Leita í fréttum mbl.is

Snorri vann í áttundu umferđ í Belgrad

Snorri G. BergssonFIDE-meistarinn Snorri G. Bergsson (2304) vann rúmensku skákkonuna Angelu Dragomirescu (2171, sem er stórmeistari kvenna, í áttundu og nćstsíđustu umferđ Belgrade Trophy sem fram fór í dag.   Jón Árni Halldórsson (2196) gerđi jafntefli en Sigurđur Ingason (1887) tapađi.

Snorri hefur 5 vinninga og er í 36.-54. sćti, Jón Árni hefur 4˝ vinning og er í 55.-90. sćti og Sigurđur hefur 3˝ vinning og er í 118.-147. sćti.

Efstur međ 7 vinninga er stórmeistarinn Dragisa Blagojevic (2482) frá Svartfjallalandi. 

285 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 20 stórmeistarar.   Snorri er nr. 45 í stigaröđ keppenda, Jón nr. 71 og Sigurđur nr. 154.

Róbert međ jafntefli í Harkany

Róbert LagermanRóbert Lagerman (2271) gerđi jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistarann Ulrich Schulze Sr. (2333) í sjöundu umferđ Tenkes-mótsins í Harkany í Ungverjalandi sem fram fór í dag.   Róbert hefur 4 vinninga og er í 17.-25. sćti.

Rússneski stórmeistarinn Konstantin Chernyshov (2579) er efstur međ 6˝ vinning.  

63 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 7 stórmeistarar.  Róbert er nr. 23 í stigaröđ keppenda.   Róbert hefur sett myndir frá mótinu og má ţćr finna í myndaalbúmi.   Fleiri myndir vćntanlegar frá Róberti.

 

 


Sigurđur skákmeistari SA

Sigurđur ArnarsonNýbakađur atskákmeistari Akureyrar, Sigurđur Arnarson varđ í gćrkvöldi einnig skákmeistari Skákfélags Akureyrar ţegar hann hafđi sigur í seinni einvígisskákinni um titilinn. Sigurđur sigrađi einnig í fyrri skákinni.

Ţetta er í annađ sinn sem Sigurđur vinnur Haustmótiđ, en hann vann ţađ einnig áriđ 2008.


Sigurđur vann í sjöundu umferđ í Belgrad

Sigurđur Ingason (1887) sigrađi í sjöundu umferđ Belgrade Trophy og hefur 3˝ vinning eđa 50% vinningshlutfall sem verđur ađ teljast býsna gott ţar sem Sigurđur hefur teflt upp fyrir sig allt mótiđ. Snorri Bergsson (2304) og Jón Árni Halldórsson (2196)...

Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru komin út og eru ţau miđuđ viđ 1. desember. Hannes Hlífar er sem fyrr stigahćstur, Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahćstur ungmenna, Veronika Steinunn Magnúsdóttir er stigahćst nýliđa og Atli Jóhann Leósson hćkkar mest frá...

Róbert vann í sjöttu umferđ í Harkany

Róbert Lagerman (2271) vann Ungverjann Bence Korpa Jr. (2228) í sjöttu umferđ Tenkes-mótsins í Harkany sem fram fór í dag. Róbert hefur 3˝ vinning og er í 16.-24. sćti. Á morgun teflir Róbert viđ ţýska alţjóđlega meistarann Ulrich Schulze Sr. (2333)....

Jólamót í Mosfellsbć

Skákfélag Vinjar heldur Jólaskákmót í Mosfellsbć í samstarfi viđ Kjósarsýsludeild Rauđa kross Íslands á fimmtudaginn, 2. des. klukkan 13:30. Mótiđ fer fram í höfuđstöđvum ţeirra í Ţverholti 7. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og mun...

Íslandsmótiđ í Víkingaskák

Minningarmótiđ um Magnús Ólafsson - Íslandsmótiđ í Víkingaskák 2010 fer fram í húsnćđi Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík fimmtudaginn 2 desember kl. 19.00. Tefldar verđa 7 umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ eru öllum opiđ og ţađ kostar ekkert...

Jón Árni sigrađi í sjöttu umferđ

Jón Árni Halldórsson (2196) sigrađi í sjöttu umferđ Belgrade Trophy sem fram fór í dag. Snorri G. Bergsson (2304) gerđi jafntefli en Sigurđur Ingason (1887) tapađi. Snorri og Jón Árni hafa 4 vinninga og eru í 27.-54. sćti en Sigurđur hefur 2˝ vinning og...

Róbert tapađi fyrir Gonda

Róbert Lagerman (2271) tapađi fyrir ungverska stórmeistarann Laszlo Gonda (2557) í fimmtu umferđ Tenkes-mótsins, sem fram fór í Harkany í dag. Róbert hefur 2˝ vinning og er í 28.-38. sćti. Rússneski stórmeistarinn Konstantin Chernyshov (2579) er efstur...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 29. nóvember og hefst mótiđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu...

Landsliđsflokkur Íslandsmótsins í skák 2011 haldinn á Egilsstöđum

Landsliđsflokkur Íslandsmótsins í skák 2011 verđur haldinn á Egilsstöđum. Mótiđ fer fram um páskana, nánar tiltekiđ 15-25. apríl. Teflt verđur á Hótel Hérađi en skákmennirnir munu dvelja á Eiđum á međan mótinu stendur. Skáksamband Austurlands og...

Jólaskákmót TR og ÍTR

Jólaskákmót TR og ÍTR í sveitakeppni fer fram 5. og 6. desember nk. Yngri flokkurinn fer fram sunnudaginn 5. desember og sá eldri 6. desember. Keppnisstađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 . Yngri flokkur (1. - 7. bekkur). Keppt verđur í stúlkna og...

Snorri gerđi jafntefli viđ stórmeistara

Snorri Bergsson (2304) gerđi jafntefli viđ makedónska stórmeistarann Milan Drasko (2479) í fimmtu umferđ Belgrade Trophy sem fram fór í dag. Jón Árni Halldórsson (2196) sigrađi í sinni skák en Sigurđur Ingason (1887) gerđi jafntefli viđ mun stigahćrri...

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen dregur sig úr heimsmeistarakeppninni

Í byrjun ţessa mánađar barst FIDE yfirlýsing frá „norska undrinu“ Magnúsi Carlsen ţess efnis ađ hann hygđist ekki nýta sér ţátttökurétt sinn í áskorendakeppninni. Til höfđu veriđ kvaddir átta stórmeistarar sem áttu ađ tefla um réttinn til ađ...

Ţröstur og Hjörvar mćtast í úrslitum

Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson munu mćtast í úrslitum Íslandsmótsins í atskák. Ţađ er ljóst eftir taflmennsku dagsins en í dag fór fram 8 manna úrslit og undanúrslit. Ţröstur vann Andra Áss Grétarsson 1,5-0,5 en Hjörvar Steinn vann...

Róbert sigrađi í dag

Róbert Lagerman (2271) vann Ungverjann Vaszilisz Metaxasz (2140) í fjórđu umferđ Tenkes-mótsins sem fram fór í Harkany í Ungverjalandi. Í gćr tapađi hann fyrir ungverska stórmeistaranum Attila Czebe (2487). Róbert hefur 2,5 vinning og er í 12.-27. sćti....

Oliver Aron , Hrund og Vignir Vatnar unnu NETTÓ-bikarana á TORG-skákmóti Fjölnis

Mikil eftirvćnting var međal ţeirra 46 grunnskólabarna sem settust ađ tafli á 6. TORG-skákmóti Fjölnis sem haldiđ var í verslunarmiđstöđinni Hverafold í Grafarvogi. Eftir ađ Gunnar Björnsson forseti skáksambandsins hafđi leikiđ fyrsta leik mótsins fyrir...

Og ţá eru eftir fjórir

Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Andri Áss Grétarsson tefla í undanúrslitum Íslandsmótsins í atskák. Ţröstur vann Tómas Björnsson 1,5-0,5, Hjörvar vann Erling Ţorseinsson 2-0 en Bragi og Andri ţurftu bráđabana til ađ...

Jólaskákmót Bjargarinnar

Jólaskákmót Bjargarinnar fór fram í dag og mćttu 8 keppendur galvaskir til leiks. Ţar af var einn gestakeppandi Einar S. Guđmundsson sem hefur stađiđ međ okkur í Hressum Hrókum eins og klettur frá upphafi og var honum veitt viđurkenning frá Hressum...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 8780811

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband