2740). Þar með eru Carlsen og Kramnik efstir...

Skákþáttur Morgunblaðsins: Aronjan er helsti keppinautur Magnúsar Carlsen

Áskorendamótið í London hefur þróast eins og búist var við; Magnús Carlsen, sem BBC kallaði „Justin Bieber skákarinnar" og á öðrum stað er nefndur „David Beckham skákarinnar," er í efsta sæti eftir fimm umferðir en hann deilir því sæti með...

Ný alþjóðleg skákstig

Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun. Jóhann Hjartarson (2583) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Árni Böðvarsson (1982) er stigahæstur sex nýliða og Tómas Árni Jónsson (48) hækkar mest frá mars-listanum. Magnus Carlsen...

Davor Palo skákmeistari Danmerkur

Danmerkurmótið í skák fór fram um páskana og lauk í dag. Stórmeistarinn Davor Palo (2551) sigraði á mótinu en hann hlaut 6,5 vinning í 9 skákum. Færeyski alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska (2461) varð annar með 6 vinninga og stórmeistarinn Lars...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8779085

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband