Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2018

Vopnaglamm og viđsjár miklar í fjórđu umferđ Skákhátíđar MótX

IMG_0043

Fjórđa umferđ Skákhátíđar MótX var tefld ţriđjudagskvöldiđ 30. janúar. Skákmenn kepptust viđ ađ ţjarma hver ađ öđrum strax í byrjun međ heimabrugguđum launráđum, fylkingum laust saman og vopnabrak mikiđ dundi um valinn. Svo mikiđ gekk á ađ leikjum var víxlađ og ólöglegir leikir spruttu úr krumlum ráđvöndustu manna.

A flokkur

 

Efstir fyrir umferđina voru kempurnar Hjörvar Steinn Grétarsson, Björgvin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson međ tvo og hálfan vinning hver. Hjörvar Steinn sat yfir í fjórđu umferđinni en á efsta borđi mćttust forystusauđirnir Björgvin Jónsson og Halldór Grétar. Björgvin kom afar vel undirbúinn til leiks eins og hans er háttur, ţann veg ađ Halldór Grétar, sem hafđi leikiđ á als oddi á Skákhátíđinni fram ađ ţessu, var skotinn niđur međ ţeirri tegund lásboga er rýfur hverja brynvörn.

Á öđru borđi mćtti stórmeistarahrellirinn Ţorsteinn Ţorsteinsson Jóhanni Hjartarsyni. Úr varđ hörkuskák ţar sem allt virtist stefna í jafntefli ţegar Ţorsteinn hleypti taflinu upp á drottningarvćng. Reyndist upphlaup ţađ feigđarflan hiđ mesta og laut hinn öflugi kappi Ţorsteinn í dúk međ brotinn boga og brostinn streng.

Ţröstur Ţórhallsson lagđi Björn Ţorfinnsson í vel útfćrđri skák ţar sem Ţröstur fann réttu leiđina í vandasömu drottningarendatafli. Jón L var lengi vel međ mun betra gegn Erni Leó og líklegast unniđ á einhverjum stađ en arnarljóniđ unga varđist af grimmd og hélt jöfnu. Meistarabaninn Baldur Kristinsson hélt uppteknum hćtti og lagđi hinn firnasterka fidemeistara Magnús Örn.

Mest gekk á í skák Huginskappanna Ingvars Ţórs Jóhannessonar og Kristján Eđvarđssonar sem breyttist í örleikrit ţegar á ţví harđasta stóđ. Rétt eftir ađ Kristján lék jafnteflisstöđu niđur í tapađ tafl, henti ţađ Ingvar Ţór ađ leika ólöglegum leik. Gefum Ingvari orđiđ: „Ég veit ekki hvađ ég hef teflt margar kappskákir, örugglega yfir 1.000, en ţetta er í fyrsta skipti sem ég leik ólöglegum leik. Til ađ toppa ţvćluna hefđi ég getađ veriđ sjúklega óheppinn. Ef ţađ hefđi ekki veriđ peđ á f4, hefđi ég orđiđ ađ bera drottninguna fyrir – snertur mađur hreyfđur! Ţá hefđi ég tapađ „on the spot“ eins og mađur segir. Ţađ hefđi nú veriđ meiri sagan!“

Önnur úrslit voru ţau ađ Vignir Vatnar lagđi félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem var funheitur á Gestamótinu í fyrra en hefur ekki veriđ sjálfum sér líkur á ţessu móti. Annađ öflugt TR tvíeyki tókst á ţar sem Dađi Ómarsson lagđi félaga sinn Bárđ Örn Birkisson. Lenka náđi loks vopnum sínum gegn Degi Ragnarssyni en Guđmundur Halldórsson og Oliver Jóhannesson skildu jafnir.

A-flokkur hjá Chess-Results

Stórmeistararimmur í 5. umferđ

Alţjóđlegi meistarinn lögvísi, Björgvin Jónsson, er einn efstur ađ fjórum umferđum loknum međ ţrjá og hálfan vinning. Í humáttina koma tveir lögfróđir stórmeistarar og einn fasteignasérfrćđingur: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson međ ţrjá vinninga hver. Ţriđjudaginn 6. febrúar kl. 19.30 verđur baráttunni haldiđ áfram. Björgvin situr yfir en tveimur efstu borđum verđur stórmeistaraslagur af bestu gerđ. Jóhann Hjartarson hefur hvítt á móti Hjörvari Steini og Hannes Hlífar, nýkominn ađ utan, stýrir hvítu mönnunum gegn Ţresti Ţórhallssyni. 

Hvítir hrafnar

Ţriđja umferđ Hvítra hrafna var tefld 30. jan. Jónas Ţorvaldsson lagđi Björn Halldórsson međ snaggaralegri kóngssókn, Friđrik Ólafsson og Bragi Halldórsson sćttust á skiptan hlut eftir skammvinn vopnaviđskipti og Jón Ţorvaldsson lét sverfa til stáls gegn Júlíusi Friđjónssyni sem hélt jöfnu á ystu nöf í langri skák.

Í fjórđu umferđ Hvítra hrafna 6. feb. hefur Jónas Ţorvaldsson hvítt gegn Friđriki Ólafssyni, Björn Halldórsson stýrir hvítum mönnunum gegn Júlíusi Friđjónssyni og Bragi Halldórsson hefur hvítt gegn Jóni Ţorvaldssyni.

Hvítir hrafnar hjá Chess-Results 

B flokkur

Gauti Páll hélt sínu striki og vann núna Aron Ţór Mai. Er međ hreint borđ, kominn međ vinningsforskot og ţar ađ auki búinn ađ tefla viđ ţann sem er í öđru sćti. Í öđru sćti er Siguringi Sigurjóns sem vann góđan sigur međ svörtu á móti hinum efnilega Hilmi Frey Heimissyni. Jafnir Siguringa eru svo tveir efnilegir Breiđablikspiltar ţeir Birkir Ísak og Stephan Briem. Birkir Ísak vann Kristján Örn Elíasson örugglega í fjórđu umferđ, en Stephan sat yfir í skólabúđunum ađ Laugum í Sćlingsdal.

Í B-flokknum keppa Blikar um Unglingameistaratitil Breiđabliks. Birkir Ísak vann 2014-15 en Stephan er núverandi meistari. Ţeir tefla saman í nćstu umferđ og gćti sú skák gefiđ vísbendingu um nćsta meistara. Annar hluthafi í öđru sćtinu er Agnar Tómas Möller sem vann Óskar Long.

B-flokkur hjá Chess-Results

Nánar á Skákhuganum

 


Reykjavík Puffins töpuđu međ minnsta mun

Bjossi2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Eftir sterka byrjun í PRO Chess League ţar sem jafntefli náđist viđ franska ofursveit í 1.umferđ og hinir bresku London Towers voru lagđir í valinn í 2. umferđ kom loks ađ tapi hjá Puffins.

Tap međ minnsta mun varđ niđurstađan gegn slóvensku skjaldbökunum í Ljubljana Turtles. Sú sveit var mjög sterk og ţétt en ţađ var ţó ađallega hjálp úr óvćntri átt á 4. borđi ţar sem ţeirra stigalćgsti mađur, Luka Skkuhala, međ ađeins 2114 stig var taplaus og međ 2,5 vinning af 4.

Turtles byrjuđu betur og unnu 1,5-2,5 í fyrstu umferđinni og leiddu framan af. Stórskotahríđ í ţriđju umferđ og mikill seiglusigur Jóhanns gegn Luca Lenic á 1. borđi fćrđi Puffins forystu 6.5-5.5 og viđureignin leit gríđarlega vel út.

Í síđustu umferđinni gekk hinsvegar allt á afturfótunum. Puffins ţurftu ađeins 1,5 vinning til ađ tryggja allavega jafntefli. Jóhann hinsvegar lék snemma skelfilega af sér og leikar orđnir jafnir. Ţvínćst var ljóst ađ Lenic stóđ til vinnings gegn Hjörvari. Ţröstur og Björn stóđu hinsvegar báđir betur en erfitt var ađ komast áfram. Báđir gerđu á endanum jafntefli og svekkjandi tap međ minnsta mun niđurstađan. Björn hefđi mögulega getađ "siglt ţessu heim" í enn eitt skiptiđ ef hann hefđi fundiđ mjög flókna tölvulínu en ţađ hefđi líklega veriđ of ómennskt til ađ vera möguleiki.

Öll úrslit er hćgt ađ sjá á Prochessleague.com

Viđureignir Puffins eru alltaf sendar út međ skýringum á Twitch.tv/reykjavikpuffins

 

Hćgt er ađ sjá alla viđureign gćrdagsins hér:

 

Einstaklingsúrslit:

Week3


Smári og Tómas sigruđu í undanriđlum Skákţings Hugins (N)

25590602_10210650402391726_1981298465_o-e1517448244158

Riđlakeppni Skákţings Hugins í Ţingeyjarsýslu er lokiđ. 11 skákmenn taka ţátt í mótinu og er ţađ teflt í tveimur riđlum, flippsturluđum austurriđli (teflt á Húsavík) og flippflennifínum vesturriđli (teflt á Vöglum).

Flippsturlađur austurrilill

Í austurriđli eru 6 keppendur sem tefla allir viđ alla. Smári Sigurđsson og Sigurđur Daníelssonenduđu efstir og jafnir međ 4 vinninga af 5 mögulegum, en Smári er sjónarmun á undan ţar sem hann hafđi betur í innbyrđisviđureign ţeirra félaga. Sigurđur Daníelsson er ţví í öđru sćti og Ćvar Ákason í ţriđja sćti međ 3 vinninga. 

Skođa má stöđuna í austurriđli hér.

Flippflennifínn vesturriđill

Í vesturriđli, sem er tefldur á Vöglum í Fnjóskadal, eru fimm keppendur.

Tómas Veigar Sigurđarson lagđi alla andstćđinga sína og er ţví efstur. Rúnar Ísleifsson er í 2. sćti međ 3 vinninga og Ármann Olgeirsson og Hermann Ađalsteinsson eru jafnir í 3.-4. sćti međ 1,5 vinning. Ármann er sjónarmun á undan og teflir ţví um 5.-6. sćtiđ í úrslitakeppninni.

Skođa má stöđuna í vesturriđli hér.

Sprúđlandi úrslitakeppni

Úrslitakeppni Skákţingsins fer fram á nćstu vikum. Hún fer ţannig fram ađ sigurvegarar riđlanna tefla um 1. og 2. sćtiđ o.s.frv.

1.-2.Tómas Veigar SigurđarsonSmári Sigurđsson
3.-4.Rúnar ÍsleifssonSigurđur Daníelsson
5.-6.Ármann OlgeirssonĆvar Ákason
7.-8.Hermann AđalsteinssonHlynur Snćr Viđarsson
9.-10.Sigurbjörn ÁsmundssonSighvatur Karlsson
11.-12. Kristján Ingi Smárason

 

Sprúđlandi úrslitakeppnin hjá Chess-Results


Vigfús sigrađi á hrađkvöld Hugins

Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi á hrađkvöldi Hugins sem fram fór 29. janúar sl. Vigfús fékk 6,5v í sjö skákum og kom jafntefliđ lokaumferđinni í skák viđ Hörđ Jónasson. Hörđur varđist fimlega í erfiđri stöđu í miđtaflinu og međ verri tíma. Hann hélt stöđu sinn samt saman og möguleikum opnum og var kominn međ yfirhöndina í endataflinu ţegar jafntefli var samiđ í tímahraki. Ţessi skák var síđust til ađ ljúka. Nćstir komu Gunnar Nikulásson og Hjálmar Sigurvaldason međ 5v og var Gunnar hćrri á stigum og hlaut annađ sćtiđ og Hjálmar ţađ ţriđja. Reyndar hafđi Gunnar möguleika á sigri fram í síđustu umferđ ef hún hefđi teflst honum í hag. Tap í lokaumferđinni gegn Oddi Tómasi Oddssyni í lokaumferđinni lokađi ţeim möguleika. Oddur Tómas var ţarna á sínu fyrsta hrađkvöldi og óx ásmegin međ hverri umferđ.

Tölvan dró töluna 5 í happdrćttinu sem var tala hins heppna Sigurđar Freys Jónatansson sem dráttarvélin á randaom.org hefur mikiđ dálćti á. Vigfús og Sigurđur voru sammála í vali á verđlaunum og tóku báđir miđa frá Saffran. Nćsta skákkvöld verđur mánudaginn 26. febrúar og ţá verđur atkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  1. Vigfús Ó. Vigfússon, 6,5v/7
  2. Gunnar Nikulásson, 5v
  3. Hjálmar Sigurvaldason, 5v
  4. Hörđur Jónasson, 3,5v
  5. Sigurđur Freyr Jónatansson, 3,5v
  6. Björgvin Kristbergsson, 3v
  7. Pétur Jóhannesson, 1,5v
  8. Batel Goitom Haile, 1v

Lokastađan í chess-results:


Toyota-skákmótiđ fer fram á morgun

toyota2

Hiđ árlega Toyota-skákmót verđur haldiđ í höfuđstöđvum Toyota föstudaginn 2. febrúar. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Keppnin byrjar stundvíslega kl. 13. Keppt er um farandbikar og fjölda annarra verđlauna, sem allar eru gefnar af Toyota. Allir eldri skákmenn velkomnir á međan húsrúm leyfir. Karlar 60+ og konur 50+.

Toyota1

Ćsir skákfélag eldri borgara í Stangarhyl 4 sér um framkvćmd og stjórn mótsins. Vćntanlegir keppendur eru vinsamlega beđnir ađ forskrá sig hjá Finni Kr. í síma 893 1238 eđa í netfangiđ finnur.kr@internet.is eđa hjá Garđari í síma 898 4805 eđa í netfangiđ rokk@internet.is.


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 8780629

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband